Morgunblaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. apríl 1044 MORGUNBLAÐIÐ T Endurbætur ú lundbroti - og fyrirhleðslu ú Urðum í Vestmunnueyjum VESTMANNAEYJAR munu' vera eitt stormasamasta bygðar lag þessa lands, enda eru eyjarn ar þannig ,í sveit settar*. Liggja í haíi úti, en þó í nágrenni við hinn mikla Eyjafjallajökul, sem svo oft sendir okkur kald- ar og örlagaríkar kveðjur. Hef- ir gróður eyjanna um aldarað- ir orðið hart leikinn af þessu mikla valdi, ásamt með hinum hrammþungu úthafsöldum, sem sorfið hafa sig upp í gróður eyjanna og veitt þar djúp svöðusár. Sá er þetta ritar hefir veitt þessu athygli, alt frá æskuár- um fram á fullorðinsár, og því gjörst svo ,,framgjarn“ að rita nokkrar blaðagreinar, fyrst 1934 og síðar, er allar hafa hnigið í þá átt að stöðva bæri eyðingu gróðurs, og græða að nýju gömul „sár“. Bæjarstjórn Vestmannaeyja átti nú nýlega 25 ára starfs- afmæli og hefði mátt vænta þess af fulltrúum fólksins, að þeir hefðu komið auga á þetta nauðsynja og fegurðarmál, enda þeim skyldast, en svo reyndist þó ekki. En þegar það var sýnt, að ekki var að vænta frumkvæðis bæjarstjórnarinn- ar, hóf undirritaður „sókn“ á tiltölulega opinberum vett- vangi, þ. e. á aðalfundi Búnað-' arfjelag Vestmannaeyja árið 1937, og flutti stjórnin tillögu (sem samþykt var í einu hljóði) þess efnis að senda á- skorunarskjal til alþingismanns kjördæmisins, sem fjekst und- irritað af bæjarstjórn og öllum áhrifamestu fjelögum bæjar- ins, þess efnis, að hann beitti sjer fyrir því á Alþingi að fá samþykta fjárveitingu úr Um- boðssjóði Vestmannaeyja, til þess að stöðva eyðingu gróðurs á Heimaey og annarsstaðar á Eyjum, sem honum og auðnað- ist. Því árið 1938 var samþykt þingsályktunartillaga, sem heimilaði ríkisstjórninni að veita fje til þessara umbóta, sem hún einnig hefir gert, 2—3 síðastliðin ár, og að sögn kunn- ugra mun fjárveiting í þessu skyni nema alt að kr. 40.000.00. Ríkisstjórnin fól svo Búnað- arfjelagi Islands framkvæmdir verksins hjer, sem svo sendi hingað trúnaðarmann sinn. Hann mun hafa gert uppdrátt og skipulagt verkið (þ. e. fyrir- hleðslu og gróðurbætur á Urð- um). En að mínum dómi og þeirra, er athugað hafa, er verkið, eða byrjun þess, stórleg mistök, eins og nú mun að vik- ið. — Lýsing á verkinu. ÞAR SEM hæðin er mest, er moldarbakkinn 6.70 metr. og er grjótfyrirhleðslan hlaðin alla hæðina, auk þess er, að óþörfu, að baki hleðslunnar nokkurra metra þykt „púkk“; mætti komast af með þriðjung þess, sem notað er. Fyrirhleðsla í þessari hæð er fásinna ein, auk hins stóraukna kostnaðar, sem af henni og óþarfa „púkkun“ leiðir. Væri svona „voldugur“ varnargarður fyrir ágangi sjávar nauðsynlegur, má full- yrða, að vjelbátaflota Eyja væri þá ekki lengur skjóls auð- ið á Vestmannaeyjahöfn. Má af þessu sjá, og slá föstu, að verk þetta hefir ekki náð til- gangi sínum, hvað nauðsyn, fegurð, að ógleymdum kostn- aði viðkemur, og því sjónar- miðum okkar svo fjarri. Hugsun forvígismanna. NOKKRU EFTIR Tyrkjarán- ið 1627 gerðu Vestmannaey- ingar vígi á stað þeim, sem síð- an nefndist „Skans“, til þess að vera viðbúnir, ef Tyrkir herjuðu Eyjarnar aftur. En umbætur, svo sem fyrirhleðsla gegn sjávargangi og gróður- bætur á þessum sjávarbökk- um, voru þá ekki framkvæmd- ar. En í byrjun 19. aldar var hjer sýslumaður í Eyjum, J. N. Abel að nafni, sem þá gekst fyrir samskonar mannvirki og hjer um ræðir. Ljet hann hlaða tveggja metra háan sjávar- garð (sem staðið hefir um hálfa öld), en græddi svo alla hæð baklAns í vallgróna brekku. Hina alkunnu prýði á innsigl- ingu á innri höfn Eyja. Þetta verk hefi jeg talið þess vert að taka til fyrirmyndar í öllum greinum, þegar framkvæma skal samskonar verk og um- bætur hr. Abels á gróðurspjöll- um, og varnargarð fyrir ágangi sjávar frá ,,Skansi“ að Urðar- vita, eða til vara suður fyrir Kirkjubæi, og er vert að hafa að markmiði, grjót og gróður í rjetturrf hlutföllum. Þar sem á- minstur moldarbakki er hæst- ur, og sjávargangur hvað mest ur, teljum vjer 3ja metra háan garð nægilegan (mætti því hjer spara alt að 4ra metr.), en hæð fyrirhleðslu í framhaldi færi eftir landslagi. En frá varnargarði komi af- líðandi grasi gróin brekka, sem þá kæmi í áframhaldi og i fögru samræmi við verk Abels sýslumanns. Að sjálfsögðu þarf að lagfæra samtímis landið upp frá bökkunum, þ. e. „Skans“ svæðið og Miðhúsa- tún, er að þessu verki tengist, þ. e. að taka burt „holt og hæð- ir“ og flytja í gil, skorninga og lautir, og þar með fá hrein- ar línur í fýrirhleðslu og gróð- ur. Hjer hefir í aðalatriðum ver- ið lýst hugmynd forvigismanna þessa verks. En þar sem að mestu leyti hefir verið gengið á snið við hugmynd vora og verkið unnið margfalt dýrar en þörf gerist, auk þess sem gjör- samlega er gengið framhjá þeirri hlið málsins, sem okkur „innfæddum“ Vestmannaey- ingum er hugleikið, en þ. e., að það, sem hjer er framkvæmt, verði Eyjunni okkar til prýði. Mótmæli. SAMKVÆMT því, sem fyr greinir, sáym vjer þann köst vænstan að hreyfa þessu máli og gera við það athugasemdir á aðalfundi Búnaðarfjelags Vestmannaeyja, enda hafði mál þetta að lokum komist þar á framfæri, og fengið áheyrn yf- irvaldanna, eins og að íraman greinir. Svohljóðandi tillaga var borin fram og samþ. með öllum gftiddum atkv.: „Aðalfundur Búnaðarfjelags Vestmannaeyja haldinn hinn 27. jan. 1944, mótmælir, að fyrirhleðsla á Urðum verði framkvæmd í því formi, sem byrjun sýnir, þar eð mjög skort ir á, að verkið sje framkvæmt eftir frumkvæði forvígismanna, þ. e. stjórn Búnaðarfjelags Vestmanneyja frá árinu 1937, og verkið unnið með óhæfileg- um og óþörfum kostnaði, og fegurðarhlið þess með öllu slept“. Það sem vakir fyrir tillögu- mönnum sem og greinarhöfundi er, að mannvirki þetta verði gert á þann veg, að nútíð og framtíð megi vel við una, að verkinu verði haldið áfram ár frá ári, uns því er að fullu lok- ið, og að, teknar verðí til greina þær leiðbéiningar til úrbóta, er fyr greinir. En það er á valdi ríkisstjórnarinnar eða urnbjóð- anda hennar, Búnaðarfjelagi Islands, að gera á verki þessu sjálfsagðar breytingar, og það nú þegar, til- þess að stöðva frekara landbrot og efla varnir gegn sjávargangi. Enda verð- skuldar þessi óvenjulega fagri staður, sem vart mun eiga sinn líka á þessu landi, að hann verði varðveittur frá hinum eyðandi öflum, og að endurbæturnar fari að öllu leyti sómasamlega úr hendi. Páll Odclgeirsson. Myrna Loy skilin LEIKKONA sú, sem oftast hefir farið með hlutverk fyrir- myndar eiginkvenna í kvikmynd um, Myrna Loy, er nú skilin við annan mann sinn. Að sögn henn- ar skildu þau í bróðerni. Bílferja á JEG HAFÐI ekki ætlað mjer að skrifa meira um þetta mál, enda ekkert fram komið, sem með rökum hefir hrakið mína hugmynd, en eins og vænta mátti af mjer óvönum að skrifa, hefir sjálfsagt margt ekki verið nógu skýrt tekið fram til að fyrirbyggja misskilning. Skal jeg þá lítillega víkja að grein Friðriks Björnssonar í Morgunblaðinu fyrir skömmu, þar sem hann víkupmeð nokkr um orðum að minni grein. Jeg vakti máls á þessu í fyrstu vegna þess, að mjer fanst í blaðaskrifum gengið fram hjá þeim möguleika, að þarna væri um samgönguleið að. ræða yfir Hvalfjörð, sem frá þjóðhagslegu sjónarmiði væri ódýrust, stór- virkust og fljótast hrint í fram- kvæmd, og vil jeg ekki að svo stöddu taka neitt til baka af því, sem jeg sagði í minni fyrri grein. En verði þessi leið nokkru sinni rannsökuð af sjer fróðum mönnum, og hún Ijett- væg fundin, mundi jeg helst hallast að skipshugmynd Ólafs Björnssonar, þó jeg hinsvegarj búist við, að skipið og það, sem þarf að gera, svo að það komi að tilætluðum notum, verði svo risavaxið fyrirtæki, að það komist aldrei nema á pappír- inn. Þegar jeg gerði afkastaáætl- un ferjunnar, gerði jeg ráð fyr- ir forfallalausum góðviðrisdegi, sem gæfi mestu afköst, með það fyrir augum að sýna, hvað gera mætti, ef nóg byðist, hinsveg- ar datt mjer ekki í hug að halda, að svona mikil umferð yrði alla daga ársins, en jeg ætla líka að halda því hiklaust fram, að allmarga daga á sumr inu mundi umferðin verða svo mikil, að ferjan mundi ekki hafa við, þó með þessum afköst um sje reiknað. Nú skyldi maður hugsa sjer sólbjartan sumardag, það væri útiskemtun í Ölver eða íþrótta- mót uppi í Borgarfirði. Þykir F. B. í alvöru ólíklegt, að sunn an Hvalfjarðar kæmu til slíkr- ar skemtunar 500—600 manns, þa er ótalin öll önnur umferð þann dag. Þessu fólki þarf að koma heim aftur, en við það tvöfaldast talan gagnvart ferj- unni. Tökum 30 sæta vagn, sem fer daglega milli Akraness og Reykjavíkur eina ferð hvora leið, t. d. eftir lokin, og hafi alt af fullfermi, hann fer 60 sinn- um í ferjuna á mánuði og flyt- ur 1800 manns; þetta er aðeins einn bíll, sem flytur 30 manns daglega fram og til baka, eða 900 menn. Jeg get ekki sjeð, að í þessu felist neinir hugarórar. Þá virðist, að ekki sje farið al- ment að gera sjer Ijóst, hvað umferðin er nú þegar orðin mikil, og er þó von um, að hún aukist allverulega, þegar sum- arleyfin koma alment til fram- kvæmda. Heilir landshlutar, sem enn eru ekki í vegasam- ibandi, eiga eftir að koma í sam jband við aðalvegina, ásamt margumtöluðum ferðamanna- straum útlendum. Það er því freistandi að geta sjer til, hvað margt fólk hefir ferðast á um- ræddri leið síðastliðið sumar. Einhversstaðar hefi jeg sjeð, að m.s. Laxfoss hafi flutt 44 þús- Hvalfirði und manns yfir árið. Þá hefir gengið bátur milli Akraness og Reykjavíkur alt árið, hann fer allmikið fleiri ferðir en m.s. Laxfoss; gæti jeg trúað, að hann hafi flutt ca. 16 þúsund manns og er sjálfsagt ekki of í lagt, en þá er öll umferðin um Hval- fjarðarveginn ótalin. Eftir þvi, sem jeg leit til í sumar, var um- férð þar afarmikil, og þætti mjer ekkert ólíklegt, að sá hlut ur yrði ekki mikið minni en m.s. Laxfoss, eða hátt upp að 100 þúsund manns umferðin öll. Ef þessar tölur hefðu stoð í veruleikanum, sem jeg fyrir mitt leyti efast ekki um, og maður reiknaði með að ferjan fengi þetta, þá vildi jeg meina, að 2/3 umferðarinnar færu fram á 4 sumarmánuðunum og yrði þá meðaltala á dag 55(1 manns. Jeg veit ekki, hvort F. B. eða aðrir hafa rjett á að kalla þetta draumóra, án þess að færa nokk. ur rök fyrir sig, en hinu get jeg ekki gert að, þó F. B. virðist ekki grípa þann einfalda sann- leika, að sá maður eða bíll, sem fer heiman frá sjer, þurfi að komast heim aftur, en við það tvöfaldast auðvitað umferðin. F. B. kallar sjóveikina grýlu, þar er jeg á annari skoðun. Jeg gæti dregið upp ljótar myndir af sjóveiki, hrakningum, fata- spjöllum og öðrum vandræðum fólks á sjó og við löndun, ef jeg vildi. Að jeg megi ekki hafa mína skoðun á þessu máli, þó jeg sje Akurnesingur, því vísa jeg heim aftur. Þá segir F. B.: „Býður nokk- ur betur“. Jeg undirstrika þait orð í fullri alvöru, býður nokk- ur betri lausn á umferðaöng- þveitinu, sem nú ríkir? Oddur Hallbjarnarson, Akranesi. Æfiniýrið á bifhjólinu LONDON í gær: — 15 ára drengur í enskri borg hefir ver- ið sektaður um 2 sterlingspund (52 krónur) fyrir misnotkun á bifhjóli. Pilturinn hafði kom- ist yfir gamalt bifhjól, sem hann gat komið í gagnfært stand á undraverðan hátt. Hann. safnaði sjer sigarettukveikjara bensíni þar til hann hafði fengið nóg til að reyna hjólið. En í reynsluförinni var pilt- urinn handtekinn. Hann var kærður fyrir að hafa ekið á bif- hjóli, sem ekki hafði neitt skrá- setningarnúmer, enga hemla og auk þess fyrir að hafa ekið mótorfarartæki án þess að hafa til þess ökuskírteini. „Þannig fór um sjóferð þá“.- —Reuter. Hætt að hita ýmsar stofn anir í Bretlandi. London í gærkveldi: — Til- skipun var gefin út um það í dag, að frá og með morgun- deginum og til þess 21. október n. k. megi ekki hita upp neinar skrifstofur nje skemtistaði. — íbúðarhús og sjúkrahús má hinsvegar hita. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.