Morgunblaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ HkrcipitiMftfei Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Sögulegur fundur á Alþingi í dag SAMEINAÐ ALÞINGI kemur saman til fundar kl. 1,30 miðdegis í dag. Á dagskránni verða tvö mál, sem marka tímamót í sögu þjóðar vorrar. Fyrra dagskrármálið er tillaga til þingsályktunar um niðurfelling dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918. Er hún svohljóðandi: „Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að niður sje fallinn dansk-íslenski sambandslagasamningurinn frá 1918“. Þegar Alþingi hefir lokið afgreiðslu þessa máls, verður tekið fyrir annað dagskrármálið, sem er tillaga til þings- ályktunar um gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins ís- lands. Þar segir, að lýðveldisstjórnarskráin skuli öðlast gildi „laugardaginn 17. júní 1944, þegar forseti sameinaðs Alþingis lýsir yfir því á fundi í Alþingi“. ★ Fundurinn í sameinuðu Alþingi í dag verður sögulegur viðburður. í dag verður höggvið á siðustu leifarnar af valdi erlendra stjórnarvalda í íslenskum málum. Og á morgun taka íslendingar upp nýtt stjórnarform, lýðveldi í stað konungsstjórnar. í dag renna íslendingar huganum 682 ár aftur í tím- ann, eíi það eru aldirnar og árin, sem þeir ha-fa lotið er- lendu konungsvaldi. og segja má með sanni, að þeir hafi alla tíð lotið því nauðugir. ★ Margs hafa íslendingar að minnast á þessum tímamót- um. Fyrst og fremst minnast þeir þeirra manna, sem á liðnum öldum stóðu vörð um rjettindi landsins og voru ætíð boðnir og búnir til þess að taka upp baráttu fyrir þau. Jafnvel á mestu niðurlægningartímum þjóðar vorr- ar, risu upp menn úr alþýðustjett, sem stóðu fast á ís- lenska málstaðnum. Þeir voru sí-vakandi. Altaf boðnir og búnir til þess að minna erlendu valdhafana á loforðin, sem íslendingum voru gefin, er þeir 1262 gengu hinu erlenda konungsvalai á hönd, og hversu mjög þau loforð hefðu verið vanefnd. Baráttu þessara manna hefir lítt verið á lofti haldið. En þó má fullyrða, að þeir hafi með árvekni sinni og þrautsegju lagt undirstöðuna að viðreisnar og vakning- arstarfi hinna þjóðkunnu manna, sem hófu sjálfstæðis- baráttuna af fullum krafti, á 19. öld. Það er engan veginn víst, að þessar síðari tíma frelsishetjur hefðu komist eins langt í baráttu sinni og raun varð á, ef hinir, sem uppi voru fyrr á öldum hefðu sofiö á verðinum. Svo mikið er víst, að Jón Sigurðsson, sá maðurinn sem hæst gnæfir í frelsisbaráttu þjóðarinnar, sá maðurinn, sem lagði grund- völlinn að þeirri baráttu, sem nú lyktar með endurreisn lýðveldis á íslandi, studdist í starfi sínu við mörg skjöl og skilríki, sem fyrri alda útverðirnir höfðu eftir skilið. Þessvegna er þjóðinni skylt að þakka einnig þessum mönnum nú. ★ Á morgun verður lýðveldið endurreist á hinu forna Lögbergi á Þingvelli. Þetta verður mikill hátíðisdagur íslensku þjóðarinnar. Sjálf hefir þjóðin sýnt í verki, að þenna dag þráði hún. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. til 23. maí s.l. varð með þeim glæsileik, að engin dæmi eru slíks, hvorki hjer á landi nje í nokkru öðru lýðfrjálsu landi. Eftir þá atkvæðagreiðslu gat engin þjóð verið í vafa um, hver væri vilji íslensku þjóðarinnar. Enda má óefað full- yrða, að það er þessi einbeitti þjóðarviljið sem hefir átt drýgstan þátt í þeim vinsamlegu móttökum, sem íslenska lýðveldið hefir þegar fengið hjá erlendum ríkjum, stórum og smáum. Þökk sje íslensku þjóðinni. Og þökk sje þeim erlendu ríkjum, sem þegar hafa sýnt hinu íslenska lýðveldi vott vinsemdar og virðingar. Alt verður þetta til þess að styrkja trú vor íslendinga á framtíðinni. Með þakklátum hug fagnar íslenska þjóðin hinum mikla hátíðisdegi. Sjötug verður á morgun (17. júní) húsfreyja Elín Davíðsdótt ir á Sauðadalsá í V.-Húnavatns sýslu. Elín er Þingeyingur að ætt og uppruna. Um tvítugsald ur fluttist hún úr átthögum sín- um vestur að Höfnum á Skaga. Á þeim árum voru Hafnir eitt af höfuðbólum Húnavatnssýslu og eru það raunar enn. þrátt fyr ir ýmsar breyttar aðstæður í búnaðarháttum. Þá bjó í Höfn- um Jónína Jónsdóttir sem verið hafði síðari kona Árna bónda í Höfnum. Hafði Jónína skrifað stjúpdóttur sinni frú Sigur- laugu Knudsen, sem þá var á Grenjanarstáð, og beðið hana að útvega sjer duglega stúlku til matreiðslu og annara inni- verka, og varð Elín fyrir val- inu. Hún hafði þá um skeið ver ið hjá frú Sigurlaugu og manni hennar, sjera Luðvig Knudsen, og þeim að góðu einu kunn. Það kom brátt í ljós að frú Sigur- laugu hafði tekist valið vel, því nokkru síðar segir Jónína í Höfnum, í brjefi til frú Sigur- laugar, að jafnduglega stúlku til allra inniverka, sem Elínu, hafi hún aldrei haft. í Höfnum kyntist Elín ung- um manni, Eggert Eggertssyni frá Ánastöðum á Vatnsnesi, en hann slundaði þá sjóróðra þar við Skagann, og giftust þau skömmu síðar. Eggert var son- ur Eggerts bónda Jónssonar á Ánastöðum, og er margt þeirra ættmanna þar á nesinu og merk isfólk. Elín og Eggert reistu bú að Ánastöðum og bjuggu þar í nokkur ár, en síðan fluttu'st þau að Sauðadalsá um aldamótin og bjuggu þar þangað til Elín misti mann sinn, 1930. En síðan hefir hún búið þar með sonum sín- um. Það kom brátt í ljós, að Elín hafði ekki til einskis dvalið á þessum tvéimur fyrirmyndar heimilum, sem áður er getið. Hún gerðist skörungur í bú- skapnum og svo er hún skapi farin, sem best var með konum lands vors til forna, að ógjarn- an mun hún vilja láta hlut sinn við hvern sem er að etja, en sannur vinur vina sinna. Þau hjón eignuðust sex börn, þrjú sem dóu ung og þrjú sem nú eru upp komin: Tveir synir, Gunnlaugur og Þormóður, sem nú búa á Sauðadalsá með móð- ur sinni, og ein dóttir, Jónína, gift Haraldi skipstjóra Björns- syni í Reykjavík. Sveitungar Elínar og vinir munu fá kærkomið tækifæri til þess að gleðjast með henni á þessum merkisdegi æfi hennar, H. Pöstudagur 16. júní 1944 ’ Gleðilega hátíð. ÞJÓÐHÁTÍÐIN HEFST í raun- inni í dag.‘ Upp úr hádeginu í dag leggur fólk niður vinnu og há- tíðin hefst. Alþingi mun í dag ganga endanlega frá skilnaðar- málinu og ákveða gildistöku lýð- veldisins, því sannleikurinn er sá, að það er ekki fyrr en í dag, að samþykt verður á Alþingi, að lýð velplið skuli stofnað þann 17, júní Það hefir verið talað um það í ræðu og riti, að nú eigi þjóðin að standa saman sem einn maður á þessari hátíð og víst eru slíkar hvatningar góðar. Jeg er nú samt þeirrar skoðunar, að það sje al- gjör óþarfi, að vantreysta okkur almúganum, eins og gert er. Sumir eru með öndina í hálsin- um og óttast ölvun á Þingvöllum. Mjer er sagt, að hætt hafi verið að hafa dansleik á íþróttapallin- um mikla. Unga fólkinu hefði þótt gaman að ,,svinga“ sjer á meðan beðið var eftir fari í bæ- inn. Allar hömlur eru leiðinlegar og verða til þess, að óskemtilegur blær kemst á hátíðahöld. Jeg vildi að einhverntíma yrði haldin þjóðhátíð, þar sem öllum leyfðist alt, sem þeirvildu. Þar sem, væri dansað og sungið, drukkið og spilað. Engar hömlur lagðar á fólkið. Húrra! Það yrði gaman! En svo ekki meira um það. I dag og næstu daga höldum við virðulegasta lýðveldishátíð — og við segjum gleðilega hátíð. Hátíðarmerkið. MERKI LÝÐVELDISHÁTÍÐAR INNAR er íslenskur fánaskjöld- ur og efst á skildinum er sólar- merki og í því stafirnir 17 júní 944, Þjóðhátíðarnefndin ljet gera þessi merki úr málmi vestur í Ameríku og tókst að fá þáu gerð og komið hingað, en lengi leit svo út, að ekki myndi hægt að koma merkjunum að vestan í tæka tíð. En það tókst og í gær var byrjað að selja merkin á göt um bæjarins. Merkin eru mjög smekkltega gerð og eru gerð úr gúðu efni. Þau eru seld á 10 kr. og getur það varla kallast <dýrt, samanbor ið við annað. Er ekki langt að minnast, að pappamerki voru seld hjer á götunum fyrir sama verð. Það eina, sem jeg óttast um í sambandi við, merki þessi er, að ekki hafi verið hægt að fá nóg af þeim, því jeg er viss um að eftirspurnin verður mjög mikil og allir vilja eiga Þjóðhátíðar- merki til minningar um stofnun lýðveldisins. Önnur merki og minja gripir. NOKKUÐ hefir verið framleitt af öðrum merkjum og minjagrip um fyrir lýðveldishátíðina, en þó sennilega minna, ef meira hefði verið ráð fyrir, ef meira hefði verið til af efni í landinu í slíka gripi, og ekki hefði verið stríð. Hátíðanefndin hefir gert ráð- stafanir til að framleiddir væru veggskildir fyrir hátíðina, en þeir komu ekki í tæka tíð. Gerður hef ir verið smekklegur eirskjöldur með hátíðamerkinu, sem margir munu hafa gaman af að eiga. Eitthvað fleira mun verða á boðstólum. Fer það eftir smekk manna, hvað þeir vilja kaupa og eiga af því, eins og gengur. • Hátíðarfrímerkin. HÁTÍÐARFRÍMERKIN koma út á morgun. Á þeim er góð mynd af Jóni Sigurðssyni og merkin eru vel gerð. Ekki hefir verið skýrt frá upplagi frímerkjana, en búast má við að það sje allmikið. En þrátt fyrir það munu hátíða- frímerkin verða verðmæt í fram tíðinni og einkum þó þau, sem notuð verða á brjef, sem send verða frá Þingvöllum meðan á hátíðinni stendur, því þau brjef verða stimpluð með sjerstökum hátíðarstimpli. Munu allir sjá, að óþarfi hefði verið að deila um jafn- sjálfsagt mál, eins og að gefa út hátíðarfrímerki, en það var ekki laust við að nokkur átök yrðu um, hvort gefa ætti út sjerstök frímerki í tilefni af hátíðinni, eins og lesendur mínir ef til vill muna. „Köld kveðja“. KONA ein hjer í bænum kom til mín í gærmorgun og sagði, að sjer fyndist það kaldranaleg kveðja, sem þeir íbúar bæjar- húsanna fengu, er ekki vildu setja upp flögg á svalir sínar. „Því mátti fólkið ekki hafa sína skoðun í þessu máli? Jeg veit, - að því þykir ekki síður vænt um fánann en hinum. Þeir, sem ekki settu fána á svalir sínar, voru þeirrar skoðunar, að setja ætti flögg við aðaldyr bygginganna. • Samtaka nú. EIGUM VIÐ við ekki að snúa okkur sem snöggvast aftur að sjáfri hátíðinni. Það mun fara mjög eftir veðrinu, hvernig tekst með hátíðahöldin á Þing- völlum. Það er ekki vitað hve margir verða þar eystra, en bú- ast má við að alt að 20 þúsund manns verði á*Þingvöllum þessa daga. Þar þurfa allir að vera sam- taka um áð gera hátíðina sem glæsilegasta. Allir eiga að taka þátt í því sem fram fer. Hver og einn einasti maður á að vera virkur þátttakandi í hátíðahöld- unum, en ekki eingöngu áhorf- andi. Þegar ætlast er til að menn syngi, eiga allir að syngja með. Þegar menn eiga að vera kyrrir og hafa mínútu þögn, á hver og einn einasti maður að taka þátt í þeirri hátíðlegu stund, o. s. frv. Á sunnudag verður skrúðganga hjer í bænum. Það á að verða stærri skrúðganga en nokkru sinni hefir sjest hjer í bæ. Ung- ir og gamlir, allir eiga að ganga með í skrúðgöngunni. Börnin eiga að mæta með fánana sína og fullorðna fólkið í sparifötun- um síhum. Samtaka nú! í dag er jeg glaður ... Á ÞJÓÐHÁTÍÐ LÝÐVELDIS- STOFNUNAR á íslandi ættu all- ir Islendingar að taka undir með skáldinu og segja: „I dag er jeg glaður, í dag vil jeg gefa ....“. Við eigum að gefa hver öðrum „demanta, perlur og skínandi gull“, vináttu og samheldni. Við eigum að gefa upp sakir og gleyma gömlum erjum og illind- um, með þakklátum hug fyrir að við, sem nú lifum, fáum að taka þátt í hinum mikla sögulega atburði þjóðar vorrar. Við þökkum þá vináttu og þær viðurkenningar, sem okkur hefir hlotnast frá erlendum þjóðhöfð- ingjum og vinveittum þjóðum. Við eigum að sýna öllum heimin um, að við berum ekki kala til neins. Hið unga lýðveldi rjéttir út vinarhönd sína á þessari stundu og framvegis. Mætumst heil á hátíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.