Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 6
I 6 MOhGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. júní 1944. JttregtuiMMtáfr r'Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Raforka og skip eru öfl framtíðarinnar ÞAÐ ER MERKILEGT að hugsa til þess nú, að sama árið og framkvæmdastjórnin færðist inn í landið, eða á árinu 1904, er reist fyrsta rafstöðin á íslandi. Um leið og við nú erum að endurreisa lýðveldið í landinu, eru á prjónunum áætlanir um raforkuframkvæmdir, er mið- ast við það að leiða raforku um gjörvalt landið í nán- ustu framtíð, eða á 10—15 næstu árum! ★ í grein, er Jakob Gíslason, verkfræðingur, ritaði ný- lega hjer í blaðið um framtíð raforkunotkunar, er bent á ýmsa merka þætti rafmagnsmálanna. Benti hann m. a. á, að frá árinu 1904—1917 hefði aukning rafaflsins verið um 30 hestöfl á ári að meðaltali. Frá 1918—1943 um 1000 hestöfl á ári að meðaltali. Og ef nú væri miðað við, að árið 1960 gætu um 85% af þjóðinni átt kost á að nota rafmagn, þyrfti aukningin að nema 4000 hestöfl- um á ári að meðaltali. Raforkuvinslan væri að vísu þegar orðin það mikil hjer á landi, að þau lönd væru færri en 10 að tölu, sem hefðu meiri raforkuvinslu að tiltölu við íbúafjölda. í nefndri grein kom einnig fram að til þessa hefði ver- ið varið næstum 50 milj. kr. til að gera raforkuver og raforkuveitur. Til þess að auka raforkuna upp í 100 þúsund hestöfl í landinu, sem ætlað er að þurfi til að fullnægja þörf 85% íbúanna, myndi þurfa að gera mann- virki, sem við núverandi verðlag myndu sennilega kosta að minsta kosti um 200 milj. króna. Nú mun vera um 10—15 milj. kr. í Raforkusjóði rík- isins. Er því augljóst að vel þarf að duga og varðveitast sú efnahagsaukning, sem orðin er í landinu síðustu árin, ef rísa á undir hinum stóru framkvæmdum fljótt og vel. En raforkutæknin veitir þjóðinni ekki aðeins ljós og yl. Heldur er það stórfenglegast, að þetta afl er lykill- inn að þeirri þraut, að auka vinsluafköst þjóðarinnar í öllum atvinnugreinum hennar. Þess vegna er raforkan afl framtíðarinnar. ★ Það er og annað afl, eitt hið líklegasta til þess að næra nýjum þrótti aðrar greinar þjóðlífsins. Það er skipastóllinn. Skip og aftur skip þurfum við að eignast til þess að stunda fiskveiðar og siglingar. Fiskveiðar og siglingar á sjónum og raforka til framkvæmda í landinu í bæjum og sveitum! Oll framtíð þessara mála veltur á aðgjörðum okkar íslendinga í dag. Allir sjá, að þetta er það, sem við þurfum. En hvar eru samtökin og raunhæfur vilji til þess að tryggja möguleikana til að geta fullnægt þess- um þörfum, er framtíðin hvílir á? ★ Við íslendingar höfum sameinast um eitt mál. í glæsi- legri einingu þjóðarinnar var fáni lýðveldisins dreginn að hún. Arangur einingarinnar ljet ekki eftir sjer bíða. Sjálfstæðismálinu varð siglt í höfn á virðulegri þjóð- hátíð landsm^nna við heilla- og hamingjuóskir annara ríkja. Við höfum fordæmið! Við þurfum að skapa sterka einingu þjóðarinnar til þess nú í dag að tryggja efna- hagslegu getú hennar til þess festa hendur á öflum fram- tíðarinnar, — verða þess umkomnir að eignast í stórum stíl: raforku og skip. Skilningur fólksins á nauðsyn samstiltari afla og sam- eiginlegra átaka er þegar kominn á það stig, á grund- velli þeirrar reynslu, sem fyrir liggur, að undanbrögðum verður ekki lengur beitt. Þjóðin veit hvað að henni snýr ög hvað henni mun gagna. Þeir, sem enn vilja hindra varðveislu þeirra verðmæta, sem þjóðinni er nú kostur að geyma og ávaxta, skapa sjer þyngri ábyrgð en þeir fá úndir risið. Um forseta- kjörið ÞJÓÐIN hefir staðið einhuga að endurreisri lýðveidisins, sýnt þá eindrægni, sem fáir bjuggust við, sýnt að hjer í landi getur ríkt einn vilji, óþvingaður vilji allrar þjóðarinnar að ná settu marki, Þess vegna hefði vissulega verið skemtilegra, að alþingis- mennirnir hefðu getað sýnt svo óvenjulega samhuga þjóð, sam- stiltari þingvilja en kom í ljós við íorsetakjörið á Þingvöllum. Þó er ósæmandi að bera fram getsakir á þá þingmenn, sem skárust úr leik frá meiri hlul- anum við kosninguna,'að þeirra gevðum hafi ráðið annað en þeir geti varið fyrir samvisku sinni, en öðrum en sannfæringu sinni eiga alþingismenn ekki að hlýða, samkvæmt boði stjórn- arskrárinnar. Þó eru hafnar harðsnúnar blaðaárásir á þá þingmenn, sem kusu ekki Svein Björnsson til forseta. Síst vil jeg halda öðru fram, en að eftir öllum atvikum, þeim er almenningi eru kunn, hafi Sveinn Björnsson einmitt verið alh a manna best til þess fallinn að taka við vandanum. Þó má svo lofa Svein Björns- son forseta, að annar sje ei last- aður. Þessi greinarstúfúr er skrifaður til þess, fyrst og fremst, að mótmæla því sið- leysi, sem sjest hefir á prenti síðustu dagana í þeim blöðum, sem þykjast nú standa fastast með forsetanum, að telja sóma hans best borgið með því að kasta ómaklegum — jafnvel strákslegum — hnútum að ein- ,um best menta og ágætasta embættismanni þjóðarinnar, Jóni Sigurðssyni frá Kaidaðar- nesi, fyrir það eitt, að nokkrir þingmenn kusu hann til for- seta. Þó að hnútunum sje að vísu beint að þingmönnum, er þeim ekki kastað af meiri leikni en svo, að í augum almennings hitta þær Jón Sigurðsson engu síður en þingmennina. Það er vitað, að Jón Sigurðs- son sóttist ekki eftir forseta- kjöri, síður en svo. En það er einnig vilað, að ekki verður um marga núlif- andi íslendinga rætt sem lík- leg forsetaefni, án þess að Jón Sigurðsson verði í þeim hópi. Nú er þjóðin brýnd, að standa vel á verði, á ýmsum sviðum. Gætum þess meðal annars, að velja forsetann jafnan úr hópi bestu manna þjóðarinnar, jafn- vel úr hópi hinna hljedrægari, ef svo ber undir. Gætum þess eins vel og nú var gert, að ein- ungis bestu synir þjóðarinnar komi til greina við forsetakjör, en forðumst jafnframt að bægja góðum mönnum frá því að vera í kjöri, með ómaklegum skæt- ingi, eða öðru aðkasti. Þetta er sagt til varnaðar á ókomnum tímum, en ekki af því, að Jón Sigurðsson hafi í raun og veru „verið í kjöri“ að þessu sinni. Tómas Jónsson. Á Sögusýninguna í Mentaskól- anum var í gær sett upp afarstór og vel gerð Ijósmynd af mann- fjöldanum í Fangbrekku á Þing- völlum þann 17. júní s. 1. Mynd þessi er tekin af Ólafi Magnús- syni Ijósmyndara. Skemtisvæði við Tjörnina. SKÖMMU FYRIR HÁTÍÐ var í blöðunum skýrt frá hugmynd, sem Gísli Halldórsson verkfræð- ingur hafði fengið um notkun svæðisins fyrir sunnan Tjörn. Vildi harin koma þar upp bað- stað og skemtisvæði miklu. Það er hætta á, að þessar til- lögur Gísla hafi farið framhjá mönnum í arginu og hátíðarund- irbúningnum, en þær eru að mörgu leyti þess verðar, að þeim sjeu gaumur gefnar, þó allstór- tækar sjeu, en Gísli er venju- lega ekki með neitt hálfkák, ef hann fer á stað á annað borð. • Heilsubrunnur. í TILLÖGUM Gísla Halldórs- sonar segir m. a. svo um baðstað fyrir Reykvíkinga við suðurenda Tjarnarinnar: „Með því að dýpka syðri tjörn- ina og steypa í hana botn og af- líðandi barma, er væri síðan þaktir ca. hálfs meters þykku lagi af hvítum sandi, en veita heitu vatni og hreinurii sjó inn í lónið, mætti á þessum stað skapa ákjósanlegustu baðskilyrði fyrir þúsundir manns. Með því að láta vatnið seitl- ast að nokkru leyti gegn um sandfláann, mætti velgja sand- inn þannig að þægilegt væri að liggja í horium og gæti þetta gert almenningi kleifa meiri úti- vist og sólböð en nú tíðkast. — Með þessu móti yrði syðri tjörn- in sannkallaður heilsubrunnur". „Tivoli Reykjavikur“. OG ENN segir í sömu tillög- um: „Akvarium — eða fiskabúr — sem fiskveiðaþjóð eins og Is- lendingar þurfa fyrr eða síðar að eignast, gæti og átt heima á þessum stað, borgarbúum til fróð leiks og skemtunar. Hljómskálagarðurinn og svæð- ið næst suður af honum, er að mínu áliti tilvalið Tivoli Reykja- víkur. í kringum tjörnina eiga að koma skemtistaðir borgarinnar með glitrandi ljósaauglýsingum er speglast í vatnsfletinum. Upplýstur gosbrunnur — eða tilbúinn goshver — úti í vatn- inu, gæti enn aukið á tilbreyt- inguna“. Ósamræmi. VELMETINN BORGARI hjer í bænum kom til mín á dögun- um og rjetti mjer pappírsmiða. Á miðanum stóð þetta: „Maður braust inn til konu. Dómur: tveggja mánaða fangelsi og 2000 króna sekt“. „Peningum stolið og fleiri af- brot: Dómur 1: 3 mánaða fangelsi, sviftur kosningarrjetti og kjör- gengi. Dómur 2: 3 mánaða fangelsi. Dómur 3: 45 daga fangelsi“. „Sektir fyrir brot á verðlags- ákvæðum. 4 nöfn með sektar- upphæðum“. „Hvað áttu við með þessu?“ varð mjer að orði. „Þetta er listi úr dagblaði hjer í bænum yfir frjettir um dóma. Mjer fanst riokkuð mikið mis- ræmi í því, að birt eru nöfn nokk urra manna, sem hefir orðið það á að fá sektir fyrir „verðlags- brot“, sem oft stafa af misskiln- ingi, eða yfirsjón frekar en því, að menn ætli sjer eða hafi selt vörur of háu verði. En þegar menn fremja glæpi, þá er þag- að um nöfnin". Vissulega er þetta rjett hjá manninum. Blöðin ættu að end- urskoða reglur þær, sem þau fara eftir um birtingu nafna á mönnum, sem brotið hafa af sjer gagnvart þjóðfjelaginu. • Fyrirspurn. „UNGUR REYKVÍKINGUR“ skrifar mjer á þessa leið: „Kæri Víkverji! Mig langar svo til að senda þjer eina spurningu, sem jeg bið þig að svara mjer við tækifæri. Hún er um það, hvort ekki sje leyfilegt að standa aftan á pall- inum á vörubílum. Það er mjög algengt hjer í Reykjavík, að t. d. verkamenn standi aftan á vöru- bílum, þegar þeir eru að fara til eða úr vinnu. Sumir bíl- stjórar hafa látið setja handfang aftan á húsið á bílum sínum fyr- ir þá, sem standa aftan á. Viltu nú segja mjer, hvort þetta er ekki „alt í lagi“ — eða hvort nokkur lög eða reglur banni þetta. Mjer virðast lög- regluþjónarnir ekkert skifta sjer af þessu“. • Það er hættulegt. MENN ÆTTU að gæta hinnar ítrustu varúðar ef þeir standa aftan á vörupöllum bifreiða. Það hafa oft komið fyrir slys og það meira að segja dauðaslys vegna þess, að menn hafa farið óvar- lega og ekki gætt sín, er þeir hafa staðið aftan á vörupöllum bifreiða. Lögreglan ætti sannarlega að hafa gætur á því, að varlega sje farið í þessum efnum. Noregsfrjeiiir Frá norska blaðafulltrú- anum. Sprengingin í Bergen. BYGGINGANEFNDIN er nú komin að þeirri niðurstöðu, að 120 hús hafi eyðilagst við hina miklu sprengingu í Vaagen svo þau verði ekki endurbætt. En vel má vera að þau reynist fleiri. Vérið er að athuga skipulag og eignarnám á þeim hverfum, þar sem eyðileggingin var mest. Æskumenn hundeltir. Sænsk blöð skýra frá því, að hvað eftir annað hafi quislingar gert út leiðangra, um fjöll og skóga, til þess að leita uppi þá menn, sem strokið hafa að heim an til þessað komast hjá nauð- ungarvinnu Þjóðverja. Hafa verið gerðar skipulegar leitir um austurhluta landsins, umhverfis Oslo og víðar. Vopn aðar sveitir Quislings-,,hirðar- innar“ annast leitir þessar. í Lille-Ström og á Eiðsvelli hafa þeir æft lögregluhunda, til þess að þefa uppi flóttamenn þessa. Eftirtektarverðar skipaferðir. í Göteborg Handels og Sö- fartstidende er skýrt frá því, að sjest hafi til 60 smáskipa danskra kúttera og lystiskipa á leið norður Eyrarsund. Voru skip þessi frá ýmsum höfnum í Danmörku. Þýskir dráttabátar drógu þau. Þess er getið til, að skip þessi hafi verið á leið til Noregs. Eigi að nota þau til herflutninga, ef til þess kemur að flytja þurfi þýska herinn skyndilega frá Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.