Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 5
Laug'ardagur 24. júní 1944. MORGUNELAÐIÐ 5 Flosi Sigurðsson trjesmíðameistari 70 ára - TVENT I ÁTT ÞAÐ VAR 24. júní 1874 að fæddist sveinbarn í Holtakot- um í Biskupstungum. Voru foreldrax þess hjónin Sigurður síðar bondi í Gröf í Mosfells- sveit Guðmundssonar ríka í Haukadal og kona hans Guð- rún Þorláksdóttir frá Neðradal Stefánssonar. Þessi sveinn fekk nafnið Flosi, og nú hefir hann náð því að slíta barnsskónum og er 70 ára fullþroskaðúr maður. Flosi fluttist með foreldrum sínum að Gröf í Mosfellssveit og ólst þar upp, en rúmlega tvítugur flutti hann til Reykja- víkur og nam trjesmíði, var hann fyrst við húsasmíði, en lagði síðan stund á rúllu- og hleragerð fyrir botnvörpunga, og er nú framkvæmdastjóri Rúllu- og Hleragerðar Reykja- víkur, en það er kunnugt og stórt fyrirtæki, meðal sjó- manna og útgerðarmanna. En það sem fyrst og fremst hefir gert Flosa vel kunnan meðal bæjarmanna og lands- manna er hin óvenjulega mikla fjelagsstarfsemi hans. Strax og hann flutti til Reykjavíkur gekk hann í Góð- templararegluna og hefir ver- ið fjelagi hennar og starfandi kraftur síðan. Hann hefir gegnt ótal störfum innan fjelagsskap arins, má það fyrst greina, að hann var í stjórn Samverjans, er templarar ráku í nokkur ár, þegar mest þörf var á matar- gjöfum og hjálp vegna atvinnu leysis. Þegar þörfin hvarf fyr- ir Samverjann tók stjórn hans fyrir hendur annað stórt og miki þarfamál, hún setti á fót Elliheimilið, er fyrst var á Grund við Kaplaskjólsveg, en bygði sjer síðan stórhýsi, Hring braut 150. Ekkert handbært fje var fyrir hendi, nokkrar gjafir, lítill styrkur og miklar skuldir, það var undirstaðan, sem á varð að byggja. Það þurfti bæði áræðni og atorku til að ráðast í þessa fram- kvæmd, en Flosi hefir hvoru- tveggja til að bera, og var því flestum betur fallinn í þetta brautryðjandastarf.Hann erenn ,meðal aðalmanna og verður það sýnilega enn lengi, því 70 ár er nú orðið enginn aldur, varla meira en 40 ár fyrir öld síðan. En Flosi hefir víðar gengið starf brautryðjanda eða styrkt þá, sem hafa viljað brjóta nýar brautir til heilla fyrir sig eða þjóðfjelagið, og vegna þess hve hann er starfsfús og stefnufast ur hafa alskonar stjórnarstörf og önnur fjelagsstörf hlaðist á hann meira en aðra samferða- menn hans. Hann hefir altaf tekið virk- an þátt í fjelagsskap iðnaðar- manna. Þegar trjesmiðir stofn- uðu h.f. Völund, var hann einn meðal þeirra, og er fjelagi þar, og hann hefir lengi verið í stjórn Styrktarsjóðs iðnaðar- manna. Þegar nokkrir templ- arar gengust fyrir stofnun Dýraverndunarfjelags íslands, var Flosi þar efstur á blaði, og vann þar mikið verk m. a. í stjórn þess. Þegar templarar reyndu að hrinda áfram húsmáli sínu með því að stofna Húsfjelag Bind- indismanna, og kaupa eignina Fríkirkjuveg 11, var Flosi með al þeirra og í stjórn fjelagsins, þar til það gaf eignina Góð- templarafjelögunum í Reykja- vík. Það þurfti bæði festu og einurð við þennan fjelagsskap, því ekki vantaði mótstöðuna, og var því við erfiðleika að eiga bæði hvað fjárhag snertir og deilur við aðra templara. Nú munu menn sammála um, að þetta hafi verið rjett ráðið. Flosi hefir lengi verið í stjórn S. G. T. og oft formaður og í ótal stjórnum og nefndum, sem oflangt er upp að telja. Flosi kvæntist 14. júní 1902 konu sinni Jónínu Jónatans- dóttur bónda í Miðengi á Álfta nesi Gíslasonar, áttu þau dreng, er dó nokkra ára, en hafa fóstrað upp Olaf systur- son frú Jónínu. Frú Jónina hef ir líka starfað mikið í fjelög- um, einkum Alþýðufjelags- skapnum og líknarfjelögum, og um hríð var hún bæjarfulltrúi. , , Þó hefir hun oft verið sjuk, en fjelagsstarfsemi þessara hjóna er með afbrigðum, og allsstað- ar eru þau vel látin og virt. Og þótt þau hafi starfað svona mikið fyrir aðra, þá hefir heimili þeirra altaf verið hið besta og gaman að dvelja heima hjá þeim. Það eru því margir, er þakka Flosa fyrir starfið og árna hon um allra heilla á komandi ár- um. P. Z. I. EINHVERNTÍMA sá jeg þess getið,að í Gyðingasögu Joseph- usar væri sagt, að sál hetjunn- ar færi eftir dauðann út á milli stjarnanna. Þetta varð til þess að jeg tók mjer fyrir hendur að lesa þetta mikla verk, ef vera mætti, að þarna væri um eitt- hvað að ræða sem þýðingu gæti haft fyrir útfærslu líffræðinn- ar til stjarnanna. Hafði jeg les- ið um 1100 síður.og að vísu fund ið þar mikinn fróðleik, en þó ekki það sem jeg einkum leit- aði að. En svo loksins, í fyrri- nótt, fann jeg staðinn. og er hann jaínvel mun fróðlegri en jeg hafði búist við. Er þetta í 6. bók sögunnar um styrjöld Gyðinga gegn Rómverjum, Lodb-útgáfan, með þýðingu Thackerays, s. 390, 2. bindi. Er þarna eggjunarræða, sem Títus, síðar keisari Rómverja, heldur yfir hermönnum sínum, er set- ið var um Jerúsalem. Var Tít- us hið mesta afarmenni að afli og hreysti, en þó miklu mildari maður og ógrimmari en flestir hershöfðingjar voru á þeim tímum. Segir í ræðunni svo: „Því að hver er sá hraustra manna, er ekki viti, að við sál- um þeim, sem vopn leysir úr líkam^num, í orustu, tekur hið skírasta efni, uppheimsloftið (eldloft uppheimsins, aiþer) gest risnislega og setur þær niður (þ. e. fær þeim bús.tað) á stjörnum“. Þýðing Thackerays, sem annars er svo ágæt, er þarna röng, því að hann segir að uppheimsloftið flytji sálina út á milli stjarn- anna: „Souls released from the flesh by the sword on the battlefield, are hospitably well- comed by that purest of ele- ments, the ether, and placed among the stars“. Það sem rangþýðingunni veldur er nú vitanlega ekki það, að hinn ágæti grískumaður hafi ekki skilið grísku orðin þarna menn og ellidauðir, en í öðrum, að vondir menn fari til Heljar. -(yjftsÍG. II. Þegar jeg nokkrum klukku- stundum eftir að jeg hafði fundið þennan stórfróðlega stað í Gyðingasögu Jósefs, leit í Morgunblaðið, sá jeg að þar var, frá V. G., hvöt til að sinna því sem jeg hefi-verið að rita um nauðsyn á stofnun til sam- bands við Hfið á stjörnunum. Vill V. G. að stofnað sje til sam- skota, og kysi jeg nú að vísu heldur, að fje til hinnar fyrir- huguðu sambandsstofnunar yrði veitt úr ríkissjóði. En vel er það athugað, að rjettara muhi vera að gefa gaum orðum mín- um. Það er orðið svo margt og mikið sem jeg hefi sagt rjett fyrir, að það er ekki viturlegt að líta á mál mitt sem staðlausa stafi. Þó er það, sem jeg hefi sagt fyrir, með nokkuð öðrum hætti tilkomið en spár fyrri manna, og meir í vísindaátt- ina. Og jeg veit ekki til þess, að nokkur hafi áður gert sjer fyllilega ljóst, að þrátt fyrir allar framfarir, er framvindu- stefnan hjer á jörðu, stefna hinnar'vaxandi þjáningar; og þá heldur ekki, hvernig á þessu stendur, og hver ráð eru til að úr því verði bætt. En ráðið er, að mannkyn vort fái samband við fullkomnari mannkyn á öðrum jarðstjörnum • alheims- ins. Jeg sagði fyrir í bók, sem kom út 1922, að væri þessu máli ekki sint, mundi, fyrir miðja þessa öld, verða önnur heims- styrjöld, ennþá voðalegri en sú, sem þá var um garð gengin fyr Mokkrum árum. Jeg hefi ennfre^.-.r sagt fyrir, að á þessu ári, 1944, mundi verða slysahættara en nokkru sinni áður, og sje nokkur í efa um að sú spá sje farin að rætast, þá bið jeg hann að hugleiða hið hörmulega slys í Björgvin nú tas psykhas .... aiþer xeno- j fyrjr nokkrum dögum. En þó dokhón astrois enkaþidryei ! mun ennþá slysahættara verða heldur hitt, að hugmyndin um j á komandi árum, éf ekki verða framlíf á einhverri stjörnu, er þau ráð .tekillj sem ein duga til þess að hin nauðsynlega stefnu breyting geti orðið. efnilegur, hve furðulegan ávöxt nokkru betri ástæður til að þrífast, hafa borið í auknu lik- amlegu og andlegu atgerfj, sem mjer kemur í hug, að við miklu megi búast af íslensku þjóðinni, þegar komið er á hina rjettu leið, og ástæður til hvers kyns þroska orðnar slíkar sem þá mun verða. 1. maí. Heígi Pjettirss. honum svo alfjarri, að hann get ur þessvegna ekki þýtt rjett. Hefir honum farið þar líkt og hinum framúrskarandi latínu- manni Gaston Boissier. höfundi tveggja binda verksins „Reli- gion romaine". Segir þar, að á minnispeningi, sem Marcus Aurelíus ljet gera eftir drotn- ingu sína látna, standi, að við henni hafi verið tekið á himn- um: regue au ciel. En )>ar stend- ur, að við henni hafi verið tek- ið á stjörnunum: sideribus re- cepta. í þessari eggjunarræðu sinni ((segir Títus ekki einungis, að þeir sem deyja fyrir vopnum, í orustu, muni framlíf hljóta á einhverri stjörnu, heldur einn- ig, að sálir þeirra sem á sótt- arsæng deyja, jafnvel þó að góðir menn sjeu, muni lenda í myrkri neðanjarðar. Minnir þetta mjög á hina fornnorrænu trú, að þeir sem verða vopn- bitnir, hljóti eftir dauða sinn framlíf með Óðni, í Valhöll, en sóttdauðir menn fari til Helj- ar. Er Snorri nú raunar um P þetta efni nokkuð tvísaga, því —* að í einum stað segir hann að Helju sjeu sendir sóttdauðir — Rafmagnið Framh. af bls. 2. 3600*kwst. rafmagns san svari 1 tonni af kolum. Hita'»eilu- gjöldin eru miðuð við koia- lonnið á kr. 180.00, en það sam- svarar rafmagnsverði ’kr. 180.00 :3600. eða kwst. á 5 aura. Þetta dæmi er hjer tekið vegna þess, að mín reynsla og fjölda annara, sem jeg hefi bor ið^nig saman við, er sú, að raf- magnsverð til hitunar megi frá leitl fara yfir 5 aura á kwst. til að standast samanburð við hita veituna. Nú er rafmagnsverðið eftir hilunartaxta 7.49 aurar á kv.:st. en 12.84 aurar eftir heimilis- taxta, eða samsvarandi kola- verði á kr. 270.00 og kr. 460.00 lonnið við áðurnefnd skilyrði. Það er fjarri mjer að ætta, að aðeins þurfi að fletta upp í einni töflu til að finna rjett samræm’ milli rafmagnskynd- ingar og hitaveitu. Það kann vel að vera, að niðurstaðan vrði eitthvað hærri eða jafnvel eitt- hvað lægri en 5 aurar, en grund völl, sem ekki sje fjarri rjettu lagi, er hægt að finna og það verður að gerast undanbragða- laust. Það nægir ekki að slá því föstu, að kol hafi hækkað nm t. d. 300%, rafmagnið gæti bví hækkað að sama skapi, en hlaupa yfir þá staðreynd, að fyrir stríð þoldi rafmagnshitun hvergi nærri samanburð við kolakvndingu um verðlag. —• Rafmagnsnotendur eiga heimt- ingu á því, að hlutur þeirra verði rjettur, og eigi getur bað talist vansalaust að opinber stofnun skuli láta sjer sæma, að hafa viðskiftamenn sína að fje- Vonandi verða þeir fáir, sem misskilja orð mín svo hroða- lega, að halda að það sje ósk mín að illa fari. ef ekki er gaum ur gefinn orðum mínum. I þessu efni kemur til greina náttúrulögmál, sem jeg vona að geta skýrt með nokkurri ná- kvæmni síðar. Mjer er nær að halda, að eng in Norðurlandaþjóð hafi, a. m.k. þangað til nú á þessum síðustu tímum, unnið meira þrekvirki en það, er íslendingum hefir altaf, þrátt fyrir hin kröppustu kjör, tekist að halda áfram að vera menningarþjóð. En nú eru síðustu forvöð, ef ekki á öll sú þrautseigja að hafá verið til einskis. íslenska þjóðin verður að átta sig á því hlutverki, sem henni er æílað í framsóknar- sögu mannkynsins. Og má það nú að vísu giftusamlegt teljast, hve mjög nú líður að þeim tið- indum, sem þeir, er við stjórn- mál fengust á öldinni sem leið, gerðu sjer varla vonir um að orðið gætu. Og oft er það, þegar jeg sje, hve íslenskur æskulýður ér þúfu mánuðum saman. — Slíkt framferði minnir því miður un of á slofnun lioinna alda, sem fræg' er með þjóðinni að endem urn einum. Þess væri óskandi. að friður mælti að nýju skapast um Raf- magnsveitu Reykjavíkur, væri það öllum fyrir bestu, -en þa3 verður þvú aðeins, að rjettur rafmagnsnotenda verði eigi fyr ir borö borinn framvegis sem að undanförnu. Eru það því tilmæli mín fyr- ir höhd allra rafmagnsnolenda til bæjarstjórnax Reýkjavikur, sem hefir með höndum yfir- stjórn rafmagnsmálanna, að hun láti mál þeirra til sín taka, og komi þegar í viðunandi horf. Sigurður Þórðarson r bankamaður. Gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.