Morgunblaðið - 30.06.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.1944, Blaðsíða 12
12 íslendingar fhrttir vesíur um hai í amerískum fiug- vjelum BANDARÍKJAHER heldur stöðugt áfram að útvega far með flugvjelum til Bandaríkj- anna íslenskum embættismönn- um cg sjúklingum, hættulega veikum, sem þurfa að leita sjer lækninga vestur um haf. Hefir þetta verið gert samkvæmt beiðni íslenskra yfirvalda. sem komið hefir verið á framfæri við Bandaríkjamenn í utanrík- isþjónustu hjer og yfirmenn hersins. I vikunni sem leið, var þriggjá manna nefnd, ásamt ritara, flutt í herflugvjel til fjármálaráðstefnunnar í Wash- ington D. C. Sú ráðstefna fer nú frarn í sumargistihúsi í New Hampshire. í nefndinni, sem Kjeðan fór, eiga sæti Magnús Sigurðsson bankastjóri, Ásgeir’ Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri og Svanbjörn Frímannsson, for maður Viðskiftaráðs. — Ritari rtefndarinnar er Martha Thors, sem nýlega kom til landsins í Ieyfi sínu frá störfum við ís- lenska sendiráðið í Washington. í sömu flugvjelinni fór Jó- hannes Bjarnason frá Reykjum, sem hefir umboð íslenskra yfir vjelum í Bandaríkjunum. Jó- hannes er nýkominn heim frá námi í landbúnaðarvjelaverk- fræði í Kanada og Bandaríkj- unum. I þessari viku útveguðu hern aðarýfirvöld Bandaríkjanna Jó hannesi Gunnarssyni Hólabisk- upi flugferð til Bandaríkjanna. Mun hann sitja ráðstefnu kat- ólskra kirkjunnar manna. Dr. Richard Beck Qí'ófessor, fulltrúi Þjóðræknisfjelags ís- lendinga í Vesíurheimi á lýð- veldishátíðinni, var einnig flutt ur hingað til lands í herflugvjel og mun hann einnig fara hjeð- an með herflugvjel í lok í júlí mánaðar. , Svifsprengja Þjóðverja Hjer birtist fyrsta teikningin af liinu nýja vopni Þjóðverja, svifsprengjunni og er hún gerð eftir opinberum breskum heimildum. Má glögglega sjá, að sprengjan er eins og flug- vjel í lögun, en óvenjulegur er sívalningur sá, sem inniheldur þrýstiloftshreyfil þann, er knýr sprengjuna áfram. Fremst er svo sprengiefnið, þar fyrir aftan þrýstiloftsegaymar, en síðan stýrisútbúnaðurinn. Vænghaf sprengjunnar er 16 fet, enlengdin 21 fet. Svifsprengjan er að mestu úr stáli og cr máluð dökkgræn að ofan en ljósblá að neðan, eins og þýskar flugvjelar yfirleitt. Henni er stýrt með sjálfvirkum áttavita, og er hún er einu sinni komin af stað, getur húar ekki breytt stefnu. Knalispynuáeppni bankanna hafin HIN árlega knattspyrnu- keppni bankanna í Reykjavík hófst s.l. þriðjudag með kapp- leik milli Landsbankans og.Út- vegsbankans. Leikar fóru þann ig. að Landsbankinn vann með 4:0. I gær kepptu svo Landsbank- inn og Búnaðarbankinn og vann Landsbankinn með tveim mörkum gegn engu. Landsbankinn hefir unnið keppnina, en Búnaðarbankinn og Útvegsbankinn eiga eftir að keppa um annað og þriðja sæt- ^ð, en ekki er ákveðið, hvenær sá kappleikur verður. Keppt var um silfurvíxilinn svonefnda. Kvenfjelagasamband * Isiands fær framkvæmd arstjóra og skrifstofu Frá auka-landsþingi K. í. Fljúgandi tannlæknar. London í gærkveldi: — Berlín- arfregnir herma, að vegna skemda í loftárásum hafi verið tekin upp sú aðferð við tann- Iækningar í Þýskalandi, að fjölmargir tannlæknar ferðist milli borga í stórum flugvjel- um og hafi tæki sín meðferðis, og setji þau upp, þar sem best gegnir. — Reuter. AUKA-LANDSÞING Kven- fjelagasambands Islands, sem haldið var 26.—28. júní, ræddi fyrst og fremst um skipulagn- ingu sambandsins, sem nú fyrst hefir til umráða starfsfje, er gerir því kleift að hafa fastan starfsmann og skrifstofu, sem sje miðstöð starfsemi K. I. Er þegar ráðinn framkvæmda- stjóri — heimilismálaráðunaut ur — K. I. og er í ráði, að ráða fleiri starfsmenn, eftir því sem fjárhagsástæður leyfa og þörf krefur. Styrkur sá, sem K. í. heíir á fjárlögum þessa árs, er kr. 100.000, og hvílir á honum sú kvöð, að af honum skulu greidd ir þeir smástyrkir, sem Alþingi hefir áður veitt beint til hinna smærri sambanda og einstakra fjelaga. Þá var rætt mjög rækilega um húsmæðrafræðslu, bæði að því er snertir húsmæðrakenn- araskóla landsins og húsmæðra skóla alment. Á Landsþingi 1943 voru kosnar nefndir til þess að gera tillögur um þessi mál. Nefndin, sem fjallaði um húsmæðraskólana, en í henni voru frú Sigrún Blöndal, Hall- ormsstað, forstöðpkona hús- mæðraskólans þar, frú Hulda Stefánsdóttir, forstöðukona húsmæðraskóla Reykjavíkur og frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, Reykjavík, lögðu fram ítarlegt álit um framtíðarskipulag hús- mæðrafræðslunnar, og var það samþykt með nokkrum viðbót- artillögum. Nefndarálit þetta er of langt til þess að hægt sje að birta það hjer, en ætti að koma síðar, því að það hefir að geyma ýmsar gagnlegar ný- ungar, og fáist því framgengt, má segja, að húsmæðrafræðsl- an komist í fast horf. Aðrat. tillögur, sem þingið samþykti, voru meðal annars: 1. Áskorun til Alþingis um að láta rannsaka, hvaða vjelar og tæki sjeu hentugust til efl- ingar uliariðnaði á heimilum og í smáiðju, og hvernig best sje að afla landinu slíkra vjela og tækja, og að sjeð verði um, að til sjeu í landinu menn, sem kunni meðferð þeirra. 2. Áskorun til ríkisstjórnar Islands um að beita sjer fyrir því, að afnumdir sjeu tollar af öllum vjplum og áhöldum, sem liett geta störf heimilanna til sjávai og sveita. 3. Að konur verði skipaðar í nefnd þá, sem endurskoða á tollalögin. Veshnannaeyingar leika á Norðurlandi LEIKFJELAG Vestmanna- eyja er í leikför um Norður- land, en á leiðinni norður var leikið á Selfossi. Á Norðurlandi verður fyrst leikið í Siglufirði. Leikstjóri er Sigurður Schev- ing, en farstjóri Stefán Árna- son. — Leikfjelag Vestmanna- eyja hefir yfir mörgum góðum kröftum að ráða, og má búast við, að leiksýningar þess á Norðurlandi verði vel sóttar. Drengjamói Ár- manns hefsl n.k. mánudag HIÐ ÁRLEGA drengjamót Ármanns í frjálsum íþróttum, fer fram á íþróttavellinum dag- ana 3. og 4. júlí. Þátttakendur í mótinu eru 30 frá þessum 5 íþróttafjelögum: Ármanni, KR, ÍR, FH, og Umf. Skallagrími. — Kept verður í 80, 400, 1500 og 3000 metra hlaupum, 1000 m boðhlaupi, langstökki, hástökki, þrístökki, stangarstökki, kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Munu margir af efnilegustu ,,drengjum“ landsins koma fram á þessu móti og verður keppni efalaust skemmtileg og hörð. Má t. d.'nefna af þeim, sem áður hafa komið fram: Oskar Jónsson (ÍR). Halldór Sigurgeirsson (Á), Þorkel Jó- hannesson (FH) og Bragi Frið- riksson (KR). Maður bíður bana af sfysförum ÞAÐ SLYS vildi til uppi í Borgarfirði fyrir skömmu, að maður að nafni Ragnar Teits- son frá Stíflu í Vestur-Land- eyjum, varð fyrir vagni, er skurðgröfu var ekið á. Var þegar ftirið með Þórð að Ferjukoti og síðan til Borgar- ness. Var hann fluttur þaðan í flugvjel til Reykjavíkur. — Hann andaðist hjer í Landspít- alanum s.l. þriðjudag. Þórður var 35 ára að aldri, kvæntur og átti eitt barn. Japanar taka tvær borgir. JAPANAR hafa tekið borg- irnar Yuhsien og Hengshan í sókn sinni til Hengyang, aðal- samgöngumiðstöðvarinnar í hrísgrjónafylkinu Hunan í Suð- austur-Kína. Föstudagur 30. júní 1944 Strætisvagnar báru bóta- ábyrgðina SÍÐASTLIÐINN þriðjudag var upp kveðinn í Hæstarjetti dóm ur í málinu: Jóhann Indriðason. f.h. ófjárráða sonar síns Harð- ar, gegn Strætisvögnum Rvk h.f. Málavextir eru þeir, að 7. okt. f. á. var strætisvagninn R 2780 á leið innan úr Soga- mýri niður í bæ og var vagninn fullur af fólki. Meðal farþega var 13 ára drengur, Hörður, sonur Jóhanns Indriðasonar. —■ Stóð hann aftarlega í vagninum. Móts við verslunina Ás, stöðv- aðist vagninn til þessað taka far þega og hleypa öðrum út. Er vagninn var stöðvaður, komu nokkrir farþegar inn, en enginn fór út að aftan strax. En í því að vagninn var að renna af stað stóð upp einn farþeganna og fór út um afturdyrnar. Hörður litli slepti slánni. er hann hjelt í, til þess að hleypa manninum fram hjá, en í þeim svifum hrasaði hann niður í tröppu út- göngudyranna og greip um leið með hægri hendi í aftari dyra- stafinn. En í þessu skelti mað- urinn, sem út fór hurðinni aft- ur og klemdist við það þum- alfingur hægri handar Harðar milli stafs og hurðar svo mjög, að burtu tók hluta af fremstu hjúkunni. Faðir drengsins taldi Stræt- isvagna h.f. bera ábyrgð á slys inu og höfðaði mál í því skyni, að fá þetta staðfest. Snerist málið eingöngu um þetla, en ekki um upphæð bótanna. Undirrjettur leit svo á, að Strætisvagnar bæri bólaábyrgð vegna slyssins, skv. 34. gr. bif- reiðalaganna. Staðfesti Hæsti- rjetlur þann dóm, „enda þótfc ekki sje sönnuð sök bifreiða- stjórans". Hörð barátla gegn svifsprengjum London í gærkveldi. LOFTVARNALIÐIÐ og or- ustuflugvjelasvejtir Breta hafa síðastliðinn sólarhring átt í harðvítugri baráttu við þýskar svifsprengjur, sem stöðugt er skotið yfir Ermarsund, bæði dag og nótt. Síðastliðinn sólar- hring hefir vörnin gengið von- um framar, en sem áður, hefir þó tjón .orðið allmikið, bæði á mönnum og eignum. Þjóðverjar tilkynna, að nú hafi svifsprengjuárásunum ver ið haldið uppi í hálfan mánuð samfleytt, og segja þeir ár- angur þessa vopns, —- sem þeir kalla W-1 (Wergeltugswaffe eins) eða fyrsta hefndarvopnið hafa verið mikinn. Kveðast þeir munu auka á- rásir sínar. —Reuter. Dönsk leikkona látin. LEIKKONAN frú Betly Gi- ersing, dótlir málarans Fritz Syberg, er látin í Árósum. —■ Fyrri maður hennar var mál- arinn, Harald Giersing, sem nú er látinn, en seinni maður henn ar var Thomas Jensen, hljóm- sveitarstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.