Morgunblaðið - 20.06.1944, Page 2
t SÍÐASTA BLAÐI var skýrt
írá þjóðhátíðinni á Þingvallum
fram til þess tíma, er athöfn-
inni var lokið að Lögbergi. En
þá skyldi vera hlje til kl. 4V2.
Áður en Lögbergsgangan
Itófst, barst það í tal meðal for-
göngumanna hátíðahaldanna,
að síðari hluta þeirra, er fram
skyldi fara á Völlunum fyrir
neðan Fangbrekku, yrði að
fresta, ef veður balnaði ekki.
En sú ákvörðun var tekin, að
láta engin atriði dagskrárinnar
farast fyrir, sem mögulegt væri1
að framkvæma.
Um það leyti, sem hinir er-
Jendu sendimenn fluttu ræður
gínar að Lögbergi, fór veður
batnandi. rigningunni stytti
npp, og vindur varð hægari.
Og kl. 4 var orðið sæmilegt veð
lir. Nokkur skýjaskil í vestri
gáfu mönnum vonir um, að svo
gæti komið, að veður yrði gott
iim kvöldið.
Er kominn var hinn tilsetti
tími, að hátíðin byrjaði þarna,
Var kominn mikill mannfjöldi
umhverfis fimleikapallinn, er
gerður hafði verið undir brekk
unni, en mannflest var þó í
brekkunni, því þaðan er gott
útsýni niður yfir pallinn og vell
ína.
Á þessum stað er fyrirhugað
að gera íþróttasvæði í fram-
tíðinni, enda er hann tilvalinn
fyrir íþróttasýningar.
Fyrsti liður dagskrárinnar
var ræða formanns þjóðhátíð-
arnefndar, Alexanders Jóhann-
«ssonar prófessors. En þegar til
átti að taka, varð að fresta
Dagskránni varð ekki framfylgt
henni, vegna þess að sambands-
þráður við hljóðnema hafði bil
að, svo ræðum Varð ekki út-
varpað þarna, fyrr en sú bilun
yrði lagfærð.
Lúðrasveit var'á pallinum og
stjórnaði Albert Klahn henni.
Ljek hún nokkur lög. Síðan
skyldi Páll ísólfsson fá „þjóð-
ina“ í brekkunni.
En Páll ísólfssón stóð þar
frammi fyrir þeim mesta þjóð-
kór, sem hann enn hefir stjórn-
að, þar sem öll Fangbrekkan
var þakin fólki, og var hinn
æfði og þjóðfrægi útvarpskór
hans areifður innan um þyrp-
inpuna.
Hann ávarpaði mannfjöld-
ann, hress í bragði, sem hans er
vandi, og bað menn að taka vel
undir. Þetta tókst ekki alveg
upp á það besla í upphafi. En
fljótt söng öll brekkan, eins og
hlýðinn kór undir tilþrifamik-
illi stjórn þessa vinsæla stjórn-
anda. Það var lyfting í þeim
söng. Aliir höfðu ánægju af að
taka þátt í honum. Hjfcr var virk
þátttaka almennings í því að
gera stundina hátíðlega, hlý-
lega, skemlilega.
Eftir bvd sem fleiri lög voru
sungin; dreif fleira fólk að, og
settist í brekkuna, svo hún varð
öll lifandi. En útsýnin yfir
mannfjöldann minti á uminæli
norska skáldsins ástsæla, Nor-
dahls Grieg, er hann hafði um
fólksfjöldann á Alþingishátíð-
inni, er hann sá, eins og hann
sagði, fólkið klæða bergið.
■ Mjer varð hugsað til þess
fólks, sem komið hafði um lang
an veg, og oft hefir hlýtt á
þjóðkór Páls í útvarpinu, en
aldrei sjeð hann sjálfan, hve
ánægjulegt það væri fyrir það,
að sjá hann þarna á þessum
víða palli í fyrsta sinn stjórna
þúsundunum í brekkunni.
Er Páll hætti að láta fólkið
taka undir, flutti Alexander
prófessor ávarp silt.
Að því búnu lok Rkhard
Beek prófessor til máls, en hann
var, sem kunnugt er, fulltrúi
Vestur-íslendinga á hátíðinni,
og er hjer í boði ríkisstjórnar-
innar. Mannfjöldinn fagnaði
mjög báðum ræðumönnurn og
ræðúm þeirra. En er Beck hafði
Iokið máli sínu, spilaði lúðra-
sveilin „Þótt þú langförull legð-
ir“.
. Meðan prófessor Beck flutti
ræðu sína, komu þeir á jfallinn
Sveinn Björnsson forseti, Björn
Þórðarson forsætisráðherra og
Vilhjálmur Þór utanríkismála-
ráöherra.
Er lófataki linti eftir ræðu
Becks prófessors, steig Björn
Þórðarson forsælisráðherra
fram á pallinn og tilkynli mann
fjöldanum að ríkissljórninni
hefði borisl árnaðarskeytið frá
Kristjáni X. Danakonungi.
Skýrði hann frá efni þess. en
mannfjöldinn tók undir með
ferföldu húrrahrópi er ráðherr-
ann lýsti þakklæti fyrir kon-
ungi og bað að honum, fjöl-
skyldu hans og þjóð mætti vel
farnasl í alla staði.
t
En síðan spilaði lúðrasveitin
konungssönginn danska, ::Kong
Christian".
Nú hafði gert stórrigningu
um stund. En næst skyldi fara
fram fánahylling, sem auglýst
var í dagskránni, þar sem ung
stúlka í skaulbúningi, ungfrú
Kristjana Thorsteinsson, skvldi
ávarpa fánann um leið og hann
væri dreginn að hún. Uppi í
Fangbrekku norðanhalt við
miðjan pallinn, hafði verið reist
mikil fánastöng er gnæfði við
himinn. Þar skyldi mikill fáni
dreginn að hún. Skátar önn-
uðust um það. En einmitt þá
var svo rnikið úrfelli, að ekki
þólti fært að láta hina skrýddu
„Fjallkonu“ koma fram á pall-
inn, svo fánakveðja hennar f jell
niour.
En um leið og fáninn rann
upp að hún, tók Páll ísólfsson
til söngstjórnar og söng mann-
fjöldinn nú „Rís þú unga ís-
lands merki“, þrjú erindin. Enn
söng mannfjöldinn nokkur ætt-
jarðarljóð og Páll stjórnaði.
Næsti þáttur dagskrárinnar
varð söngur þjóðhátíðarkórs
Sambands íSTenskra karlakóra.
Um 200 manns voru í kórnum.
En þessir stjórnuðu söngnum
til skiftis: Jón Halldórssoií, sem
var aðalsöngstjóri, Sigurður
Þórðarson, Hallur Þorleifsson,
Róbert Abraham og Þórarinn
Guðmundsson, er stjórnaði þeg-
ar kórinn söng lag eftir hann
við kvæði Jóhannesar úr Kötl-
uro, „Land míns föðurs“.
Pjetur Jónsson söng einsöng
með kórnum, er hann söng lag
Björgvins Guðmundssonar, við
kvæði Gríms Thomsen, „Heyrið
vella á heiðum hveri“. Var því
lagi tekið svo vel, og söng Pjet-
urs, að það var endurtekið, en
mannfjöldinn klappaði í takt
við marsinn er lúðrasveitin
spilaði, þegar söngmenn gengu
fylktu liði út af pállihum.
Þá flutti Benedikt Sveins-
son snjalla ræðu, um sjálfstæð-
isbaráttu íslendinga, er mann-
fjöldinn hlýddi á með mikilli
athygli.
Af íþróttasýningum gat ekki
orðið, nema hinni miklu hóp-
sýningu, vegna þess hve veður
var slæmt og pallurinn votur,
Fór fólk nú sem óðast að
hverfa af Þingvöllum, eftir
þessa fjölmennu og eftirminni-
legu hátíð, sem markar tíma-
mót í sögu þjóðarinnar.
Kínverjar missa Lung-
ling.
London í gærkveldi: — Kín-
verska herstjórnin hefir tilkynt
að Kínverjar hafi mist í hend-
ur Japönum bæinn Lungling í
Yunnanfylki, sem þeir náðu fyr
ir einum 10 dögum síðan í til-
raun sinni til þess að sækja ina
í Norður-Burma. — Reuter.
Þriðudagur 20. júní 1944,
MANNFJÖLDINU í FANGBREKKU á Þingvöllum um kl. 5% þ. 17, júní. Nær myndin yfir nyrðri hluta brekkunnar. En annar eins stífnuður var í brekk-
unni sunnan við myridarsvæðið og mikill fjöldi niðri á jafnslj ettunni þrcm megín við r”ll{”*' 'f^• - ■ ■■ (Ljósmynd: Jón Sen).
Hdtíðahöldin d Völlunum 17. júní