Morgunblaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 13. tnaí 1944. 1! |! }j TItg.: H.f. Árvakur, Reykjavík ; Fí'amkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Friettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. M Verndum krónuna! I HIN skilmerkilega og greinargóða ræða, sem Pjetur Magnússon bankastjóri flutti í útvarpinu síðastliðinn þriðjudag og sem birt hefir verið hjer í blaðinu, á vissu- lega erindi til allra landsmanna. Þar var gripið á máli, sem íslensku þjóðinni er framar flestu öðru nauðsynlegt að kynna sjer til hlítar. Pjetur Magnússon gerði full og gréinileg skil tveim mikilsverðum þáttum í fjármálalífi þjóðarinnar, og hon- um tókst að setja mál sitt þannig fram, að hver meðal- grelndur maður ætti að geta gert sjer fulla grein fyrir þessu annars flókna máli. Annars vegar rakti P. M. sögu hinnar ört vaxandi seðla- útgáfu Landsbankans, og sýndi fram á, að þrátt fyrir allt stafar verðgildi krónunnar engin hætta af henni, vegna inneigna bankanna erlendis. Hinsvegar-gerði P. M. grein fyrir, hvernig þessar erlendu innstæður bankanna eru til komnar og hverjur eru eigendur þessa fjár. Hann varaði menn við að trúa þeirri fjarstæðu, sem stundum væri haldið fram, að það væru bankarnir eða fáeinir stríðsgróðamenn, sem ættu þetta fje. Eigendur fjárins eru íslenskir sparifjáreigendur, þ. e. almenningur í land- inu. Gat P. M. í því sambandi þess, að í Landsbankanum einum væru nú hvorki meira nje minna en 47.000 spari- sjóðsbækur. Eftir hina glöggu og skilmerkilegu ræðu P. M. ætti öll- um landsmönnum að vera ljóst, að það eru aðeins tvær hættur, sem geta steðjað að íslensku krónunni. Önnur er sú, að krafist verði hærri tilkostnaðar af framleiðslu landsmanna en hún fær undir risið. Afleið- ing þess yrði: Samdráttur atvinnurekstursins, vaxandi atvinnuleysi og fall krónunnar. Hin hættan er, að almenningur í landinu haldi áfram eða auki kaup á óþarfa, því að það er alkunnugt lögmál, að því fleiri krónur sem spyrja eftir sama vörumagni, því meir hækkar varan í verði — þ.e. a. s. krónan fellur. ★ Það er íslensk alþýða, sem á þær hundruðir miljóna, sem geymdar eru á innstæðureikningum bankanna er- lendis. Og það eru eigendur þessa fjár, sem ráða verðgildi krónunnar. Til þess að varðveita verðgildi krónunnar og jafnframt tryggja, að hú'n hækki í verði, verða menn alveg sjerstak- lega að hafa þetta tvent í huga: Að heimta aldrei meira af framleiðslunni en hún fær undir risið og, að kasta aldrei peningum út í kaup á óþarfa, sem einnig er skyn- samlegt af þeirrt ástæðu, að síðar fá menn miklu meira vörumagn fyrir sama krónufjölda. Þetta eru boðorðin, sem allur almenningur verður að leggja sjer ríkt á hjarta og víkja aldrei frá. Þess' vegna er það án efa hyggilegast, að fylgja ráðum Pjeturs Magn- ússonar, geyma fjeð í sparisjóðum, enda þótt litlir vextir sjeu af því greiddir eins og stendur. Það Verður vonandi ekki langt að bíða þess, að kallað verði eftir þessu fjár- magni út í athafnalífið. Þá mun koma í ljós, að viturlega hefir verið að farið, og innstæðan í sparisjóðsbókinni er góð eign og framtíðaröryggi þess, sem hana á. Það er ánægjulegt til þess að vita, að sú velmegun, sem hjer hgfir orðið að undanförnu, hefir náð til lands- fólksins í heild. Þetta sýna best sparisjóðsbækumar í bönkum og sparisjóðum víðsvegar um land. En þá er líka þess að vænta, að þessi þróun verði til þess að opna augu almennings fyrir nauðsyn heilbrigðrar efnahagsstarfsemi í landinu. Að aknenningur skilji það hjer eftir betur en hingað til, að þjóð, sem vill standa á heilbrigðum fjár- hagsgrundvelli, verður vel að gæta þess, að ofbjóða aldrei gjaldgetu þegnanna. Þetta verðum við ísléridingar um fram alt að rtiuná. En hjeí eru til menn sém virðast líta svo á, að það eitt að leggja á skatta sje bjargráð — og því meira bjargráð, sem skattarnir eru hærri. Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri, fimlugur ,,0-JÆJA, er það rjett, að hann Ásgeir fræðslumálastjóri — nei, bankastjóri, vildi jeg sagt hafa — sje að verða fimt- ugur?“ sagði einn kunningi minn við mig um daginn. Það er nú svo. Hann Ásgeir er fimtugur í dag. Hann er fæddur að Kóranesi á Mýrum, sonur þeirra hjónanna Ásgeirs Eyþórssonar kaupmanns og Jensínu Matthíasdóttur. Að skólamentun er Ásgeir guð- fræðingur, lauk hann hjer guð- fræðiprófi 21 árs. Fáir núlifandi íslendingar munu eiga fjölþættari starfs- feril en Ásgeir. í 2 sumur, að loknu stúdentsprófi, var hann sundkennari í Vestmannaeyj- um, 1915—16 var hann bisk- upsskrifari, 1917—18 bankarit- ai'i, 1918—26 kennari við Kennaraskólann, fræðslumála- stjóri var hann 1926—31 og 1934—38, en 1931—34 var hann fjármála- og forsætisráð- herra. Síðan haustið 1938 hefir Ásgeir verið bankastjóri í Ut- vegsbankanum. Auk þessara starfa hefir Ásgeir verið þing- maður Vestur-ísfirðinga síðan 1924. Hann var forseti samein- aðs Alþingis á því herrans ári 1930. Það, sem einkum einkennir alla framkomu Ásgeirs, bæði í orði og verki, er glæsimenska, prúðmenska og drengskapur. Hjálpfús og bóngóður er hann svo að af ber. Þar eð jeg veit, að Ásgeiri mun það lítt að skapi, að ágæt- um hans sje á lofti haldið, þá skal ekki að þessu sinni farið út í það að skýra nánar frá því mikla og góða starfi, sem hann hefir unnið í þágu þjóðarinnar. Enda þótt Ásgeir hafi gegnt mörgum ábyrgðarmiklum störf um um æfina af þeirri kosf- gæfni, lipurð og alúð, sem hon- um er lagin, þá hygg jeg, að uppeldis- og skólamálin hafi verið og sjeu honum hjartfólgn ust. Jeg tel því, að engum sje gert rangt til, þótt jeg búist við því, að á þessum degi muni kennarar landsins og þeir aðr- ir, er að uppeldis- og skólamál- um starfa, senda afmælisbarn- inu einlægastar þakkarkyeðj- ur og heillaóskir á þessum tíma mótum, sem talin eru hátindur mannsæfinnar. Þá vil jeg að lokum óska þess, að hin ágæta kona Ás- geirs, frú Dóra Þórhallsdóttir, og börn þeirra, megi sem allra lengst njóta þessa prýðilega heimilisföður til heilla landi og lýð. Helgi Elíasson. V,'U7Í ilripar: I Ú Á ♦** ♦*♦•**•*• « ctcjdecýŒ fíj'i. Samtal í síma. „Halló!“ „Ha?“ „Hvur?“ ALLIR SÍMANOTENDUR hjer á landi kannast við þessi tilsvör, pegar hringt er í síma. Það er írein undantekning, ef maður :ær önnur svör. Það dettur fáum i hug að sýna kurteisi í síman- um. Þar þykir nóg að hvá og segja halló. Og það er svo sem akki betra ’njá þeim, sem hringja, heldur en þeim, sem í símann svara. Venjulegast er farið að á þessa leið: „Má jeg tala við N. N.“. Það er ekki einu sinni spurning, held- ur krafa eða fyrirskipun. Ein- kennileg háttvísi, sem við Islend ingár höfum tamið ökkur, er við notum síma. Ekki er þetta innflutt, nema þá hallóið. Á flestum erlendum tungum er skeytt við, þegar beð- ið er um að fá að tala við mann, eða miðstöð er beðin um númer: „viíjið þjer gjöra svo vel“. Það er ekkert síður ástæða til að sýna kurteisi, þegar maður talar í síma en þégar maður tal- ar við mann á götum úti eða í húsum inni án hjálpar símans. Það er mesti misskilningur að halda, að símaáhaldið komi í stað viðurkendra umgengnisvenja sið aðra manna. Ekki er hægt að hafa þá af- sökún, að háttvísi í síma sje „ekki til í málinú*. Það eru bara venjulegar kurteisisreglur, sem menn eiga að temja sjer og eru til í íslensku eins og öðrum tungu málum. Iíættum að segja „ha“ og „hvur“. ÞAÐ ER siður hjer í bæ, að ef eitthvað fer aflaga, þá eru haldn- ar ,vikur‘ til að bæta úr og kenna mönnum að haga sjer í þessu eða hinu. Jeg held, að ekki veitti af að bæta einni slíkri viku við hreinlætisvikurnar og umferðar- vikurnar. Það ætti að stofna til kurteisisviku. Það þarf meira að segja ekki heila viku til, ef all- ir vilja taka þátt í umbótunum. Ef við hugsum okkur, að einn dagur væri helgaður góðri hegð- an og framkomu símanotenda, þá mætti setja þessar reglur: Þegar þjer eruð hringdur upp í síma, þá segið strax númer sím- ans, sem þjer svarið í. Hættum að svara með „ha“ og „hvur“. Þegar þjer hringið upp í síma, segið þá til nafns yðar eða fyrir- tækisins, sem þjer eruð að hringja fyTÍr og biðjið um að gjörá svo vel að fá að tala við þenna eða hinn. Þegar sá, sem svarar, hefir lofað að greíða úr bón yðar, þá þakkið fyrir yður. Þeir, sem fínna einhverja fró- un í að segja „halló1!, geta gert það átölúlaust, en annars er það alveg óþarfa orð i símasamtölum og stafar sennilega frá þeim tim- um, er síminn var ófullkomnari en hann er nú og illa heyrðist í honum. Ef þjer hafið Valið skakt númer, þá biðjið afsökunar. Ef allir færu eftir þessum einföldu reglum, þá er jeg viss um, að mörg reiðiyrði, blót og ragn myndi hverfa hjá óþolinmóðum símanotendum. „Saga Reykjavíkur". „SAGA REYKJAyÍKUR" er víðar skráð en í bókum Jóns Helgasonar biskups og hinni á- gætu bók Klemensar Jónssonar. Töluvert stór þáttur í sögu bæj- arins er enn skráður utan á ýms hús hjer í bænum. Þetta getui- tnu % % ♦*♦ ■»!♦♦*♦ ♦*♦ ♦*• ♦*» hver vegfarandi sannfærst um, er hann gengur um bæinn. Víða á húsum má lesa nöfn kauþ- manna, sem legið hafa áratugi undir grænni torfu, og annars- staðar eru nöfn verslana og kaup manna, sem löngu eru f luttir . í ný húsakynnj. Þeir Reykvíking-' ar, sem eru of ungir til að muna eftir, hvar einn stærsti útgerð- armaður bæjarins, um og eftir aldamöt, hafði verslun og skfif- istofur, getur sjeð það svart á | hvítu, því nafn háns blasir enn við á húsakynnum. , þeim, sem hann hafði. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum, sem upp mætti telja. Kanske er þetta látið standa til virðingar við þá látnu og lifandi heiðursmenn, sem hlut eiga að máli, en það er sannarlega ekki gert af umhyggju fyrir viðhaldi húsanna eða útliti bæjarins. • Óheppinn garðeigandi. Garðeigandi skrifar: „JEG VERÐ að teljast mjög óheppinn maður. Fyrir nokkrum dögum byrjaði jeg að setja nið- ur í garð minn, sem er á baklóð húss míns. Glaður gekk jeg að graut mínum, er þessu kvöld- verki míriu var lokið. . Nú vill svo illa til, að ná- granni minn á nokkur hænsni, sem eru í kofa skammt frá „akr- inum“. — Næsta kvöld, er jeg för að forvitnast um, í hvernig ásig- komulagi girðing sú, er markar umráðasvæði mitt, væri, sá jeg mjer til mikillar skelfingar, að púturnar höfðu komist inn fyr- ir girðinguría, og er þá ekki að spyrja um, hver árangur varð af starfi mínu í gærkvödi. Hæn- urnar höfðu legið í ,,sólbaði“, því þó merkilegt megi virðast, var sól þennan dag, rótað upp fræum og engu líkára en að þær hafi notað kartöfluútsæðið sem íótbolta, svo langt höfðu þær borist, í þessari miskunnarlausu hænsnaárás. Jeg er óheppinn!" Eiga menn ekki að hafa girðingar? „EN. HVAÐ um það, jeg tók þessu með hinni mestu prýði og sýndi „úlfalda" þoiinmæði og tók til óspiJtra mála enn á ný, éftir að hafa bætt nokkuð varnarvirk- in, girðinguna. Eftir því, sem jeg veit best, er maður skyldur til að hafa girðingu umhverfis hús sín í fullkomnu ,lagi, eða svo segir, að mig minnir, í Jögreglusamþvkt Reykjavíkur. — En stendur ekk- ert Um, að maður, sem hafi hænsni, sje einnig skyldur að hafa hænurnar i girðingu? Því jeg fyrir mitt leyti er löghlýð- inn maður og krefst hins sama af náunganum. Víkverji! Jeg treysti þjer til að upplýsa mig um þetta mál svo fljótt sem auðið er“. ★ Ja, hvað skal segja. Væri ekki reynandi fyrir mann að fá sjer mink? Það kvað vera nóg af þeim dýrum um allar jarðir. Og víst er, að hænsnin hverfa, þar sem minkurinn er á ferðinni. Manntjón í Bretlandi. London í gærkveldi: Mann- (jón af völdum loftárása á Bret !and varð í aprílmánuði sem hjer segir: 148; menn fórust, en 226 særðust svo, að flylja þurfti þá í sjúkrahús. — Reuter. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.