Morgunblaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
ÞriSjudagur 18. apríl 1944
Doglegt líf í Danmörku ó styrji ldartímum
Ole Killerich ritstjóri,
flutti í gærkvöldi erindi í
dansk-íslenska fjelaginu og
Fjelagi Dana í Tjarnarcafé.
Þar var margt fólk saman-
komið, til þess að heyra frá
sögn hans um daglegt líf í
Ðanmörku á styrjaldarár-
unum. En frásögn hans er
fjörleg og framsetning
IJr fyrirlestri Qle Kiileríchs í gærkveldí
Daglegt brauð.
Fyrirlesarinn skýrði m. a. frá
matarræði þjóðarinnar á þess-
um árum. Hann sagði að Danir
hefðu verið og myndu enn í
dag betur settir með matvörur,
en nokkur önnur þjóð. er Þjóð-
verjar hafa hernumið. Það er
erfiðara að reita af þjóð eins
og Dönum matvæli, svo þjóð-
in sjálf svelti, en t. d. Norð-
mönnum, því matvælafram-
leiðsla Dana var svo mikil fyr-
ir styrjöldina, að mestu útflutn
ingsvörurnar voru matvæli. —
En Norðmenn þurftu t. d. altaf
innflutni'ng á kornvöru.
Annað er það, að herlið Þjóð
verja í Danmörku hefir alltaf
verið mikið minna en
í Noregi. — Talið er, að þar
hafi aldrei verið meira en 100
þúsund manna lið, en I Noregi
300—350 þúsund.
Lengst af hefir fólk haft
nægilegt kjöt, og er kjöt ekki
skamtað, nema hvað verslan-
írnar sjálfar skamta viðskifta-
mönnum sínum. Svínum var
fækkað um helming fyrstu mán
uði innrásarinnar, en tekist
hefir að fjölga þeim aftur, 1
sömu tölu og áður var. Mjólk-
urframleiðslan er líka orðin
svipuð og hún áður var, þó húrv
hafi minkað í byrjun her-
námsins. En bændur gættu
þess að lóga lökustu gripun-
um, svo stcfr.inn er bctri en
hánn áður var. Smjör er skamt
að. Það er dýrt. Því er alltaf
nokkur verslun með smjör-
merki. Þeir efnaminni vilja
selja merkin. Yfirleitt er ekki
mikið um verslun með mat-
vséli á „svörtum markáSi“,
meira hitt, að merki ganga
kaupum og sölum.
Kaffi og tóbak.
Landið var kaffilaust um jól-
in 1941. Ekkert te er heldur að
fá, og ekkert kakaó. — Menn
•drekka kaffilíkingar, er gerð-
ar eru úr rúgi og byggi og sett
í þetta gerfikaffi allskonar efni
tii bragðbætis. Alls munu vera
um 90 tegundir í verslunum af
þesskonar gerfikaffi. En hvaða
efni er í því er leyndarmál
framleiðenda. Eftirlit er haft
með því, að ekki slæðist skað-
leg efni í þessa blöndu.
Gerfikaffið er yfirleitt ó-
drekkandi nema í það sje sett
mikið af sykri og mjólk.
Síðan landið varð kaffilaust,
"svo það varð alveg ófáanlegt í
verslunum, hefir sá siður verið
upp tekinn, að þeir, sem verða
100 ára, fá 1 pund af kaffi í
afmælisgjöf frá verslunarmála
ráðuneytinu.
Tóbak er mjög torfengið. —
Menn luma' á gömlum dönsk-
uni; vindlum. En þeir eru mjög
sjaldsjeðir. í verslunúm eru 4
eða 5 tegundir af vindlingum.
Allar eru þær jafn slæmar. —
Menn fá 5 vindlinga á dag. En
þó eru fáar vinargjafir meira
metnar en vindlingapakkar. —:
Sú saga er sögð, að flóttamað-
ur hafi fengið ferju yfir Eyr-
arsund fyrir einn vindlinga-
pakka.
Sambúðin.
Þegar Þjóðverjar hernámu
landið, varð það strax þegj-
andi samkomulag allra Dana,.
að láta sem þeir sæju ekki her-
mennina. — Danir skyldu í
0
lengstu lög lifa lífi sínu án
þess að taka tillit til herliðs-
ins.
Danír koma á veitingastaði
sem fyrri og halda sínar veisl-
ur eins og áður. En þeir stíga
ekki fæti inn fyrir dyr, þar
sem Þjóðverjar koma. Komi
þýskir hermenn inn á veitinga
stofur, þar sem þeir eru ekki
vanir að koma, ganga allir
Danir út, sem þar eru fyrir.
I Höfn t. d. koma Þjóðverjar
í veitingasaíi Frascati. En þar
sjest aldrei Dani. Aftur á móti
koma Þjóðverjar ekki til Nimb
eða á ýmsa aðra helstu veit-
ingastaði Hafnar. Meðan Þjóð-
verjar höfðu aðsetur á Hotel
d’Angleterre, kom enginn Dani
þangað. En það breyttist um
leið og Þjóðverjar yfirgáfu
gistihúsið. — Mjög var húsið
skemt eftir þarvist þeirra. —
Margt brotið þar og bramlað.
Og svo er allsstaðar þar, sem
þeir hafa verið til húsa. Rjett
eins og þeir þurfi, hvar sem
þeir koma, að neyta krafta
sinna á dauðum hlutum.
Leyuiblöðin.
Fyrirlesarinn lýsti starfsemi
leyniblaðanna. Þau eru þar
mörg, sem kunnugt er. Rit-
stjórar blaðanna og aðrir starfs
menn halda leynifundi á kvöld
in hjer og þar og þeir koma
sjer saman um efni blaðanna.
Meðan á fundunum stendur,
verða þeir að hafa menn á
verði til þess að gæta að ferð-
um njósnara, svo ekki verði
komið að þeim óvörum.
Greinarnar eru síðan vjel-
ritaðar hjer og þar út um borg-
ina, og þeim komið smátt og
smátt til fjolritunar. Síðan hef
ir þeim verið dreift í pósti. —
Eru notuð umslög, sem eru með
áprerituðum nöfnum ýmsra
verslunarhúsa, til þess að ekki
beri á því, hvert innihald
þeirra er.
Helstu leyniblöðin eru m. a.
þessi: Frit Danmark, Dansk
Tidende, De frie Danske, Kirke
fronten, Nordisk Front o. fl.
í blöðum þessum eru m. a.
þær frjettir, sem ekki fást birt-
ar í dagblöðunum. Þar hefir al-
menningur fengið fregnir af
samningum og viðskiftum
danskra stjórnarvalda við her-
stjórnina og Þjóðverja yfir-
leitt. LeyniblöSin segja líka frá
því, þegar Þjóðverjar handtaka
danska menn. En dagblöðin fá
ekki að minnast á neitt slíkt.
í leyniblöðunum eru birt
nöfn þeirra manna, sem sýnt
hafa Þjóðverjum vináttu. —
Hafa ýms fyrirtæki farið á höf-
uðið vegna þess, að viðskifta-
menn hverfa frá Þjóðverjavin-
um. Einnig hefir það komið
fyrir, að í blöðum þessum hafa
verið birt nöfn kvenna, er hafa
verið í vinfengi við Þjóðverja.
Hafi atvinnurekendur sannar
fregnir af því, að stúlkur, sem
eru í þjónustu þeirra, eigi vin-
gott við Þjóðverja, þá hafa þær
samstundis verið reknar»úr at-
vinnu sinni.
Horfurnar frá’ sjónarmiði
Dana.
Um það hvernig almenning-
ur leit á úrslitahorfur í styrj-
öldinni, sagði frjettaritarinn m.
a.:
Fyrst eftir innrásina í Dan-
mörku vonuðust menn eftir því
að styrjöldin kynni að taka
skjótan enda, og Þjóðverjar
myndu brátt verða sigraðir. í
júní breyttist útlitið, eins og
mönnum er í fersku minni. Þá
hölluðust ýmsir að því, að Þjóð
verjar myndu sigra. En aðrir
bygðu vonir sínar á sigri banda
manna, með því að Bandaríkja
menn myndu taka þátt í styrj-
öldinni.
En um það voru allir sam-
mála, að þjóðin skyldi aldrei
þola að danskir nasistar fengju
nokkur völd í landinu. Enda
komust Þjóðverjar brátt að
ráun um, að þeir gátu engin
not haft af þeim fáu nasistum,
sem fyrir voru í Danmörku.
Það helsta, sem þeir hafa af-
rekað er, að þeir komu á fót
hinni dönsku sjálfboðasveit, er
send var til Rússlands, og
kom heim í fríi haustið 1942.
Upphaflega voru 12—1400
manns í sveitinni þegar hún fór
að heiman. Voru nýliðar þessir
fyrst sendir til Hamborgar, til
þjálfunar. Þar struku nokkrir á
brott. En aðrir reyndust ófærir
til herþjónustu og voru ýmist
sendir heim, eða settir í þýsk-
ar fangabúðir.
Er sveitin var send til Rúss-
landsvígstöðvanna, voru þeir
800. Þeir voru settir í aðra víg-
línu. Rússar rufu fyrstu víg-
línuna framundan þeim, svo
þeir lentu í bardaga. Tvö-
hundruð fjellu. Sveitin var
send til Þýskalands til þess að
verða skipulögð að nýju, og
settir Þjóðverjar og Ungverjar
með þeim til uppbótar og
styrks.
Þegar liðssveit þessi kom til
Danmerkur, gerðu þessir
dörísku nasistar allskonar ó-
skunda, með það fyrir augum
að efna til óeirða. Þeir höguðu
sjer eins og villimenn í gilda-
skálum Hafnar. — Einu sinni
tóku þeir mann, sem sat með
kunningjum sínum upp á svöl-
um í veitingahúsi, vörpuðu hon
um yfir grindurnar fyrir fram-
an svalirnar og ljetu hann
detta niður, svo hann bein-
beinbrotnaði. Glös’ og húsbún-
að mölvuðu þeir og eyðilögðu
þar sem þeir komu. Eitt sinn
hófu þeir skothríð á Ráðhús-
torginu. Þeir- skútu eina konu
til bana. Hún var þýsk.
Ríkisþingið.
Er stundir liðu, fór áð bera
á óánægju hjá almenningi við
Ríkisþingið. Mönnum fanst það
vera of aðgerðadauft og eftir-
látt við Þjóðverja. En sannleik
urinn var, að þingið vildi í
lengstu lög halda það loforð,
sem gefið var í upphafi, að.
Danir skiftu sjer ekki af að-
gerðum Þjóðverja í landinu,
gegn því, að Þjóðverjar ljetu
innanlandsmál Dana afskifta-
laus. Að.vísu rufu Þjóðverjar
það samkomulag.
Á þingfundum kom ekki allt
það fram, er þingið vildi. Það
var ekki hægjt. Unnið var í
nefndum, það sem ekki kom í
dagsljósið. Og 9-manna nefnd-
»
in hafði mikið að starfa. — I
henni voru formenn stjórnmála
flokkanna fimm og fjórir menn
að auki, einn úr hverjum flokki
nema frá ,,Retspartiet“, sem er
fáment. — Bændaflokkurinn
hafði ekki fulltrúa í nefndinni,
eða hinir svonefndu L.S.-menn.
Þeir voru Þjóðverjum of hlið-
hollir í upphafi.
Atvinnuleysi.
Atvinnuleysi sagði fyrirles-
arinn að hefði ekki verið mjög
tilfinnanlegt í Danmörku þessi
ár, því stjórnarvöldin reyndu
að koma því svo fyrir, að
menn voru settir í ýmsar opin-
berar framkvæmdir, við jarð-
rækt, vegagerð í stórum stíl o.
þessh., því Þjóðverjar hefðu
annars tekið atvinnuleysingj-
ana í sína þjónustu og sent þá
til Þýskalands. Talsv#rt marg-
ir Danir hafa verið við víggirð-
ingar og flugvelli á Jótlandi.
Og ýmsa vegLheimtuðu Þjóð-
verjar að yrðu gerðir til hern-
aðarþarfa. T.' d. hringbraut ut-
an um Höfn. — Það gekk
mjög treglega. Veg heimtuðu
þeir líka yfir Lálandi. — Það
drógst að byrjað yrði á því
verki. Svo kom Gunnar Lar-
sen ráðherra og hóf þar vinnu
með viðhöfn. Hann hefir ver-
ið álíka Þjóðverjasinni og
Scavenius. Hann átti að taka
fyrstu spaðastunguna. Spaðinn
brotnaði í höndum hans. Það
þótti gott tákn fýrir Dani. Vit-
anlega hafði spaðinn, sem hann
fekk verið hálfbrotinn, af
hrekk. Það þótti mátulegt á
hann.
Bandaríkjaþing vill
senda mat til
Evrópu
Washington í gærkveldi.
í FULLTRÚADEILD Banda-
ríkjahers var í dag einróma
samþykt tillaga um, að Banda-
ríkjamenn sendu hinum illa
leiknu Evrópuþjóðum mat-
væli, og yrði þeim sendingum
hagað á svipaðan hátt ög til
Grikklands hingað til. — Kom
fram það álit, áð ekki myndi
vera neinum vanda bundið að
koma þannig miklu af matvæl-
um til hinna hernumdu landa.
— Reutec,
Sænskur liðsioringi
ferðasi um Pólland
Stokkhólmi: —- Sænski liðs-
foringinn Kuylensterrna hefir
verið á ferð um Þýskaland til
þess að fræðast um þýskt ridd-
aralið, og einnig ferðaðist hann
um Pólland. Hann hefir segt
„Dagens Nyheter“ frá ferða-
lagi sínu, og segist svo frá, að
mikið sje um skæruhernað í
Póllandi og hafi hann aldrei
fengið að fara þar neitt, nema
með honum væru varðliðar,
vopnaðir vjelbyssum og hand-
sprengjum. Tvisvar sá hann
skæruflokka, en ekki gerðu
,'þeir árás. Hann kvað Pólverja
þögula og mjög stolta, en sagði,
að neyðin í landinu væri ekki
eins mikil og hann hefði hald-
ið. Kuylenstjerna sagði, að
Þjóðverjar endurbygðu með
ógurlegum hraða þáð, sem
skemdist í loftárásum. Einnig
ljet hann í ljósi aðdáun á þýska
riddaraliðinu, en því fer nú
stöðugt fjölgandi á austurvíg-
stöðvunum.
Washington: — Það hafði
komið til orða, að Mac Arthur
hershöfðingi yrði í framboði
við forsetakosningar þær, sem
fara í hönd í Bandaríkjunum,
en nú hefir hershöfðinginn lýst
því yfir, að svo muni ekki verða
Sagðist hershöfðinginn eins og'
stæði ekki hafa áhuga á neinu
öðru en því, að leidd verði til
lykta með sigri sú styrjöld, er
Bandaríkin eiga nú í.
Borgarsljóri í einn
dag
ÞESSI STÚLKA, sem heitir
Ruth Bond og er leikkona, var
heiðruð af fæðingarbæ sínum í
Bandaríkjunum nýlega með því,
að hún var skipuð þar borgar-
stjóri í einn dag. Var þetta mest
gert vegna þess, hve dugleg hún
. -r .... 1 t.. r.4s<í A'ocilriilrl'iRrinf