Morgunblaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.06.1944, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. júní 1944 MORGONBLAÐIÐ 9 Menntaskóiinn útskrifar 67 stúdenta, fleiri en nokkru sinni Skólanum sagt upp á morgun MENTASKÓLANUM í Reykjavík verður sagt upp á morgun, en í gær var lýst úrslitúm ársprófa og gagn- fræðingum afhenta prófskír teini, en þó teljast þeir ekki endanlega útskrifaðir fyr en á morgun sama dag og stú- dentarnir. Morgunblaðið sneri sjer í gær til Pálma Hannesson- ar rektors og spurði hann um úrslit prófa og ýmislegt annað viðvíkjandi skólan- um. í haust voru innritaðir í skól ann um 300 nemendur,203 pilt- ar og 97 stúlkur. — Nokkrar breytingar urðu þó á nem- endafjöldanum, eftir því, sem á skólaárið leið. Fjelagslíf nemanda á vetrin- um var mjög gott. Nemendur stóðu fyrir leiksýningu og út- varpskvöldi, en nokkur ár eru liðin frá því, er Mentaskóla- nemendur komu síðast fram í útvarpinu. Sú nýbreytni var tekin upp, að haldnir voru hljómleikar í hátíðasala skól- ans einu sinni í mánuði. — Sá Tónlistarskólinn um hljómleik- ana. Þá var komið á morgun- söng kennara og nemenda tvisvar í viku. Gafst það mjög vel. Þá var einnig byrjuð skóg- rækt við Mentaskólaselið í Hveragerði. Er ætlunin að hver árgangur, sem í skólann kem- ur, fái blett til ræktunar, sjái um hann, meðan hann dvelst í skólanum og eftír að hann er farinn úr honum. Stúdentspróf. Slúdentspróf fór fram dag- ana 22. maí til 10. júní.— Sjötta bekk máladeildar var tvískift (6. bekkur A og B). 40 skóla- nemendur og 6 utan skóla gengu undir prófið, en 1 skóla- nemandi og 3 utan skóla fengu að fresta nokkrum greinum til hausts. Hinir, 42 að tölu, luku allir prófi og stóðust. Undir stúdentspróf stærð- fræðideildar gengu 23 skóla- nemendur og 3 utan skóla, og fjekk einn þeirra að fresta nokkrum hluta prófsins til hausts. Útskrifast því á morg- un 67 stúdentar, og mun það vera mesti stúdentafjöldi, sem skólinn hefir nokkru sinni brautskráð. Þessir nemendur hlutu hæst- ar einkunnir í máladeild: 1. Sigríður Magnúsdóttir, ág. 9.09. Sigríður Helgadóttir 1. eink. 8.70. 3. Málfríður Bjarna dóttir 1. eink. 8.59. Eru allar þessar stúlkur úr 6. bekk A. I stærðfræðideild urðu þess- ir efstir: 1. Tryggvi Þorsteinsson, 1. eink. 8.55. 2. Andrjes Andrjes- son, 1. eink. 8,39. 3. Haraldur Sveinsson, 1. eink. 8.38. Hjer fara á eftir nöfn stúd- entanna, sem útskrifast á morg un: Máldeild: 6. bekkur A. Áslaug Kjartansdóttir 1. eink. Björg Valgeirsdóttir 1. eink. Dóra Haraldsdóttir 1. eink. Erla Elíasdóttir 1. eink. Erna Finnsdóttir 1. eink. Herdís Vigfúsdóttir 1. eink. Hólmfríður Pálsdóttir 1. eink. Inga H. Loftsdóttir 2. eink. Ingibjörg Sæmundsd. 1. eink. Kristín Helgadóttir 1. éink. Laura F. Claessen 2. eink. Málfríður Bjarnadóttir 1. eink. Sigríour Helgadóttir 1. eink. Sigríður Ingimarsdóttir 1. eink. Sigríður Magnúsdóttir ág. Sigríður Sigurjónsdóttir 1. eink Svanhildur Björnsdóttir 2. eink Valborg Hermannsd. 1. eink. Þórdís Ingibergsdóttir 1. eink. Þórunn Þórðardóttir 1. eink. 6. bekkur B. Ásmundur Sigurjónsson 1. eink Björn H. Blöndal 2. eink. Björn Tryggvason 2. eink. Einar G. Kvaran 1. eink. Einar L. Pjetursson 1. eink. Garðar Þ. Guðjónsson 2. eink. Guðjón Guðnason 2. eink. Guðmundur Árnason 2. eink. Guðm. K. Guðmundsson 2. eink Gunnar H. Blöndal 1. eink. Gunnar Helgason 1. eink. Ingvar Hallgrímsson 2. eink. Knútur Hallsson 2. eink. Níels P. Sigurðsson 1. eink. Ólafur Ólafsson 2. eink. Sigurður Sveinsson 1. eink. Sveinn Ásgeirsson 1. eink. Thor Vilhjálmsson 2. eink. Þórir Kr. Þórðarson 1. eink. Utan skóla. Björn Jónsson 3. eink. Davíð Davíðsson 1. eink. Stærðfræðideild: Andrjes Andrjesson 1. eink. Anna Gísladóttir 1. eink. Ásgeir Ásgeirsson 1. eink. Ásgeir Jónsson 1. eink. Geir Hallgrímsson 1. eink. Guðmundur Jónsson 2. eink. Guðmundur Þórarinss. 2. eink Guðni Magnússon 1. eink. Gunnar Hvannberg 2. eink. Gunnlaugur Snædal 2. eink. Halldór Sveinsson 1. eink. Haraldur Árnason 1. éink. Haraldur Sveinsson 1. eink. Jón P. Emilsson 1. eink.' Ólafur Helgason 1. eink. Páll Bergþórsson 1. eink. Páll Daníelsson 2. eink. Skúli H. Norðdahl 2. eink. Stefán Ólafsson 1. eink. Steingrímur Guðjónsson 2. eink Sveinn T. Sveinsson 1. eink. Theódór Árnason 1. eink. Tryggvi Þorsteinsson 1. eink. Utan skóla. Haraldur Steinþórsson 2. eink. Sigurður Þormar 1. eink. Gagnfræðapróf. Gagnfræðapróf var haldið dagana 15. maí til 6. júní. Und- ir það gengu 29 skólanemendur og 40 utan skóla. Skólanem- endurnir stóðust allir, hlutu 23 1. eink. og sex 2. eink. Tveir utanskólamannanna fengu að fresta prófi í nokkrum grein- um, en hinir 38 luku prófi og stóðust allir nema einn. •— Níu þeirra fengu 1. eink., 24 2. eink. og fjórir 3. eink. Af skólanemendum hlutu hæstar einkunnir: 1. Örn Yngvason 1. eink. 8.91. 2. Stein grímur Hermannsson, 1. eink. 8.67. 3. Sigrún Friðriksdóttir, 1. eink. 8.05. Af utanskóla- mönnum urðu þessir efstir: 1. Magnús Sigurðsson, 1. eink. 8.57. 2. Páll Lúðvíksson, 1. eink, 8.52. 3. Gunnar Bjarnason, 1. eink. 8,13. 51 nemandi úr Gagnfræða- skóla Reykvíkinga gengu und- ir gagnfræðaprófið. — Fjórir þeirra luku ekki prófi, og 10 fjellu. Af þeim 37 nemendum, sem stóðust prófið, hlulu þrír 1. eink., tíu 2. eink. og tuttugu og fjórir 3. eink. Hæstar ein- kunnir hlutu: 1. Hildur Hall- dórsdóttir, 1. eink. 7.85. 2. Örn Clausen, 1. eink. 7.78. 3. Páll Theódórsson, 1. eink. 7.45. Þeir gagnfræðingar, sem hafa einkunnina 6.70 eða meira, fá innlöku í 3. bekk skólans. Inntökupróf. Inntökupróf var haldið dag- ana 8.—12. maí. — Undir það gengu 117 nemendur. Fjórir hættu prófi, en 11 fjellu. Tutt- ugu og álta fengu aðaleinkun- ina 8.00 eða hærra. Hæstar einkunnir hlutu: 1. Arni Gunnarsson ág. 9.33. 2. Matthildur Marteinsdóttir, ág. 9.29. 3. Haukur Pálmason, ág. 9.26. Árspróf. Árspróf voru haldin dagana 13.—26. maí. Undir það gengu 195 nemendur, 10 fjellu, en 185 stóðust. Hæstar- einkunnir hlutu: 1. Magnús Magnússon, 5. bekk B, ág. 9.55. Á prófinu sjálfu hlaut Magnús ág. 9.74, og mun það líklega hæsta einkunn, sem tekin hefir verið við skólann. ' 2. Þorvarður Örnólfsson, 3. bekk A, ág. 9.20. 3. Magnús Bergþórsson, 5. bekk B, 1. eink. 8,79. Aðgéngumiðar aS [ýðveldísfagnaði Hekndallar seldir í dag AÐGÖNGUMIÐAR að lýð- veldisfagnaði Heimdallar, fje- lags ungra Sjálfstæðismanna n.k. sunnudagskvöld verða seld ir í skrifstofu Sjálfstæðisflokks ins í Thorvaldsensstræti 2, sími 2339, kl. 10—17 í .dag. Á sama stað og tíma verða afhentir pantaðir aðgöngumiðar að fagn aðinum. Fagnaðurinn hefst kl. 21 í Tjarnarcafé. Verða salirnir sjerstaklega skreyttir. — For- ustumenh Sjálfstæðisflokksins munu sækja samkomuna. Yms skemtiatriði verða, og að lokum dans. iJoríeti iameuta L _y 4(f,in Hann tilkynnir gildisföku lýðveldis- stjómarskrárinnar. FORSETI sameinaðs Alþingis, Gísli Sveinsson lýsir yfir gildistöku lýðveldisstjómarskrárinnar á þingfundi, sem hald- inn verður. að Lögbergi á morgun (17. júní). Klukkun 1.55 miðdegis verður þingfundur settur að Lög- bergi. Er forseti hefir lýst yfir gildistöku lýðveldisstjómar- skrárinnar, verður fáni lýðveldisins dreginn að hún, kirkju- klukkum á öllu landinu hringt (kl. 2) í tvær míúútur og síðan einnar mínútu þögn og alger umferðastöðvun um land alt. Þetta verður hátíðleg helgiathöfn. ★ Gísli Sveinsson forseti sameinaðs Alþingis, sem stýrir þess- um söglega atburði, hefir jafnan verið ötull framvörður í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Strax á stúdentsárum setti hann merkið hærra en flestir samtíðarmanna hans gerðu þá. Er það því sjerstök ánægja fyíir hann að það skyldi hafa fallið í hans hlutskifti nú, að tilkynna gildistöku lýðveldisstjórn- arskrárinnar. Gísli Sveinsson var formaður milliþinganefnd- arinnar í stjórnarskrármálinu, sem gekk frá lýðveldisstjóm- arskránni og einnig formaður skilnaðaraefndar Alþingis. Kl. 9.00. Forseti sameinaðs j Alþingis Jegur blómsveig vi'ð j styltu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og flytur ræðu. Kl. 1.15. Ríkistjóri, ríkis- stjórn og alþingismenn ganga til þingfundar að Lögbergi. Kl. 1.30 Forsætisráðherra setur hátíðina. Guðsþjónusta. Biskupinn yfir íslandi flytur ávarp og bæn. Kl. 1.55. Þingfimdur settur. Kl. 2.00 Kirkjuklukkum hringt um land alt í 2 mínútur. Einnar mínútu þögn á eftir og samtímis umferðarstöðvun um land alt. Þjóðsöngurinn. Kl. 2.10. Forseti sameinaðs Alþingis flytur ræðu. Kl. 2.15 Kjör forseta Islands. Forseti Islands vinnur eið að stjórnarskránni. Forseti Islands ávarpar þingheim. Þingfundi slitið. Á Þingvöllum (Völlunum). Kl. 4.30 Fánahyllingin fer fram á íþróttapallinum. (Ekki á Lögbergi, eins og ráð var fyr ir gert. Formaður þjóðhátíðarnefnd- ar flytur ávarp. Fulltrúi Vest- ur-íslendinga, próf. Richard Beck, flytur I Kl. 5.00. Benedikt Sveinsson, fyrv. forseti neðri deildar Al- þingis, flytur ræðu. Kl. 5.25. Hópsýning 170 fim- leikamanna Kl. 5.50. Flutningur kvæða. Kl. 6.00. Íslandsglíma. Kl. 6.30. Þjóðhátíðarkór Sam bands íslenskra 'karlakóra syng ur. I Kl. 6.45. Fimleikasýning, úr- valsflokkur 16 kvenna. Kl. 7.00. Þjóðkórinn syngur Kl. 9.00. Fimleikasýrdng 16 karla — úrvalsflokkur. I 18. júní. í Reykjavík. Kl. 1.30. Skrúðganga hefst við Háskólann. I Kl. 2.00. Lúðrasveit leikur nokkur lög fyrir framan Stjórn arráðshúsið. Kl. 2.15. Forseti íslands flyt- ur ræðu til þjóðarinnar. Ávörp formanna þingflokk- anna. Kl. 3.30—4.30. Lúðrasveit leikur í Hljómskálagarðinum. Forseti íslands tekur á móti gestum í Ilátíðasal Háskólans sunnud. 18. júní kl. 4—5, og er öllum heimilt að ganga á hans fund, er þess óska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.