Morgunblaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 14
14 MOROUNBLAÐIÐ Föstudagur 16. júní 1941 '\ÁJ. ^omeróet ^^Tjaugíi \am: LARRY DERFORD í leit að lííshamingju — 20. dagur — Á meðan jeg spurði hann að þessu, var jeg að hugsa um dá- lítið annað. Jeg tók eftir því, að buxur hans voru tötralegar og göt voru á olnbogunum á jakka hans. Hann leit út eins og hver annar flækingur. Jeg var að hugsa um, hvort hann hefði tapað öllu sinu í hruninu ’29. Jeg er ekki vanur að vera með neinar vífilengjur, og spurði hann þvi, hvort hann væri alveg kominn í hundana. „Nei. Hversvegna haldið þjer það?“ „Þjer lítið út, eins og þjer hafið ekki fengið ærlegan mat- arbita í lengri tíma, og fötin, sem þjer eruð i, eiga hvergi heima, nema í öskutunnunni“. „Elu þau svona slæm? Jeg hefi ekkert um það hugsað. — Mjer datt annars í hug að jeg þyrfti að fá mjer eitthvað af fötum, en jeg hefi aldrei kom- ið því í verk“. hefi aldrei komið því í verk“. Jeg hjelt að hann væri annað hvort feiminn eða stoltur. „Jeg er enginn míljónamser- ingur, Larry. En jeg er ekki fá- tækur heldur. Ef þjer eruð í pertingavandr<æðum, þá lofið mjer að lánaf yður nokkur þús und franka. Jeg fer ekki á höf- uðið fyrir það“. „Jeg þakka yður kærlega fyr ir. En jeg er ekki í neinum pen ingavandræðum. Jeg hefi meiri peninga, en jeg þarf að nota“. „Þrátt fyrir hrunið?“ „Það kom ekkert við mig. Alt, sem jeg átti, var í ríkis- skuldabrjefum. Jeg vdit ekki, hvort þau fjellu eitthvað í verði — spurði aldrei að því — en það hefir ekki verið mikið. Og jeg hefi eytt svo litlu und- anfarin áfr, að jeg hlýt áð eiga heilmikla fúlgu“. „Hvaðan komið þjer núna?“ „Frá Indlandi“. „Já, Isabel sagði mjer að þjer hefðuð verið þar. Hún virðist þekkja banhastjóra yðar í Chicago“. „Isabel? Hvenær sáuð þjer hana síðast?“ „í gær“. „Hún er ekki í París?“ „Jú, einmitt. Hún býr í íbúð Elliotts Temington11. „Það verður gaman að hitta hana aftur“. Þótt jeg athugaði hann ná- kvæmlega á meðan á þessu samtali okkar stóð, gat jeg ekki greint annað en undrun og gleði. í svip hans. „Gray er einnig hjer. Þjer vitið, að þau eru gift?“ „Já, Bob frændi — Dr. Ned- ley •— skrifaði mjer, og sagði mjer frá því. En hann dó fyrir sex eða sjö árum síðan“. — Mjer datt í hug, að senni- lega vissi hann ekkert um það, sem skeð hafði eftir að þessi síðasti hlekkur hans við Chicago, og vini hans þar. brast. Jeg sagði honum því frá því, að Isabel ætti nú tvær dæt- ur, frá dauða Henry Maturins og Louisa Bradlake Og Gray hefði mist allar eigur sínar í hruninu. í fyrsta sinn, í meira en fjöru tíu ár, dvaldi Elliott ekki í París um vorið. Hann var nú nær sjötugu, þótt hann virtist tíu árum yngri, og var oft þreyttur og lasinn. Hann var órólegur, heilsu sinnar vegna, og hafði læknir hans rálagt hon um að fara til Montecatini, sem er baðstaður í Norður-Italíu, og hvíla sig þar. Þaðan ætlaði hann síðan að halda.til Feneyja til þess að kaupa skírnarfont í kirkju sína, en skreyting henn- ar var nú aðalánægja hans. I Rómaborg hafði hann fundið gamalt altari, úr hunangs-lit- uðum steini, og í Florence hafði 1 hann í 6 mánuði þrefað um verð á altarisbrík frá Siennese-skól anum, er hann ætlaði að setja fyrir ofan altarið. Larry spurði mig, hvernig Gray kynni við sig í París. „Jeg er hræddur um, að hon- um líði ekki vel hjer“, svaraði jeg. Jeg reyndi að skýra fyrir hon um, hvernig mjer hefði orðið við, þegar jeg sá Gray. Á meðan hann hlustaði á mig, starði hann stöðugt húgsandi á andlit mitt, svo að jeg fjekk þá tilfinningu ,að hann hlustaði ekki á mig með eyrunum, held ur einhverju innra, viðkvæm- ara líffæri. Þetta var einkenni- legt og óþægilegf. | „En þjer getið nú sjeð þetta . alt saman sjáifur ;, sagði jeg að jlokum. „Já, það verður svei mjer gaman að sjá þau aftur'. Jeg finn sennilega heimilisfang þeirra í símaskránni11. j „En ef þjer viljið ekki skjóta þeim alvarlega skelk í bringu jog koma börnunum til þess að gráta af skelingu, ættuð þjer að láta raka yður og klippa11.* Hann fór að hlæja. ,.Já, jeg er sennilega heldur tötralegur. Þegar jeg fór frá Indlandi átti jeg ekkert nema fötin,- sem jeg stóð í“. Hann horfði á fötin, sem jeg var í, og spurði mig um skradd ara minn. Jeg sagði honum nafn hans, en bætti því við, að hann væri í Lundúnum. Síðan fórum við aftur að tala um Isa- bel og Gray. ,.Jeg kem oft til þeirra11, sagði jeg. „Þau eru mjög ham- ingjusöm. Jeg hefi aldrei haft tækiíæri til þess að tala við j Gray einan — og jeg hygg, að hann mundi heldur ekki tala um Isabel við mig, en jeg veit, að honum finst mjög vænt um hana. Svipur hans er yfirleitt heldur ólundarlegur og augun þreytuleg, en þegar hann horf- ir á Isabel, hverfur þreytan og ólundin eins og dögg fyrir sóJn. Það er gaman að horfa á það. Jeg hygg, að Isabel hafi ! staðið við hlið hans eins og klett j j ur í öllum erfiðleikunum, og j hann getur aldrei gleymt, hve I mikíð hann á henni að þakka. | j Isabel er annars mjög breytt11. ! Klukkan var nú orðinn margt, og jeg spurði Larry, , hvort hann vildi ekki koma, og | borða með mjer kvöldverð. ■ „Nei, þakka yður fyrir, jeg verð víst að fara11, sagði hann og stóð upp. Hann kinkaði siðan vingjarn lega kolli, og gekk út á götuna. Jeg hitti Isabel og Gray dag- inn eftir, og sagði þeim, að jeg hefði hitt Larry. Þau voru jafn undrandi og jeg. „Það verður dásamlegt að sjá hann aftur11, sagði Isabel. „Við skulum strax hringja í hann“. Þá mundi jeg eftir því, að jeg hafði steingleymt að spyrja hann, hvar hann byggi. Isabel varð heldur óblíð á svipinn, þegar jeg sagði henni það. „Jeg er hreint ekki viss um, að hann hefði sagt mjer það, þótt jeg hefði spurt hann“, sagði jeg og hló við.' „Sennilega er það undirmeðvitund mín, sem þarna hefir verið að verki. Þið munið eftir, hve frábitinn hann var að segja, hvar hann byggi. Hann getur komið á hverju augnabliki11. ★ —• En hann kom ekki þann daginn, ekki næsta dag nje dag inn þar á eftir. Isabel ásakaði mig fyrir, að hafa skrökvað allri sögunni, en jeg sóf og sárt við lagði, að svo væri ekki, og reyndi að týna fram hinar og þessar ástæður fyrir brottverú ha'ns — sem allar voru þá mjög vafasamar. Jeg var að brjóta heilann um það með sjálfum mjer, hvort hann hefði afráðið að hann kærði sig ekkert um að hitta Gray og Isabel, og far ið frá París,...... En loks kom hann. Það var rigning úti, og Gray hafði því ekki farið til Mortefontaine. Við sátum öll inni í dagstof- unni, við Isabel að drekka te, en Gray viský og sóda, þegar þjónninn opnaði dyrnar, og Larry kom inn. Isabel hrópaði upp yfir sig, stökk á fætur, hljóp í fangið á honum og kysti hann á báðar kinnarnar. Gray þrýsti hönd hans innilega. „Drottinn minn, hvað jeg er feginn að sjá þig, Larry11, sagði hann, og röddin var hás af geðs hræringu. Jeg sá, að Isabel beit sig í vörina, til þess að fara ekki að gráta. „Hjerria, fáðu þjer að drekka gamli vinur11, sagði Gray. Jeg var snortinn af gleði þeirra yfir að sjá ferðalanginn afttur. Það hlýtur að hafa verið gaman fyrir Larry, að verða varann við, hve vænt þeim þótti um hann. Hann brosti glað lega. En jeg sá, að hann hafði fullkomna stjórn á sjálfum sjer. Hann tók eftir tebollunum. „Jeg ætla að fá tebolla11, sagði hann. „Hvað, heldurðu að þú farir að drekka te“, hrópaði Gray. „Við náum 1 kampavínsflösku11. „Jeg vil heldur te“, sagði Larry og brofeti. ^ueun jep hvíli mefi flerauffum Týli h.f. iJ) pvej imb Gullfuglinn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 6. þeir hann líka með sjer, sömuleiðis gullfuglinn, þegar komið var til tröllsins, sem hafði hann. Þegar þeir höfðu farið nokkra leið frá síðasta tröllinu, heyrðu þeir dunur og dynki að baki sjer. Voru þeir þá staddir við rúgakur einn. Þá sagði refuiinn: „Nú verðurðu að halda áfram einn, jeg ætla að bíða hjer um stund“, sagði hann. Svo ge’rði hann sjer kufl úr rúghálmi og þóttist vera predikari og stóð þar við veginn. Alt í einu komu allir þrír tröllkarlarnir þjótandi. Þeir voru að elta þá, konungsson og refinn. „Hefirðu sjeð mann fara hjer framhjá með indæla jóm- frú, stóran og fallegan hest og gullfugl?" æptu tröllin, þegar þau sáu refinn standa þarna. „Ja, hún amma mín sagði mjer, að slíkur hópur hefði farið hjer fram hjá. Það var hjerna fyrir æfalöngu, þegar hún amma mín bakaði skildingskökur, en gleymdi að taka við skildingun.um af þeim sem keyptu11. Þetta fanst öllum tröllunum mjög hlægilegt að heyra og ráku upp skellihlátur mikinn, ha, ha, ha, ha, sögðu þau og urðu að styðja sig hvert við annað. s,Ef við höfum sofið svo lengi, þá er líklega best fyrir okkur að snáfa heim og leggja okkur út af aftur“, sögðu þau og fóru svo sömu leið til baka. Refurinn tók til fótanna og hjelt á eftir konungssyni, en er þeir komu í þann stað, þar sem veitingahúsið og bræður hans voru, þá sagði hann: „Jeg þori ekki að fara hjer um fyrir hundunum, verð að taka á mig krók, en nú verðurðu að gæta þess vel, að bræður þínir nái ekki í þig“. En þegar konungssonur kom mn í borgina, fanst honum alveg ótækt að heilsa ekki upp á bræður sína, og rjett sjá þá, og leit inn í gistihúsið. En þegar bræðurnir sáu hann, komu þeir á móti honum og tóku af honum bæði jóm- frúna, hestinn og gullfuglinn og fóru með alt saman heim til föður síns, en bróður sinn settu þeir í tunnu og köst- uðu honum út á sjó, og svo fóru þau með alt heim Tveir lögfræðingar •hittar. „Jeg er alveg uppgefinn11, segir annar þeirra. „Jeg var að enda við þriggja stunda varnarræðu11. „Jeg er enn þreyttari eu þú11, segir hinn og nuddar augun. „Hvernig stendur á því?11 „ Jeg hlustaöi á ræðuna þína. ★ . — Hvernis stendur á því, Lárus minn, að nú gerirðu ekki annað en að betla. Áður vanstu þó stundum. | — Já, herra prestur, maður j AÚtkast með aldrinum. | ^ I Á brautarstöðinni. — Hvað er þetta, er lestin j farin —• 5 mínútum fyrir áætl- [ un. Og hjer er ekkert gisti- j hús, sem maður getur dvalið í næturlangt. — Fyrirgefið, svaraði braut arþjónninn, en við erum að- eins tveir hjerna á stöðinni og vantar þriðja mann í „i ’hombre1 ‘. ★ — Jeg er viss um að mað- urinn minn myndi deyja, ef jeg væi’i honum ótrú. — Þetta hlýtur að vera, jeg • sá að honum hefir stórhrakað upp á síðkastið. Góðhjartaður maðúr: — Jeg hefi nýlega lesið það að hægt sje að lækna sjóndepru með radíum. Betlari (sem þykist vera blindur) : — Já, þessar skratt- ans nýju uppgötvanir, eru ekki til annars en spilla at- vinnu manna. ★ Eiginmaðurinn (hvíslar að ljósmyndaranum): — Bless- aðir gefið þjer mjer bendingu áður en þjer biðjið konuna mína að vera glaðlega á svip. Það hefi jeg ekki sjeð í 15 ár. ★ — Það er tvent, sem rekur mig til þess að biðja um kaup- hækkun. — ITvað er það? — Tvíburar. ★ -—• Kunnið þjer esperanto? — Hvað haldið þjer, jeg sem hefi verið mörg ár í Esperanto. ★ — Hjer er kominn maður, ,sem segist hafa fundið ráð til þess að tæma leikhúsið á 5 mínútum. Forstjórinn: — Viljið þjer ekki spyrja hann um, hvort hann geti ekki hel'dur fundið upp ráð til þess að fylla það á 5 mínútum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.