Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. mars 1944. IViinning í j Anna Þorsteinsdóttir i fyrv. Ijósmóðir í dag verður borin til hinstu hvíldar á Blönduósi, Anna Þor- steinsdóttir, fyrv. Ijósmóðir. Hún var fædd 17. sept 1861 að Kjörseyri við Hrútafjörð; lærði hún snemma þann mynd- arbrag, sem auðkendi góðu heimili á þoim árum, og sýndi það sig síðar á hennar góða heimili. Ung lærði Anna ljós- móðurstarfið og starfaði að því eins lengi og kraftarnir entust, , eða í 43 ár, fyrst í Bólstaðar- hlíðarhreppi í 12 ár, svo á : Blönduósi og í Torfalækjar- hreppi í 31 ár. Anna sál. var með afbrigðum dugleg og samviskusöm Ijós- móðir, elskuð og virt af öllum þeim mörgu konum, sem hún heimsótti og hjálpaði, og var það viðbrugðið, hve hún brá fljótt við, þegar kallið kom og hvaða kapp hún lagði í það að komast sem fyrst til konunnar sem beið. „ f Þótt ill væri færðin og óveðurs nótt, Vcir yður ei neina stund rótt, er kona í barnsneyð beið —. Svo segir í kvæði, sem henni var flutt við brottför hennar úr Bólstaðarhlíðarhreppi og eru það sannindi. Hún hafði líka /frá mörgum erfiðum vetraferð- um að segja, en hún Ijet aldrei bugast og varð oft að eggja fylgdarmanninn, þegar útlitið var vont og óvíst væri, hvort þau næði áfangastaðnum. Það voru mjúkar hendur sem struku vanga þjáðu konunnar, þegar Anna var sest á rúmstokk inn, og það var bjart í litlu baðstofunni. Konan dró and- an Ijettara, því að nú var bless- unin hún Anna komin. Þjer þekkið kvejnið á kvalastund og kunnið að lina þraut, og hjúkra sjúkum með mjúkri mund og mýkja hið sára á ýmsa lund og hræðslunni hrinda á braut, segir í sama kvæði. Þetta er rjett mælt, því að svona var hún Anna. Anna var gift Hjálmari Arn- órssyni og er hann dáinn fyrir nokkrum árum. Þeim varð ekki barna auðið, en tóku eina fóst- urdóttir, Hjálmfríði Kristófers- dóttur, sem þau ólu upp og elsk uðu eins og væri hún þeirra dóttir, og veittist henni og manni hennar, Páli Geirmunds syni oddvita, sú ánægja að geta nú síðustu árin launað Önnu ástríki og umhyggju í sömu mynt. Síðustu árin lá Anna rúmföst, og var unun að sjá þá um- hyggju og elsku, sem hún varð aðnjótandi frá þeim hjónum, enda mátti hún helst aldrei af þeim sjá báðum. Jeg hitti hana aldrei svo, að hún þakkaði ekki guði fyrir að eiga svona góða dóttir og tengdason. Anna og Hjálmar ráku greiða solu á Blönduósi í mörg ár, og var oft þröngt í litla húsinu, en fyrir öllum var greitt eftir bestu getu og oft framyfir það. Anna eignaðist marga vini á sinni löngu æfi og átti áreiðan- lega enga óvildarmenn. Við, vinir þínir, þökkum þjer nú alla. vinsemdina, alla hjálp- ina og ótal ánægjustundir, biðjum engla guðs að leíða þig um lönd eilífðarinnar. Drottinn veiti henni eilífa hvíld og láti hið eilífa Ijós lýsa henni. F. H. B. Einkennileg flugvjel TVÆR BRESKAR Mosqito- flugvjelar, sem voru á ,,inn- rásarferð“ yfir Frakklandi, rjeðust á mjög einkennilega þýska flugvjel og skutu hana niður. Flugmennirnir segja frá atburðinum á þessa leið: Við sáum alt í einu fyrir framan okkur það einkennilegasta fer- líki, sem við höfum lengi sjeð í lofti. Hjeldum við fyi'st, að þarna væru á flugi tvö flug- virki, sem flygju mjög þjett saman, en er við aðgættum bet ur, sáum við að þarna var flug vjel með tveim stjelum, fimm hreyflum, og hafði hún þar að auki tvær svifflugvjelar í eft- irdragi. Eftir að hafa aðgætt þetta vel, sáum við að þarna var um að ræða tvær sprengjuflugvjel- ar af gerðinni Heinkel 111, sem skeyttar höfðu verið saman, þannig að skrokkarnir og tveir vængirnir höfðu. verið látnir halda sjer, en milli skrokkanna var klefi, þar sem einn hreyf- illinn var framan á, en vjel- byssuturn ofan á“. — Flug- mennirnir skutu ferlíki þetta niður, en flugmálafræðingar á- líta að Þjóðverjar noti þessar flugvjelar eingöngu til þess að draga svifflugur. — Reuter. — Smuts Framh. a.f bls. 7. er umlukt 6000 ekrum af frjósömu landi og hálfri miljón trjáa, sem Smuts hefir sjálfur látið gróður- setja, bæði til þess að vinna úr og fegra landslagið. Frú Smuts veitir heimilinu for- stöðu, en hún setti fyrir löngu síðan þá reglu, að all- ar stúlkur sem dveldu næt- urlangt, skyldu sjálfar búa um rúm sín. Flest hinna sex barna og tólf barnabarna Smuts flögra um húsið eins og ílugur í kringum hun- angsskál. Eins og flestir Búar er Smuts svo öruggur í allri framkomu, að hann þarfn- ast engra kreddusiða. Sem náinn ráðunautur Winston Churchill kann svo að fara, að hann eigi mikinn þátt í friðarsamningunum. — Ef svo verður, getur friðurinn orðið vel trygður. Leiðrjetting JEG LEYFI mjer hjer með að leiðrjetta villur í greinar- korni í blaði yðar í gær um næturakstur. Það er ekki rjett, að jeg hafi farið frarn á við stöðvarnar að losna undan næturakstri. Jeg hefi eins og nú stendur engan um það að biðja og ræð því að öllu leyti sjálfur, hvort jeg tek þátt þátt í næturakstri eða ekki, og er öllum stöðvunum kunnugt um, að jeg hefi aldrei næturakstur viljað. Það er ekki rjett, að jeg hafi ekki nægar bifreiðar til bæj- araksturs, þvert á móti hefir bifreiðakostur minn til bæjar- aksturs aukist. Og ekkert væri hægara en að auka bifreiða- kostinn að mun, því altaf eru að koma til mín bifreiðastjór- ar, sem vilja fá afgreiðslu fyr- ir bifreiðar sínar á stöð minni. Það er ekki rjett, að jeg hafi farið þess á leit við hinar stöðv arnar, að bifreiðar frá mjer fengju að aka frá þeirra stöðv- um ,er þær hefðu næturakst- ur. Slíkt hefir mjer aldrei kom ið til hugar. Það sanna í málinu er þetta: Fyrir stríðið var bifreiðastöð mín eina stöðin í Reykjavík, sem ekki hafði opið um nætur. Nokkru eftir að stríðið byrj- aði kom út reglugerð um bensín skömtun og í henni voru allar stöðvarnar í Reykjavík skyld- aðar til að annast næturakstur áttundu hverja nótt. Eftir að reglugerð þessi var gengin í gildi byrjaði jeg strax að vinna að því að losna við þessar næturvaktir. Liggja fyr- ir brjef frá mjer um þetta hjá póstmálastjórn og atvinnumála ráðuneytinu. Loks leysti þáver andi atvinnumálaráðherra, Magnús Jónsson mig frá kvöð þessari, og eftir það var næt- urakstur afgreiddur frá lög- reglustöðinni með bílakosti frá bifreiðastöðvunum. Reyndist það að mínu áliti ágætlega. — Þessu var þó síðar hætt og stöðvunum í sjálfsvald sett fyr- irkomulag næturakstursins. — Tóku þá allar stöðvarnar þátt í næturakstrinum, nema mín og Bæjarþílastöðin. Vegna samkomulags, sem gert var í nóvember síðastliðn- um milli stöðvanna á breiðarí grundvelli gekk sonur minn inn frá Steindóri á til samkomulags að taka upp næturakstur að nýju frá þeim tíma og þar til endanleg skipun yrði gerð milli stöðvanna á þeim málum. Þessum málum er nú fyrir skömmu ráðið til lykta á þann hátt, að Bifreiðastöð íslands hefir nú tekið að sjer að sjá um næturvaktir mínar gegn því loforði frá minni hálfu, að jeg sendi þeim bifreiðar til við bótar, er þeir telja sig þurfa á því að halda. Stöðvarstjóri Bifreiðastöðv- arinnar Hreyfill segir í nefndri grein, að Hreyfill hafi það margar bifreiðar, að aðstoð frá öðrum stöðvum væri ónauðsyn leg. Ekki skal þetta rengt, þó að reynsla mín sje önnur, því jeg hefi oft hringt á nefnda stöð, þegar hún hefir haft næt- urakstur og ekki getað fengið bifreið, og sömu sögu hafa fleiri að segja. Þetta er ekki sagt stöðinni til lasts, enda er óframkvæm- anlegt að anna öllum aksti’i á vissum tímum næturvaktar- innar. Mjer þykir það næsta ein- kennilegar ráðstafanir á tím- um, sem bensín og gúmmí er skamtað, að næturakstur, sem er að mínu áliti minst 80% ó- þarfur, skuli vera leyfður. Vil jeg sýna þegnskap að taka ekki þátt í þeim leik. Með þökk fyrir birtinguna Steindór Einarsson. HiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiMiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim 1 Presione) s = = frostlögur í flöskum. = | Vjela- og raf-1 s 3= (tækjaversiuninS Tryggvagötu 23 | (við skrifstofu Sameinaða) E iiiimiiiiiiiinniiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii A I CLYSING ER </' ' - fOTLDÍ X - 9 )oooooooooooo<x>oo<yxx>o<xy>n<yy Eftir Storm interrupt our program TO BRING yOU AN UR&ENT MESSA&E FROM 7-f-IE POLICE! TNE ESCAPEO MURl-IREP, ALEX TAIE GREAT, tS KNONN TO hlAVE BEEN INJURED BY AN AUTOMOBILE... AN ATTRACTIUE NOUN& GlRL, IS BEUEVED BRINGING ALEX ...ALL DOCTORG AND NOSPlTAL EMPLOYEES ARE ASKED TO BE ON TNE ALERT F-OR f TUlG VOUNG \NOMAN AND I a TUE INJURED CONVlCT... I At the GENERAL HOSPlTAL 7, POLICE SAY THE 6lRL 16 UNAWARB. OF TUE IDENTITY OF HER VICTiM..^ HEAVENS! I HOPE THEY DON'T TURN UP HERE ! Útvarpsþulurinn: — Við slítum dagskránni til þess að flytja ykkur áríðandi skilaboð frá lögregl- unni. Strokufanginn, morðinginn Alexander mikli, hefir lent í bílslysi. Það er álitið, að ekillinn, ung og lagleg stúlka, muni fara með hann til læknis eða í eitthvert sjúkrahúsið. Skorað er á allt starfsfólk sjúkrahúsa og lækna að hafa nánar gætur á þess- ari ungu stúlku og sakamanninum . . . Lögreglan segir, að stúlkan viti ekki, hver maðurinn sje . . . í almennings sjúkrahúsinu . . . Hjúkrunarkona: — Guð hjálpi mjeE Jeg vona að þau komi ekki hingað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.