Morgunblaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 6
6 MORUUNBLAÐIÐ Föstudagur 16. júní 1944; Framtíð raforkunotkunar á Islandi á, að unnt sje að gera því þau skil á fáum árum, að til íullnustu sje. Þessum málum er einnig þannig háttað, að enda þótt gerð sje heild- aráætlun um skipulagsbundna hag- nýtingu vatnsaflsins og tilhögun á vinnslu og flutningi raforku, þá verður að gagnrýna hana og endur- skoða að staðaldri síðan vegna breyttra aðstæðna og nýrrar reynslu og þekkingar. Hinsvegar knýr hin brýna þörf aukinnar raforku hvarvetna á landinu til skjótra framkvæmda um auknar virkjanir og' nýjar raf- veitur. Þareð nauðsynlegt er að þess verði gætt svo sem kostur er á hverjum tíma, að þær framkvæmd- ir, sem ráðist er í, verði í samræmi við hina haganlegustu tilhögun á hagnýtingu á vatnsafli landsins í heild og á öflun raforku handa öll- um íbúum þess, er aðkallandi að koma þeirri skipan á stjórn og meðferð raforkumála landsins, er tryggi þetta sem best. Fe’r ekki hjá því að ríkisvaldið verður þar að vera aðili að. Það er livorteggja, að ríkið verður að hafa í sínum höndum rjettinn til að ákveða hverj ar framkvæmdir er ráðist í og um tilhögun þeirra og að það verður að iáta fara frarn þœr rannsóknir, sem nauðsynlegar eru til að úr því verði skorið á hverjum tíma, hvaða tilhögun er hin rjetta. Þótt rannsóknum sje -ekki langt á veg komið, er þegar ljóst, að hin haganlegasta tilhögun á öflun raf- orku handa íbúum landsins er þeim skilyrðum bundin, að ráðist verði í einstakar framkvæmdir, sem varða sameiginlega mörg hjeruð og taka jafnvel til heilla landshluta í senn. Að allsíór orkuver verði reist, sem hvert urn sig vinna raforku handa mörgum hjeruðum eða heilum lands hluta og mannvirki þurfi að gera, sem tekur yfir j)að svæði allt íil flutnings orkunni, Jiað er ef til vill jafnvel ekki syo langt fram undan sem mörgum kann að finnast á- stæða til að ætla, að raforka verði flutt í stórum stíl milli landshlut- anna. Hin haganlegasta þróun jjessara mála verður varla betur tryggð á annan hátt en þann, að ríkið taki beinlínis í sínar hendur að sjá um og annast j)ær fram- kvæmdir, sem eru sameiginleg hags- nunamál íbúa margra Jijeraða, heilla landshluta eða fleiri en eins landshluta í senn. Til jjessa hefir verið varið næst- um fimmtíu miljónum króna til að gera raforkuver og raforkuveit- ur. Til að auka rafaflið upp í 100.000 hestöfl og veita ofkunni til notenda munum við þurfa að gera mannvirki, sem við núverandi verðlag myndu sennilega kosta fjórum sinnUm meira að krónutali, að minnsta kosti. Hjer í okkar strjálbýla landi er og, verður kostnaðurinn af að flytja raforkuna frá vinnslustöð til not- enda hlutfallslega mikill og jafnan verður hann verulegur hluti af kostnaðarverði hennar. Vegna þess hve mannvirki til flutnings og dreif- ingar orkunnar eru kostnaðarsöm er til muna auðveldara að sjá þeim fyrir raforku, sein í þjettbýli búa en jrar sem byggð er dreifð. Enda liafa hvarvetna kaupstaðabúar fyr orðið rafmagns aðnjótandi en íbúar sveitabyggða. Þau lönd eru enn ekki mörg, sem komin eru vel á veg með að sjá íbúum sveitanna fyrir rafmagni, enda þótt mjög hafi mið- að. áfram í þeim efnum síðustu árin fyrir ófriðinn. Fullyrða. má, að unnt sje að sjá öllum íbúum kaupstaða og kaup- túna hjer á landi fyrir nægri raf- c.rku til 'almenningsþarfa, sem svo er kallað, með eigi meiri tilkostnaði en svo, að kostnaðarverð orkunnar þégar til notancians kemur, megi teljast viðunandi, og að þau fyrir- tæki, sem þetta annast, geti haft þær tekjur af sölu raforkunnár, sem með þarf til þess að fyiúrtæk- in sje fjáhagslega sjálfstæð. Um sveitir landsins er öðru rnáli að gegna. 1 öllum sveitum landsins er byggð svo dreifð, og kostnaður af að dreifa raforku um hana svo mikill, að kostnaðarverð orkunnar þegar hvin kemur' til notandans er orðið óhóflega hátt. Eins og sakir standa er ekki hægt að reikna með því, að unnt sje að veita rafmagni um sveitir landsins á þeim grund- velli að tekjur af raforkusölunni beri allan kostnað. Dreifbýiaraf- veitum er ekki hægt að koma upp og reka hjer á landi á f.járliags- lega sjálfstæðum grundvelli. Það hefir nú að vísu verið venja að líta svo á, að reka beri raforku- vinnslu og dreifingu sem fjárhags- lega sjálfstæð fyrirtæki, skoða raf- magnið sem verslunarvörn, seni notendur þess verða að greiða því verði, sem á því þarf að vera til þess að tekjur afsölunni verivinnslu og dreifingarkostnaðinn. Það er þá um leið lagður sem mælikvarði á rjettmæti og tilverurjett raf- veitufyrirtækis, að það geti orðið fjádhagslega sjálfstætt. En önnur sjónarmið koma einnig til greina. Formaður Verkfræðingafjelags Is- lands sagði eitt sinn, er rætt var um rafveitur á Islandi: „Rafmagn- ið er ekki aðeins verslunarvara. Það er draumur þjóðarinnar". Spurningin er sú, hvort þjóðin hef- ir ráð á því, að láta draum sinn rætast. En það er rjett að gera sjer grein. fyry' því, að rafvirkjun sveitanria er sjerstakt verkefni, að verulegu Jeyti frábrugðið rafvirkjun þjett- býlisins bæði að fjárhagslegu til- liti og að þyí er til tækni tekur. Þessi tvennskonar verkefni þarf að talta til meðferðar hvort í sínu lagi. * Að lilanda jieim algerlega sainan yrði til þess eins að torvelda lausn hvortveggja. Aðrar þjóðir svo sem t. d. Bandaríki Norður-Ame- ríku hafa gert sjer grein fyrir þessu og hafið rafvirkjun *sveitanna á sjerstökum skípulagslegum grund- velli. Það munum við einnig verða að gera. Og það mun koma í ljós, ?iY) okkur mun verða töluvert á- gengt í „raflýsingu" sveitanna, þegar við höfum skapað þann skipu- lagslega grundvöll, sem hjer á við, þi'átt fyrir hina miklu fjárhags- legu örðugleika, sem er við að etja. ísland er frá náttúrunnar hendi erfitt land að byggja og nytja, en Jisð er ekki gæða snautt land. Þvert á móti. Það geymir mikla fjársjóðu og mun launa þjóð sinni.vel -ef hún hefir vit, vilja og orku til að nýta gæði jiess. En til jiess verður þjóð- in að jieitá allri kænsku tækninn- ar. Og í þeirri sókn verður raf- magnstæknin eitt «skæðasta vopnið gegn hinni erfiðu náttúru landsins. Með rafmagnsljósum mun jijóðin geta unnið bug á skammdegis- drunganum. Ennþá þekkkir hún lít- ið til þeirra möguleika, sem raf- ljósatæknih getur veitt henni til heilsuverndar hennar. Rafmags- tæknin mun veita þjóðinni yl og Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.