Morgunblaðið - 24.02.1944, Qupperneq 11
Fimtudagur 24. febrúar 1944
MORGUNBLAÐIÐ
11
írng
YÍCKIBAUíí?
vénst þeim undir eins. Innan
skams hættir maður að taka eft
ir þeim“, sagði hann hughreyst
andi.
,,Þeir gera aldrei loftárás á
alþjóðahverfið", sagði Frank.
Þótt undarlegt mætti heita,
hafði sprengingin styrkt hnjá-
liði hans til muna. Ruth verður
hrædd, hugsaði hann. „Jeg
vildi gjarnan finna Ruth snöggv
ast“, sagði hann biðjandi við
Helen. „Aðeins til að telja í
hana kjark —“.
„Þú verður að bíða þangað
til þessum formsatriðum er lok-
ið“, sagði Helen ósveigjanleg.
Frank skildi, sjer til óumræði
legrar skelfingar, að hann var
gersamlega á valdi hennar.
Hún getur farið með mig og
gert við mig það sem henni
þóknast, hugsaði hann, og
þreif aftur báum höndum um
stólbakið. Honum fanst þær
óhreinar og rakar, enginn
þvottur kæmi að gagni eftir
þetta.
„Úti rignir sprengjunum, en
við deilum um formsatriði, sem
ekkert hafa að segja“, sagði
Helen ísmeygilega. „Mig langar
að biðja yður, læknir, að taka
dálítið tillit til enskrar sálfræði
Við erum hræsnarar og skin-
helg þjóð, eins og allur heim-
urinn veit, og. hugsið þjer yð-
ur. hneykslið sem þetta myndi
vejcja í Shanghai, þar sem fram
ferði Englendinga hefir jafn
mikið að segja. Ef til vill vit-
ið þjer ekki að bróðir vesalings
Bobbie er þingmaður, og hvað
ge'tur ekki þessi líkskurður leitt
í ljós? Að vesalings Bobbie hafi
verið á stöðum, sem hann ekki
æfti að stunda og neitt ólög-
legra og forboðinna eiturlyfja.
Hversvegna er ekki hægt að
láta fara með hann í kirkju-
garðinn án þess að sverta nafn
hans? Jeg er ekkja hans, og ber
ein á byrgðina gagnvart fjöl-
§ skyldu hans. Jeg verð að vernda
heiður ættarinnar, læknir“,
Hún fann að hún var á rjettri
leið. Ósjálfrátt neri hún saman
höndunum, hún hafði enn 1
þeim meðvitundina um líkam-
ann sem barðist um í höndum
hennar — meðvitund, sem hún
gat losnað við. Hún var enn
varla sannfærð um að Bobbie
væri dauður í eitt skipti fyrir
öll. Neðst í djúpi huga hennar
leyndist kaldur og hryllilegur
ótti um, að hann gengi á hverri
stundu út um svefnherbergis-
dyrnar í fullu fjöri.
Því lengur, sem kona þessi
talaði, þeim mun erfiðara varð
dr. Hain að leggja trúnað á orð
hennar. Eitthvað er ekki með
feldu, hugsaði hann aftur, eitt-
hvað er ekki með feldu. Helen
braut heilann yfir svipbrigðum
hans og sagði síðan. „Jeg býst
við að þjer álítið mig kaldrifj-
aða, af því að jeg græt ekki. En
þjér þekkið mig dálítið af kring
umstæðunum. Jeg hefi grátið
svo mikið í hjónabandinu, að
jeg á engin tár eftir. Hjeðan
af er það eina sem jeg get gert,
að forðast hneyksli“.
,Jeg er sannfærður um að
bresku yfirvöldin munu gera
sitt ýtrasta til að hjálpa yður til
þess“, sagði dr. Hain. „Það er
eins mikið í þágu bresku ný-
lendunnar og yðar sjálfrar”.
Dr. Hain stóð upp og raðaði
verkfærunum í töskuna sína.
Hann var óþreyjufullur eftir að
komast burt. Russell var dauð-
ur, en Chang lifði og það átti
eftir að gera uppskurð á hon-
um. Hann bjóst til að hraða sjer
burtu. Helen gekk í veg fyrir
hann.
„Bíðið augnablik, læknir“,
sagði hún og bar ört á. „Við
skulum líta á málið frá annari
hlið. Yður hlýtur að standa á
sama um, hvað það var sem
gerði út af við hið veika hjarta
mannsins míns. Að öllum lík-
indum var það ópíum. En það
hefir mikið að segja fyrir mig
og' fjölskyldu hans, að láta líta
svo út sem hann hafi dáið sóma
samlegum dauða, enda þótt líf
hans hafi verið í fyllsta máta
ósæmilegt. Gerið okkur þann
greiða að skrifa undir dánar-
vottorðið, og kenna t. d. hjarta-
slagi um dauða hans, og hlífa
mjer við öllum leiðindunum,
sem ekki hafa neina þýðingu.
Hafi jeg skilið yður rjett, eigið
þjer við, að það verði að fram-
kvæma líkskurð, þegar menn
deyja snögglega af hjartaslagi,
en ekki þegar um er að ræða
ólæknandi hjartasjúkdóm, sem
loks ríður manninum að fullu.
Þjer sögðuðu sjálfur fyrir fám
dögum síðan, að hjarta Bobbie
væri langt frá að vera heil-
brigðt. Jeg er því ekki að biðja
um neina fjarstæðu, heldur að-
eins dálitla hugulsemi, smá-
greiða. Jeg veit ekki hvort þjer
kærið yður nokuð um peninga,
en þar sem jeg, því miður, hefi
engin önnur ráð til að láta í
ljósi þakklæti mitt fyrir vin-
gjarnleik yðar — jeg á við að
þjer megið gjarnan nefna fjár-
upphæð fyrir að gera hin óhjá-
kvæmilegu formsatriði eins fá
og einföld og mögulegt er“.
Hún horfði á lækninn og sá
að hendur hans skulfu er hann
lokaði töskunni. Hún flýtti sjer
að taka ávísanahefti upp úr
skúffu og skrifaði nafn sitt á
eina þeirra. „Gjörið svo vel
læknir, látið það vera eins mik
ið og þjer viljið“, sagði hún um
leið og hún lagði hana fyrir
frman hann og rjetti honum
pennann. Hann hristi höfuðið.
,,Það get jeg ekki“, sagði hann.
Helen brosti uppörvandi.
„Hvað eigum við að hafa
það?“ sagði hún og þóttist nú
vera á rjettri leið, því að henni
virtist liann vera að láta und-
an. „Fimm hundruð pund?“
Hún beið, og enn hristi hann
höfuðið. Madame Tissaud hafði
sagt henni frá örbirgðinni sem
dr. Hain ætti við að búa, og hún
bjóst einnig' við að allir í Shang
hai væru falir, hven fyrir sína
upphæð.
„Þúsund“, sagði hún og byrj-
aði að skrifa upphæðina. „Þús-
und pund fyrir ósvívirt nafn.
Vesalings Bobbie!“ sagði hún
um leið og hún fjekk honum á-
vísunina. Hann tók ekki við
henni, en hann neitaði henni
heldur ekki.
„Jeg verð hvort' sem er að
koma aftur“, sagði hann óá-
kveðinn. „Jeg verð að tala við
dr. Bradley. Ef hann viðurkenn
ir hjartasjúkdóminn, er lík-
skurðurinn —“.
Án þess að ljúka setningunni
tók hann tösku sína og snarað-
ist út úr herberginp. Ávísunin
lá eftir á borðinu. Helen brosti
á bak honum.
„Svo það er þá útkljáð",
sagði hún og andvarpaði af
feginleik, er hún heyrði fóta-
tak hans deyja út á ganginum.
Hún leit upp og á Frank, sem
stóð enn á bak við stól hennar.
Hann hafði staðið þar allan
tímann — dáleiddur, lamaður.
Þetta var verra en sá versti
allra drauma. Og ekki bætti það
úr skák að himinninn var þak-
inn svörtum skýjum og loftið
þungt og kæfandi. Birtan var
gulleit og andlit Helen virtist
í henni ókunnuglegt, hörkulegt
og þó lifandi. Hún gekk nær
honum en hann stóð grafkyrr,
sem hann óttaðist að hann
kynni annars að hörfa undan
nær veg'gnum, eins og eðlishvöt
in bauð honum. „Frank“, sagði
Helen blíðlega. „Frank, nú til-
heyrirðu mjer. Jeg hefi bjargað
þjer út úr víti, og nú getur ekk-
ert framar aðskilið okkur“.
Önnur sprengja sprakk, í
þetta skipti fjær. Tvær flug-
vjelar með svarta vængi flugu
yfir, rjett undir skýjaþykninu.
Helen varð litið í áttina til dyr-
anna sem Bobbie lá fyrir inn-
an. En sá dauði var heyrnar-
laus, og engar sprengjur megn-
uðu að vekja hann.
Það var bekkur á ganginum
í nánd við lyftuna. pr. Hain
settist á hann til að hugsa. Hann
ljet svörtu töskuna við hlið
sjer, ljet höfuðið síga niður á
bringu og lagði hendina yfir
augun, eins og venja hans var,
er hann þurfti að ráða fram úr
vandamáli.
Þúsund pund, þúsund pund.
Pjetur og Bergljót
Eftir Christopher Janson
12.
stendur á þessu?“ Hringjarinn leit stórum augum á Pjet-
ur.
„Ekki veit jeg nú fyrir víst, hvernig það orsakaðist, en
ætli það sje nú ekki honum föður hennar að kenna samt.
Fyr var Bergljót bæði blíð og góð, en þegar jeg sá hana
síðast, vildi hún varla tala við mig. Það var víst einhver
mektarmaður, sem hafði talað um hana við föður henn-
ar, — hún nefndi hann ekki, en jeg skildi að það var bæði
fínn maður og virðingamaður, og auðvitað fer það svo,
að þau gifta sig. Ekki þekkir hún hann nú mikið enn, en
hún hjelt hann myndi koma í kvöld, svo hún gæti skrafað
svolítið við hann, og ósköp talaði hún um það, hvað þetta
væri mikill maður. Æ, já, það gengur svona í heiminum,
það eru venjulega auðæfin, sem alt vinna“.
Pjetur andvarpaði, neri á sjer augun og gaut svo horn-
auga til hringjarans, sem sat og hlustaði á. — Hann er
að gleypa beituna, hugsaði Pjetur, en svolítið betur verð
jeg að gera.
„Nú langaði mig til þess að spyrja hringjarann, sem
roskinn og reyndan mann, hvað hann áliti í þessu máli,
því það er hörínulegt að missa svona fallega stúlku. Og
ekki var nú heldur langt að fara til hennar. Jeg komst
altaf hjá því að ganga alla leiðina fyrir fjarðarbotninn,
því gamli báturinn prestsins liggur þarna niðri í fjör-
unni, og enginn notar hann lengur. Strax og jeg var hætt-
ur að vinna á laugardagskvöldin, hljóp jeg bara beint
niður að sjónum, rjeri yfir fjörðinn og hljóp upp brekk-
una upp að Bjarnarstöðum, og þetta var nú allur gald-
urinn, því herbergið hennar Bergljótar er rjett til hægri
fyrir innan bæjardyrnar, þar liggur stiginn upp, einmitt
þarna glampar á gluggann hennar“. — Og Pjetur benti
yfir fjörðinn, að bænum, þar sem glitra sást á glugga.
„Og auðvitað vissi hún, að það var jeg sem kom“, hjelt
Pjetur áfram, „því jeg barði altaf þrjú högg í gluggann
hjá henni. — Jeg man svo vel á laugardaginn var, þá var
veðrið alveg eins og það er núna, — en nú fær bátkænan
prestsins að lig'gja í friði fyrir mjer. Og mikið get jeg
orðið reiður og hryggur, þegar jeg hugsa til þess að annar
skuli heimsækja hana Bergljótu í kvöld. — Já er það
ekki grátlegt, hringjari, og hún ekki nema sextán ára“.
„O, þær eru altaf eins, stúlkurnar, Pjetur minn“, sagði
hringjarinn virðulega og stóð upp af tröppunum og lagði
höndina á öxl Pjetri. — Æska og viska fara sjaldan saman,
nrriöhc^usrJzG,lu
um
Talsíminn var nýkominn í
prestsétrið. Gamalli konu, sem
verið hafði í heimsókn þar,
sag'ðist svo frá, er hún kom
heim: — Já, nú held jeg að alt
sje orðið galið hjá prestinum.
Madaman stóð upp við vegg,
talaði við vegginn og kallaði
hann afa sinn“.
★
Jón á Gili sækir læknir til
dóttur sinnar veikrar, og spyr
læknirinn hann, hversvegna
hann hafi ekki komið fyrr.
Jón: — Jeg vildi bíða sunnu-
daginn og biðja fyrir henni í
kirkjunni.
Læknirinn: — Varð gagn af
því?
Jón: — Já, dálítið, það var
eins og sjúkdómurinn dreifði
sjer. Fyrr var henni ilt í brjóst
inu, en nú er henni líka ilt í
maganum.
★
Sögukennarinn: — Andrjes,
hvenær fæddist Gústar Adolf?
Andrjes þegir.
Sögukennarinn: — Hinir?
Allir þegja.
Kennarinn (vondur): — Þið
þegið eins og þorskar. Getur
Andrjes sagt mjer, hvenær
hann sjálfur fæddist?
Andrjes: — Um morguninn
22. október 1923.
Kennarinn: — Þarna sjer
maður. Svona smámuni festið
þið í minni, en söguna nennið
þið ekki að læra.
★
Fúsi á Hálsi var kominn i
Hjálpræðisherinn, farinn að
halda þar bænasamkomur og
leika á gítar. Meðan Fúsi er að
spila, áður en hann fer að prje-
dika, kemur Hans gamli á
Hamri inn. Hann var gamall
kunningi Fúsa, en hafði aldrei
fyr komið „á herinn“. Þegar
söngurinn var úti segir Hans:
„Er svo sem mjer sýnist, að
þetta sje hann Fúsi frá Hálsi?
Fúsi: „Jú, svo er.“
Hans: „Er það nokkur lífs-
bjargarvegur að vera að span-
góla svona á hljóðfæri?“
Fúsi ansar ekki.
Hans: „Þú ert líklega bara
að skemta unga fólkinu.
Fúsi þegir enn.
Hans: „En jeg skal segja þjer
það, Fúsi, að þjer er miklu nær
að fara heim til þín, lifa þar
í siðprýði og lesa sálmabókina,
halla þjer að hreinum, kristi-
legum lærdómi og vinna eins
og við hinir. Og svei mjer þá,
ef þú skalt ekki þá erfa guðs-
ríki og verða hólpinn“.
★
Jói kom í kaupstað og átti
að kaupa þar ýmislegt, þar á
meðal sápu.
Jói: — Svo átti jeg að fá
reglulega sápu, ekki eins Ije-
lega og jeg fjekk síðast.
Búðarmaðurinn: — Hún var
reglulega góð, ein sú besta, sem
við höfum.
Jói: — Sussu-nei. Þvottavatn
ið varð svo skolótt og óhreint,
eftir að fólkið hafði þvegið sjer.
_____________★ _ __
Prestskonan: — Hvernig líð-
ur þjer nú, Gudda mín?
Gudda: — Jú, þakka fyrir,
madama góð. Mjer liður svo á-
gætlega síðan jeg fór i styrkt-
arfjelag kvenna. Þar eru nú
engir prettir. Maður fær í einu
lagi útborgaðar 100 krónur,
þegar maður deyr.