Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 1
31. árgungun. 138. tbl. — Laugardagur 24. júní 1944. ísafoldarprentsmiðja h.f. Kanada óskar íslenska lýðveldinu allra heilla Útvarpsræða MacKen- zie King forsætisráð- herra. WINNIPEG: — Hjer birtist ræða sú, er Mackenzic King, forsætisráðherra Kanada, flutti í tilefni af lýðveldisstofnunni á Islandi: „Endurreisn hins íslenska lýð veldis er mörgum heimilum hjer í Kanada mikið gleðiefni. Nú eru liðin nær sjötíu ár síðan fyrstu íslendingarnir settust að í Kanada. Flestir þeirra settust að í Manitoba en nokkrir stofn uðu heimili í Ontario. Þetta var hópur hraustra Birkibeina. Þeir voru afbragðs borgarar og af- komendur þeirra hafa fetað í fótspor þeirra. íslenska þjóðin hefir lagt mikinn skerf fram til þess að auka menningarlíf í Kanada, á mörgum sviðum. Og sökum hins háleita lýðræðis- anda, sem íslendingum er í brjóst borið, stendur hin kana- diska menning í mikilli þakkar skuld við þá. Vjer minnumst nú þess, að kanadiskir hermenn dvöldust á íslandi í byrjun þessa ófriðar. Þeir dvöldust þar til þess að vernda frelsi hins fagra lands. Kanada gleðst innilega yfir því stjórnarfyrir- komulagi, er ísland hefir valið sjer, og í nafni kanadisku þjóð arinnar, sendi jeg íslensku þjóð inni innilegar óskir um bjarta og farsæla framtíð". Herstjórnarlilkynn- ing Finna Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. IIERSTJÓRNARTILKÓNN tm PINNA í dag er á þessað lei<1: „Á Kirjálaeiði, noíð- austur af Viborg brutust Rúasar inn í víglínur vofar i tveim stöðum og urðum vjer að hörfa á öðrum staðn um, en gátum rjett víglín- una á hinum. Um þessar slóð ir geisa harðar orustur. Rúss uni mistókst að komast yfir Viakin-ána. — Á Aunuseiði er áframhald á bardögum. Við Maselka höfum vjer neyðst til að hörfa og yfirgáf iim vjer þar bæ einn. Sjóor- usta var háð á Finska flóa og söktu herskip vor þar rússnesku herskipi. — Fhig- vjelar vorar og loftvarnarlið skutu niður 3T rússneskar flugv.jelar sl. sólarhring, þar af 20 yfir Aunuseiði". —Reuter. Varnarlínan við Cher bourg enn órufin En áhlaupin halda stöðugt áfram London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. MIKLAR ORUSTUR hafa geisað í allan dag umhverfis Cher- bourg, að því er frjettaritarar með herjum Bandaríkjamanna segja frá í kvöld, en víglína Þjóðverja er enn órofin, þótt smá- skörð hafi verið brotin í hana sumstaðar. Bardagarnir halda áfram. Annarssiaðar á innrásarsvæðinu hafa engar breytingar orðið, þótt barist sje af hörku á svæðinu milli Tilly og Caen. Hröð sókn banda- manna við Adriahaf BANDAMENN sækja enn hratt fram á austurströnd 1- talíu og eru nú um 30 km.'frá hafnarborginni Ancona, þar á ströndinni. Á mið- og vestur vígstöðvunum hafa varnir Þjóðverja aftur á móti harðn að allverulega, sjerstaklega á miðvígstöðvunum, þar sem Þjóðverjar hafa komið sjer ve) fyrir í fjallaskörðum og hafa þar fallbyssur margar. Á vesturströndinni hafa Bandaríkjamenn sótt nokk- uð fram, en bardagar hafa far ið harðnandi. Eru nú fremstu sveitir Bandaríkjamanna þarna um 80 km. frá hinni mikilvægu hafnarborog Li- vorno. —Reuter. Þjóðverjar segja ntikið tjon London í gærkveldi. ÞÝSKA frjettastofan gef- ur í dag lýsingu á tjóni í borginni Southampton, og er hún tekin eftir frásögn þýskra flugmanna. Þeir segja að svifsprengjur hafi valdið þar mikilli eyðileggingu, og sjeu hafnarmanuvirki illa far in, en 3 skip í höfninni hall- ist mikið. Þykkur reykur hyl- ur að sögn þeirra ýms svæði borgarhmar, og 3 skip, sem eldur er' uppi í, hafa verið dreginn út ur-innri höfninni. Reuter. Bonomini vinnur holl- ustueið. London í gærkveldi: — Bono mini, hinn nýi fórsætisráðherra Itala og stjórn hans hefir unn- ið hollustueið. Vann stjórnin eið þenna ítölsku þjóðinni, en ekki konungsættinni, sem áð- ur hefir tíðkast. — Reuter. í hæðunum við Cherbourg. Þjóðverjar hafa mikil varnar virki í hálfhring umhverfis Cherbourg, en þar eru hæðir miklar og víða klettaborgir. Utan við þessi virkjabelti hafa verið háðar harðar fótgöngu- liðsorustur í dag. Að suðaust- anverðu tókst Bandaríkjamönn um að sækja fram um einn km. og tóku þeir þar nokkrar varn- arstöðvar. — Einnig er sótt fram eftir járnbrautinni og unnu Bandaríkjamenn þar einn ig á. — Svo virðist sem Þjóð- verjar hafi komið liði sínu af austanverðum skaganum til borgarinnar, því þar hafa Bandaríkjamenn engri mót- spyrnu mætt. Tilly-Caen svæðið. Þar hafa miklir bardagar verið háðir, en þó ekki eins harðir og að undanförnu. Bret- ar hafa gert árásir sumstaðar, sjerstaklega fyrir suðvestan Tilly, en nær Caen hafa Kan- adamenn hrundið áhlaupum Þjóðverja. — Við Carentan virð ist alt með kyrrum kjörum, enda sagði einn af herfræðing- um bandamanna, að ekki væri skilyrði til sóknar þar, eins og stæði, því skriðdrekasveitir Þjóðverja á Tillysvæðinu gætu þá komið sóknarliðinu í opna skTÖldu. Veður ekki gott. Veðrið hefir enn verið slæmt, flugveður ilt og vindur allmik- ill. Loft_mjög skýjað. — Hefir verið óveður í þrjá sólarhringa, en er að skána. Njósnari skotinn í London. London í gærkveldi: Njósn- ari, sem starfaði fyrir Þjóð- verja í Bretlandi, var skotinn í London í morgun. Þetta er sá 15. í röðinni, sem Bretar taka af lífi í styrjöldinni heima í Bretlandi. Maður þessi var Belgíumaður, 28 ára gamall og hafði njósnað fyrir Þjóðverja um nokkurt skeið. ¦— Hann starfaði í skrifstofum belgísku stjórnarinnar í London. — Reuter. Kominn til skjalanna aftur Kveðjur til forseta frá (hristmas Möller UTDRÁTTUR úr símskeyti til forseta íslands frá Christ- mas Möller og konu hans: „Á þessum merkidegi íslands og hinnar íslensku þjóðar lang ar okkur að senda yður bestu kveðjur og óskir. Við óskum yð ur allra heilla og vonumst til þess að mega biðja yður að flytja íslensku þjóðinni bestu óskir okkar um framtíð henn- ar og hins íslenska lýðveldis". Langt er nú síðan að manns þess, sem hjer sjest á myndinni, var mikið getið í frjettum, en hann heitir Orlando, og var full trúi ítala við friðarsamningana í Versailles 1918. Síðan hefir lengi verið hljótt um hann, þar til á dögunum, að fregn kom um það, að Þjóðverjar hefðu drepið hann í Róm. En nú er hann kominn bráðlifandi í hina nýju stjórn ítalíu! Morrison ræðir svifsprengjuárásir London í gærkveldi. MORRISON innanríkisráð- herra Breta gerði svif- sprengjuárásir Þjóðverja á Suður-England aftur að um- ræðuefni í neðri málstofunni í dag, og kvað eigi hafa orð- ið tjón, sem alvarlegar af- leiðingar hefði fyrir þjóðar- heildina. Kvað hann stund- um 10 svifsprengjur hafa komið inn yfir England í einu, en annars væru þessar árásir þannig að oftast væru einhverjir af þessum vágest- um á ferðinni. — Manntjón kvað Morrison ekki hafa verið mikið minna 5 fyi'stu dagana, en þá fimm daga í febráar, er Þjóðverjar gerðu harðar loftárásir á Suður- England. Þá kvað ráðherr- ann orustuflugvjelum og loft- varnaliði hafa. orðið nokkuð ágengt í baráttunni við svif- sprengjur þessar, en vel gæti" svo farið að árásir-nar hörðn. uðu enn, og ómögulegt væri að gera við því, þótt tjón vrði nokkurt. —Reuter. Rússar hefja sókn milli Mogilev og Vitebsk London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞJÓÐVERJAR SÖGÐU frá því snemma í dag, að Rússar hefðu byrjað mikla sókn á breiðri víglínu í Hvíta-Rússlandi, milli borganna Mogilev og Vitebsk. í kvöld staðfestu Rússar þessa fregn í herstjórnartilkynningu sinni, og er frásögn þeirra um það svohljóðandi: „Hersveitir vorar byrjuðu stórárásir í dag fyrir norðaust- an og suðaustan Vitebsk með miklu liði. Var brotist gegnum virkjabelti fyrir norðvestan Vitebsk. Var brotist gegnum virkjabelti fyrir norðvestan Vitebsk á tuttugu km. breiðu svæði, og sótt fram frá 12 til 15 km. Fyrir suðaustan Vitebsk var einnig sótt fram um 8—10 km. og var þar tekin járnbrautar- stöðin Samostochi. — Að því er irjettastofufregnir segja seint í kvöid, geisa harð- ir bardagar nú umhverfis Vitebsk og einnig langt suður á bóginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.