Morgunblaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagnr 13. maí 1944. Rýmkað ym leyti lilkvikmynda- rekslurs Á BÆJARRÁÐsFUNDI í gær lagði borgarstjóri fram svohljóð andi tillögu til bæjarstjórnar: „Bæjarstjórn Reykjávíkur mun veita leyfi til reksturs kvikmyndahúsa hjer í bænum hverjum þeim, sem fullnægir eftirfarandi skilyrðum: 1. Hefir samkvæmt lands'ög- um leyfi til atvinnureksturs hjer á landi. 2. Hefir húsnæði, sem að dómi bæjarstjórnar og annara rjettra stjórnarvalda, er til þess hæft, að hafa þar kvikmynda- sýningar fyrir almenning. 3. Samþykkir að greiða í bæjarsjóð fast gjald af hverju sæti í sýningarsal, svo sem það verður ákveðið af bæjarstjóm á hverjum tíma. Mál þetta hefir oft verið til umræðu, m. a. hjer í blaðinu, og má búast við, að bæjarstjórn taki í sama streng, þegar til hennar kasta kemur. Minkafaraldur í Kjósinni Frá frjettaritara vorum. ÞANN 9. þ. m. skaut Her- mann Guðmundsson bóndi í Blöndholti í Kjós, mink inni í hænsnahúsi hjá sjer. Nóttina áður hafði minkurinn drepið 8 hænur fyrir Hermanni. Á fleiri bæjum nálægt Blönd holti hefir orðið vart við mink í vetur og er vitað um 3 aðra bæi, þar sem minkur hefir drepið hænsni í vetur. Á ein- um bæ er talið að hann sje bú- inn að drepa um 40 hænsni af 80, eða um helming af því, sem til var á þeim bæ. Víðar en á þessum bæjum hefir orðið vart við mink, enda þótt hann hafi ekki enn gert þar tjón svo vitað sje. Virðist • hann vera orðinn all útbreidd- ur pg fjölga óðfluga. B. P. Kalman H hæstarjettarmálafl.m. s s Hamarshúsinu 5. hæð, vest s s ur-dyr. — Sími 1695. §j ú»miuiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiB Verkakonur fá kauphækkun VERKAKVENNAFJELAGIÐ Framsókn hefir með samningi við Vinnuveitendafjelag íslands fengiv kauphækkun og leng- ingu kaffitíma. Viðræður hófust í byrjun þessa mánaðar og voru breyt- ingar á samninginum undirrit- aðar 10. þ. m.. — Breytingar þær, sem gerðar voru, fela í sjer lengingu kaffitímans úr 15 mín. í 20 mín. og hækkun tímakaups við venjulega dagvinnu kvenna úr kr. 1,40 í kr. 164 grunnkaup á klukkustund. Þessar breytingar á samn- ingnum voru gerðar með frjálsu samkomulagi milli að- ila án uppsagnar á samningi og gildir samningurinn að öðru leyli óbreyttur. Þýsk biöð ræða orðsendingar bandamanna ti! Svía Stokkhólmi: — Þýsk blöð hafa undanfarna daga rætt mik ið um orðsendingar banda- manna til Svía, viðvíkjandi því, að Svíar hætti að selja Þjóð- verjum ýmsar vörur. Gera hixr þýsku blöð allmikið gys að þessu og halda því fram, að Svíar geti als ekki fallist á neitt slíkt. Segir eitt blaðið, að Sví- um muni heldur illilega taka að kólna, þegar þeir hætti að fá kol frá Þýskalandi og segja, að ekki geti bandamenn látið Svía fá nema brot af þeim vör- um, sem þeir fá frá Þýskalandi, og muni varla fara að svelta þessa hlutlausu þjóð. Loftárásir í gær Haldið hefir verið uppi í dag stöðugri sókn gegn samgöngu- leiðum í Frakklandi og Belgíu. Fóru þangað mjög margar flug- vjelar af ýmsum gerðum. Flug- vjelatjón varð lítið. í nófí sem leið voru og margar árásir gerð ar og mistu Bretar í þeim 15 flugvjelar. — Reuter. Kirfcjugarðurimi viS Aðalstræii skrúðgarður Á BÆJARRÁÐSFUNDI í gær var lagt fram svohljóðandi brjef frá Reykjavíkurfjelaginu: ,,Hjer með leyfdm vjer oss að senda háttvirtri bæjarstjórn Reykjavíkur eftirfarandi til- lögu, er samþykt var á fundi í fjelagi voru þann 7. mars þ. á.: „Fundur í Reykvíkingafjelag inu, haldinn 7. mars 1944, skor- ar á bæjarstjórn Reykjavíkur, að taka til almenningsnota hinn gamla kirkjugarð (síðar skrúð- garð) við Aðalstræti. Girðing sú, sem er í*kringum garðinn og skúrar þeir, er settir hafa verið á garðsvæðið, verði tekið burtu, — garðsvæðið parýtt með skipu- lögðum skógarhríslum, gang- stígum og blómbeðum, bekkir settir hjer og þar fyrir fólk að sitja á, og yfirleitt gengið frá þessu forna garðstæði svo, að megi verða til sóma og prýði Reykjavíkurbæ“. Væntum vjer þess fastlega, að háttvirt bæjarstjórn sjái sjer fært að verða við þessari sam- þykt fundarins, svo fljótt sem ástæður leyfa. Bandamenn advara samherja Þjóðverja London í gærkveldi: í dag gáfu Bretar, Barida- ríkjamenn og Rússar út áskorun til samherja Þjóðverja, Finna, Búlgara, Rúmena og Ungverja þar sem sagt er, að nú sjeu síð ustu forvöð fyrir þessar þjóðir að snúast gegn samherjum sín- um og muni þá styrjöldin í Ev- rópu verða mun styttri. Tekið er fram að þótt hin f jög ur fyrnefndu ríki fari að tilmæl um bandamanna, þá geti þau ekki losnað við þá ábyrgð, sem þau hafi bakað sjer, með því að vinna með Þjóðverjum, en hins vegar muni refsingar þeirra ekki verða eins harðar. En fylgi þær framvegis Þjóðverjum að málum, verða þær, að því er yfirlýsingin segir, látnar sæta sömu örlögum og Þjóðverjar að styrjöldinni lokinni. — Reuter. | Innanfjelags- glíma K. R. INNANFJELAGSGLÍMA K. R. fyrir drengjaflokk og miðþyngdarflokk fór fram á fimtudagskvöldið í Miðbæjar- arskájíimnn. 11 þátttakendur voru í glímunni. f drengjaflokknum var kept um silfurskjöld er Þor- geir Jónsson frá Varmadal gaf fjelaginu. I hinum flokkn um var kept um.útskorið liorn gefið af Jóhanni Ingvarssyni húsg.smið. Einnig var kept um fegurðarverðlauna pening í báðum flokkum. Úrslit urðu þau, að í drengja flokknum sigraði Guðm. Guð- mundsson, hlaut skjöldinn og einnig fegurðarverölaunin. 2. verðl. hlaut Einar Markússon og 3. verðl. hlaut Aðalsteinn Eiríksson. 1. miðþyngdarfl. sigraði. Guðjón Ingimunds- son, hlaut hornið og einnig fegurðarverðlaunin. 2. verðl. hlaut Þorkell Þorkelsson og 3. verðl. Helgi Jónsson. Glímustjóri var Ágúst ICristjánssou Á eftir glímunni hjelt stjórn K. R. glímumönnum og starfs mönnum kaffisamsæti í fje- lagsheimili V. R. Þar flutti Erlendur Pjétursson ræðu fyr ir minni ísl. glímunnar. Einn- 3g hjeldu þar ræður Krist- mundur Bigurðsson og Emil Tómasson. Bráðlega mun fara fram innanfjelagsglíma um hið mikla og fagi’a horn, er þeir Bened. G. Waage og Kristján L. Gestsson gáfu fjelaginu á 45 ára afmæli |>ess. •liWiluiiiMn Ooiti jOmuo*. iifiuir! Skolíð á norskan landráðamann Frá norska blaðafull- trúanum: FRÁ OSLO berast þær -frjettir, um Stokkhólm, að skotið hafi verið á þektan lækni tír hópi landráðamanna, Ingolf Andresen og aðstoðar- stúlku hans viti á götu í Oslo. Tilræðismaðurinn var á reið hjóli og skaut á þau, þegar þau voru að koma lit. úr )>j7gg- ingu í miðri borginni. Hefir hann ekki náðst. Bæði urðu þau fyrir mörg- um skotum og hnigu niður. Þegar komið var að, var stiilk an látin, en Andresen var flntt ur í sjúkrahús, og er mjög tvísýnt um Iíf hans. Læknirinn er 35 ááa aldri. Harin hafði lækningastofu í Björkelangen við sænsku landamærin og „hjálpaði norskum flóttamönnum* ‘. Hann var oft tekinn fastur. en sat einkennilega stutt inrii í hvert skifti. og áður en langt um leið varð mönnum ljóst, að hann vann með Þjóðverj- um. - Eyja skelfinganna Framhald af bls. 7 rúmfatnaði og verðmætum munum öðrum hafði verið rænt. Sumt hafði jafnvel verið brent og yfirgefið. — Upp frá þessu tók fólk mjer með mikilli varfærni, hvort sem jeg sagðist vera Breti eða Þjóðverji. Tortryggnin hafði gegnsýrt hina dreng- lyndu og hraustu Krítar- búa. Dag nokkurn, er jeg var á gangi milli trjánna, sem voru í vetrarhýði sínu, mætti jeg hinum unga syni „pabba“. Hann sagði mjer, að móðir sín hefði látist af sárum, er hún hefði hlotið 1 árásinni, sem gerð var á þorpið, en faðir sinn hefði snúið heim aftur, eftir að hafa dvalist nokkra daga í fjöllunum. — En þegar svo Þjóðverjarnir komu aftur, sáu þeir hann að vinnu á akrinum og tóku hann fast- an. Gamli maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi. Mascara: — Hjálp. X—9: —- Þetta er Mascara. | Það hefir kviknað í klæðum hennar. Mascara: — í Ma-mamma er inni j lyftuturninum. — Jeg skal ná í haria, sagði Bill, um leið og hann þaut inn í turninn. Honum tókst fljótt að ráða nið- urlögum eldsins, tók síðan frú Cuff, sem hafði fall- ið í yfirlið, í fang sjer og bar hana út á þakið. — Þakka yður mjög vel fyrir hjálpina, sagði Mascara við X—9 á meðan Bill stumraði yfir móð- ur hennar, en-en hverjir eruð þið eiginlega, og hvað voruð þið að gera hjer upp á þakinu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.