Morgunblaðið - 04.03.1944, Síða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstrœti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Afkoma ríkissjóðs
FJÁRMÁLARÁÐHERRA gaf á Alþingi í gær yfirlit
um afkomu ríkissjóðs s. 1. ár. Námu tekjur ríkissjóðs á
árinu 109.5 milj. kr. og gjöldin 93.1 milj. Tekjuafgangur
því talinn 16.4 milj. kr. Við þetta er þó það að athuga,
að einn stærsti gjaldaliðurinn, 16.7 milj. (verðuppbætur
á útfl. landbúnaðarvörur 1942), sem kom til greiðslu á
árinu, var tekinn af tekjuafgangi ársins 1942. Á þingi í
gær var fundið að þessari reikningsfærslu.
Fjárhagsafkoma hinna fjögurra stríðsára sem liðin eru
(1940—1943), hefir orðið sú, að netto eignaaukning rík-
issjóðs hefir þessi ár numið 53.6 milj. króna. Af þessu
fje eru um 24.4 milj. kr. geymt í sjóðum, þ. e. 10 milj.
í Raforkusjóði, 11.4 milj. í Framkvæmdasjóði og 3 milj. í
Hafnabótasjóði.
Þessi afkoma ríkissjóðs á stríðsárunum er sæmileg.
En þótt slampast hafi all vel af með afkomu ríkissjóðs-
ins það sem af er, er engan veginn víst að eins fari í
náinni framtíð. Þvert á móti eru miklar líkur til þess,
að tekjur ríkissjóðs fari nú minkandi. En þá verður ekki
langt að bíða tekjuhallans, með þeim gífurlegu útgjöld-
um, sem nú hvíla á ríkissjóði.
Fjármálaráðherrann gat þess í lok ræðu sinnar, að hann
byggist við mjög verulegum greiðsluhalla á þessu ári.
Vitanlega getur farið svo, að greiðsluhallinn komi strax
á þessu ári. Síðustu fjárlög voru, sem kunnugt er, af-
greidd mjög ógætilega og vitað er um mjög stórar fúlgur,
sem ríkissjóður verður að greiða, en sem ekki eru taldar
meðal útgjalda fjárlaganna. Alþingi, sem nú situr, er
einnig að samþykkja stórfeldar fjárgreiðslur á þessu ári.
Fari því svo, að tekjur ríkissjóðs minki nokkuð að ráði,
frá því sem var s. 1. ár, er bersýnilegt að þær standast
hvergi nærri útgjöldin.
Fjármálaráðherra gat þess, að stjórnin hefði leitað til
þingflokkanna, um auknar tekjur (nýja skatta) til þess
að standast þessi útgjöld. En ekkert samkomulag myndi
fást um þetta, og sæi stjórnin sjer því ekki fært að
leggja fyrir þingið nýtt skattafrumvarp.
Átök þau, sem urðu á síðasta þingi um skattamálin,
voru þess eðlis, að það er þjóðinni áreiðanlega fyrir bestu,
að ekki sje hreyft við þessum málum. í þeim átökum kom
í ljós, að vinstri flokkarnir vilja fara herferð um eignir
manna og svifta hlutafjelög öllum varasjóðsrjettindum.
Slík skattaherferð myndi leggja alt atvinnulíf í land-
inu í rúst.
En hvaða úrræði eru þá fyrir hendi, ef tekjur ríkis-
sjóðs bregðast?
Þessu er því til að svara, að enn er ekki sjeð hvort
tekjur ríkissjóðs munu bregðast á þessu ári. Vitað er um
suma mjög stóra tekjuliði, t. d. af sölu áfengis og tóbaks,
að þeir fara stórkostlega fram úr því, sem áætlað var.
En fari svo, sem fjármálaráðherra spáði, að tekjur rík-
issjóðs muni bregðast verulega, þannig að þær geti ekki
staðið undir útgjöldunum, kemur vitanlega ekki til mála,
að ríkið fari að safna skuldum. Kvaðst ráðherrann þá
mundu draga úr þeim útgjöldum, „sem ekki snerta bein-
línis nauðsynlegan og lögboðinn rekstur ríkissjóðs“.
í þessu sambandi má minna á það, að á þrengingarár-
unum fyrir stríð stóð jafnan sú klásúla í fjárlögum, að
stjórninni væri heimilað að lækka útgjöld ríkissjóðs, sem
ekki voru bundin í öðrum lögum en fjárlögum, hlutfalls-
lega, um 20—35%. Þetta var viturlegt ákvæði. Það kom
aldrei til að beita þyrfti þessari heimild.
Þegar fer að halla undan fæti aftur, þarf að hafa sams-
konar ákvæði í fjárlögum. Hrunið getur skollið yfir þegar
minst varir. Þá þarf nauðsynlega að geta strax lækkað
útgjöld ríkissjóðs. Annars er voðinn vís.
Þingmenn andmæltu þessari aðferð í gær. En við nán-
ari athugun hljóta þeir að komast að raun um, að aðra
leið er ekki unt að; fára. Hitt væri giapræði, að ætla að
halda áfram með nál. 100 milj. kr. fjárlaga útgjöjd, þegar
bersýnilegt er, að þjóðartekjurnar eru minkandi.
Laugardagur 4. mars 1944.
Erlenf yfirlif.
Friðarskilmálar Rússa til
Finna, hafa að vonum vakið
mikla athygli, en ekki hafa
Firinar enn sent samniriga-
nefnd til Moskva, og dómar
um skilmálana birtast stöðugt
fleiri í finskum hlöðum og
eru flestir mjög óhagstæðir.
Fleiri af þeim frjettamönnum,
sem fylgjast með gangi þess-
ara mála, virðast telja það
líklegt, að Finnar muni ekki.
að svo komnu máii semja frið,
})ótt þeir hinsvegar geri ráð
fyrir miklu harðari skilmál-
um, ef Finnar semji ekki núna
og einnig búast þeir við sókn
á hendur Finnum. Auðvitað
verður ekkert sagt með vissu
um neitt af þessu.
Það vakti allmikla athygli,
er ]>að frjettist, að bandamenu,
hefðu hætt öllum hergagna-
sendingum til Tyrklands. Eins
og kunnugt er, hafa Tvrkir
verið í bandalagi við Breta
síðustu árin, þótt þeir hafi'
farið í stríðið með þeim, og
fengið mikið af allskonar
gögnum til hernaðar bæði frá
Bretlandi og Bandarikjunum,
mikið af þessu með láns- og
leigukjörum.
Mörgum fanst mjög líklegt,
að Tyrkir myndu fara í stríð-
ið með bandamönnum, eftir
ráðstefnuna í Cairo, þar sem
æðstu menn Tyrkja ræddu við
Churchill og Roosevelt, eða
að minstakosti láta þá hafa
afnot flugvalla á tyrkneskri
grund, en til þess iangaði
bandamenn mjög, þótt þeir
færu ekki þess á leit fyr en
síðar, — að minstakosti ekki
opinberlega. En Tjn-kir neit-
uðu um þessa bón, enda er
aðstaða þeirra ekki góð til
þess að baka sjer reiði Þjóð-
verja, borgir þeirra liggja í
auðveldu flugfæri frá flug-
völlum í Búlgaríu. ■— Og
Tyrkir virðast auk þess hafa
einlægan vilja á að halda sjer
utan þessara átaka. — En
menn sem ekki lána flugvelli,
fá heldur ekki vopn. Þessi,
lausn gátunnar er ekki stað-
fest, en ólíkleg er hún ekki.
★
Þrisvar hafa nú Þjóðverj-
ar gert allmiklar árásir á,
landgöngusvæði bandamanna
á Ítalíu, og enn virðast banda-
menn hafa staðist sókn þessa-
að mestu og bardagar hafa
aítiir hjaðnað niður, en þeir
hafa verið mjög harðir und-
anfarna daga og tjón yfii'leitt
mjög mikið í liði beggja,
eins, og venjulegt er í mjög
hörðum orustum. Tjón kemur
ætíð niður á báðum aðilum.
— Á suðurhluta Italíuvíg-
stöðvanna hefir ekkert breyst
í alllangan tíma og yrirleitt
engar teljandi viðureignir
verið, hvorki á Cassinosvæð-
inu, nje heldur á vígstöðvum
áttunda hersins.
★
Meðan veðurfarið er svo
ilt á Italíu, að margir eru hissa
á, virðist veturinn vera að
búast til brottferðar af sljett-
um Rússlands. 1 suðurhluta
landsins eru þegar byrjaðai"
hlákur og lít.t mögulegt er nú
|að berjast þar, fyrir bleytum,
enda erU nieginátökin nú í|
norðiirhluta landsins.
1Jílverji óbripar:
< >
vir Jcnjíega ítj'inu
:—:**:**x**><s,<t-:**:—:“>
Kirkjubyggingar.
NÝLEGA ER LOKIÐ sam-
kepni um hugmyndir að kirkju-
byggingu í Nessókn hjer í baen-
um. Þrjár hugmyndir fengu
verðlaun og hafa uppdrættir
verið birtir almenningi til sýn-
is. Frá leikmannssjónarmiði virð
ist mjer persónulega engin hug-
myndin falleg eða góð, en aug-
ljóst er, að þeir, sem um hug-
myndirnar dæmdu, litu á málið
í öðru ljósi.
Ekki er ætlan mín að fara að
ræða þetta sjerstaka kirkjubygg
ingarmál á breiðum grundvelli.
Það sem fyrir mjer vakir er að
benda á skoðun, sem jeg veit að
fjölda margir hafa á þessum
kirkjubyggingarmálum vorum,
en það er þetta: Hversvegna má
ekki byggja litlar og fallegar
kirkjur í þeim stíl, sem við er-
um vanir hjer á landi? Finst
mönnum þær nýju hugmyndiry
sem komið hafa fram um nýjar
kirkjur hjer í bænum, vera fal-
legri heldur en t. d. Dómkirkj-
an okkar, Hafnarfjarðarkirkja,
eða aðrar fallegar kirkjur í þorp
um og sveitum hjer á landi? Er
nokkur nauðsyn til að hverfa frá
þeim byggingarstíl, sem kirkjur
hafa yfirleitt verið bygðar í hjer
á landi? Þær kirkjur, sem við
eigum, hafa hingað til þótt sóma
sjer vel í íslensku landslagi og
í íslenskum staðháttum yfir-
eitt. Hversvegna þarf að breyta
til nú?
Þetta eru aðeins nokkrar
spurningar, sem settar eru fram
til athugunar. Fegurðartilfinn-
ing manna er vafalaust misjöfn
í þessu, sem öðru. En jeg býst
við, að reyndin verði sú, að flest
um muni þykja gamla Dómkirkj-
an fallegri en þessar nýmóðins
kirkjur, sem nú á að fara að
reisa.
„ Fordæmið.
ÞAÐ VILL svo vel til, að á
síðari árum hefir verið reist
fúnkiskirkja hjer á landi. Við
höfum fordæmið, þar sem er
Akureyrarkirkja. Það getur
meira en verið, að mörgum þyki
sú kirkja falleg, og vissulega var
henni valinn fallegur staður, en
þeir eru fleiri, sem telja, að þar
hefði betur verið reist kirkja í
gamla stílnum, en eins og hún
er. Jeg veit, að þetta er ekki að-
eins skoðun ferðamanna, sem
komið hafa til Akureyrar, held-
ur og margra Akureyringa. Þeir
eru margir, sem heldur hefðu
kosið, að nýja kirkjan hefði
aldrei verið reist eins og hún er.
•
Melahverfið.
EN NÚ skulum við snúa okk-
ur aftur að Melahverfinu. Þar á
að fara að reisa veglegan barna-
skóla. Hefir mönnum yfirleitt
litist vel á hugmynd Einars
Svæinssonar húsameistara bæj-
arins að byggingunni. Þarna á
Melunum mun vera fyrirhugað
torg mikið, þar sem barnaskól-
inn og Neskirkja eiga að standa.
Veltur nú á miklu, að vel verði
skipulagt við þetta nýja torg.
Þar þyrfti að koma fyrir litlum
skemtigarði, snotru veitingahúsi
og helst kvikmyndahúsi.
Melahverfið getur orðið eitt
fallegasta íbúðarhúsahverfi bæj-
arins. Hingað til hefir þetta
hverfi sloppið við kassabygging-
arnar, sem altof mikið var bygt
af hjer í bænum um tíma og sem
óprýða mjóg fallegustu íbúðár-
húsahverfi bæjarins.
Þetta, sem að fiaman er «agt
eru nokkuð sundurlausir þank-
.*. ,*. .*, _
ar eftir stutta gönguferð á þeim:
slóðum, sem gerðar hafa verið
að umtalsefni og birtar í þeim
tilgangi að vekja menn til um-
hugsunar um mikilsvert mál, en
það er útlit bæjarins okkar, sem
við ættum öll að láta okkur
meira máli skipta enVið höfum
gert.
©
Snjóbílar á austur-
leiðinni.
„ ÞAÐ ER enn rætt af kappi um
vandræði þau, er stafa af ófærð-
inni á Hellisheiði. I þeim um-
ræðum kemur fram sem í fjeiri
málum, að menn binda sig við
eina hugmynd og sjá svo ekki
neitt annað. Engin önnur leið eða
millivegur virðist koma til
greina, er menn hafa bitið eitt-
hvað í sig. Krísuvíkurmenn sjá
ekki annað en Krísuvíkurveg og
Hellisheiðarmenn geta ekki hugs'
að sjer aðra leið yfir Fjallið en
Hellisheiðina.
Fyrir nokkru leyfði jeg mjer
að benda á hjer í dálkunum, að
ein leið hefði ekki verið farin
enn í þessum flutningamálum,
en það væri að fá snjóbíla og
sleða til að annast nauðsynleg-
ústu flutninga milli Reykjavíkur
og austansveita þá fáu daga, sem
vegir eru ófærir.
Snjóbílarnir eru ábyggilega ó-
dýrasta og heppilegasta lausnin
á þessu vandamáli.
•
Hrest upp á Hress-
ingarskálann.
MARGIR MUNU fagna því,
að Hressingarskálinn hefir verið
opnaður á ný. Hressingarskál-
inn var einn einsælasti veitinga-
staður í bænum í mörg ár. Það
þótti mikil nýlunda, þegar hann
var opnaður fyrst 1929 í húsi
Reykjavíkurapóteks og ekki
urðu vinsældir hans minni eftir
að hann flutti í Austurstræti og
menn gátu fengið sjer hressingu
í hinum fagra trjágarði að sum-
arlagi.
Jeg hefi trú á, að Hressingar-
skálinn muni brátt vinna sínar
gömlu vinsældir á ný núna eftir
að hrest hefir verið upp á húsa-
kynni öll og nýtt fyrirkomulag
tekið upp í framreiðslu.
Ragnar Guðlaugsson fyrver-
andi bryti, sem hefir á hendi
stjórn alla á skálanum, er af
góðu kunnur öllum þeim, sem
ferðast hafa með Eimskipafje-
lagsskipunum. Smekkmaður hinn
mesti og prúðmenni í allri fram-
komu, en um leið röggsamur
stjórnandi.
Það er vel, þegar menn, sem
þekkingu hafa á veitingastörf-
um, taka að sjer að koma hjer'
upp góðum veitingastöðum í
bænum. Það þarf ekki að kvarta
yfir því, að þeir sjeu ekki nóg.u
margir talsins, en hinu haf a
menn kvartað yfir, að ekki væri
til nógu góðir veitingastaðir, þar
sem menn geta setið í góðu yfir-
læti og fengið góðan mat í skemti
legu umhverfi.
Veitingahús skemmast.
London í gærkveldi.Rætt
hefir verið um það opinberlega
í Bretlandi, hvernig haga skuli
endurbyggingu veitingahúsa
þeirra í landinu, er skemst hafa
af hernaðarvöldum, en þau eru
als um 1400 að tölu. Hefir það
álit haft mest fylgi, að betra.
væri að hafa veitingahús fleiri
og smælri, en fá og mjög stór.,
Reuter.