Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 10
10 MOSOUNBLAÐI0 Laugardagur 24. júní 1944. LARRY DERFORD . 'IÁJ. JJomeriet YJ/auqli iam: í leit að lífshamingju 26. dagur — Matti yitgranni Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 1. EINIJ SINNI VAR KONA, sem átti einn son, sem var kallaður Matti, en hann var svo skelfing vitgrannur, að hann hafði helst ekki vit á neinu. Ekki hafðist hann held- ur mikið að, en það litla sem hann gerði, varð vanalega alveg öfugt hjá honum og aldrei rjett, þessvegna kölluðu nágrannarnir hann alc^rei annað en Matta vitgranna. Þetta fannst kerlingunni illt, en verra fannst henni þó, að sonur hennar hafðist helst aldrei annað að, en að slangra og slæpast. Rjett hjá bænum, þar sem þau áttu heima, rann stór á, og hún var straumhörð og illt að komast yfír hana. Svo sagði kerling einn dag við Matta son sinn, að fyrst það væri nú svona mikill skógur umhverfis kotið þeirra, þá væri ekki mikill vandi að höggva trje og reyna að koma brú á ána. Hann skyldi nú taka til skógarhöggs, byggja brú, og svo gæti hann tekið brúartoll af þeim, sem færu yfir, þá fengi hann þarna bæði vinnu og líka yrði þetta arðbært fyrirtæki. Þetta fannst Matta þjóðráð, fyrst mamma hans sagði það, og sagðist strax skyldi gera það, sem hún bað hann um, og það skyldi verða gert, eins og hún vildi hafa það, og öðru vísi ekki. Svo fór hann að höggva trje og ók þeim niður að ánni og bygði brú. Ekki var nú hægt að segja að vinnan gengi sjerstaklega hratt, en hann var þá að ntinsta kosti að einhverju öðru en að slæpast á meðan. Þegar brúin var búin, átti Matti að vera við brúar- sporðinn og taka toll af þeim, sem yfir hana fóru, og móð- ir hans sagði, að hann ætti ekki að leyfa einum einasta manni yfirferð, nema hann borgaði, það væri sama, þótt það væru ekki altaf peningar; vörur gætu líka verið góð borgun, sagði hún. Fyrsta daginn komu þrír menn, hver með sína heylest og vildu komast yfir brúna. ,,Nei“, sagði Matti. „Þið fáið ekki að fara yfir, fyrr en þið eruð búnir að borga mjer toll“. „Við höfum ekkert að borga með“, sögðu þeir. „Jæja, þá fáið þið ekki að fara yfir á brúnni, en annars er mjer nú sama, þótt þið borgið ekki í peningum, vörur tek jeg líka gildar sem borgun“, sagði piltur. Þá ljet hver um sig hafa heytuggu, svo hann hefði eitt- Hann: — Manstu, hvar jeg Nú komst Gray nær því að vera gamansamur, en jeg hafði hafði áður heyrt. „Auðvitað vildi jeg helst að þú hentir þjer á bálköst minn í nýjum sorgarbúningi, en þar sem það tíðkast ekki lengur, held jeg að best væri fyrir þig, að snúa þjer að bridge. Og mundu mig um það, að opna ekki í grandi á minna en þrjá og hálfan til fjóra slagi vissa“. Hjer var ekki tækifæri fyrir mig til þess að benda Isabel á, að þótt ást hennar á Gray og börnunum væri einlæg, .væú hun vart ástríðufull. Ef t:l vill hefir hún lesið hugsanir minar, því að hún ávarpaði mig nokk- uð hranalega. „Hvað er það, sem þú ætlaðir stS segja?“ „Það er líkt á komið með okk ur Gray. Jeg kenni í brjósti u:n stúlkuna“. ,,Það er nú ekki hægt að kalla hana stúlku. Hún er þrí- tug“. „Jeg hygg, að öllu hafi verið lokið fyrir henni, þegar maður hennar og barn fórust. Hún hafði lifað í nær himneskri gleði, og þegar hún var horfin, gaf hún ekki sætt sig við hvers dagslega jörð hversdagslegra manna, heldur steypti sjer vilj- andi í glötun. Jeg get gert mjer í hugarlund, að þegpr hún gat ekki lengur teigað veigar guð- anna, hafi hún hugsað með sjer, að eins gott væri að drekka ósvikið, jarðneskt brennivín“. „Þetta segið þið nú aðeins í skáldsögunum. Þetta er rugl, og þú veist vel, að það er rugl. Ótal konur hafa mist menn sína og b^rn. Böl hennar kom ekki af því. Illt getur ekki sprottið af góðu. Hið illa bjó altaf í henni. Þegar bílslysið rauf varnarmátt hennar, leysti það hana úr viðjum. Þá kom hið sanna eðli hennar í ljós. Kennið ekki í brjósti um hana. Hún er nú það, sem hún hefir ætíð verið í hjarta sínu“. Larry hafði setið þögull all- an tímann. Hann virtist þungt hugsandi. Jeg held, að hann hafi ekkert tekið eftir því,- sem við vorum að segja. Þegar Isa- bel þagnaði, sátum við öll þög- ul andartak. Þá byrjaði hann að tal-a, með undarlegri, tón- lausri röddu eins og hann væri að tala við sjálfan sig, en ekki okkur. Augu hans virtust horfa langt aftur í óljósa fjar- lægð fortíðarinnar. „Jeg man eftir henni, þegar hún var fjórtán ára. Hár henn- ar var sítt og greitt aftur frá enninu og hún hafði svart hnýti í því. Hún var freknótt í framan og svipurinn alvar- legur. Hún var hæversk, göf- uglynd og hugsjónarík sem barn. Hún las alt, sem hún náði í, og við vorum vön að tala saman um allskonar bækur“. „Hvenær?“ spurði Isabel og hleypti lítið eitt brúnum. „Þegar þú fórst í samkvæmi með móður þinni. Jeg var van- ur að fara heim til afa hennar, og þar sátum við undir stóra álmviðartrjenu og lásum hvort fyrir annað. Hún var mjög ljóð elsk og orti dálítið sjálf“. „Aldrei vissi jeg það“, sagði Isabel. ' „Hún hjelt því leyndu. Hún var hrædd um, að þið munduð hlæja að sjer. Hún var mjög feimin“. „Þegar jeg kom heim úr stríðinu var hún nær fullvaxta. Hún hafði lesið mikið um á- standið meðal verkafólksins, og sjeð dálítið af því sjálf, í Chicago. Hún komst að hjá Carl Sandburg og skrifaði þar af grimd um eymd hinna fá- tæku og hagnýting verkafólks- ins. Það var ef til vill heldur hversdagslegt, sem hún skrif- aði, en það var gert af einlægni og góðum vilja“. ★ Jeg tók eftir, að Isabel hlust- aði á hann með vaxandi reiði. „Hvernig stóð á því, að hún kaus þig fyrir trúnaðarmann sinn?“ Larry leit á hana. „Jeg veit það ekki. Hún var fátæk, innan um ykkur, sem höfðuð nóga peninga. Jeg átti 1 ekki heima þar heldur. Jeg var þar aðeins vegna þess, að Bob frændi var læknir í Marvin. Henni hefir sennilega fundist við eiga eitthvað sameiginlegt“. Larry átti enga ættingja. Flest eigum við a. m. k. frænd- ur og frænkur, sem við þó ef til vill þekkjum ekki neitt, en gefa okkur þá tilfinningu, að við sjeum hluti af þeirri miklu fjölskyldu, er jörðina byggir. Faðir Larry hafði verið \ein- birni og móðir hans einnig. Afi hans í aðra ættina, kvekarinn, hafði farist í sjóslysi, þegar hann var enn á besta aldri, og hinn afi hans átti hvorki bræð- ur nje systur. Vart var nokkur eins einmana 1 veröldinni og Larry. „Datt þjer aldrei í hug, að Sophia væri ástfangin af þjer?“ spurði Isabel. „Aldrei“, svaraði hann og brosti. „Hún var það“. „Þegar Larry kom heim úr stríðinu, eins og særð hetja, var helmingur stúlknanna í Chica- go eitthvað að hugsa um hann“, sagði Gray á sinn berorða hátt. „Hún gerði nú meira en hugsa um hann. Hún tignaði þig, Larry minn. Ætlarðu að halda því fram, að þú hafir aldrei tekið eftir því?“ „Já, jeg tók vissulega ekki eftir því, og jeg trúi því ekki“. „Þú heldur sennilega, að hún hafi verið of göfuglynd til þess?“ „Jeg sje enn fyrir mjer litlu stúlkuna með hnýtið í hárinu og alvarlega andlitið, og heyri rödd hennar titra af niðurbæld um gráti, þegar hún las óðu Keats, vegna þess, hve fögur hún var. Hvar skyldi hún vera núna?“ Kvöldið eftir fór jeg til Ri- viera-strandarinnar, og einum eða tveim dögum síðar fór jeg til Antibes til þess að hitta Elliott og segja honum frjettir frá París. Hann leit ekki vel út. Hann hafði ekki haft eins gott af veru sinni á Montecatini og hann bjóst við, og ferðalög hans, eftir að hann kom það- an, höfðu þreytt hann. Hann keypti skírnarfontinn í Feneyjum og hjelt síðan til Florence til þess að kaupa alt- arisbríkina, sem hann hafði verið að semja um. Þar sem honum var mjög umhugað um að þessu væri komið vel fyrir, settist hann að í óásjálegri krá, rjett hjá kirkjunni, þar sem að- búnaður allur var mjög slæm- ur. Skírnarfonturinn og altar- isbríkin voru lengi á leiðinni, en hann var ákveðinn í að fara ekki fyrr en hann hefði komið því vel fyrir, og beið því áfram. Hann var mjög ánægður, þegar hann hafði loks komið öllu í lag, og sýndi mjer, með mik- illi hreykni, myndirnar, sem hann hafði tekið. Kirkjan var virðuleg, þótt hún væri lítil, og hin hæfilega skreyting henn ar að innan var prýðileg sönn- un fyrir smekkvísi Elliotts. „I Róm sá jeg líkkistu frá fyrstu tímum kristninnar, sem jeg var lengi að hugsa um að kaupa. En svo sá jeg mig um hönd“. „Hvað í ósköpunum ætlaðir þú að gera við hana, Elliott?" spurði jeg. „Hvíla í henni sjálfur, væni minn. Jeg var búinn að hugsa þetta mjög vandlega, og ætlaði að hafa hana hinum megin í forkirkjunni, á móti fontinum, en þessir gömlu Rómverjar hafa verið. mjög smávaxnir, svo að kistan var ekki nógu löng handa mjer. Og jeg hefi ekki hugsað mjer að liggja þannig í kút til dómsdags. Þetta var mjög leiðinlegt". Jeg fór að hlæja, en Elliott var alvarlegur. „En þá datt mjer dálítið ann að í hug. Og nú hefi jeg gert allar ráðstafanir til þess að verða grafinn fyrir framan alt- arið, neðan við kórþrepin. Líst þjer ekki vel á það? Þar á að- eins að vera óbrotin steinhella með nafninu mínu á og nokkr- um dagsetningum. Si monu- mentum requiris, circumspice. „Leitir þú minnisvarða hans, lít í kringum þig“ — þú veist“. „Jeg er nú nógu góður í Lat- ínu tii þess að skilja marg- staglaða tilvitnun, Elliott“, sagði .jeg þurlega. „Fyrirgefðu, góði. Jeg er orð inn svo vanur hinni örgu fá- fræði hefðarfólksins, að jeg gleymdi því andartak, að jeg var að tala við rithöfund“. „En það, sem jeg vildi segja við þig, er þetta“, hjelt hann áfram. „Jeg hefi skilið eftir fyrirskipanir í erfðaskrá minni, en jeg vil, að þú sjáir um, að þær verði framkvæmd- ar. Jeg vil ekki, að jeg verði grafinn hjerna á Riviere- ströndinni, innan um gamla hershöfðingja og franskt mið- stjettafólk“. lagði pípuna mína? Hún: — Onei, því miður veit jeg það ekki. Hann: — Andskoti eruð þið konurnar gleymnar. ★ — Elsku vinur, áður en við giftumst, færðirðu mjer altaf blóm og aðrar gjafír, en nú ertu hættur slíku. — Hefurðu nokkurn tíma sjeð, að fiskimaðurinn hafi beitt fyrir þorskinn, eftir að hann veiddi hann? ★ Hún (ákveðin): — Svo kem- urðu heim klukkan níu í kvöld. Hann: — Mjer haf^i nú dott- ið í hug að koma heim klukk- an tíu...... Hún (æst): — Með leyfi, hvað ætlarðu þjer eiginlega? Hann (aumur): — Jeg — jeg átti auðvitað við klukkan tíu mínútur fyrir níu. ★ I piparsveinaklúbb einum var heitið verðlaunum þeim, sem best svaraði spurningunni: Hvað er líkt með konunni og hinum fimm heimsálfum? Einn meðlimanna svaraði á þessa leið: — Tvítug er konan leyndar- dómsfull eins og Asía, þrítug heit eins og Afríka, fertug hje- gómagjörn eins og Ameríka, fimtug niðurdregin eins og Ev- rópa og sextug utan við alt eins og Astralía? Hann fjekk verðlaunin. ★ Bankastjórinn: — Það er heimanmundur dóttur minnar, sem freistar yðar mest. Biðillinn: — Nei, nei, alls ekki. Bankastjórinn: — Jæja, þá getið þjer Jarið, því að jeg vil alls ekki fá neinn asna inn í fjölskylduna. ★ Myndasmiðurinn: — Heyrið þjer, ungfrú góð, hversvegna hafið þjer bundið kjólinn sam- an að neðan? Ungfrúin: — Afsakið, herra myndasmiður, en jeg hefi heyrt sagt, að máður stæði á höfði í myndavjelinni. * — Aldrei hefir ósatt orð kom ið yfir mínar varir. — Það er líklega vegna jþess, að þú talar í gegnum nefið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.