Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Milar umbætur hafa verið geriar á Yalhölf 1 á Þingvöilum GISTIHÚSIÐ VALLHÖLL Á ÞINGVÖLLUM hefir tekið mikl- um stakkaskiftum í vor. Hafa verið gerðar ýmsar nauðsynlegar umbœtur á sjálfu gistihúsinu og í kringum það. Nýtt fyrirtæki hefir tekið við rekstri gistihússins og er framkvæmdastjóri þess fjeiags Ragnar Gunnlaugsson, fyrrum bryti, en í fjelagi með honum, auk Jóns Guðmundssonar á Brúsastöðum, eru nokkrir ungir, áhugasamir veitingamenn. Forstjóri í Valhöll er nú Pjeiur Da nxelsson, veitingamaður. Umbaetur úti og inni. Fyrir þjóðhátíð var lokið við að gera við ýmislegt í Valhöll. Gistihúsið var málað utan og ínnan, nýjum hreinlætisklef um komið fyrir við suðurhlið hússins, portið á bak við húsið steypt og gangstjett fyrir fram an gistihúsið steypt og sljettuð. Sjálft húsið var húðað að utan með skeljasandi. Gert var við veitingasalina. Þeir málaðir og stóri salurinn „panellagður“. í einu horni stóra veitingasalsins hefir verið fcomið fyrir á mjög smekklegan hátt afgreiðsluborði fyrir þjón ustufólk. Er salurinn nú hinn vistlegasti. Aðrir veitingasalir hafa verið dúklagðir og einnig þeir hafa tekið miklum stakkaskiptum. Smekklegri verslun hefir verið koraið fyrir í suðurenda Val- hallar. Hreinlætisklefar og rakarastofa. Eúmgóðum og björtum hrein lætisklefum hefir verið komið fyrir í útbyggingunni fyrir sunnan aðalhúsið, en þó er inn- angengt á milli. Þar er og her- bergi, sem ætlast er til að verði rakarastofa. Mun þó ekki enn hafa verið ráðinn rakari að Þingvöllum. Ef til vill eru þetta mestu um bæturnar, sem gerðar hafa ver ið í Valhöll, því hreinlætisklef- ar voru áður, sem kunnugt er, "litlir og ófullnægjandi þegar maFgt gesta var fyrir austan. Fyrirætlanir. Kinir nýju stjórnendur í Val Iio-il hafa í hyggju að gera enn miklar umbætur í Valhöll. Þeg ar hafa verið settir smábátar á vatnið fyrir gesti, sem hafa gaman af að rpa út á vatnið eða upp eftir ánni. Þeir fjelagar vilja láta fylla upp mýrina fyrir austan hlaðið að Valhöll og koma þar upp tcnnisvöllum og öðrum leikvöll um fyrir gesti. Ennfremur hef- ir verið rætt um að koma upp gO'Ifvelli á Þingvöllum. Firásögn Jóns Guðmunds- sonar. Blaðamenn fóru austur á Þingvöll til að sjá umbæturnar Var þeim búinn veglegur há- degisverður í Valhöll. Jón Guð mxmdsson, Brúsastöðum, bauð gesti velkomna. í ræðu, sem hann hjelt, drap hann lítillega tá þá erfiðleika, sem hann hef- ir átt við að stríða og þó eink- tiin fyrstu árin, eftir að hann ko-rn að Valhöll. Gistihús var fyrst reist á Þingvöllum árið 1898, en þá var aðbúnaður ekki befrx en svo, að eldhúsið var í gjí, sem hafi verið reft yfir. Um annan eldivið en hrís, var ekki að ræða. Salir veitinga- hússins tóku þá í hæsta lagi 30 manns í sæti. Jón sagðist hafa lengi haft í huga að gera ýmsar umbætur á Valhöll. Hann hefði verið lengi að leita sjer að fjelögum til að reka með sjer gistihúsið. Hefði hann nú loksins fundið þá og taldi sig hafa verið hepp- inn í valinu. Fjelagar hans hefðu ekki ráðist í þetta fyrir- tæki til þess að græða fje held ur af áhuga fyrir því að koma upp góðu veitingahúsi í Valhöll og ef einhver hagnaður yrði af rekstrinum yi'ði hann notaður til að bæta gisti- og veitinga- staðinn. ★ Það er engin vafi á, að þeir menn, sem nú hafa tekið við rekstri Valhallar, munu gera alt, sem í þeirra valdi stendur til að aðbúnaður gesta verði sem bestur. Þeir eru allir kunn áttumenn í sínu fagi, sem hafa fullan hug á að vinna þarna þarft verk. Manns saknað á ísafirði MANNS að nafni Alf Simson er saknað frá ísafirði. Hefir ekk ert til hans spurt síðan 16. þ. mánaðar. Blaðið hafði í gærkveldi tal af lögreglustjóranum á ísafirði, og skýrði hann svo frá, að Alf hafi farið að heiman frá sjer að kvöldi 16. þ. m. og ætlað fót gangandi , til Súgandafjarðar, sem er röskur þriggja og hálfr- ar stundar gangur. Ætlaði hann að vera viðstaddur hátíðahöld- in að Hrafnseyri 17. júní, og fara þangað fi'á Súgandafirði með báti. Síðan hefir ekkert til hans spurst. Lögreglunni var fyrst gert aðvart um hvarf bans 21. þ. m. og var sama dag fiafin leit að honum, og þeii’ri leit haldið áfram daginn eftir, en hún bar engan árangur. — Fjöldi manns tók þátt í leitinni. Alf Simson er tvítugur að aldri. Japanar taka Lingyang Chungking í gærkveldi: Jap anar hafa tekið borgina Lirxgy- ang í Mið-Kína eftir snai’pi bardaga. Áður höfðu þeir gerl magnaðar loftárásir á borg þessa. sem nú er því nær i rúst um. Amerískar flugvjelar hafa nú gert atlögur að stöðvum Jap ana við borgina. — Reuter. Hafmagnið til aðalhitunnar EINS og fyrirsögn þessarar greinar ber með sjer, verða hjer eingöngu gerð að umtals- efni viðskifti þeirra, sem raf- magn nota til aðalhitunar, og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en þau hafa eigi verið með öllu sem ánægjulegust undanfarna mánuði. Þó skulu þau ekki rak in hjer ítarlega, aðeins getið nokkurra atriða. Rafmagnsveitan taldi hækk- un rafmagnsverðs, sem gekk í gildi við álestur mæla í des s.l., nauðsynlega yfir erfiðuslu vetr armánuðina, háskammdegið, til að hvetja menn til sparnaðar á rafmagninu. Loforð var sam- tímis gefið um, að verðið skyldi lækka aftur að 2 mánuðum liðn um, enda átti stækkun virkjun- ar við Ljósafoss þá að vera lok- ið. Þetta brást þó og enn voru loforð gefin. Nú áttu rafmagns notendur að hafa biðlund þar til í maí. Síðara loforðið hefir reynst jafngott hinu fyrra. — Rafmagnsnotendur kunna slík- um vanefndum illa, sem von- legt er, og einkum þar sem þeir þykjast greiða um of hátt raf- magnsverð, hvort heldur er eft ir hitunartaxta eða heimilis, þó hinn síðari keyri úr hófi fram. Því hefir verið haldið fram, að rafmagnsverðið hafi verið of lágt samanborið við hitaveituna og rjettur þeirra, sem hana nota því fyrir borð borinn. Væntan- lega fæst úr þessu skorið, en það rjettlætir auðvitað eigi hækkun á rafmngsverði, sem geri rafmagnsnotendum að grexða margfaldan hitunar- koslnað á við hitaveilunoiend- ur. Hitaveitan heldur nú innreið sír.a í aðalborgina. Þeir, sem nota rafmagn til aðalhitunar, búa því einkum í úthverfunum. Þeir gera að svo stöddu engar kröfur til að fá að njóta þæg- ina hitaveitunnar á heimilum sínum, en þeim finnst eigi ó- sanngjarnt, að þeir í hennar stað fái að njóta þeirra þæg- inda, sem rafmagnshitun veit- ir. — Gjaldið, sem þeir vilja greiða, á. að vera sambærilegt ‘við hitaveituna, þeir vilja held- ur ekki vera afskiftir og aettir skör lægra öðrum bæjarbúum. Steingrímur Jónsson raf- magnsstjóri hefir skrifað mjög fróðlega grein, sem hann.nefnir ,,Um verð á rafmagni til hitun- ar í sa.manburði við kol“, og er að finna í tímariti V. F. í., 5. hetti 21. árgangs. — Greminni fylgja margar töflur og línurit. Þar má sjá, að kwst.-fjöldi á 1 tonn kola er í beinu hlutfalli við orkunýtni og hitagildi kol- anna, en í öfugu hlutfalli við orkunýtingu rafmagnsins, þ. e. aukið hitagildi og orkunýtni kola eykur kwst.-fjöldann, aukin orkunýtni rafmagns fækkar honum hinsvegar. Jeg flelli upp í töflu um jafngildi hitamagns á kolum og rafmagni og nota þessar tölur. Hitagildi kola 7000 kg. k il. (meðaltal töflunnar) Orkunýtni kola 40% (álitin 50—60% að jafnaði) Orkunýtni rafmagns 90% (meðaltal töflunnar) Við þessi skilyrði er talið, að Framh. á bls. 5. Laugardagur 24. júní 1944, r % Forsefa Islands berasf kvei|ur frá Manifoba og Korður-Dakofa DR. RICHARD BECK, full- trúi Vestur-íslendinga, gekk í dag á fund forseta íslands og flutli honum ávörp og kveðjur ríkisstjórans í Norður-Dakota, fylkisstjórans í Manitoba og þriggja fylkisþingmanna í Mani toba. ' Kveðja þingmannanna er á þessa leið: „Til ríkisstjórnar íslands og hins háa Alþingis. Vjer, hinir íslensku þingmenn í fylkisþinginu í Maniloba, finn um oss það skylt, að flytja rík- isstjórn íslands, Alþingi og heimaþjóðinni, vorar hjart- fólgnustu árnaðaróskir í tilefni af þeim miklu og markverðu tímamótum, er þjóðin nú stíg- ur fullnaðarspor sitt í sjálf- stæðisáttina með endurreisn síns forna lýðveldis; þó tveir af oss hafi ísland aldrei augum litið, og sá fyrsti, sem skrifar undir þessa kveðju, færi á ung- lingsaldri að heiman, þá er oss öllum þremur jafnt í blóð borin sterk rækt til hinnar íslensku þjóðar, jafnframt aðdáun yfir skapfestu hennar, jafnt í blíðu sem stríðu. , Vjer finnum til víðtæks metn aðar yfir því, að eiga xneð yður arfleifð Egils og Snorra, og vera áhoi'fendur, þó í fjarlægð sje, að þeim hátíðahöldum, sem fram fara heima í tilefni af þeim sjálfstæðissigri, er ísland tekur sinn tignarsess meðal frjálsra og fullvalda þjóða, og vjer vitum einnig, að hinar miklu þjóðir, sem vjer búum með, Canada og Bandaríkin, bjóða ísland fagnandi til sætis á bekk lýðfrjálsra þjóða. Vjer þökkum íslensku þjóð- inni sívaxandi góðvild og ástúð x vorn gárð, er hámarki náði með hingað komu hins virðu- lega sendifulltrúa að heiman, biskupsins yfir Islandi, herra Sigurgeirs Sigurðssonar, er með ræðum sínum og Ijúfmannlegri framgöngu heillaði hjörtu fólks vors hvar sem -leið hans lá. Þessu jafnframt þökkum vjer einnig heimsóknir allra annara kærkominna gesta að heirrian. Vjer biðjum draumalandi voru í norðurhöfum guðs bless- unar í framtíð allri. Winnipeg, 4. maí, 1944. S. Sigfússon, þingm. St. Geoi’ge kjördæmis. Paul Bardal, þingm. Winnipegborgar. G. S. Thoi’valdson, þingm. Winnipegborgar“. í kveðju frá R. F. McWilli- ams, fylkisstjóra Manitoba, kemst hann m. a. svo að orði: „íslendingar, sem lekið hafa sjer bólfeslu í Kanada, eru í röð beslu borgara vorra. Sá þátt ur, sem þeir eiga í opinberu lífi, atvinnulífi og viðskiftum, er langsamlega ofar hlutfalli við fólksfjölda. Þeir voru fyrsti þjóðflokkurinn, auk Engilsaxa, sem komust áfram í þessu landi“. í kveðju frá John Mcses, landstjóra Norður-Dakotaríkis, segir m. a,: „Það er mjög viðeigandi, að Noi’ður-Dakotaríki sendi full- trúa (dr. Richard Beck prófess- or), við þetta ágæta tækifæri, því að hjer býr stærsti hópur manna og kvenna af íslenskum ættum, þeirra er í Bandai'íkj- unum bua“. „Jeg treysti því, að þegar ís- land öðlast fult sjálfstæði, megi upp renna blómaöld, og að fram tíðin megi bera í skauti sínu enn meiri framfarir, andJegar, bóklegar og efnalegar fyrir þjóð yðar‘. (Frá utanríkisráðunevt- inu). Lögreglan vill geymsluhús fyrir , óskilamuni LÖGREGLAN hefii' farið fram á það við bæjarráð að fá lóð fyrir hús, þar sem geyma skal óskilamuni, sem enginn eigandi finst að. Það er svo, og hefir verið um langan tíma, að mikið af als- konar drasli, sem enginn finst eigandi að, liggur á almanna- færi hjer í bænum. Eins og er, hefir lögreglan engin tök á því að koma þessu drasli nokkurs- staðar fyrir til geymslu. En peningar og aðrir fjár- munir í óskilum verða hjer eft- ir sem hingað til geymdir á lög reglustöðinni, þar til rjettur eigandi vitjar þéirra. Framsókn á Saipan Washington í gærkveldi* HBRSVBITIR Bandaríkja- manna á Saipan-ey hafa sótt fram um hálfan annan km. á vesturströndinni en náð nokkrum hæðum á austxir- ströndinni. Mótspyrna Japana er enn hörð, og hafa þeir mik ið stórskotalið. ' Á Byak-ey við Nýju-Guineu verjast Japanar enn af harð- fengi, en margt Ixendir til þess að þeir sjeu að reyná að koma liði sínu á brott fíái eynni. Hefir verið sökkt liðs— flutningahátum þeirra, er voru á leið tjl meginlands- ins. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.