Morgunblaðið - 30.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1944, Blaðsíða 1
 31. árgangur,. 143 tbl. — Pöstudagur 30. júní 1944 Frakkar berjast inn- byrðis í París London í gærkveldi. FRJETTARITARI þýsku frjeltastofnunarinnar, Gúnther Weber sagði frá því kvöld, að áflog og bardagar hefðu átt sjer stað milli Frakka, sem hjeldu með Þjóðverjum og annara, sem bandamannasinn- aðir voru, í París í dag, þegar um 1000 stríðsfangar, sem Þjóð verjar tóku á Normandivíg- stöðvunum voru fluttir gegnum borgina frá járnbrautarstöðinni Garee du Nord. Fult var af fólki við götur þær, sem fang- arnir gengu eftir í fylgd varð- manna, og er sumir fóru að kalla vingjarnleegum orðum til fanganna, byrjuðu ryskingarn- ar, og urðu hin mögnuðustu áflog. Einn amerískur fangi kall- aði til fólksins: „Bíðið þið bara svo sem hálfan mánuð". —Reuter. Eisenhower faiar enn til fiskimanna London í gærkveldi. EISENHOWER, yfirhershöfð ingi innrásarherja bandamanna hefir enn látið boð út ganga til fiskimanna í hernumdum lönd- um, og aðvarað þá um að fara ekki á sjó og draga ekki fisk á svæðihu frá Bayonne í Frakk landi og að frísnesku eyjunum fyrir Hollandsströndum, á tíma bilinu frá í dag, 29. júní, og til 6. júlí. — Áður höfðum vjer fært frjettir af boðum Eisen- howers til fiskimanna í öllum hernumdum löndum Vestur- Evrópu að fara ekki á sjó frá innrásardegi og alt til 26. þ.m. — Reuter. Bandaríkjamenn missa flugvðll London í gærkveldi. SVEITIR 14. flughersins ameríska, sem bækistöð höfðu á flugvelli við Hengyeng í Suð- ur-Kína, hafa orðið að yfirgefa völlinn, sökum þess, að Japan- ar sækja nú að honum og borg- inni og hafa byrjað skothríð á völlinn. Gátu Bandaríkjamenn þó eyðilagt allar rennibrautir flugvallarins, áður en þeir hurfu á braut. — Reuter. Árás á Metz. London í gærkveldi: — Bresk- ar sprengjuflugvjelar rjeðust í nótt sem leið á kastalaborgina frægu, Metz í Frakklandi, og ennfremur á bæinn Blainville. Var mótspyrna Þjóðverja ó- venju hörð í lofti og mistu Bret ar 20 flugvjelar af sveit, sem ekki var mjög stór. — Nokkrar þýskar orustuflugvjelar voru skotnar niður. i- Reuter. Bretar ráku fleyg í varnar líniir Þjóiverja við Caen Jenny Kammers r í Búist við öflugri gagnsókn Þjóðverja London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. í SÓKN ÞEIRRI, sem Montgomery stefndi í gær og fyrra dag gegn varnarstöðvum Þjóðverja við Caen, tókst Banda- mönnum að komast yfir á eina á nokkru svæði og ná þar fótfestu. Þetta er áin Odon, er fellur í Orne, og hafa milli ánna veriö tekin tvö þorp, Every og annað minna. Hefir bandamönnum þarna tekist að re,ka um 5 km. langan, odd- mjóan fleyg í víglínur Þjóðy.erja og halda þeir honum enn, þrátt fyrir vaxandi harðvítug gagnáhlaup skriðdrekasveita Rommels. Búast frjettaritarar Breta við því, að megingagn- sókn kunni að vera í vændum á þessum slóðum. mmci)? «:; í ÚTVARPI á íslensku frá Berlín í gærkvöldi var frá því skýrt, að hin fræga sundkona, Jenny Kammersgaard, sem að undanförnu hafi verið að æfa sig undir langt þolsund, hafi lagl upp í það í fyrradag og ver ið á sundi í samfleytt 43 klukku stundir. Þegar hún hafi synt í 8 klukkustundir rúmar, varð hún viðskila við fylgdarbát sinn vegna myrkurs og spurð'- Framh. á 2. siðu. Síðustu frjettir: Gagnáhlaup Þjóðverja byrjuð London í gærkveldi. Frjettaritarar vorir í Normandi segja seint í kvöld, að gagnáhlaup Þjóðverja gegn fleyg þeim, sem Bretar ráku í víglínur Þjóðverja sunn- an árinnar Odon, sjeu nú byrjuð og geisi hatramir feardagar á vesturhlið fleygsins. Ekki er talið að bar- dagarnir sjeu enn nema á byrjunarstigi. Þjóðverjar gera þarna árásir með skriðdrekum. —Reuter. Fallbyssur og skriðdrekar. Bardagar þeir, sem þarna hafa verið háðir, hafa mest mætt á stórskotaliðinu og skrið drekaliðinu. Fótgönguliðið hef- ir ekki haft sig mikið í frammi enn sem komið er. Skriðdrek- arnir eigast venjulega við í smáhópum, en enn hefir ekki komið til allsherjar skriðdreka orustu. Stórskotahríð úr fall- byssum Þjóðverja hefir farið vaxandi í dag, en Bretar senda stöðugt meira lið yfir ána Od- on. Hliðaráhlaup um nótt. Þjóðverjar gerðu í nótt sem leið mikið áhlaup með það fyr- ir augum að komast að baki Bretum. Stefndu þeir liði sínu að baki þeim niður með ánni Odon, en áhlaupi þessu, var hrundið, áður en það hafði náð tilgangi sínum. Var barist Framh. á 2. síðu r taka Bobruisk g Petrosawodsk London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter TVÆR DAGSKIPANIR hafa einnig í dag verið gefnar út í Moskva, og fjallaði sú fyrri um töku borgarinnar Pedrosa- wodsk, höfuðstaðar finsku Karelíu. Er sú borg vestan On- egavatns. Síðari tilkynningin var svo um það, að hin mikla varnarstöð Þjóðverja, Bobru- isk, væri fallin Rússum í hend- ur, eftir stórkostlegar orustur. Hafa Finnar nú mist yfirráð yf- ir þeim kafla Murmanskbraut- arinnar, sem liggur Um Aunus- eiðið. I dagskipan þeirri, þar sem taka Petrosawodsk var tilkynt, er tekið fram, að Rússar hafi með töku borgarinnar náð á sitt vald allri járnbrautinni til Murmansk. Það voru hersveit- ir Meretskows hershöfðingja, er borgina tóku, og fóru sum- ar þeirra á skipum yfir Onega- vatnið og komu þannig varnar- liði borgarinnar í opna skjöldu. Borgin Petrosawodsk er um 480 km. norður af Leningrad, og var það síðasta borgin, sem Finnar hjeldu á Murmansk- brautinni og aðalbækistöð finsku herjanna á Karelíuvíg- stöðvunum. Hafa nú Rússar náð aftur mestum hluta Aunus eiðisins, milli Ladogavatns og Onegavatns. Viðureignirnar við Bobruisk. Síðari dagskipanin gaf til kynna, að borgin Bobruisk, sem er um 140 km. suðaustur af Minsk, hefði verið tekin eft- ir grimmilega bardaga. Stend,- ur borg þessi við járnbrautina rhilli Gomel og Minsk, á útjöðr um Pripetmýranna, við ána Beresina. Þá er frá því skýrt af frjetta- riturum, að Rússar sjeu nú óð- um að færast nær borginni Minsk; sumar fregnir, að vísu ekki opinberlega staðfestar, segja, að Rússar sjeu nú í að- eins 48 km. fjarlægð frá þess- ari mikilvægu hernaðarstöð. Isafoldarprentsmiðja h.f. SÍLD! Frá frjettaritara vor- um á Siglufirði. Fimtudagskv. 29. júní: Fyrstu síldina er borist hef- ir á land hjer, kom m.b. Sæ- finnur frá Norðfirði, með hingað í kvöld. — Voru það um 200 tunnur er hann hafði fengið á Skagagrunni. Kast þetta var þó svo stórt að nót- in rifnaði og mistu skipverjar nokkuð af aflanum. Skipverj- ar sögðu sjó þar um slóðir svartan af síld. Síldin er feit- ari en vænta mætti á þessum tíma sumars. Þá bárust blaðinu í gær- kveldi fregnir frá Raufarhöí'n og skýrir frjettaritari vor þar svo frá: Síld hefir sjest vaða við Sljettu og Langnes, síðustu daga. — Bátar hjeðan ljetu reka í nótt fyrir beitusíld og fengu þeir ríímlega tvær tu. í net. Sókn stöðvuð við Adriahaf London í gærkveldi. VEGNA harðrar mótspyrna Þjóðverja hefir sókn banda- manna á strönd Adríahafsins stöðvast í bili. — Annarsstaðar á ItalíuvígstÖðvunum er sókn- inni haldið áfram, þótt hún sje nú miklu hægari en áður. A vesturströndinni nálgast fimti herinn bæinn Sienna, en á mið- vígstöðvunum geysa enn orust- ur við Thrasimenovatnið. Vest ar hafa Frakkar sótt nokkuð fram, en í gær var erfitt um hernað allan, því ofsarok var á og þrumur miklar og elding- ar. Hindruðu þessir aðilar all- ar flugferðir og gerðu auk þess spjöll víða, bæði á hernaðar- tækjum og eignum ítalskra borgara. — Reuter. Hafnfirsk stúlka hverfur HAFNFIRSKRAR stúlku hef- ir verið saknað að heimah síðan á þirðjudagsmorgun. Er það Sigríður Jónsdóttir, til heimils á Hverfisgötu 41. Hún fór að heiman kl. 6 á þriðjudagsmorgun. en til henn- ar hefir ekkert spurst síðan. Lögreglan í Haínarfirði hefir leitað stúlkunnar á öllum hugs- anlegum stöðum, en sú leit hef- ir ekki enn borið árangur. Stúlkan mun hafa verið eitt- hvað einkennileg í háttum og' það hefir komið fyrir áður, að hún hafi farið að heiman, en hefir ekki verið saknaC) jaín- lengi og nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.