Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 12
12 Valnsflóð á borgarstræfum Fyrir nokkru urðu óhemju mikil flóð í miðvesturfylkjum Bandaríkjanna, og bar mest á þeim í Kansas, Missouri, Arkansas og Illinois. Þúsundir manna urðu heimilislausar, en margir fór- ust. Þessi mynd er tekin í borginni Wichita, en hún einangraðist um tíma af flóðunum úr Arkansasánni. Háskólinn byrjar byggingu íþróflahúss í sumar Fyrsla veisla forseia að Bessaslöðum S. 1. fimtudag hjelt forseti Is- lands fyrsta boð sitt að Bessa- stöðum. Meðal boðsgesta voru ríkis- stjórn, forseti sameinaðs Al- | þingis, forseti hæstarjettar, fuli trúar erlendra ríkja, formenn stjórnmálaflokkanna, fulltrúi Vestur-íslendinga, prófessor Richard Beck og nokkrir ís- lenskir embættismann, auk þeirra er áður er unefndir. Skömmu eftir að setst var undir borð, stóð forsetinn upp og bað menn að drekka skál Danakonungs og Danmerkur, ljek síðan Lúðrasveit Reykja- víkur „Det er et yndigt land“. Siðan bað forseti veislugesti að drekka skál Bandaríkjaþjóðar og þjóðhöfðingja hennar, Breta, Nbrðmanna, Svía, Rússa, Hol- lendinga, Frakka og þjóðh. þeirra, og ljek lúðrasveitin eft- ir hverja skál þjóðsöng hlutað- eigandi þjóðar. Þá bað forseti veislugesti að drekka skál allra þeirra ríkja, er sýnt hefðu hinu unga lýðveldi vináttuvott á j einn eða annan hátt. Loks bað ' forseti þess að drukkin væri skál hins íslenska lýðveldis, og var síðan leikinn þjóðsöngur Islands. Dr. B. i. Brandson látinn í GÆR BÁRUST þær fregn- ir hingað, að hinn merki Vest- ur-íslendingur dr. B. J. Brand- son hafi andast þ. 20. þ. m. Hana hafði um skeið átt við vanheilsu að búa. Hann var 70 ára að aldri, fæddur 1. júní 1874; fluttist kornungur vestur. Fyrir tæpl. tveim mánuðum síðan fórst sonur hans, Tómas að nafni á amerísku herskipi á Ermarsundi. Dr. Brandson var í fremstu röð Vestur-íslendinga, mjög kunnur skurðlæknir, vinsæll maður með afbrigðum. Ársþing 3. 5. í. hefsl á sunmsdag ÁRSÞING Ijjróttasambands íslands verður sett á suunu- daginn kemur, kl. 2,30 e.h. í Oddfellowhúsinu. Eru allir íþróttamenn velkomnir á þing ið. Fulltrúum ber að mæta með kjörbrjef. Þingið ratmu sitja margir fulltrúar utan af landi og eru snmir þeirra þegar komnir til bæjarins. Hundur hleypir af byssu London; — Veiðimaður einn í Bretlandi var fyrir nokkru á refaveiðum og hafði skotið tófu niðri í gili einu. Hafði hann tvo hunða, tók annan með sjer nið- ur í gilið til tófunnar og hjelt á honum undir hendinni niður, en hinn var eftir uppi á hæð- inni hjá byssunni. Er veiðimað urinn var kominn nokkuð á- leiðis niður í gilið. reið af skot og drap það hundinn, sem veiði maðurinn hjelt á. Hundur sá, sem uppi var á hæðinni, hafði stigið á gikk byssunnar, og mun aði rnjóu, að húsbóndi hans yrði fyrir skotinu, — IIÁSKÓLINN hefir sótt um það til bæjarráðs að fá ]óð fyrir íþróttahús fyrir sunn- an Oskuveginn svonefnda, sem liggur fyrir sunnan Stú- dentagarðinn nýja. Morgunblaðið hefir snúið sjer til líenedikts Jakobsson ar íþróttakennara Iláskólans og innt hann frjetta um hið fyrirhugaða íþróttahús. -— íþróttahús það, sem hjer er um að ræða, er fyrsti áfang inn að byggingu íþróttahall- ar. Fyrirhugað er, að í því verði leikfimissalur, 19X12 metrar ásamt búningsklefum, baði og íbúð fyrir húsvörð. Þejssi bygging á að snua frá austri. til vesturs, en ætl- unin er að byggja norður frá henni íþróttahöJl, sem á að verða 40X13 m. og hafa á- horfendasvæði fyrir um 2000 manns. Við nyrðri enda hall- arinnar á að verða greiðasala, en fyrir áustan hana yfir- bygð sundlaug, 25X10 m. Ifafist verður 'ianda um byggingu íþróttjihussins, strax og leyfi fæst fyrir lóðinni, og ef alt gengur vel, er ekki vonlaust um, að húsið verði tilbúið um næstu áramót. Ilúsið verður bygt fyrir a- góða þann. sem Happdrætti Iláskólans hefir gefið af sjer. Gísli Halldórsson arkitekt, hef ur gert uppdrættina. Bygg- ingarnefnd Háskólans hefir nnnið í málinu, en í henni eiga sæti rektor Iláskólans, Jón Hjaltalín Sigurðsson, pró- fessor, sem er formaður nefnd arinnar, prófessorarnir dr. Alexander Jóhannesson og Jón Steffensen .og Benedikt Jakobsson íþróttaráðunautur bæjarins. Gfímufiokkur K. R, boðinn lil Búðardals FLOIíKUR GLlMUMANNA úr K. R. er boðinn á hátíða- höjd Dalamanna að Sólvangi í Búðardal. Sýnir flokkurinn íslenska glímu á hátíðinni og ennfremur verður ]>ar, ef til vill, bændaglínia. Fararstjóri er Benedikt Jakobsson, í- þróttaráðunautur, og glímu- stjóri Ágúst Kristjánsson glímukennari K.R. Hátíðahöldin á Sólvangi eru í tilefni lýðveldishátíð- arinnai'. Glímumenn fara hjeð an kU 2 í dag og koma aftur seint á sunnudagskvöld. Lúðrasveitin Svanur leikur við hátíðarhöldin. 1, fl. mótið: K. R. vann Val og Fram í. R. TVEIR knattspyrnuleikir fóru fram í fyrsta flokki í gær kveldi, milli K. R. og Vals og Fram og í. R. — K. R. sigraði Val með 3:0 og Fram í. R. með 4:1. Næstu leikir verða á mánu- dagskvöldið og keppa þá Valur og Fram, dómari Þórður Pjet- ursson og Víkingur og I. R., dómari Guðbjartur Jónsson. Hersljórnarlilkynn- ing bandamanna Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Tilkyningin frá aðalbæki- stöðvum Eisenhowers í kvöld er á þessa leið: „Sóknarþungi vor gegn Cher bourgvirkjunum fer vaxandi. Framsveitir fyrir austan Cher- bourg mæta lítilli mótspyrnu á svæðinu milli Cap Levy og St. Vast“. „Staðbundar viðureignir eru milli Tilly og Caen. — Snemma í morgun var ráðist á skipa- lest Þjóðverja af smáherskipum bandamanna fyrir sunnan Jers ey. Einum vopnuðum togara var sökt og kveikt í öðru skipi en önnur löskuð með skothríð“. „Veður hamlaði flugferðum í morgun. Orustuflugvjelar rjeðust að ýmsum járnbrautar- stöðvum að baki víglínunnar. Einnig var gerð atlaga að brú fyrir sunnan Orleans og fleiri brúm á víðu svæði“. „Fjórar eimreiðir voru eyði- lagðar við París. Bráðabirgða- fregnir bera með sjer að 11 ó- vinaflugvjelum hefir verið grandað. Engin af flugvjelum vorum fórst. Stórsprengjuflug- vjelar varðar orustuflugvjelum rjeðust á stöðvar svifsprengju- vjela Þjóðverja, en aðrar gerðu atlögur að hraðbátum á Ermar sundi og söktu tveim þeirra en skemdu nokkra aðra og einnig tundurduflaslæðara“. „Myndir, teknar í könnunar- ferðum, sýna, að mikið hefir verið skemt af járnbrautarvögn um í árás stórsprengjuflugvjela á Laon og Rheims í nótt sem leið. Einnig sást að sprengjur höfðu sumesstaðar komið beint niður á járnbrautir.“ Laugardagur 24. júní 1944, Breski sendiherrann afhendir skilríki SENDIHERRA BRETA í Reykjavík, herra Gerald Shep- herd, gekk í dag kl. 11.00 á fund forseta íslands í embættis skrifstofu hans í Alþingishús- inu, og afhenti honum embætt isskilríki sín. Herra Shepherd er því fyrsti sendiherrann, sem afhendir forsetanum embættis- skilríki, eftir að Island varð lýð veldi. Utanríkisráðherra, Vilhjálm- ur Þór, var viðstaddur athöfn- ina. Breski sendiherrann ávarpaði forsetann á þessa leið m. a.: „Herra forseti: Nú er lýðveldi hefir að nýju verið stofnað á Islandi og þjer herra, hafið verið kjörinn fyrsti forseti þess, leyfi jeg mjer að leggja fram umboðsbrjef kon- ungs, er veitir mjer útnefningu sem sjerstakur sendiherra hans og ráðherra með umboði hjá hinu íslenska lýðveldi. Mjer er ljós sú mikla sæmd, sem mjer hefir verið sýnd með því að fá að halda áfram að vera fulltrúi Hans Hátignar hjá yður. Hans Hátign biður mig að endurnýja vináttu- og árnaðar kveðjur sínar bæði til yðar„ herra forseti, persónulega og til íslensku þjóðarinnar, og full- vissa yður um lifandi áhuga sinn fyrir velferð og framtíðar- hag lýðveldisins, sem yður, herra, hefir verið falið að veita forsæti.......“ Svar forseta: Ræðu sendiherra svaraði for- seti þessum orðum m. a.: „Herra sendiherra: Það er mjer mikil ánægja að veita viðtöku frá yður umboðs brjefi yðar hæstvirta konungs með útnefningu yðar til að vera sjerstakur sendiherra Hans Há- tignar og ráðherra með umboði hjá íslenska lýðveldinu. Þetta er fyrsta umboðsbrjef sendi- herra, sem jeg veiti viðtöku frá þjóðhöfðingja, síðan jeg var kjörinn forseti hins íslenska lýðveldis, og það gleður mig, að yðar hátigni konungur hefir valið yður til þessa trúnaðar- starfs, þar sem bæði jeg og rík- isstjórnin metum mikils starf yðar hjer á landi, nú rúmlega árlangt. Þegar jeg undirritaði samn- ing við land yðar í London fyr ir meira en 10 árum. ljet sá breski ráðherra, sem einnig undirritaði samninginn, svo um mælt við mig, að norræn lönd væru meðal þeirra landa, sem sjer þætti ávalt vænt um að undirrita samninga við, þar sem traustið á því, að samn- ingurinn yrði haldinn út í æsar, væri þar gagnkvæmt......... Fyrir alt þetta bið jeg yður að færa hæstvirtum konungi yðar vort innilegasta þakklæti og' einnig að endurnýja mínar einlægustu óskir um velferð Hans Hátignar og um velfarnað hinnar bresku þjóðar. Jeg get fullvissað yður um, að jeg og íslensk stjórnarvöld, munu einnig í framtíðinni vilja gera alt, sem í voru valdi stend ur til samvinnirvið yður í hinu mikilvæga starfi yðar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.