Morgunblaðið - 30.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 30. júní 1944 1Á/ Someróet Y/jaucýli \am: Sophia MacDurfrane. í leit að lífshamingju 31. dagur — „Já, einmitt. Það er skrítið, að bragðið er alveg eins og lir urinn. Þtð er eins og grænan, sem maður sjer stundum í miðjunni á hvítri rós. Jeg Vaið að finna, hvort það væri s vona á bragðið. Jeg hjelt að það myndi ekkert gera mjer, þótt jeg tæki einn sopa. Jeg ætlaði aðeins að taka einn 'sopa. Og þá heýrði jeg eitthvert hljóð. Jeg hjelt að Isabel væri að koma, og gleypti það sem var í glasinu, því að jeg kærði mig ekki um, að hún sæi til mín“. ,,En það var svo ekki Isabel, eftir alt saman. Nú leið mjer vel. Mjer leið dásamlega. Jeg fór að lifna við aftur. Ef Isabel hefði komið inn þá, væri jeg sennilega gift Larry núna. Hvernig skyldi sú gifting eig1 . lega hafa farið?“ „Og Isabel kom ekki?“ „Nei. Jeg var ofsareið við hana. Hvað átti það eiginlega að þýða að láta mig bíða svona? Þá sá jeg, að glasið var orðið fult aftur. Jeg hefi sennilega helt í það í hugsunarleysi, en þjer getið trúað því ef þjer vilj ið, ■— jeg vissi ekki, að jeg hafði gert það. Það virtist heimsku- legt að hella aftur úr því í flösk una, svo að jeg drakk það sem í því var. Síðan veit jeg ekki vel, hvað skeði, en jeg held að það hafi ekki verið mikið eftir í flöskunni, þegar jeg hætti“. „Jeg hjelt nú, að best væri fyrir mig að hypja mig, áð- ur en Isabel kæmi. En rjett þegar jeg kom út um fremri dyrnar, heyrði jeg í Joan. Jeg, flýtti mjer upp á loft, og beið þar, þangað til þær voru komn ar inn í stofuna. Þá skjögraðist jeg niður og náði mjer í bíl. Jeg fór heim, gaf dyraverðinum 100 franka, og sagði honum að segja að jeg væri ekki heima, ef einhver spyrði eftir mjer. Jeg tók síðan saman pjönkur mínar og fór með lestinni til Toulon um kvöldið11. „Og þjer hafið verið hjerna síðan?“ ,,Já, og hjer ætla jeg að vera áfram. Jeg hefi herbergi á gisti húsinu“. Hún þagði andartak. „Jeg sá bók eftir yður í verslun hjerna rjett hjá. Ef jeg hefði vitað að jeg myndi rekast á yð- ur, hefði jeg keypt hana, og beðið yður að skrifa nafn yðar á hana“. „Jeg býst ekki við, að þjer hefðuð haft neitt gaman að henni“. „Hversvegna ekki? Jeg get þó lesið“. ,,Og þjer yrkjið einnig, að því er jeg hygg“. Hún leit snöggt á mig, og fór svo að hlæja. „Já, jeg orkti dálítið, þegar jeg var krakki. Það héfir sjálf- sagt verið hræðilegt bull, en jeg var mjög hrifin af því. Larry hefir sennilega sagt yð- ur það“. Hún hikaði andartak. „Lífið er jarðneskt víti, hvort eð er, og ef eitthvað er hægt að fá út úr því, er sá vitlaus, sem ekki gerir það“. Hún kast aði til höfðinu, með ögrunar- svip. „Ef jfeg kaupi bókina, ætl ið þjer þá að skrifa á hana?“ „Jeg fer á morgun. En ef yð- ur langar í rauninni til þess að eignast hana, skal jeg ná í ein- tak handa yður, og skilja það eftir á gistihúsi yðar“. „Það er prýðilegt“. Við spjölluðum saman dálitla stund. Síðan kallaði jeg á þjón inn, borgaði honum og stóð á fætur. „Nú verð jeg að fara“. „Það var gaman að sjá yður. Gleymið ekki bókinni“. „Nei“. Jeg kvaddi hana síðan með handabandi og labbaði af stað. Jeg kom við í bókabúð á leið- inni, keypti eintak af bókinni og skrifaði nafn mitt og Sophiu framan á titilblað hennar. Jeg skrifaði einnig fyrstu línuna í hinu yndislega ljóði Ronsard, vegna þess að mjer datt hún alt í einu í hug. „Mignonne allons voir si la rose. .. . “. Jeg skildi bókina eftir á gisti húsinu. Daginn eftir sigldum við til Cassis, þar sem jeg ætl- aði að kaupa dálítið af víni, og þaðan til Marseilles til þess að ná í nýtt segl, sem við höfðum pantað þar. Viku síðar kom jeg heim. Þar biðu mín skilaboð frá Jósep, þjóni Elliotts, um að hús bóndi sinn væri veikur, og vildi gjarnan sjá mig. Jeg fór því daginn eftir til Antibes. Áður en Jsep vísaði mjer inn, sagði hann mjer, að húsbóndi sinn hefði fengið slæmt nýrna- kast, og væri ástand hans mjög ískyggilegt. Jeg vkr því dálítið hissa, þeg ar jeg fann Elliott hinn spræk- asta í rúmi sínu. Hann var föl- ur í andliti og ellilegur, en í góðu skapi. Jeg spurði, hvernig honum liði. „Prýðilega“, svaraði hann glaðlega. „Þetta er aðeins smá- vægilegur lasleiki. Jeg verð kominn á ról aftur eftir nokkra daga. Það kemur hertogi til há- degisverðar hjá mjer á laug- ardaginn, og jeg hefi sagt lækni mínum, að jeg verði að vera orðinn frískur þá, hvað sem það kostaði“. Jeg heimsótti hann síðan alt af þriðja eða fjórða hvern dag. Stundum var hann í rúminu, en stundum lá hann á legubekk í dagstofunni, klæddur Ihjög skrautlegum slopp. Hann hlýt- ur að hafa átt óþrjótandi birgð ir af þeim, því að jeg sá hann aldrei nema einu sinni í sama sloppnum. Einu sinni — í ágúst byrjun — var Elliott óvenju fálátur. Jósep sagði mjer, þegar hann tók á móti mjer, að hann væri heldur betri. Jeg var því dá- lítið undrandi yfir, að hann skyldi vera svona daufur í dálk inn. Jeg reyndi að skemta hon- um, með því að.þvaðra um hitt og þetta, sem jeg hafði heyrt, en hann hafði engan áhuga á því. Það var djúp hrukka á milli augnanna og ólund í svipnum. „Ætlar þú í samkvæmi Ednu Novemali?“ spurði hann mig alt í einu. „Nei, auðvitað ekki“, svaraði jeg. „Hefir hún boðið þjer?“ „Hún hefir boðið öllum á ströndinni“. Prinsessa Novamali var amer ísk að uppruna og geysilega auðug. Hún hafði giftst Ró- mönskum prinsi — ekki venju legum prinsi, sem hægt er að fá tvö stykki af fyrir penny á Itálíu, — heldur var hann höf- uð mikillar ættar og afkom- and ,,condottiere“, er hafði brot ið sjer braut á 16. öldinni. Hún ætlaði að halda grímudansleik kvöldið, sem fult tungl yrði í ágústmánuði, og þótt enn væru þrjár vikur þangað til, var ekki um annað meira rætt á Riviera-ströndinni. Það áttu að vera flugeldar og hún ætlaði að fá svertingjahljómsveit frá París. Hinar útlægu konung- -tignir sögðu hvor við aðra, með aðdáunar blandinni öfund,’ að þessi veisla kostaði meira en árslaun þeirra væru. „Þetta er stórkostlegt“. ’.ögðu þeir. „Hvernig ætlarðu að vera klæddur?" spurði Elliott. „Jeg sagði þjer áðan, Elliott, að jeg ætlaði ekki að fara. Held urðu að jeg ætli' að fara að klæða mig í grímubúning, núna, á gamalsaldri?“ „Hún hefir ekki boðið mjer“, sagði hann og röddin var hás. Hann horfði örvæntingaraug um á mig. „Hún gerir það“, svaraði jeg kuldalega. „Það er sjálfsagt ekki búið að senda öll boðskort in enn“. „Hún ætlar ekki að bjóða mjer“. Röddin brast. „Þetta er vísvitandi móðgun. „Jeg trúi því ekki, Elliott. Það er aðeins gleymska". „Jeg er ekki maður, sem gleymist". „Og þú hefðir, hvort sem er, ekki getað farið. Þú ert ekki nógu frískur til þess“. „Auðvitað hefði jeg farið. Þetta er besti danleikurinn á árinu. Þótt jeg hefði legið á banabeði mínu, hefði jeg farið. Jeg hefi búning forföður míns, greifans, til þess að vera í“, Jeg vissi ekki almennilega hvað jeg átti að segja, og þagði því. „Ó, þetta er andstyggilegt! Jeg hata þau öll! Þau voru nógu upprifin við mig, þegar jeg gat boðið þeim heim, en nú, þegar jeg er gamall og sjúkur, hafa þau ekkert við mig að tala. Ekki tíu manns hafa heim sókt mig, síðan jeg lagðist, og þessa viku hefi jeg aðeins feng ið einn vesælan blómvönd“. Matti vitgranni Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 6. hans. „Hvers vegna þurftirðu að fara að segja svona vit- leysu við brúðhjónin. Þú áttir að segja: Farið heil brúður og brúðgumi“. „Æ, vertu ekki að þessu, mamma; það skal jeg muna næst“, sagði Matti og lagði af stað aftur. Þar mætti hann bjarndýri, sem reið á hesti. Hann beið nú þar til björninn reið framhjá, en þá sagði hann: „Farið heil, brúður og brúðgumi, og svo fór hann heim aftur og sagði móður sinni að hann hefði nú sagt það sem hún bað hann um. „Hvað sagðirðu þá?“ spurði móðir hans. „Farið heil, brúður og brúðgumi“, sagði jeg. • „Og hverjum mættirðu?“ spurði móðir hans. „Jeg mætti bjarndýri ríðandi á hesti“, sagði Matti. „En hvað mig grunaði að þú hefðir enn gert einhverja skyssuna“, sagði móðir Matta. „Þú áttir auðvitað að segja: Farðu til fjandans. „Æ, mamma mín, jeg skal muna eftir að segja það næst“, sagði Matti og enn lagði hann af stað. Þegar hann var búinn að ganga nokkuð lengi, mætti hann líkfylgd, og nam staðar, og þegar kistan fór fram hjá honum, heilsaði hann og sagði: „Til fjandans með þig“. Svo fór hann heim til mömmu sinnar og sagði henni, að hann hefði sagt það sem hún bað hann um. „Hvað sagðirðu þá?“ spurði móðir hans mæðulega. „Til fjandans með þig“, svaraði Matti. „Við hvern sagðirðu það?“ spurði mamma hans. „O, jeg mætti líkfylgd, cn barinn var jeg nú fyrir að segja þetta“. „Og hefðir átt að vera barinn betur“, sagði móðir Matta. „Þú áttir að segja: Guð veri sál þinni náðugur“. „Æ, vertu ekki að þessu nöldri mamma, það skal jeg segja næst“, sagði Matti og þaut af stað aftur. Þegar hann var kominn nokkurn spöl eftir veginum, mætti hann tveim ljótum flökkurum, sem voru að flá hundsskrokk. Þegar Matti kom til þeirra, heilsaði hann þeim með virkt-' im og sagði: Guð veri sálum ykkar náðugur“. Þá rjeðust lakkararnir á hann og börðu hann, svo hann ætlaði varla ið komast heim, en gat þó dregist þangað aftur og sagt nóður sinni hvað gerst hefði. „Hvað sagðirðu, drengur?" spurði hún. „Guð veri sálum ykkar náðugdr^sagði jeg“. „Og hverjum mættirðu?“ Ef Loftur getur bað ekki — þá hver? Stór og myndarleg stúlka stilti sjer eitt sinn upp fypir framan Kr. H. Breidal, auðsjá- anlega upp með sjer af nýju kápunni og nýtísku-hattinum sínum og segir: „Er jeg ekki nógu myndar- leg?“ Það stóð ekki á svarinu, það var þannig: „Lýsinguna læt jeg slarka laust við yfir-klór, það er ekki mig að marka, mjer finst þú of stór“. ★ Verkstjóri: — Þú kemur tveimur tímum of seint. Verkamaður: — Já, það er nú saga að segja frá því. í morg un, þegar jeg leit í spegilinn gat jeg hvergi sjeð sjálfan mig. Jæja, hugsaði jeg með sjálfum mjer, þú ert sjálfsagt farinn í vinnuna, karl minn. Það var ekki fyrr en tveimur tímum seinna að jeg uppgötvaði að glerið var dottið úr speglinum. ★ — Jeg vildi óska að jeg ætti heima á norðurpólnum. — Hversvegna? — Vegna þess að þar er dag urinn 6 mánaða langur og þeg- ar komið væri með reikninga til mín, myndi jeg segja: „Gerið svo vel að koma á morgun“. ★ Þau reru í smákænu á Þing- vallavatni. Hann: — Þetta er yndislegur bátur. Hann hefir aðeins einn ókost. Ef maður reynir að kyssa stúlku í honum, þá hvolf ir honum. Hún: — Nei, er það satt? Þögn. Húm —- Jeg kann vel að synda. ★ Árið 1598 voru gefin saman í hjónaband dóttir Hinriks IV. Frakkakonungs og sonur her- togans af Lothringen. Brúðurin var 4 ára gömul og brúðguminn 3 ára. — Það var alvanalegt á þeim tímum, að börn væru gef in saman í hjónaband af póli- tískum ástæðum. ★ — Líst þjer vel á unnusta þinn? — Þú getur því nærri, hvort jeg hefði farið að trúlofast hon um í fimta skipti, ef svo væri ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.