Morgunblaðið - 30.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1944, Blaðsíða 2
2 MOEGUN BLAÐIÐ Föstudagur 30. júuí 1944 — Innrásin Prestastelnunni slitið í gær SÍÐASTI DAOUR prfista- stefuunnar var í gær. Urn morguninn var fyrst Biblíufjelagsfundur. Síðan las bískup ávarp, sem hann hafði sa.mið til íslensku jijóðarinnar og var heillaósk til hennar fró prestastjettinnni í tilefni J ýð veid isst of nunarinnar. Síðan var kosin stjórn J i arnaheimilissjóðs Þjóðkirkj- annar. Stjórnin var öll endur- •koshi, en í henni eiga sæti 'Ári Hindui' Guðmundsson, pró- íessor, sjera Guðmundur Ein- arsson á Mosfelli og sjera J! Ifdán líelgason á Mosfelli. Á síðastliðnu ári safnaðist meira í sjóðinn en nokkru sinni fyrr. Eftir hádegi var biskupi og prestunum boðið til forsetans, herra Sveins Björnssonar, að Jlessastöðum. Yar þar haldinn fundur í Bessastaðakirkju, og' var forseti viðstaddur. Voru þar lagðar fram tvær tiilögur, önnur frá biskupi, svo hljóðandi: „Prestastefnan fagnar af al- hug endurreiSn hins íslenska lýðveldis þann 17. júní 1944 og árnar þjóðinni allra heilla og blessunar í nútíð og framtíð. Jafnframt lýsir prestastefnan yfir því, að hún telur að krist- in trú, siðgæði og siðmenning sjeu þeir hornsteinar, er fram- tíðargæfa þegnanna og hins unga lýðríkis fyrst og fremst byggist á. Að þessum mikilvæga þætti viii íslenska kirkjan stuðla eft- ír mætti nú, sem fyrr, og er fús til "arnvinnu og samstarfs við skóia landsins, fjelagsstofnanir og alla þá, er þessum málum unna og vilja gjöra þjóðina and lega frjálsa. siðferðilega sterka, og heila í trú á gæsku vors bímneska föður og gildi hug- sjúna Jesú Krists. Jafnframt væntir prestastefn an þess, að forráðamenn hins unga lýðveldis skilji nauðsyn þé-s og gildi að efla trú og sið- gæði þjóðarinnar, andlegt víð- sýni hennar og frelsi og styðji kirkjuna og bæti starfsskilyrði hennar, svo hún verði megnug að Ieysa af hendi þau mikil- vægu störf í þágu þjóðarinnar og hins unga lýðveldis, sem hún af sjálfum drotni er kölluð til að vinna“. Hin tillagan var frá sjera Jóul Þorvarðarsyni, og hljóðar hún svo: „Með því að fram hafa kom- ið á seinustu árum ýmsar til- lögur um nákvæmari skipulagn ingu hinnar íslensku þjóð- kirkju og hins kirkjulega starfs, en þær tillögur þurfa nákvæmrar athugunar, telur pvestastefnan 1944 að nauðsyn legt sje. að skipuð verði þriggja manna nefnd til þess að rann- saka og gera tillögur um þessi múl. Verði biskup landsins sjáifkjörinn formaður nefndar innar, annar verði tilnefndur af stjórn Prestafjelags íslands, eu þriðji maður skipaður af kírkjumálaráðherra, og verði ko.stnaður greiddur úr ríkis- jSjÓðÍ“. Forseti tók síðan til máls. :J3auð hann gestina velkomna og fór þess á leit, að presta- stefnan beitti sjer fyrir því, að endurbætur færu fram á Bessastaðakirkju og kirkju- garði. Síðan þágu menn veitingar. Klukkan 17 hjeldu fundir á- fram í 1. kenslustofu Háskól- ans. Voru þar lagðar fram ýms- ar tillögur og ályktanir varð- andi störf þresta og áhugamál, m. a. tillaga frá Asmundi Guð- mundssyni prófessor, svohljóð- andi: ..Prestastefnan telur það nauðsynlegt, að skipaður sje námsstjóri í kristnum fræðum og skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að vinna að því, að slíkt embætti verði stofnað“. Að lokum ávarpaði biskup svo presta og þakkaði þeim á- nægjulegt samstarf. Taldi hann þessa prestastefnu þá fjölmenn ustu, sem haldin hefir verið um margra ára skeið. Sóttu hana um 80 prestar. Biskup sleit svo prestastefn- unni með bæn í Háskólakap- ellunni. Um kvöldið hafði biskup svo boð heima hjá sjer fyrir alla þá presta og prófessora Guðfræði- deildar, sem prestastefnuna sátu. • Aðalfundur AÐALFUNDUR _ Sambands ísl. samvinnufjelaga var hald- inn á Akureyri dagana 22.— 24. júní. Mættir voru 77 full- trúar, af 83, sem rjett áttu til fundarsetu. Heildarvelta S. í. S. á s.l. ári nam 97.9 milj. kr. og er það 28.4 milj. meira en árið áður. Sala erlendra vara hafði auk- ist um rúmar 10 milj. kr„ að- allega vegna verðhækkunar. Sala innlendra vara hafði auk- ist um rúml. 16 milj. kr„ sem stafaði aðallega af því, að ull- in frá 1941 og ’42 var seld á árinu. Fjelagsmenn í S. í. S. eru nú samtals 21.457. Samþykt var að veita 20 þús. kr. til styrktar landflótta Dönum. Fundurinn samþykti álykt- un, þar sem Sósíalistaflokkur- inn var víttur fyrir áróður og klofningsstarfsemi innan sam- vinnufjelaganna. Sósíalistar láta hinsvegar i veðri vaka, að þessi ályktun geti dregið þann dilk á eftir sjer, að sjálft Sam- bandið klofni og að stofnað verði nýtt samband fyrir kaup- fjelög bæjanna. Úr stjórn S. í. S. skyldu að, þessu sinni ganga tveir menn, þeir Björn Kristjánsson kaupfjelagsstjóri á Kópaskeri og Jón Ivarsson forstjóri. Var Björn endurkosinn, en Eysteinn Jónsson kosinn í stað Jóns ívarssonar, með miklum at- kvæðamun. Telja kunnugir, að hjer hafi átökin verið milli liðs Jónasar og Hermanns; Her- mannsiiðið sigraði. Að loknum aðalfundi S. í. S var haldin að Hrafnagili minn- ingarhátíð um 100 ára afmæli samvinnuhreyfingarinnar. — Gengust S. í. S. og K. E. A. fyr ir þessum fagnaði og var þar fjölmenni mikið. Framh. af bls. 1. þarna af miklum móði í myrkr inu og biðu báðir aðilar allmik- ið manntjón. — Bretar taka það fram, að landsvæði það, sem þeir hafa náð á sitt vald, sje ekki nema „hertæknilegur ávinningur". Enn er barist hjá Cherbourg. Þjóðverjar verjast enn í virkjum á norðvesturhorni Cherbourgskaga, en mótspyrna þeirra í virkjunum á norðaust- anverðum skaganum, mun nú vera þrotin. Ennfremur var unninn bugur á virki einu við hafnarmynnið, þar sem Þjóð- verjar höfðu varist lengi. Var beitt gegn því steypiflugvjelum og mergð af fallbyssum. Landgöngutilraun um nótt. Þjóðverjar segja í dag, að bandamenn hafi gert árangurs lausa tilraun til þess að setja lið á land austan ósa Ornefljóts ins í nótt sem leið. Segjast þeir hafa eyðilagt þar nokkur inn- rásarskip. Þá kveða Þjóðverjar mikinn flota bandamanna liggja úti á Signuflóa, allt að 90 skip, þar á meðal mörg stór herskip og kveðast þeir hafa gerl loftárásir á skipin, en gela ekki um árangur, utan eitl skip sást sökkva. Skriðdrekar eyðilagðir. Herstjórn bandamanna til- kynnir, að síðan innrásin var gerð, hafi alls verið eyðilagður 121 þýskur skriðdreki, en marg ir skaddaðir. Um veðrið er sagt, að í morg- un hafi loft verið mjög skýiað og gengið á með regnhryðjum. Skygni var afar slæml. Herstjórnartilkynning bandamanna. •. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl- frá Reuter. Herstjórnartilkynningin frá aalstöðvum innrásarhers banda manna er á þessa leið í kvöld: „Vjer höfum styrkt aðstöðu vora þar. sem herinn er kominn yfir ána Odon, en miklir bar- dagar eru enn á Tillysvæðinu“. „Smáflokkar óvinanna, inni- króaðir á svæðunum við Mon- drainville og Turville, voru upprættir, og gagnáhlaupum á hlið fleygs þess, sem v-jer rák- um í varnarstöðvar Þjóðverja, var hrundið. Fyrir norðan Caen höfum vjer unnið smávegis á, en mótspyrna hefir verið hörð“. „A norðausturhorni Cher- bourgskaga heldur bardögum áfram. — Síðan innrásin var hafin höfum vjer eyðilagt 121 þýskan skriðdreka. — í morg- un var ioft mjög skýjað og skygni ilt vegna mikiila reg- skúra“. — Jenny Fi’amh. af bls. 1. ist ekkert til hennar, fyrr en þýskur varðbátur fann hana og hafði hún þá synl j 43 klst., en var komin nokkuð af rjettri leið, sökum straumhörku. Var farið með hana til Gilleje og leið henni vel. Jenny synti frá Gedser í Dan mörku til Warnemunde í Þýska landi árið 1928 og var þá á sundi í 40 klst. og 10 mínútur. Frá danska blaðafulltrúanum. Oeirðirnar halda áfram í Kaupmannahöfn Frá danska blaðafulltrúan- um 29. júní: ÓEIRÐIRNAR í Kaupmanna- höfn hjeldu áfram á þriðjudags kvöldið, að því er segir í frjett- um frá Stokkhólmi. Þegar áð- ur en umferðarbanninu var skellt á um kvöldið, lenti þýsk- um herflokki saman við Kaup- mannahafnarbúa. Þjóðverjarn- ir voru að leila að liðhlaupa, en borgarbúarnir hjeldu, að þeir væru að leita að dönskum föðurlandsvini. Ráðist var á herflokkinn, og var einn Kaup- mannahafnarbúi drepinn í bar- daganum. Eftir að umferðarbannið byrjaði, streymdu menn aftur út á göturnar í Vesterbro og Nörrebro, og þýskar eftirlits- sveitir á mótorhjólum og í bryn vírðum bílum þeystu fram og aftur um göturnar. Skothríðin var mikil, og í Vesterbro var einn karlmaður drepinn og á Nörrebro einn kvenmaður. — í sjúkrahús voru fluttir fjórt- án særðir Kaupmannahafnar- búar. Skothríðin glumdi um allan bæinn allt til klukkan 3 um nóttina og einnig tóku menn eftir því, að Þjóðverjar skutu af fallbyssum eflir götunum. Síðustu frjeltir um óeirðirnar á mánudagskvöldið herma. að Kaupmannahafnarbúar hindri Þjóðverja að aka eftir akbraut- unum. Bál voru kveikt og alls kyns hindrur>um komið fyrir þvert yfir göturnar.Þegar þýsku eftirlitssveitirnar komu, köst- uðu borgarbúar í þá öllu, sem hönd á festi, og ein eflirlits- sveitin fekk svo slæma útreið, að foringinn varð að leita hæl- is í mjólkurbúi einu og síma þaðan til dönsku lögreglunnar til þess að biðja um aðstoð. Verkföll breiðast út. Varkfallið hjá Burmeister og Wain breiddist fljótt út, meðal annars til vatnsveilna bæjar- ins og vinnustöðvanna við Kast rup lofthöfnina. Verkamannasamtökin komu mótmælum á framfæri við dr. Werner Best. í mótmælaskjali sínu lýstu þeir yfir því,, að um- ferðarbannið svifti þá margra tíma kaupi. Vegna fæðuskorts, sem Þjóðverjar ættu sök á, hefðu danskir verkamenn eng- in tök á að útvega nauðsynjar til heimila sinna nema með því að rækta sjálfir grænmeti í görðum sínum. En garðana gætu þeir ekki hirt nema á kvöldin. Þjóðverjar í vanda. Sagt er, að Þjóðverjar hafi komist í vanda út af því, hvern ig ætti að vinna bug á óeirð- unum og verkföllunum. — I morgun var skýrt frá því í Kalundborgarútvarpinu, sem er undir eftirliti Þjóðverja, að í dag skelli umferðarbannið ekki á fyr en kl. 23. Þjóðverjar urðu þannig að láta undan kröfum verkamannanna. Um leið og þetta var tilkynt voru lesnar aðvaranir Þjóðverja um mann- þyrpingar á götunum. Bannið frá 29. ágúst í fyrra þess efnis, að fleiri en fimm menn megi ekki koma saman á gölum úti, gildir enn, segja Þjöðverjar. — Danir drepnir í götubardöyum Sje því ekki hlýtt, eiga menn á hættu, að þýskir hermenn skerist í leikinn og skjóti ó- þyrmilega. Óeirðirnar i Kaupmannahöfn á mánudags- og þriðjudags- kvöldið brutust út sjálfkrafa. Þær voru mótmæli gegn harð- stjórn Þjóðverja, og um það er ekki að ræða, að þær hafi get- að verið skipulagðar af danska frelsisráðinu. Þær komu því jafnt á óvart sem öllum öðr- um. Frelsishreyfing Dana hefir skýrt frá því, að daginn, sem innrásin var gerð í Frakkl. hafi hún gert ráðstafanir til að 11 af 16 stórum verksm., sem Þjóð- verjar höfðu tekið til hergagna framleiðslu sinnar, yrðu eyði- lagðar. Síðan hafa tvær af þess um sextán verksmiðjum verið gerðar óstarfhæfar af völdum danskra föðurlandsvina. Frjálsir Danir berjast. Stórt skarð hefir verið höggv ið í hóp föðurlandsvina í Dan- mörku með handtökum og af- tökum, en baráttuviljinn er ó- skertur. En manntjón er ekki einungis heima í Danmörku. —• Danskir sjálfboðaliðar í her- sVeitum bandamanna fórna lífi sínu og limum. Danir hafa fall- ið í Normandi, Indlandi, og á hafi og í lofti. De Valera krefst rjettlætis London í gærkveldi. DE VALERA, forsætisráð- herra Eire, var í gær á þingi spurður, hvort nokkuð væri farið að hugsa um utanríkismál landsins eftir stríðið. — Svar- aði De Valera og sagðist harma það, að svo væri ekki, en Eire væri reiðubúið til að gera skyldu sínu í nýjum heimi eft- ir stríð, þó því aðeins, að rjett.- lætið rjeði og sjálfstæði ríkjá væri á borði en ekki aðeins í orði kveðnu. Sagði ráðherrann, að hann sæi enga ástæðu til þess, að neinu væri breytt í sambúð rík isins við Bretland og Banda- ríkin. Hann hefði beðið Banda- ríkin að viðurkenna Eire sem lýðveldi, en því hefði ekki ver- ið sint. — Þetta myndi ein- hverntíma hafa móðgað Breta, en Bandaríkin væru nógu öfl- ug til þess að geta gert hvað sem þeim fyndist rjett. En nú nýlega hefðu Bandaríkin vilj — að koma Eire í aðstöðu, sem hefði getað orðið þjóðinni að falli, eða sem hefði valdið því, að hún hefði orðið að hverfa frá sinni sjálfsögðu hlutleysis- stefnu. — Þá gat De Valera þess, að sendiráðsbygging Eire í Berlín hefði eyðilagst í loft- árásum og sendiráðsbyggingin í Róm skemst. — Kvaðst Val- era krefjast rjettlætis og sann- girni af öllum. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.