Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 7
kaugardagur 24. juní 1944. MOBÖÖNBL/'IÐ y SIBFFRÐISÞREK ÞÝZKU ÞJÓ ARIIMNAR Hvað er að gerast innan Þýska lands — bak við stálveggina og undir rykmekki áróðursins? -— Jafnvel hjer í hinni hlutlausu Svíþjóð hafa menn aðeins óljós ar hugmyndir um þetta atriði, enda þótt Svíar hafi stjórnmála samband við Þýskaland og blaðafulltrúa í landinu og stöð ugur fólksstraumur sje frá Þýskalandi hingað. Jeg hefi mörg góð sambönd og hefi átt tal við fjölda fólks, sem kom- ið hefir frá Þýskalandi. Auk þess hefi jeg lesið allt sem jeg hefi getað komist yfir. — En mjer er það vel Ijóst, að taka verður bæði frásagnir blaða og sjónarvotta með varfærni, og aðgreina verður staðreyndir frá áróðri og hlutdrægnislausar frá sagnir frá hleypidómum eða ill vilja. Eftirfarandi frásögn er bygð á varanlegri athugun, og er þar leitast við eftir bestu getu að leiða fram í dagsljósið hugsun- arhátt þýsku þjóðarinnar, eins og hann er nú. Þýska þjóðin er illa til reika, hungruð og þreytt. Hún er ó- hamingjusöm og aum. Enginn eldmóður birtist nema þegar sjerstaklega stórfenglegar flokkssamkomur nasista eru haldnar. Síðasta stórsýning nasista var haldin um það bil hálfum mánuði fyrir fyrstu stór loftárásina á Berlín. Þá tókst reyndar ekki að skapa neinn verulegan eldmóð, enda þótt færustu „klapp“-leiðtogum nas ista væri þar teflt fram. „Guð refsi-Englandi“ áróðurinn frá fyrri heimsstyrjöld, hefir nú algerlega mist marks. — Eftir brunann mikla í Berlín reyndi Göbbels að sá hatri og hefnd- arhug. Allt fyrir það sáust fáir Berlínarbúar steyta hnefa til himins og biðja Churchill og Roosevelt óbæna. í stað þess sátu þeir á randsteinum gang- stjettanna með hendur fyrir andliti og sýndu „hina stór- fenglegustu rósemi“, eins og allir sjónarvottar lýstu því. Þýska þjóðin er sinnlaus og hugsar Iítt. ALLUR þorri þýsku þjóðar- innar er sinnulaus. Stafar þetta sinnuleysi af oki og uppfræðslu nasista um fimmtán ára skeið. Ellefu ára yfirstjórn nasista og skorti á eðlilegum lífsþægind- um og skemtunum, rúmlega sjö ára skömtun á öllum helstu lífsnauðsynjum. Fimm ára styrj öld og tveggja ára algerum skorti. Alment hugsar þýska bjóðin ekki. Fremur öllum öðrum þjóðum Evrópu lifir hún eftir þeirri kenningu, að hennar sje aðeins „að starfa og deyja“ — án þess að kynna sjer nokkuð frekar ástæðurnar. Fólk, sem þekkir leiðtogana þýsku og aðra einstaklinga, sem njóta þess munaðar að hugsa, lýsir skoð- unum þeirra þannig: Ef til vill getum við ekki unnið þessa styrjöld, en svo lengi sem vjer berjumst, er þó alltaf hugsan- legt, að vjer töpum ekki. Óvinir vorir eru eins þreyttir og vjer . . . Skilyrðislaus uppgjöf hefir þrælkun í för með sjer, sam- konar þrælkun og vjer höfum beitt sumar hinna hernumdu EFTIR ALBIN E. JOHNSON Eftir að hin langþráða innrás bandamanna í Ev- rópu hófst, hefir á ný vaknað spurningin um það, hvort þýska þjóðin muni ekki að lokum, er hún sjer ósigurinn framundan, gera uppreisn og steypa Hitler og fylgifiskum hans úr valdastóli í Þýska- landi. Höfundur eftirfarandi greinar, sem er amer- ískur blaðamaður, er hefir aðsetur í Stokkhólmi, ræðir hjer um baráttuþrek þýsku þjóðarinnar, og kemst hann að þeirri niðstöðu, að einungis hernað- arlegur ósigur geti lagt Þjóðverja að velli. þjóða . . . Vjer erum ein þjóð, en óvinir vorir eru af mörgum þjóðflokkum, dýrka margskon- ar trúarbrögð og hugsjónir og' hagsmunir þeirra og stefnumið rekast á . . . Ef vjer aðeins stöndum saman, mun fyr eða síðar rísa ágreiningur milli óvina vorra, og samvinna þeirra mun þá fara út um þúf- ur. Kjöíorð þýsku áróðursmann- anna er ennþá: „Vjer munum sigra“. Sú skoðun erlendis, að þýska þjóðin hafi sætt íig við að bíða ósigur, er að minsta kosti ýkt. Áreiðanlegir heim- ildai'menn halda því fram, að ósigurskendar verði mjög .óvíða vart — meira að segja hjá þeim sem mist hafa heimili sín í loft- árásum — barna Hitlers — eins og þeir eru kallaðir í Aus- urríki og öðrum hjeröðum, sem þeir hafa verið fluttir til. Þeir, sem hafa öllu glatað, eru þeirr- ar skoðunar, að þeir muni ekki öðlast neitt sem sigruð þjóð. — Eina von þeirra er því sigur Þýskalands, því að Hitler hefir lofað þeim landi, heimilum og vinnu í nýskipan sinni. Sumir hafa þegar hlotið nokkurn skerf herfangsins með land- eignum, sem þeim hafa verið gefnar í Póllandi, Tjekkósló- vakíu og öðrum hernumdum löndum. Þeir, sem enn reka við skifti eða eiga eignir, eru þeirr- ar trúar, að ósigur muni svifta þá öllu, jafnvel lífinu. Þótt í einkasamræðum sje hægt að fá einstaka Þjóðverja til þess að viðurkenna það, að þeir geti ekki sigrað, þá eru mjög fáir, sem ekki eru þeirrar skoðunar, að Þjóðverjar geti öðlast frið með samningum. En alment trúir þjóðin þeim sí- feldu fullyrðingum Hitlers, að styrjöld þessi geri út um örlög þýsku þjóðarinnar næstu þús- und ár. Jafnvel þótt hinar sam einuðu þjóðir takmörkuðu nokk uð kröfuna um skilyrðislausa uppgjöf og byðu þýsku þjóðinni sómasamlega tilveru eftir að nasistastjórninni væri steypt af stóli, myndu sennilega fáir Þjóðverjar treysta slíkum lof- orðum, því að árum saman hafa þeir verið vandir á að taka öll- um loforðum bandamanna með mikilli tortrygni. Þjóðin getur enn þolað mikinn skort. LÍKAMLEGÍ þrek þjóðar- innar er fjarri þvi að vera þorr ið. Skömtun allra nauðsynja er mjög ströng, en skamturinn af brýnustu lífsnauðsynjum er þó það ríflegur, að fólk getur lifað sæmilegu lífi. Fólk kveinar og kvartar, en óánægjan er þó hvergi komin enn á það hátt stig, að nokkurt uppsteit hafi orðið. Almenningur er ræfilslega iil fara, en það er ekki eins til- finnanlegt, þegar allir eru eins settir. Einungis flokksleiðtog- arnir eru vel klæddir og fólkið Uppreisnarandi er enginn. UM hvað hugsar þýska þjóð- in á þessum erfiðu tímum? Ut- lendingar, sem dvalið hafa i Þýskalandi síðastliðin fjögur ár segja að hún hugsi ekki neitt, og þótt einhverjir hugsi, þá láta þeir að minsta' kosti ekki hugsanir sínar í ljós. Einstaka sinnum geta þó hinir framandi menn gægst inn undir skurnið og greina þeir þá fremur óljósa örvæntingu en hokkra hugsun eða von um raunverulega bvlt- ingu. Þýsk kona, sem á heima í Svíþjóð, fór nýlega í heimsókn til ættingja sinna i Mið-Þýska- landi. Næstum sjerhver fjöl- skylda átti þá á bak að sjá syni, föður eða nákomnum ættingja. Einu frjettirnar, sem þær höfðu fengið var stutt tilkynning frá hermálaráðuneytinu þess efnis að ættmennis þeirra væri „sakn að“. Þegar kona þessi sneri aft- ur til Svíþjóðar, báðu margir felst oftast á þær röksemdir, að leiðtogarnir verði að líta vel hana að athuga blöð frá vissum út. Bent er á það, að foringinn tíma og athuga, hvort nokkuð klæðist sem óbreyttur hermað- væri um það getið, að Rússar úr. Skortur á ýmsum hreinlæt- hefðu tekið fanga á tilgreindu isvörum, tannburstum og rak- svæði. sápum hefir gert daglegt líf ó- \ Eftir þvíj sem bestu heim. skemtilegt, en fólk hefir smám ildarmenn hafa getað komist saman vanist skortinum. |næst> mun ekki enn vera um Yfirvöldin hafa hlotið mikið nokkurn ágreining eða sundr- ung að ræða í fylkingum nas- lof fyrir að standa við gefin loforð. Þegar tilkynning er gef in út um það, að einhverskonar þægindum eða aukaskömtum verði úthlutað, og fólk raðar sjer upp til þess að ná í það, fær það ætíð hin lofuðu hlunn- indi. Fólk, sem var í Berlín og Hamborg eftir loftárásirnar miklu og meðan þær stóðu yfir, dáðist að því, hversu lítið hefði þurft til þess að fá íbúana til að gleyma hörmungum sínum. í Hamborg gáfu nasistar 200 gramma aukaskamt af súkku- laði eftir fyrstu stórárásina og eftir aðra árásina gáfu þeir öll- um fullorðnum staup af kon- íaki. Eftir fyrstu stórávásina á Berlín fengu íbúarnir ýmislegt góðgæti, og stóð fólkið í hópum allan daginn til þess að ná í þessar „gjafir.frá foringjanum“ og virtist eins glatt og börnin á jólunum. I sveitahjeröðunum hefir fólk ið mjög sæmilega fæðu. Bænd- urnir tilkynna ekki ætíð yfir- völdunum þótt hænurnar verpi eggjum eða þótt þeir veiði hjera eða dádýr. Þeir gleyma ekki vinum sínum í bæjunum. Þeir eru því ekki með öllu yfir það hafnir að versla lítið eitt á svörtum markaði. Eftirtektarvert einkenni á þýsku viðskiftalífi nú er vöru- skiftaverslunin, sem mjög hef- ir aukist undanfarið. Ríkis- stjórnin hefir viðurkent nauð- ^ syn þess, að menn skiftust á , ýmsum varningi og reynir því að skipuleggja og hafa eftirlit með slíkum viðskiftum. — Þar sem verðgildi peninganna mink ar nú óðfluga, er gildi varanna reiknað eftir „fjörefnum“. — Verðgildi matvæla er venjulega talið í „B-fjörefnum“, en verð- gildi annara nauðsynja, þar á meðal sápu, smjörs og annars munaðarvarnings er talið í „M- fjörefnum“. istaflokksins, að minsta kosti ekki í insta hring hans, sem tel ur þá Hitler, Göring, Himmler, Göbbels, Ley, von Ribbentrop og þeirra líka innan sinna vje- banda. Þegar nasistar halda því fram, að það, sem gerðist á ít- alíu, geti ekki gerst í Þýska- landi. Þá er það ekki eingöngu gort. Hitler er enn hornsteinn nasistaskipulagsins, og hinir vita, að án hans geta þeir ekki verið. Þeir álíta, að hans fall sje þéirra bani. Allt fyrir þessi ógnarár, nýtur Hitler enn holl- ustu miljóna Þjóðverja — eink- um kvenna og barna. Það kann að virðast nokkur mótsögn í þvi, að Gestapo skuli telja æskilegt cða nauðsynlegt að handíaka og taka af lifi marga menn fyrir ósigursanda, skemdarverk eða svikastarf- semi hjá þjóð, sem virðist standa svo einhuga að baki leið toga sín;im. í raun og veru hafa fáir verið teknir af lífi, hafa fróðir menn fullvissað mig um, en Gestapo og útbreiðslumála- ráðuneytið hafa þar gert úlf- alda úr mýflugunni. Þetta er ætlað að vera þjóðinni íil varn- aðar. Þegar dauðadómar eru tilkyntir er lögð áhersla á það, í hvaða stjett fórnarlambið hafi verið, og á það að gefa til kynna að rjettlæti nasista nái hlut- drægnislaust til allra stjetta og Gestapo hafi auga með öllum stjettum þjóðfjelagsins. Þegar loftárásirnar miklu voru gerð- ar á Berlín, hældi Gestapo sjer af því, að ránsmenn hefðu ver- ið skotnir innan þriggja stunda eftir að þeir voru teknir fastir. Ognarstjórninni er með öðr- um orðum ekki einungis beitt í hernumdu löndunum heldur einnig heima fyrir. Enda þótt mikið af hinum opinberu ógn- arverkum sje án efa nauðsyn- legt frá sjónarmiði stjórnar- valdanna, þá eru þau þó að nokkru leyti framin til þess að hafa áhrif á aðra. Saga er sögð af því, að þýsk kona hafi eitt sinn mist fimm-pfenninga pen- ing á götuna. Lögreglumaður kom henni til aðstoðar til þess að leita peningsins, en árangurs laust. Þá sagði hún: „Ó, þetta gerir ekkert til. Verið ekki að gera yður frekara ómak út af svona litlu“. Hún var tekin föst fyrir að lítilsvirða þýska pen- inga, segir sagan. Menn hafa verið hengdir fyrir minni sakir. Margir trúa enn á Hitler. FURÐULEGA stór hluti þýsku þjóðarinnar trúir því enn, að Hitler og flokkur hans geti ekk ert rangt gert, segja menn, sem nýkomnir eru frá Þýskalandi. Sem einstaklingar myndu senni lega fáir Þjóðverjar fremja þá glæpi, sem þeir hafa gert sig seka um sapieiginlega, svo sem kerfisbundna útrýmingu Gyð- inga, þrælkun miljóna erlendra verkamanna, pyndingar og dauða við lítilmótlegustu tæki- færi. En þegar þetta er framið í nafni flokksins fyrir ættjörð- ina, virðist sem öll hermdar- verk sjeu rjettlætanleg í þeirra augum. Herinn og Gestapo eru mátt- arstólpi Þýskalands, en nasista flokkurinn er enn heili þess. — Það, er því hreinasta sjálfs- blekking að ímynda sjer, að rík isvarnarliðið steypi nú Hitler af stóli. Það er engin ástæða til þess að leggja trúnað á þá skoð un, sem mjög hefir gert vart við sig utan Þýskalands, að Hitler sje kent um ófarirnar í Afríku og Rússlandi eða þýska herfor- ingjaráðið telji að beri að ásaka hann. Þýska herforlngjar. hefir að áliti hlutlausra herfræðinga aldrei þjónað hugsjónamálum Hitlers og hernaðarlegar skoð- anir hans hafa ekki haft meiri áhrif á hershöfðingjana en skoð anir borgaralegra forráða- manna annara stríðsþjóða. — Þýsku hershöfðingjarnir telja sig vera í sama báti og nasist- arnir. í stuttu máli sagt, er nasista- flokkurinn enn heill og ósnort- inn, og þýska þjóðin er enn ein huga að baki flokknum, enda þótt því fari fjarri, að nokkur eldmóður sje í henni. Herinn trúir því enn, að hann muni ekki tapa, enda þótt hann geti ekki unnið styrjöldina. Fyrir öllum þorra Þjóðverja er kenn- ingin um það, að þýskir her- menn og þýski kynþátturinn ^je öllum öðrum æðri, nokkurs konar trúarbrögð og hefir það ekki hvað síst aukið á þrek fólksins í borgum þeim, sem loftárásirnar hafa verið gerðar á. En það er hæpnara hvort þýski iðnaðurinn stenst árásirn ar. Almenn skoðun Þjóðverja og útlendinga, sem náðst hefir til á hlutlausum stöðum eins og í Stokkhólmi, er sú, að fram- leiðslugeta Þjóðverja hafi náð hámarki fyrir ári síðan. Enn eiga þeir þó nokkra varaorku og framleiðslugeta hernumdu landanna hefir verið hagnýtt enn betur. Það er stefna verka- málaráðherrans, að fá erlendan Framhald af bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.