Morgunblaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 1
 31. árgangur,. 131. tbl. — Föstudagur 16. júní 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. GAGNSÓKNARLOTU ÞJÓÐVERJA HRUNDIÐ Heillaskeyti frá Christmas ivioner Sambandsslitin styrkja samúðina ,Hcíiii jeg verið Íslendingur Christmas Möller. • • •' MorgunblaðiS símaði foringja frjálsra Dana, Christ- mas Möller, og bað hann um að senda blaðinu iil birt- ingar álit sitt á sambandsslitunum. Fjekk blaðið í gærkvöldi svohljóðandi skeyti frá honum: HIN ENDANLEGA ákvörðun, sem íslenska þjóðin nú hefir tekið, er í raun og veru rök- rjett afleiðing af sáttmálan- um er gerður var 1918. Eins og jeg var samþykkur sáttmálanum frá 1918, og þeirri skoðun, að Danir gætu enga aðra afstöðu haft til málsins, aðra en þá, að íslenska þjóðin og íslenska þjóðin ein ætti að taka á- kvörðun um framtíð sína, þá hefir mjer undanfarin 25 ár verið það ljóst, hvað myndi ske, þegar samnings- tíminn var útrunninn. Við sem metum frelsi og sjálfstæði framar öllu öðru, skiljum íslensku þjóðina. HEFÐI JEG VERIÐ ÍSLENDINGUR, þá hefði jeg verið á sama máli og þeir. Jeg vona, að íslendingar skilji, að Dani getur litið svo á, að það hefði ekki verið erfitt að bíða þann stutta tíma, sem eftir er, þangað til Danmörk aftur verður frjáls. En, eins og jeg hefi áður sagt; þegar menn hafa beðið dagsins í aldir, er skiljanlegt, að menn sjeu óþolinmóðir. JEG ER ÞESS. FULLVISS, að fullkominn og alger skilnaður mun ekki skapa neina óvild, og jeg vona það og treysti því, að rjett eins og skilnaður Norðmanna við Svía 1905 treysíi vináttuböndin milli Norðurlandaþjóðanna, eins muni skiln- aðurinn nú leiða til almennari, hjartanlegri og einlægari samvinnu. EinusLu böndin, sem tengja frjálsar þjóðir og frjálsa karla og konur, eru þau, sem menn taka upp af frjálsum vilja. ÖLL DANSKA ÞJÓÐIN mun óska íslandi og íslendingum ham- ingju og farsældar í framtíðinni. Síðasta aldarfjórðung hefir hin fullvalda íslenska þjóð sýnt, hvað lítil þjóð getur komist áfram þegar hún er frjáls. JEG ÓSKA HINU ÍSLENSKA lýðveldi þeirrar fram'íðar, ;;cm samboðin er því besta í íslenskri þjóoarmenningu. Þessi orðsending frá hinum gagnmerka stjórnmálaforingja Dana, mun verða öllum íslendingum mikið gleðiefni. Er það einkar vel til fallið að hún kemur hingað einmitt á þessari stund. íslenska þjóðin gleðst ekki aðeins yfir þeirri víðsýni og því göfuglyndi, sem felst'í orðum hans, heldur og yfir því, að fulltreysta má, að spádómur hans um aukna samúð að sam- bandsslitum munu rætast. Hinum fögru óskum Chrismas Möller í garð íslendinga nvöv- uðum vjer að öðru leyti því, að láta í ljós okkar einlægustu og hjartanlegustu óskir um, að dagur frelsisins megi hið allra bráð- asla renna upp yfir hans mikilhæfu og ágætu þjóð. Rossar til Is s< o lŒ V London í gærkveldi. Hernaðarfregnritari þýsku frjettastofunnar, Alfred von Olberg majór, sagði í útvarp í dag, að þýskir könnunarflug- menn hefðu í kvöld fært þær fregnir, að Rússar hefðu nú lok ið undirbúningi sínum til alls- herjarsóknar á austurvígstöðv- unum — sumarsóknarinnar — og að skriðdrekasveitir og fót- gönguliðssveitir Rússa væru nú ;ilbúnar að hefja sókn á ýmsum hlulum vígstöðvanna. — Reuter i»raGaoirg ifirnir London í gærkveldi. UNDANFARNA DAGA hafa varnir Þjóðverja á ítalíu verið allharðar' sumstaðar, en nú hafa þær sveitir þeirra, er vörð ust, aftur dregið sig í hlje og hörfað undan. Herfræðingur með her bandamanna lætur þá skoðun í ljósi, að langt kunni að líða, þar til aftur komi til stór- bardaga á Italíu, þar sem Þjóð verjar muni enn hörfa langt undan. Mest er sem stendur barist á Mið-ítalíu, þar sem áttundi herinn mætir allöflugri mót- spyrnu í fjöllunum. A vesturströndinni hafa bandamenn sótt nokkuð fram, og munar nú litlu að borgin Orbetello sje umkringd, en á Adríahafsströndinni heldur sókn bandamanna áfram jafnt og þjett. — Reuter. iamúðarháfíð æreyjum Kirkjubæ 15. júní. FÆREYINGAR halda 17. júní hátiðlegan í samúðarskyni við stofnun lýðveldisins. Verða íánar dregnir að hún, bæði í bæjum cg byg'ðum. í Þórshöfn verður haldin há- líðarsamkoma og gengið í skrúðgöngu frá Þinganesi iil Þingvallar. R.æður veriia fluttar, ;~öng- flokkur syngur og' lúðrasveit leikur íslensk lög. Hafa kvæði verið orl í tilefni dagsins. Paturson. Afstaðan er nú sæmileg, — segja • band Enn geisa stórorustur London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. . FRÉGNRITARAR í aðalbækistöðvum bandamanná segja í kvöld, að fyrstu gagnsóknarlotu Þjóðverja á inn- rásarsvæðinu í Frakklandi hafi verið hrundið, en bardag- ar halda þó áfram víðast hvar af miklu ofstæki, einkum þó á svæðinu milli Tilly og Coumin, en báða þá bæi hafa Þjóðverjar á valdi sínu enn, en þeir voru teknir í gær. —¦ Bandamenn hafa ekki tekið aftur neinn af þeim bæjum, sem þeir mistu í gær, en nýjan bæ, Quieneville, á austur- strönd Cherbourghskagans. Báðir aðilar segja miklu minna um viðureignirnar í fregnum sínum, en undanfarna daga, en ber saman um, að bardagar sjeu enn óhemju harðir hvarvetna. Loftsókn bandamanna hefir haldið áfram, og birgðaflutningur gengur að óskum yfir sundið. ÞjéðhétíSarbla Norgynbfaðsins og ísafolclar í DAG fylgir 32 síðu þjóðhá- tíðarblað með Morgunblaðinu. Svo aíls koma úl 48 síður af blaðinu í dag. Þjóðhátíðarblað- ið fylgir líka ísafold. I þjóðhátíðarblaðinu er m. a. grein eftir Gísla Sveinsson um Jón Sigurðsson forseia. Yfir- litsgrein eftir Bjarna Benedikts son um stjórnmálabaráttu ís- lendinga síðustu öld og fram á þenna dag. Þá er grein eftir Ólaf Thors um Sjálfstæðis- flokkinn og þjóðareðli íslend- inga. Grein eftir Jón Sigurðs- son frá Reynistað um framtíð- armál landbúnaðarins og önn- ur eftir Sigurð Kristjánsson um framtíðarmál sjávarútvegsins og grein eftir Jón Kjarlansson um framtíðaríogarann, þá er grein eftir Geir Zoega vega- málastjóra um framtíð vegamál anna. Mynd frá einokunartím- anum eftir dr. Odd Guðiónsson og kvæði eftir Tómas Guð- mundsson og Huldu. Sprengjur á Suður- England. London í gærkveldi: — Þýsk- ar flugvjelar voru yfir nokkr- um stöðum á Suður-Englandi í nótt sem leið, og vörpuðu sums staðar niður sprengjum. Varð af talsvert tjón, en nokkrir menn meiddust. —¦ Reuter. Bardagar á Cherbourgskagan- um. Á Cherbourghskaga hafa miklar orustur verið háðar, : einkum nærri Carentan, þar sem Bandaríkjamenn hafa hrundið tveim áhlaupum Þjóð- verja og sótt fram um 2 km. á einum síað. Norðar hafa þeir tekið baðstaðinn Quieneville á austurströnd skagans, og telja sjerfræðingar að það muni auð velda mjög liðflutninga inn á skagann. — Við Mountebourg hafa gagnáhlaup Bandaríkja- manna ekki borið árangur, að því er virðist. i Sókn á hægra fylkingararmi. Amerískum hersveitum hef- ir orðið nokkuð ágengt milli ánna Vir og Aure, sem fellur í Vir. Þarna hafa Þjóðverjar ekki veitt eins snarpa mótspyrnu og annarsstaðar. — Beita þeir þó þarna nýrri herdeild, sem virð- ist að samsetningu vera eins- konar tilraunadeild, þar sem hinar ýmsu sveitir eru mjög misjafnlega vopnaðar. Aðalorustusvæðið. Frá svæðinu milli Tilly og Troarn, eða aðalorustusyæðinu hafa engar aðrar fregnir borist, en þær, að áhlaupum Þjr'íverja hafi verið hrundið í dag, en orustur sjeu eins harðar og áð- ur. Þjóðverjar halda erin bæj- um þeim, er þeir ióku í dag. Flugherinn hofir aðstoðað laftdheri bandamanna í allan dag, með miklum árásum, sem 1300 amerískar sprengjuflug- vjelar gerðu á stöðvar víðsveg- ar um Frakkland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.