Morgunblaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 16
Föstudagiir lö. júní 1944 1G r Arnaðar- tr 1 • í* r oskir tra Fontenay sendiherra -DANSKI SENDIHERRANN á Islandi, hr. Fr. le Sage de Fontenay, sem staddur er í London, hefir sent ríkisstjórn- ánni árnaðaróskir til Islendinga á þessa leið: ,.Það er von mín. að eftir langa veru mína á Islandi muni á það lagður fullur trúnaður, að jeg finn mig tengdan ís- lensku þjóðinni sterkum vináttu 'böndum og í sambandi við straumhvarf það. sem nú ber að höndum, finn jeg sterka löng un til persónulega að senda .mínar innilegustu óskir, að ís- lensku þjóðinni megi vegna vel og lifa farsældarárum og að dönsk-íslensk samvinna og samúð megi auðgast, Danmörk leysist úr ánauð og fi'jáls við- skifti hefjast aftur milli beggja þjóða“. lKveðjur frá Reventlow. Danski sendiherran í Lond- on, herra Eduard Reventlow greifi, hefir borið fram bestu óskir til íslensku þjóðarinnar í sambandi við lýðveldisstofn- unina við sendiherra- Islands í London. Ríkisstjórnin hefir sent báð- um sendiherrunum orðsendingu Cg þakkað fyrir vinsamleg um- fnæli og hlýjan hug þeirra. — (Samkv. frjett frá utanríkis- ráðuneytinu.). Níu kandídalar vígðir á sunnudag- snn HERRA BISKUPINN, Sig- urgeir Sigurðsson vígir næstk. sunnudag í Dómkirkjunni í Reykjavík eftirtalda guðfræði- kandídata: Guðmund Guðmundsson, sett an að Brjámslækjarprestakalli, Jón Arna SigurðsSon, settan að Staðarprestakalli á Reykjanesi, Robert Jack, settan að Eydala- prestakalli, Sigurð Guðmunds- son, settan að Grenjaðarstaða- prestakalli, Sigmar Torfason, skipaðan að Skeggjastaðapresta kalli, Stefán Eggertsson, sett- an að Staðarhraunsprestakalli, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, skipaðan að Hruna, Trausta Pjetursson, settan að Sauðlauks tíal og Yngva Þóri Árnason, settan að Árnesprestakalli í Strandaprófastsdæmi. Síra Bjarni Jónsson þjónar fyrir altari, en Sveinbjörn Sveinbjörnsson prjedikar. — Vígsluvottar verða síra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur, síra Hálfdán Helgason prófast- ur, síra Jón Thorarensen og síra Sigurbjörn Einarsson, sem lýsir vígslu. Mjög er langt síðan, að svo margir guðfræðikandídatar h afa værið vígðir í einu, og, eins og við á á þessum degi, verður vígslan með sjerstaklega hátíðlegum blæ. Stórsprengjuflug- ijekr lundurikgu- munnu rúðust r ssra b • u Tokio London-í gær — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins írá Reuter. í DAG var sprengjum varpað á Japan úr nýjum stór,- sprengjuflugvjeium, af syipaðri *gerð og flugvirkjum, að- eins rniklu stærri. Þessar flugvjelar eru nefndar B-29, og vakti fregnin um þetta meiri athygli hjer í Bandaríkjunum heldur en innrásarfregnirnar frá Evrópu. Síðar var opin- berlega tilkynt, að meðal annara siaða hefði verið ráðist á Tokio. Tilkynningin, sem gefin va r, út um þetta, var á þessa leið: „Ofur-flugvirki af gerðinni B-29 úr flugher Bandaríkj- anna, vörpuðu sprengjum á Japan \ dag“. Tilkynning þessi, sem *er eiti af þeim allra stystu, sem her- málaráðuneytið hefir gefið út, vakti óstjórnlegau fögnuð á aðalgötum Washington og New York. Ekki hefir enn verið til- kynt neitt Um hvaða staði var ráðist á, en af hálfu hermála- ráðuneytisins var það tekið fram, að að þessar flugvjelar geti ráðist á marga mismun- andi staði og komið frá ýms- um bækistöðvum. — Þá var tekið fram, að þessar nýju flugvjelar væru bæði sjerstak- lega lángfleygar og gætu flutt óhemju af sþrengjum. Verða þær notaðar víða um heim, en Arnold yfirhershöfðingi mun hafa á hendi yfirstjórn- ina. álmenn lislsýnlng opnuð í dag í DAG verður opn-uð almenn listsýning í sýningarskálanum, sem Fjelag íslenskra myndlist- armanna gengst fyrir, að til- hlutun þjóðhátíðarnefndar. Sýningin verður opnuð kl. IV2. Flytur Matthías Þórðar- son þjóðminjavörður þar ræðu. Á sýningunni eru myndir eft ir 28 listamenn. Alls eru þar 78 listaverk. Gefur sýningin all- gott yfirlit yfir íslenska nútíma list. Sýningin verður opin í 10— 12 daga frá kl. 10—10. (hurchill gagn- rýndur vegna London í gærkveldi. FERÐ CHURCHILLS forsæt- isráðherra til Frakklands var gagnrýnd mjög harðlega í neðri málstofunni í dag. Var það ó- háður þingmaður, Cunningham Reid kapteinn, sem hjelt ræðu um þetta mál og sagði, að Churchill mætti ekki undir neinum kringumstæðum stofna lífi sínu í hættu að nauðsynja- lausu. Kapteinninn sagði, að ef svo færi, að -Churchill biði bana í slíkum ferðalögum, gæti það orðið rothögg fyrir bandamenn. ..RRRRRRRRRshrdlu shrd shs ,,Hefir nokkurntíma þekst ann- að eins skotmark og forsætis- ráðherra vor“, spurði Cunning- Reid, — „þegar hann sat í bif- reið með vindilinn út í loftið? Hvílíkt tækifæri fyrir óvinina að skjóta hann“. Vildi Cunningham-Reid, að svo yrði um hnútana búið, að Churchill fengi ekki að leggja upþ í slíkar ferðir aítur. — Reuter. 1 Ulanríkisráðherra Tyrkja segir af sjer Ankara í gærkveldi. ÚTVARPIÐ hjer í Ankara sagði í kvöld, að utanríkisráð- herra Tyrkja, Memencoglu, hafi sagt af sjer. Frá þessu var nánar svo kýrt, að ráðherrafundur hefði verið í morgun, og hefðu aðrir af meðlimum stjórnarinnar þar látið þá skoðun í ljósi, að þeir gætu ekki fallist á stefnu þá, sem Memencoglu hefði fylgt í útanríkismálum upp á síðkast- ið. — Er Memencoglu heyrði þetta, bar hann fram lausnar- beiðni sína. — Reuter. Landsfundur kvenna hefst á mánudag LANDSFUNDUR KVENNA verður settur 19. júní í háskóla íslands kl. 1. Verður fyrst mess að í kapellunni, síðan fer setn- ingin fram í hátíðasal háskól- ans. — Kvenrjettindafjelag Is- lands og milliþinganefnd síð- asta landsfundar boða til fund- arins. Fundinn sækja fulltrú- ar víðsvegar af landinu og úr flestum kvenfjelögum í Rvík. Aðalumræðuefni fundarins eru samvinnu- og rjettindamál kvenna og ýms önnur áhuga- mál þeirra. Allar konur eru velkomnar að vera við setninguna eftir því sem húsrúm leyfir. Fánalögin afgreidd frá Alþingi EFRI DEILD afgreiddi í gær sem lög frá Alþingi frumvarp um þjóðfána íslendinga. Nokkr arbreytingar höfðu verið gerð- ar á frv. í Nd. Varð samkomu- lag í allsherjarnefnd, sem hafði málið til meðferðar, um all- margar breytingartillögur. Var sú helst þeirra, að í stað þess að ákveðinn var í frv. tími sá, sem fánar mega vera dregnir á stöng, var ákveðið í 7. gr. laganna, að kveða skyldi á um það með forsetaúrskurði. Ennfremur var því atriði bætt inn í þessa grein, að með forsetaúrskurði skuli ákveða sjerstaka fánadaga, þ. e. þá daga, sem ætlast er til að al- menningur dragi fána á stöng. Þá voru og hert refsiákvæði gegn brotum á lögunum, óvirð- ingu við fánann o. s. frv. Skulu slík brot nú varða sektum, varðhaldi eða fangelsi. Þá voru og feldir úr gildi konungsúrskurðir og ríkis- istjóraúrskurður um fánann. Er það eðlileg afleiðing af setn- ingu þessarar löggjafar. Gunn- ar Thoroddsen var framsögu- maður allsherjarnefndar í mál inu. Þessi lög um þjóðfánann öðl- ast þegar gildi. Eru þetta fyrstu lög, sem Al- þingi setur um íslenska fán- ann. Ber mjög að fagna setn- ingu þeirra og þeirri auknu vernd og virðingu, sem fánan- um er trygð með þeim. En mestu skiftir þó, að þjóð- in sjálf finni til skyldu sinnar gagnvart fánanum. Ræktar- semin og virðingin fyrir fán- anum er mikilsverður mæli- kvarði á sjálfsvirðingu þjóðar- innar. Fáninn er helgasta tákn þjóðernis hennar og fullveldis. Fánann að hún kl. 8 í fyrramálið! STUNDUM hefir það viljað við brenna hjá Reykvíkingum, að þeir hafa verið all-seinir á sjer að draga fánann að hún við hátíðleg tækifæri. En þetta má ekki koma fyrir á lýðveld- ishátíðinni — á morgun. Reykvíkingar! Verum sam- taka í því, að draga fánann að hún stundvíslega kl. 8 í fyrra- málið. Ekki leigunám á bílum í dag og sunnudag ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFIýD hef- ir ekki sjeð ástæðu til að taka leigubíla leigunámi í dag (föstudag), njeheldur á sunnu- dag, eins og nefndin hafði heim ild til og ráð var fyrir gert. —■ Verða því bílar einungis tekn- ir leiguhámi þann 17. (laugar- dag). Bifreiðastöðvar verða því opnar í dag og getur hver sem er leigt sjer bíl eins og vant er, Nefndin hefir sjeð sjer fært að anna þeim fólksflutningum, sem þarf í dag, án þess að taka bíla leigunámi. Bifreiðastöðv- arnar verða opnar í kvöld til klukkan 11, en enginn nætur- akstur verður. Líkt fyrirkomulag verður á sunnudaginn kemur. Höfðingleg gjö! SKIPSTJÓRAFRÚ ein hjer í Reykjavík hefir fært mjer kr. 700.00, er leggja skal í sjerstak an sjóð fyrir Neskirkju. Færi jeg henni fyrir hönd safnaðarins kærar þakkir. Jón Thorarensen. Finnar flytja varalið til Kirjálaeiðis Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgun' blaðsins frá Reuter. STOKKHÓLMSFJIEGNIR herma, að Finnar hafi flutt margar sveitir varaliðs til vígstöðvanna á Kirjálaeiði, þai^ sem áhiaup Rússa eru sífelt jafnhörð. t herstjórnartilkynn* ingu Finna er auk þess .sagt, að Rússar sæki stöðúgt á með; ógrynni liðs og hafi sumstaðar tekist að rjúfa skörð í vai’n- arkerfi Finna. Rússar segja í herátjórnar- tilkynningu sinni, að þeir hafi breið jarðsprengjusvæði. haldið áfram sókninni á Kirj-j Þá segjast Rússar hafa valÆ álaeiði og hafi brotist á nokkr ið Finnum rniklu manntjónii um stöðum gegnum nijög ram- og hergagna og skotið niður, gerðar víggirðingar Finna og 12 flugvjelar síðastliðinn sól- Þjóðverja og tekið 17 virki. arhring. — Finnar kveðastj Þá skýra Rússar frá sókn hjnsvegar hafa grandað hátt’ sinni þarna til þessa og segj- á anpað hundrað rússneskrai ast als hafa sótt fram um 40 skriðdreka síðan sóknin hófstj km., þar sem þeir eru komnir og yfir 100 flugvjelum. lengst, og skarðið, sem rofið J Þjóðv^rjar sega í dag frá) sje í hið upprunalega virkja- endurteknum árásum Rússa ál belti sje nú 75 km. breitt. | Ivandalchsa vígstöðvunum. —■ t þessum átökum segjast Kveða þeir þeim hafa verið! Rússar hafa eyðilngt a-1.s um hrundið. 500 varnarstöðvar Finnapkom- ist gegn um þrjú belti mik- iila skriðdrekavarna, og vfir inda að sögn aðila. Á öðrum hluta austurvíg- stöðvanna bar ekkert til tíð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.