Morgunblaðið - 22.02.1944, Side 11
3?riðjudag'ur 22. febrúar 1944
MORGUNBLAÐIÐ
11
írrig
vícki muni
þarf að tala við þig.....Vertu
sæll“.
„Þetta var Morris“, sagði
hann, um leið og hann lagði
heyrnartólið á. „Hann segir, að
það sje byrjað að berjast í
Chapei, en hann kemst þangað
ekki. Hann segir, að það komi
ekki til mála að halda brúð-
kaup í dag. Jeg verð að fara til
Ruth og segja henni það. Það
veitir manni þá frest til að
hugsa sig um. Hvað sem öðru
líður, verður þú að fara um
borð. Ef til vill kemst jeg til
Hong Kong eftir nokkra daga.
Við höfum útibú þar“.
„Frank, Bobbie er dáinn“,
sagði Helen.
vHa? Hvað segirðu?11 sagði
Frank.
„Bobbie er dáinn“, endurtók
Helen. Nú fyrst tók hann eft-
ir, að varir hennar skulfu og
andlit hennar var breytt, næst-
um ókunnugt. „Bobbie er dá-
inn“, sagði hún í þriðja sinn.
„En hvernig — hvernig get-
ui’. það verið?“ spurði Frank.
Stofan lá á milli þeirra, hyl-
dý.pi, sem ríkmannlegt, grænt
gólfteppi lá yfir. Búddalíknesk-
ið á arinhillunni kærði sig
kollótt ....
„Það hlýtur að hafa skeð,
þegar þú slóst hann í rot. Ef
til vill hefir hauskúpan brotn-
að í fallinu — eða eitthvað“,
hvíslaði Helen.
„Þvættingur!“ sagði Frank.
Hann herti upp hugann, rjetti
úr sjer og fór inn í næsta her-
bergi. Innan stundar kom hann
.aftur og byrjaði þögull að
ga.nga um gólf. Augu Helen
litu aldrei af honum.
„Þetta er dálagleg klípa“,
sagði hann loks. „Hann getur
hafa drukkið, reykt eða svall-
að sig til dauða fyrir mjer. Jeg
vil ekkert hafa með þetta að
gera“.
,,Nei“, sagði Helen og nærri
lá, að hún brósti að þessari
karlmannlega heimskulegu yf-
irlýsingu. „Hver efast um
það“.
„Hvað eigum við nú að
gera?“ spurði Frank. „Mjer
þsétti gaman að vita, hvað við
eigum nú til bragðs að taka?“
„Haldá fast saman“, sagði
Helen. Hún Jeit niður á sig og
gekk í snatri út úr herberginu.
„Afsakaðu mig, jeg verð að
hafa fataskipti“, tautaði hún
um leið og hún hvarf sjónum
hans.
Halda saman, hugsaði Frank.
Þetta var verra en jarðskjálfti,
fellibylur og sprenging. Þetta
var #ndirinn. Höfuð hans var
undarlega tómlegt. Bláa andlit-
ið.á hvíta svæflinum. . . .
Helen kom innan skams aft-
í hreinum, hvítum kjól. Frank
þekti kjólinn, sem hún hafði
verið í, þegar hann sá hana
fyrsta skipti. Hann leit á úrið
sitt,'tilburðir hans voru ráða-
leysislegir og tilgangslausir,
eins og hjá þeim, sem örvænt-
ingu eru slegnir. Það var rúm-
níu. Það hafði vantað tíu mín-
útúr í átta, þegar hann kom.
Tíminn var búinn að glata öllu
mikilvægi fyrir honum eins og
í draumi. Helen tók upp sím-
ann.
„Get jeg fengið að tala við dr.
Hain“, sagði hún. Frank tók nú [
í fyrsta skipti eftir að hún tal- j
aði með dálítið útlendum
hreim; hún var að taka á sig |
sig nýjan blæ í augum hans og I
eyrum. Helen vissi ekki sjálf, j
að hún var of þreytt til að hafa
það taumhald á sjálfri sjer, sem
hún hafði þurft alla sína flá-
ráðu og lognu ævi. Varir henn-
ar titruðu, hinn rússneski upp-
runi kom í ljós. Hún hafði einn
ig mist stjórn á svipbrigðum
sínum, andlit hennar logaði af
fögnuði sem átti illa við við
þetta tækifæri. Það var líka
skrítið að mannveran sem hún
sá ætíð fyrir sjer núna, var ekki
hinn myrti eiginmaður hennar,
heldur betlarinn Grischa, rúss-
neski betlarinn fyrir utan
Peony klúbbinn.
„Læknir“, sagði Helen í sím-
ann. „Getið þjer komið sam-
stundis. Maðurinn minn hefir
fengið hræðilegt áfall — jeg er
hrædd um að það sje mjög al-
varlegt ....“.
Frank hlustaði undrandi á
þetta. En hann er þegar dauð-
ur, hugsaði hann. Hann langaði
til að fara. Ruth! hugsaði hann
með þrá. En hann hjelt áfram
að standa við gluggann eins og
dáleiddur, og ekkert orð fór
þeirra á milli fyrr en læknirinn
var kominn. Nema hvað Helen
sagði á síðustu stundu. „Láttu
mig um það. Segðu ekki orð.
Jeg skal koma okkur úr klíp-
unni“, síðan var barið að dyr-
um og inn kom gamli þýski
læknirinn með tösku sína og
gleraugun.
XIX.
Dr. Hain fann greinilega á-
hrif vökunæturinnar á sjer, er
hann kom til herbergja Russ-
elshjónanna. Vaka hans yfir
kínverska bankastjóranum,
þrákelkni sjúklingsins, viðræð-
urnar við hina kínversku stjett
arbræður og fjölskylduna, fjöld
inn af ættingjum, hjákonum og
öðrum áhangendum, sem þar
höfðu verið saman komnir, alt
hafði þetta þreytt hann að mikl
um mun. Engu að síður var
hann vel vakandi, því að það
var ekki laust við að hann væri
dálítið upp með sjer af því að
láta til sín taka við veruleg
lækniss-törf.
„Iivar er sjúklingurinn okk-
ar“, sagi hann í hughreysting-
arróm .læknisins og fylgdist
með Russel inn í svefnhcrberg-
ið. „Hefir hann enn neytt eitur-
lyfja?“ spurði hann um leið og
hann lagði frá sjer töskuna.
„Vilduð þjer vera svo vænar
að draga tjöldin frá gluggun-
um, svo að jeg sjái til?“
Og þá var það, sem það kom
í ljós að hr. Russell þjáðist ekki
af áfalli eins og kona hans hjelt,
heldur var dáinn.
„Hjartaslag?“ spurði kona
hans. Dr. Hain svaraði engu.
Hann skoðaði augun, lokaði og
opnaði augnalokunum, og skoð-
aði hörundslit hans.
„Afsakið“, hvíslaði Helen;
hún hafði vonast til að stand-
ast þessa þrekraun, en alt í
einu fanst henni alt hringsnú-
ast fyrir augum sjer og henni
lá við yfirliði af að horfa á
þessa nákvæmu skoðun. Hún
flúði til Franks í næsta her-
bergi, og hann lagði handlegg-
inn fjarhuga og ringlaður á axl
ir hennar.
Að nokkurri stund liðinni
kom læknirinn inn í setustof
una aftur og settist fyrir fram
an arininn, eftir að hafa kastað
kveðju á Frank Taylor, sem
hann hafði ekki tekið eftir, er
hann kom inn. „Mjer þykir
þetta mjög leitt, frú“, sagði
hann. „Þetta hlýtur að vera
hræðilegt áfall fyrir yður“.
„Jeg þakka yður kærlega
fyrir samúðina, læknir. Hún
gerir mjer sorgina ljettbærari",
sagði Helen. Frank stóð að baki
hennar og hjelt báðum hönd-
iftn um stólbakið.
„Það eru aðeins fáein forms-
atriði“, sagði læknirinn". „Jeg
vildi gjarnan vita alla mála-
vöxtu, áður en jeg skrifa dán-
arvottorðið. Þjer verðið að af-
saka, -en hjá því verður ekki
komist“.
„Er návist mín nauðsynleg?“
spurði Frank af einskærum
heigulskap. Hann átti enga ósk
heitari en þá, að vera kominn
óraveg í burtu, og þurfa hvorki
að sjá nje heyra meira um
þetta. Ruth — hann þráði
Ruth, eins og svefnlaus maður
svefninn.
„Já, þú verður að vera
hjerna, Frank. Þú mátt ekki
skilja mig eina eftir“, sagði
Helen með hinum nýja hörku-
lega framburði. Frank hneygði
sig.
„Má jeg fá lánaðan síma hjá
þjer?“ spurði hann. Hann náði
í samband við herbergi Ruth.
„Ruth litla“, sagði hann. „Góð
an daginn. Slæmar frjettir fyr-
ir okkur! Veistu, að sprengj-
urnar eru afarnar að fljúga í
nánd við okkur? Heyrðu, Ruth
litla, það eru líkindi til að við
Pjetur og Bergljót
Eftir Christopher Janson
10.
í handraðanum. Og svo fór Níels að biðla til hennar Berg-
ljótar.
Já, hann var fínn maður, hann Níels Þorgeirsson. Hann
átti tvenn föt, ein hversdagsföt úr vaðmáli og önnur úr
fínu klæði, sem hann var í á sunnudögum. — Og hann
talaði tveim tungum, fínt og settlegt málfar tamdi hann
sjer við prestinn og í embætti sínu, en almúgamálið tal-
aði hann við önnur tækifæri, og þótti það stundum helst-
til óheílað. Upp á síðkastið hafði Níels altaf gengið eins
vel til fara og hann gat. Og fólkið ræddi um það í sveit-
inni, hvort Níels hjeldi að það væri nú stöðugur sunnu-
dagur, síðan sú gamla dó. En Níels glotti með sjálfum
sjer og hugsaði: „Ef jeg næ í konu, þá er nógur tími til
að fara í vaðmálsfötin aftur eftir brúðkaupið“.
Svo kom laugardagsmorguninn. Veður var bjart, en
kalt í lofti, því sól var enn ekki farin að hækka á lofti,
heldur var stór og rauð niður við sjóndeildarhringinn
langt í austri, og honum Pjetri sýndist hún brosa til sín,
þar sem hann stóð við vinnu sína úti á túni á prests-
setrinu. Pjetur raulaði vísukorn, leit stundum yfir fjörð-
inn, þar sem Bjarnarstaðir voru, hló við og við með sjálf-
um sjer og tók svo aftur til við að raula. Honum datt í
hug það sem hann hafði verið að tala um við Bergljótu
kvöldið áður, um hringjarann. — „Ja, ef hann bara væri
hjer“, tautaði Pjetur, — ,,þá skyldi jeg ...“. Um leið
hrökk hann við, því hönd var lögð á öxl hans og þar
stóð Níels Þorgeirsson hringjari með stóra bók undir
hendinni í sínu fínasta skrúði með svartan hálsdúk, eins
beinn og keikur og fermingardrengur á kirkjugólfi.
„Góðan daginn sonur“, sagði hringjarinn og röddin
var mjög djúp og virðuleg. „Góðan dag“, svaraði Pjetur1,
tók ofan og gerði sig aumingjalegan á svipinn. „Er hringj-
arinn svo snemma á ferli í dag?“
„Já, líttu á, það er ekkert smávegis, sem jeg þarf að
annast, allar þessar hjónavígslur, skírnir og útfarir, og
hvað það altsaman er kallað. Alt þarf þetta að gerast og
engu má gleyma, eins og þeir segja, og þá má jeg allra
síst gleyma nokkru, jeg sem verð að þræla við að skrifa
frá því í býti á morgnana og þangað til seint á kvöldin. —•
Og ef jeg gerði það ekki, þá veit jeg ekki hvernig væri
umhorfs hjerna í prestakallinu. Það mundi alt hrynja
saman, skilurðu. — Já, víst mundi það gera það“. Og
hringjarinn skyrpti. „Það er nú vinna, sem tekur á taug-
arnar, piltur minn, að lesa og skrifa og hugsa svona mik-
Tveir sjómenn, gamlir kunn-
ingjar, hittust í kaffistofu einni
hjer í bæ um daginn. Þeir höfðu
ekki sjest lengi og höfðu því
frá mörgu að segja.
Annar; — Óskaplegustu
stormar, sem jeg hefi nokkru
sinni lent i, voru í Rauðahaf-
inu. Jeg var þá háseti á Maríu
og við vorum að hökta þar
marga mánuði, því að rokið var
'svo, að við sáum botn milli
aldanna. Ja, þvílíkur skratti.
Hinn: — Milli hvaða hafna
siglduð þið þó?
Sá fyrri: — Milli Hull og
Antwerpen.
Sá síðari: — Hvern fjandann
höfðuð þið þá að gera á Rauða-
hafinu?
Fyrri sjómaður: — Já, það er
einmitt það, sem jeg sagði við
skipstjórann: Hvern skrattann
þurfum við að vera að slangra
hjer?
★
Fúsa gamla dreymdi, að
hann væri á leið til himnaríkis
og eigi að skrifa þar upp syndir
sínar með krítamola, sem hann
hafði í hendinni. Þegar hann
var kominn hálfa leið upp, mæt
ir hann gömlum kunningja sín-
um.
„Hvaða asi er á þjer, maður“,
segir Fúsi, „hvers vegna ertu
að fara niður aftur?“
„Jeg er að ná í meiri krít“,
var svarið.
★
Lögreglustjóri: — Þjer eruð
kærður fyrir að hafa barið 8
lögregluþjóna í gærkveldi.
Hver var ástæðan?
Sakborningur: — Hjarta-
gæska mín, því að einn lögreglu
þjónn hefði aldrei þolað öll þau
högg, sem jeg ljet úti í gær-
kveldi.
★
Gyðingur einn kom inn í
ferðamannaskrifstofu og gerir
svo mikið ónæði með spurning-
um sínum, að loks fýkur í af-
greiðslumanninn og segir:
,.Það situr helst á yður að
þykjast hafa vit á ferðalögum,
manni af þeifri þjóð, sem þurfti
40 ár til þess að komast yfir
eina eyðimörk“.
Bóndi heimsækir son sinn,
sem settst hafði að í Reykjavík.
En drengurinn var talinn efni
í listamann.
Bóndi: — Nú, ja-ja, drengur
minn, enn eru nokkrar skuldir,
sem á þjer hvíla?
Sonurinn: — Nei, pabbi, að
minsta kosti ekki meiri en svo,
að með iðjusemi, sparsemi og
alvarlegri sjálfsafneitun mun
þjer takast að komast fram úr
þeim.
Stórbóndi einn kom í smá-
kaupstað og sá þá sjer til undr-
unar, að verið var að róta um
jörðinni, laga stíga og götur.
Honum varð að orði:
„Þessu hefði jeg aldrei trúað,
jeg hjelt, að hjer færi ekki fram
önnur jarðyrkja en jarðar-
farir“.
★
Stúdentinn: — Hvort er
þyngra eitt pund af blýi, eða
eitt pund af fiðri.
Smalinn: — Láttu það detta
ofan á fótinn á þjer.