Morgunblaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 2
2 MOKGUNBLAÐIÐ Laugardag'ur 13. maí 1944, Ný rödd frá Svíþjóð: „Kristján X. hefir enga möguleika til þess ú gegna skyldum sínum sem konungur íslandsu i i ! ENN hefir ríkisstjórninni i Viorist skíyti frá sendiráðinu í •Stokkhólmi (móttekið 11. þ. m.) og er þar getið umsagnar eins sænsks stórblaðs, sem er mjög ! á annan veg en hinna þriggja blaða, er áður bárust fregnir af. „Göteborg Handels och Sö- [ farsístidning“ í-Gautaborg rit- ; ar um boðskapinn: „Krisljári konungur hefir nú : rofið sína löngu þögn með orð- sendingu. Hann tálar þar ekki sem konungur Danmerkur. í því landi er sem stendur engin 1 ögleg stjórn, og ekki er langt : frá því, að telja megi konung- !inn fanga. Krístján 10. hefir iheldur ekki möguleika lil þess að gegna skyldum sínum sem | konungur Islands, þeim, er jstjórnarskráin ákveður. Síðan jfyrir fjórum árum hefir hið ! litla eyríki í Norðuratlantshaf- ; xnu orðið að stjórna málum sín- jum sjálft. Tækifærið hefir ver- ið notað til þess að slíta fyrir jfult og alt þann þráð sem tengdi lísland við sambandslandið. Ný 'stjórnskipunarlög hafa verið jsamin og á ísland samkvæmt þetrn að vera lýðveldi. Að þró- ,'unin.srriám saman gekk í þessa (átt, furðar engan mann á. Árið 1819 fengu íslendingar fult sjálfstæði í konungssapabandí við Ðanmcrku. Var þá þegar jljóSt, að þetta var einungis jbráðalfirgðaráðstöfun. Enginn -efaðist um það, að íslendingar imyndu segja upp sambandslaga isamningnum, þegar lækifæri igæfist eftir 1941. Hefði ekki iheimsstyrjöldin skollið á, myndi alt hafa verið fært í lag, bæði ;af hálfu íslendinga og Dana til fullkomins skilnaðar. Mót- staðá sú, sem nú kemur fram áf Dana hálfu, er ekki gegn sambandsslilunum sém slíkum. PaS, sem andúðinni veldur, er það, að þau eru knúin fram án þess löglegra formsatriða sje gætt. Beinir sam'ningar hafa ekkí getað farið fram milli gtjórna ríkjanna eftir að Dan- pnörk var hernumin. íslending- jar hafa nú tekið málið í sínar leigín hendur og notað sjer nú- !verandi áslæður til þess á þægilegri hátt en annars hefði fverið hægt, að lýsa sambandinu þiitið. Það leikur ekki á tveim t.ungum, að hinn formlegi rjett júr er Dana megin. Áður hafa bæði Stuðning forsætisráðherra bg Bdhl forsætisráðherra í orð- sendingu lil íslensku þjóðarinn nr gerst formælendur dansks ujónarmiðs og haldið því fram, að sambandslögin verði einung ís afnumin með því að þar til kom'iJ ný dönsk löggjöf. Boð- í.kapur Kristjáns konungs fcr, jeins og búast mátti við, í sömu átt“ „Við þenna atbúrð“, segir blaðið enníremur, „er málum þannig komið, að varla getur hugsast, að íslendingar muni á síðustu slundu hætta við áform sín, Um þessar mundir eru lið- in þrjú ár frá því uppsögn ís- lendinga á sambandslagasamn- ingnum var opinberlega sam- þykt á Alþingi. Það er hjer í nokkuð líkt um aðferðir og þær, er Norðmenn viðhöfðu 1905, þegar talið var að Oscar konungur hefði lagt niður völd, er hann átti erfilt með að mynda nýja stjórn. Líklega hefir þó orðsending Kristjáns konungs ekki meiri áhrif en ávarp Oscars til norsku þjóð- arinnar forðum“. Ennfremur segir blaðið: „Fyrri heimsstyrjöld varð af drifarík fyrir Island, eins og ýms fleiri smáríki. í lok hennar var landið viðurkent fullvalda ríki. Ekki getur talist að kon- ungssambandið við Dani hafi verið neitt þvingandi band, en að íslendingar vilja losna jafn- vel við þessi síðustu tengsl við hið gamla móðurland, hafa þeir aldrei farið dult með. Það er greinilegt að íslendingum finst liggja á í þessu máli, og jafnvel þótt þeir eigi það á hættu að sambúð þeirra við Dani verði miður góð hjer eftir, virðast þeir ekki hika, heldur láta 'skeika að sköpuðu“. Blaðið lýkur greininni svo: ,.Á þessum tímum er hægt að fullyrða það, og það eitt, að þessar viðsjár Dana og Islend- inga sanna öllum heiminum hve djúpt sundrungin á Norð- urlöndum stendur, að norræn samvinna er enn skýjaborg ein, Sem hverfur út í bláinn“. Ekkert sarixþykki fengist! í leiðara Berlingatíðindá um boðskapinn stendur: „Einskis samþykkis til breytinga á stjórnarforihinu hefir verið beiðst, og af boðskap konungs verður sjeð, að þótt þess hefði verið beiðst, mundi undir nú- verandi kringumstæðum ekk- ert samþykki hafa verið veitt til slíks“. ★ Eigi er ástæða til að láta mörg orð fylgja þessum blaða- ummælum af hálfu Morgun- blaðsins. Ummæli hins merka blaðs, „Handels och Söfartstidning" í Gautaborg, eru rjettari í garð Islendinga en hinna þriggja Stokkhólms blaða, sem getið var áður. Þó gætir hjer einnig nokkurs misskilnings, en ekki skal frekar farið út I þá sálma. Þau eru ekki mörg ummælin úr danska blaðinu „Berlinga tíðindum“, sem símuð voru, en Framh. á bls. 11 Vinsamlei ödd frá Frá sænska sendiráðinu í Reykjavík, Ræða, sem Björn Þórðarson, forstætisráðherra flutti í tilefni af 25 ára afmæli Norræna fje- lagsins. hefir nú borist Svenska Morgenbladet, (sem er frjáls- lynt blað) og gerir blaðið þetta að umræðuefni í forystugrein sinni í dag, (12. maí). Stendur þar meðal annai*s, að síðustu og nákvæmustu fregnir frá íslandi leiði í ljós, að Islendingar hafi ekki á nokurn hátt mist vitund- ina um það, að þeir tilhéyri Norðurlöndum. Ummæli forsæt isráðherra, Björns Þórðarsonar, um sjálfstæðisþrá íslendinga og um vilja þeirra til norrænnar samvinnu, birtir blaðið orðrjett og bendir á að tilfinningin fyrir norrænni samvinnu hafi greini- lega gétað komið í Ijós, er ein- ing var komin á milli flokkanna í sjálfstæðismálinu, og hafi þeir erlendu menn, sem með þessu fylgdust, komið auga á þetta. Blaðið heldur áfram: — Hjer á Norðurlöndum finst mönnum það vissulega hryggilegt, að breytingar þessar eiga sjer stað, méðan styrjöld geysar, en samt er einnig hægt að skilja kapp Islendinga í máli þessu. Víst er um það, að stríðið hefir ekki flýtt fyrir að þetta mál væri út- kljáð. Skilnaðurinn við Dan- mörku hefði farið fram árið 1944, þótt friður hefði verið, eins og ráð var fyrir gert 1918. Frá sýslufuitdi Vestur-Skaftafellssýslu: Ytri-Skógar skólaset- ur Skaftfellinga og Rangæinga Fjölséff knaffspyrau- námskeið í Keflavfk Nýlega er lokið 17 daga knattspyrnunámskeiði, er Axel Andrjesson, sendikennari í. S. í., hefir haldið í Keflavík. — Þátttakendur voru þar 145, en þar af voru 47 stúlkur, sem lærðu handknattleik. Nemend- ur voru alt frá 8 ára aldri. Námskeiðinu lauk með sýn- ingu, og voru viðstaddir hana foreldrar nemendanna og ýms- ir fleiri. 64 nemendur sýndu, þar af 14 stúlkur. Axel Andrjesson, sem nú er 4 förum til Akraness, til þess að halda þar námskeið, hefir skýrt blaðinu svo frá, að áhugi hafi verið mikill á námskeiði þessu, bæði meðal unga fólks- ins og aðstandenda þess. Á sýningunni var húsfyllir, og gerður góður rómur að gerf- inu og framförum nemendanna. - ITALIA PYamh. af bls. 1. vjelar hafa ekki sjest. Þjóð- verjar hafa bygt mörg stál- og steinstevpuvirki í Gustav línunni, en nokkrum kíló- metrum norðar eru aðrar öflugar varnarstöðvar, sem nefnast Adolf Hitler-línan. Ekki hefir heyrst að herir bandamanna við Anzio hafi enn látið neitt til sín taka. - AÐ A LFUNDUR sýslunefnd ar Vestur-Skaftafell.ssýslu var haldinn í Vík dagana (>. til 9. maí ,s.l. Voru mörg merkileg mál tekin ]iar til meðferðar, þar á meðal skilnaðar- og lýðveldismálið og er skýrt frá ályktun fundarins í því á öðr- um stað í hlaðinu. Fjárliagur sýslusjóðsins er góðui'. Tekjueftirstöðvar frá f. á. voru kr. 16887,54, en í sjerstökum varasjóði, sem ætlaður er til ýmMegra nota, eru auk ]>ess kh 22184,17. Áætlaðar tekjur fyrir þetta ár eru kr. 57488,94, þar af niðurjöfnunargjald kr. 35700, 00. Ilelstu útgjaldaliðir eru til Samgöilgumála kr 18600,00. Unglingaskóla í Vík kr. 2000, 00, auk lijgboðinna útgjalda. Sýslan hefir um langa hríð veitt styrk til sundmála og gerir enn í þetta sinn, þótt ]>au sjeu nú að komast í hend- ur skóla- og fræðsluaðila, þar sem sund telst skyldunáms- grein. Einnig vill sýslunefnd- in styðja að skógræktarmál- um og er verið að stofna skóg ræktarfjelag í sýslunni fyrir forgöngu hennar. En merkilegasta málið, ann að en sjálfstæðismálið, sem fvrir lá, var um stofnun hjer- aðsskóla að Ytri-Skógum í Austur-Eyjafjallahrenpi. Höfðu Rangárvallasýsla og Skaftafellssvsla fengið rjett í löguin um hjeraðsskóla 1940, til stofnunar slíks skóla sam- eiginlega, en nú var komið fram tilhoð frá eigendum meiri hluta Ytri-Skóga (sem er tvíbýlisjörð), um að gefa þessum hjeruðum jarðei’gnina til skólaseturs, og tók sýslu- nefnd Vestur-Skaftafellssýslu bví hakksamlega og fegins hendi, eins og hin sýslan hafði áður gert á sýslufundi Rang- æinga. Er staðurinn á sýslu- mótum og hinn ákjósanleoasti. —- Gtefendurnir eru: Ekkia Páls Bárðarsonar í Yl ri-Skóg um, Margriet Oddsdóttir, (en um het.ta ha-fði Páll heit. einn. ig tekið ákvörðim áður en bann lie.st) og Gnðmundur h iartanRson ð tri-Skógnm og knna haus Margriet Bárðar- dóttir. með sonum beirra heorgia. Gústafi og ðla B. P'-'lssonum og Tviai’tani og Bárð-i Gnðmundssonum. Er hetta alkunnugt merkisfólk, ættstofnar þdfes standa í háð- um sýslum. f tilefni af þessu komu sýsbmefndir hegg.ja þessara sýslna, saman að Ytri-Skóg- um síðastl. sunnudag, 7. ]>. m„ 1il sameiginlegs funda um sk olam ál ið, ásamt gestum þeirra (þar á meðal fræðslu- málastjóri og forstöðumaður rafmagnsef’tirlits ríkisins, en húsameistari ríkisins var for- fallaður). Voru liin sameigin- legu mál rædd með milduni, áhuga og eindrægni og vorui allir sammála um, að örugg- ur imdirbúningur til þessarar. skólastofnunar skyldi sem; fyrst hafinn með samvinnuu ríkis og hjeraða. Ilin stóiv höfðinglega gjöf skólaseturst ins var þökkuð hið besta, eií gefendur tóku þátt í sam- ■kvæminu. Var þarna mann- fagnaður mikill og ágætur heini veittur. Voru menn á! einu máli um, að méð þessarí1 stofnun mætti rísa ný menn- ingarsamvinna milli ])essara nágrannahjeraða. 1 undirbúningSnefnd máls- ins voru kjörnir 3 menn af. hálfu hvorrar sýslu: Af hálfu Vestur-Skaftafellssýslu, odd- viti sýslunefndarinnar Gísli Sveinsson sýslumaður, Sigur- jón Kjartansson kaupfjelags- stjóri Vík og Eviólfur Gnð- mundsson hreppstióri á Ifvoli; frá Rangárvallasýslu oddviti sýslnnefndar B.iörn Biörnssotí sýshimaður, siera Erlendur; Þórðarson í Odda og sjera Sveinhjörn Hognason á Breiðri hólstað. — en af hálfu fræðslu málastiórnarinnar mnn taka sreti í nefndinni, sem odda- Tnað"r. TTelgi Elíasson fræðsht málastióri. Samþvkt um skilnað og lýðveldi á sýlu- fundi Vestur-Skaftfellinga. Á NÝAFSTÖÐNUM sýslu fundi í Vík í Mýrdal var á und an öllum öðrum málum sam- þykt í einu hljóði, með atkvæð- um allra sýslunefndarmanna, svofeld ályktun eftir tillögu Gísla Sveinssonar sýslumanns; Aðalfundur sýslunefndar Vestur-Skaftafellsýslu 1944 tel- ur það sjálfsagt, að allir Islend ingar gjaldi jákvæði við fullum skilnaði við Danmörk og stofn- un lýðveldis á íslandi, eins og nú er áformað af Alþingi. Skor ar fundurinn á alla kjósendur I sýslunni að neyta atkvæðisrjett ar síns í þessu skyni við þjóð- aratkvæðagreiðsluna, sem nú fer fram um þessi mál. í Reyljavíl í GÆRKVELDI höfðu als 1631 kjósandi greitt atkvæði hjer í Reykjavík. — Af þeim eru 679 Reykvíkingar og 952 utanbæjarmenn. Athugið! Það er aðeins vika að kjördegi. Utanbæjarmenn, atkvæði ykkar þarf að hafa náð ^ til heimakjördæmis ykkar fyrir kjördag. Kosning fer fram í Góðtempl- arahúsinu kl. 9—12 f. h. og frá kl. 1—4 e. li. og hjá borgar- fógeta í Arnarhváli kl. 5—7 og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.