Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLÁÐÍ0 Laugardagur 24. júní 1944. Guðrún Andrjesdóttir Minning 1 SÍÐASTLIÐNUM mánuði andaðist á Patriksfirði Guð- rún Andrjesdóttir, fyrrum húsfreyja að Skerðingsstöð- um í Eeykhólasveit. Hún var komin af hreið- firskum merkisættum. Faðir hennar var Andrjes Andrjes- son, ráðsmaður hjá Ólafi próf- asti Sívertsen í Flatey, og Guðrúnar Einarsdóttur í Mið- bæ í Flatey, systir Þóru í Skógum (móður sjera Mat.t- híasar), Helgu í Hallsteins- nesi og sjera Guðmundar á Breiðabólsstað. Guðrún í Mið bæ var orðlögð fyrir gestrisni- og góðmennsku og jafnframt annáluð fyrir minni og rjett- sýni. Einhverjusinni kom upp landamerkjaþræta milli tVegg.ja bænda í Flatey. Þeir komu sjer saman um, að leita besta dómarans og biðja Guð- rúnu í Miðbæ að leysa þræt- una. Hún var þó orðin gömul en gekk með þeim út á eyna, og þótt landamerkjasteinarnir væru orðnir vallgrónir mundi hún nákvæmlega hvar þ,eir höfðu staðið, rakti þúfurnar og ljet grafa upp gömlu, vall- grónu steinana hvern af öðr- um. Nafn þessarar ömmu sinn- ar bar Guðrún Andrjesdóttir og þótti líkjast henni um fleira en nafnið eitt. Móðir Guðrúnar Andrjes- dóttur var Sesselja Jónasdótt- ij’, ein hinna svo nefndu Látra- systra (frá Hvallátrum), en hinar voru María, móðir sjera Jóhanns Lúthers, og Sigríður í Djúpadal, móðir Björns .Jóns sonar ritstjóra og ráðherra. Sesselja misti mann sinn í sjóinn frá sex ungum dætr- um og þeirrl sjöundu ófæddri. Hún giftist síðar mági sínum Sveinbirni Magnússyni í Skál- eyjum, merkisbónda, varð, ekki gömul en þótti hin merk- asta kona að líkamlegri og andlegri atgjörfi. Af tíu börn- um hennar, sem náðu fullorð- ins aldri, eru þær tvær á lífi María. ekkja í Stykkishólmi, og Andrjesa, gift á Patreks- f-irði. Af systkinunum, sem látin eru, voru þær þjóðkunn- ar skáldkonm’nar ITerdís og Öiína. Guðrún Andrjesdóttir gift- ist -Tóni hreppstjóra Runólfs- syni á Skerðingsstöðum, mesta myndarmanni, og bjuggu þau þar fyrirmyndar- búi við næg efni. Hún mun, hafa lært Ijósmóðurstörf hjá Iiirti lækni Jónssyni í Stykk- ishólmi, var ljósmóðir sveitar- innar, meðan bún bjó í Reyk- hólasveit, og var enn sótt eft- ir henni til þess starfa eftir að* hún fluttist til Patreks- fjarðar, en þar stundaði hún auk þess smábarnakenslu. Skerðingsstaðaheimilið var annálað í tíð Guðrúnar fyrir híbýlaprýði og rausn. Efni voru næg, gestkvæmt mjög og glaðværð mikil í heimil- inu. Á þeirn árum var móðir mín í föðurhúsum að Stað á Reykjanesi og vinatta mikil milli heimilanna. Eru margar af kærustu æskuminningum! hennar bundnar við gleðina og gestrisnina hjá Ghiðrúnu á Skerðingsstöðum. Þeim hjón- um varð tveggja barna auðið, Sesselju, frábærilega vel gef- innar stúlku, er annaðist um tvítugt, og Jóns, er bjó með móður sinni, uns hún andað- ist. Að fyrra manni sínum, látnum giftist Guðrún Hall- grími Magnússyni, sem löngu er látinn. Guðrún Andrjesdóttir hlaut góða kynfylgju frá foreldrum sínum. Gáfur erfði hún í rík- um mæli, var skemtilega hag- orð og kastaði oft fram vís- um, var Ijóðelsk, minnug og fróð og hafði skemtilega lif-i andi frásagnargáfu, en alt eru þetta hæfileikar, sem margir miuuast frá systrum hennar, Ilerdísi og Ólínu, enda var hún þeim mjög lík í sjón, og þó ennfríðari. Hún var höfð- ingleg á velli. Ilún var' til- finningarík skapkona, en stjórnaði geði sínu vel. I and- streyminu var hún sterk, og reyndi talsvert á það síðari árin. Minnisstæðust verður hún mjer fyrir óvenjulega, gleði sína. Ilátt á níræðisaldri hafði hún ljóð og fróðleik á hraðbergi, og þótt ýmsir væri orðið breytt um hagi hennar geymdi hún svo vel gleði fyrri ára, að litla húsið hennar á Pátreksfirði gat nötrað undan hlátri hennar og gestanna. Ilún var ákaflega vinsæl og varð mörgum söknuður að henni, er hún andaðist 87 ái’a gömul eftir stutta legu. Hún var af einhverjum sterkustu og gáfuðustu stofni Breiðarfjarðar og alin upp á .þeirri tíð, er menningin stóð með miklum blóma þar um sveitir. Sá svipur fylgdi henni í gleði og soorg langrar æfi. Jón Auðuns. — Siðferðisþrek Framh. af bls. 7. verkamann í stað hvers þess Þjóðverja, sem kallaður er til vígstöðvanna. Samt er um að ræða mikinn skort á vinnuafli og afköst hafa stóflega minkað. Þótt loftárásirnar hafi verið stórvirkar, Skýra þó nýkomnir athugendur frá því, að nasistar muni hafa dreift mjög mikil- vægustu hernaðariðjuverum sínum. Jeg tel mig geta með fullum rjetti geta sagt, að of mikil bjartsýni sje bygð á röngum forsendum, eftir þeim bestu upplýsingum, sem jeg hefi get- að aflað mjer. Þeir, sem búast við innanlands upplausn í Þýskalandi, eru að öllum lík- indum blekkja sjálfa sig. — Það er því aðeins ein ályktun örugg og rjettmæt: Þjóðverja verður að sigra á vígvelli. Það verður alger hern aðarlegur ósigur en ekki löm- un siðferðisþreksins, sem kem- ur Þjóðverjum á knje í þessari styrjöld. Sextugur: Steindór á Asi ÞAÐ MUN mál margra, er víða hafa farið, að í Hreppum eystra hafi um langan aldur búið hið besta mannval, enda hafa þeir Hreppamenn oftast staðið öðrum framar í menn- ingu og myndarbrag í búskap sínum. Steindór á Ási, sem gert hef- ir garðinn þar frægan um síð- astliðin 30 ár, er hreppamaður. Hann er fæddur að Sólheimum, sonur bóndans þar, Eiríks Jónssonar, og þar ólst hann upp. 16 ára gamall fluttist hann að Ási hjá Hruna og hef- ir dvalið þar síðan. Árið 1912 gekk hann að eiga heimasæt- una þar, Guðrúnu Stefánsdótt- ur, og tveimur árum síðar tóku þau við jörðinni af föður henn- ar. " Steindór er fæddur um það leyti árs, er dggur og birta er lengst á lofti. Svo hefir og æfi hans verið. Glaður og reifur hefir hann gengið að störfum sínum langa vinnudaga, enda liggur nú mikið og gott starf að baki. Túnið er nú orðið mikið og fagurt og gefur af sjer á ní- unda hundrað hesta af töðu. íbúðarhús úr steini reisti hann 1928 og bæjarlækinn beislaði hann til ljósa og hita nokkrum árum síðar. Af 12 mannvænleg um börnum þeirra hjóna eru 10 á lífi og var hið yngsta fermt, síðastliðið vor. Það lætur að líkum, að í Ási hafi á þessum árum verið bar- ist í bökkum, en svo hefir þó ekki verið, en hitt er víst, að þar hefir verið barist sigursælli baráttu og aldrei legið á liði sínu. Kapp hefir verið mikið, en þó altaf með forsjá. Aldrei skuldum safnað, hverjum greitt sitt og lengstum verið með hæstu gjaldendum sveitar sinnar. En Steindór hefir ekki búið maður einsamall. Þott hann sje afkastamaður í besta lagi, mun hann komast að því fullkeyptu að halda til jafns við konu sína í því efni og er þó mikið sagt, og þótt Steindór sje enn ungur í anda og láti lítið á sjá að hafa skilað miklu æfistarfi, myndi fæstum, er sjer þau hjón, detta í hug, að hin glaðlega, sístarf- andi kona hans sje aðeins.einu ári yngri en hann. Skyldi þó enginn halda, að verk sveita- konunnar, er stjórnar miklu búi innan stokks og elur fjölda barna, sje heiglum hent, þeg- ar það er int af hendi eins og húsfreyjunnar í Ási. Jeg hygg, að þeir sem hæst tala um það, að vinnugleði sjé ekki til, myndu mikið geta lært af að koma að Ási í dag og kynnast þeim hjónum Stein- dóri og Guðrúnu heima í ríki sínu, þar sem þau ung í andá og glöð í sinni líta yfir liðinn veg í hópi mannvænlegra barna og annara vina og vandamanna. Ekki kæmi mjer á óvart að þau væru þar glöð- ust í góðum hóp. Það verður gaman að Ási í dag, þar hafa móðir náttúra og mannshöndin lagt saman til að gera garðinn fagran og fræg- an, og vissulega mun gestrisn- ina ekki skorta þar frekar en endranær. I-Iið unga, íslenska lýðveldi þarf engu að kvíða meðan þaÖ á marga þegna líka þeim Ás- hjónum, því að enn eiga þau eftir að ljúka miklu starfi, ef að líkum lætur. En þegar að lokum æfikveld- ið ber að dyrum, vona jeg að það verði þeim eins fagurt og friðsælt og jónsmessukvöld á Ási' í Hrunamannahreppi. Ó. E. Eggert Ciaessen Einar Ásmundsson Oddfellowhúsið. — Sími 1171. hæstarjettarmálaflutningsmenn, Allskonar lögfrœöistörf 1) Alexander mikli reynir af öllum mætti að brjótast út úr hinum logandi heygalta. 2) Alexander: — Þessi reykur .... Augun — 3) Alveg blindaður og með ofsalegan hósta brýst Alexander gegnum galtann, en allt í einu varð hann var við að eldurinn hafði læst sig í hann. 4) Fyrir utan galtann reynir bóndinn og kona hans að draga bílinn undan galtanum. „Taktu fast- ara á“, hrópar bóndinn, „bíllinn hreyfist“. augun . . . kverkarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.