Morgunblaðið - 30.06.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. júní 1944 MORGUNBLAÐIÐ 5 ÍSLENSKUR IÐNAÐUR Fyrir nokkru birtist gréinar- korn í blaði þessu (Akureyrar- brjef) um norðlensku fjelag- ana þrjá, er byrjað hafa kol- sýru- og kalkvinslu. Þetta greinarkorn hefir örfað mig til þess að skrifa nokkru nánar um málið. Jeg hefi átt kost á að fylgjast með því frá upphafi. Og jeg veit, að margan mun fýsa að fræðast um það betur — auk þess sem það hvetur til að fara fáeinum orðum um ís- lenskan iðnað yfirleitt. Saga málsins er markverð. Hún hefst veturinn 1940—1941. Þrír stúdentar frá Mentaskól- anum á Akureyri, Baldur Lín- dal, Egill Sigurðsson og Þor- steinn Gunnarsson, eiga' við- ræður um hugðarmál sín ýms. Talið berst að íslenska skelja- sandinum, og kemur fram trú þeirra fjelaga, að hann megi reynast notadrjúgur til efna- vinslu. Erlendis er kolsýra fram- leidd á þrennan hátt aðallega: úr magnesit, úr koksi og úr lofti. Fyrsta aðferðin er ófær hjer, með því að magnesit er ekki til, en hráolía, sem nota verður, dýr vara. Tvær hinar seinni aðferðir koma naumast til greina, því að þær krefjast mjög dýrs og flókins útbúnað- ar. Nú er kunnugt, að við alla kalkbrenslu fæst mikil kolsýra. En venjan er að brenna kalkið með kolum, þannig að kolunum er blandað saman við hið kol- súra kalk. Til þess að kolin geti brunnið, þarf súrefni, svo að hafa verður sífeldan loft- straum gegnum kalkofninn. Við það verður kolsýran, sem fæst svo blönduð öðrum lofttegund- um, að hún er einskis nýt. Hugmynd þeirra fjelaga er sú, hvort ekki muni unt að brenna kalk þannig, að kolsýr- an náist hrein, með því að nota vestfirska skeljasandinn og raf magn í stað kola. Myndi þá kalk brensla og kolsýruvinsla sam- einaðar, þannig að kostnaður við framleiðslu beggja yrði sami eða litlu meira en ella við framleiðslu hvors um sig. Fyrsta tilraunin í þessa átt er gerð í húsi einu við Njáls- götu hjer í bænum. Hún hepn- ast og markmiðið er sett þá þegar: Verksmiðja, er framleiði kalk og kolsýru fyrir allan ís- lenskan markaðinn. Þegar vorið 1941 er hafist handa um framkvæmdir. Hluta fjelag er stofnað, Sindri h. f., með nokkrum sjóði, að mestu lánsfje stúdentanna. Heimili fjelagsins er Akureyri. Mun tvent hafa ráðið því einkum: í fyrra lagi betri kjör um leigu rafmagns en annarsstaðar var kostur. í síðara lagi skoðun þeirra fjelaga, að ekki megi um of draga atvinnutækin saman um höfuðborg landsins. Það er hneigð fyrir slika þróun í öll- um löndum, en við henni verður að gjalda varhuga. Þá eru sóttar nokkrar smá- % lestir skeljasands til Vestfjarða, og í steinskúr á Oddeyrartanga er byrjað starfið. Það yrði of langt mál að rekja í stuttri grein alla þá örðugleika, fjár- Jragslegal og tæknislega, sem þessir fjelagar þrír urðu að stríða við. Vinsla kalks og kolsýru með þessum hætti var alger nýung, og engin fyrirmyndin, sem styðj ast mátti við. Þetta var verk brautryðjandans, og treysta varð á eigið hugvit. Utbúnað allan urðu þeir að smíða eftir fræðilegum forsendum, en á því voru að sjálfsögðu mikil vand- kvæði. Margt var það, sem ekki stóðst prófraunina, og þá varð að byrja á nýjan leik. Þess utan rejmdust miklir erfiðleikar, vegna stríðsins, að fá frá öðrum löndum ýms nauðsynleg tæki. Er skemst frá að segja, að eftir nær tuttugu mánaða þrotlausa leit, vanst sigurinn. I febrúar 1943 geta þeir boðið íslenskum neytendum, hraðfrystihúsum, gosdrykkjagerðum o. fl., full- unna kolsýru frá verksmiðju sinni. Við verðum að minnast þess, að á sama tima, sem þessir norð lensku fjelagar vinna við þröng kjör, að tilraunum sínum, held ur gullkálfurinn innreið sína um íslenskt bygðarlag. Landið fær hervernd framandi þjóða, og þúsundir þiggja af þeim vinnu og fje. Þær freistingar unnu ekki bug á hugsjón þre- menninganna. Nú, er þessum fjelögum hefir tekist að sanna alþjóð, að unt er að vinna kalk og kolsýru úr innlendum hráefnum, þannig að samkepnisfær verði erlendri vöru bæði um gæði og verð, hafa fleiri orðið fúsir að leggja málefninu lið. Ákveðið hefir verið að auka hlutafje fjelags- ins upp í 250.000,00 krónur, og munu hlutabrjef fyrir þá fjár- hæð vera að mestu seld. Hús- rúm var síækkað á s.l. sumri og vjelar bættar, þannig að öll skil yrði væru fyrir hendi til vinslu í stórum stíl. Rekstur verk- smiðjunnar er nú í fullum gangi, og daglega streymir fram leiðslan á markaðinn. Ekki verður. komist hjá því að lofa þessa norðlensku fje- laga. Afrek þeirra er glæsilegt og þrautseigjan aðdáunarverð. En starf þeirra getur verið lær- dómsríkt um marga hluti. Uppfinning þeirra að nota rafmagnið á þann hátt, sem að ofan greinir, er ekki aðeins snjöll hugkvæmni. Hún er ný bending um möguleika rafork- unnar. Það er mála sannast, að fossaafl landsins skapar okkur mikla getu sem iðnaðarþjóð, og hefir því atriði naumast verið gefinn nægur gaumur. Islenskur iðnaður er ungur, en ekki að sama skapi vel bygð- ur eða skipulagður. Á undan- förnum árum hefir verið hald- ið uppi kerfisbundnum áróðri fyrir allri innl. framleiðslu. I sjálf tollalögin, sem annars virðast næsta stefnulítil, hefir verið smeygt ákvæðum, er styðja hana: Nær hálfu lægri aðflutningsgjöld (tollar) eru víða á óunnum vörum en full- unnum vörum. Örlagaríkust í þessu efni, er þó án efa stjórnarstefna síðustu ára í gjaldeyrismálum. í skjóli hinna alræmdu innflutningshafta, sem beitt hefir verið með mikilli Iharðýðgi, hefir risið upp ó- grynni nýrra iðnfyrirtækja. Sameiginlegt einkenni flestra þeira er það, að þau framleiða úr erlendum hráefnum vörur, sem ekki standast samkepni. Markmið innflutningshaft- anna mun hafa verið að spara útlendan gjaldeyrir okkar og ná verslunarjöfnuði við önnur lönd. Um það er naumast ágrein ingur, að nauðsyn sje á erfið- leikatímum að stöðva innflutn- ing á óþörfúm varpingi, sem þjóðin getur verið án. En sú stefna að láta fullunnar vör- ur víkja fyrir óunnum vörum, er greinilega til orðin fyrir vanhugsun eða villuhugsun. Það er auðsætt, að sparnaður gjaldeyris nemur aðeins.vinn- unni við að fullgera vöruna. en hún er tíðum erlendis ein- ungis lítill hluti af verði henn- ar. Það, að vinnan færist inn í landið, krefst á hinn bóginn þess, að inn sjeu fluttar vjel- ar, tæki, byggingarefni og ann- ar útbúnaður, sem nauðsyn- legur er verksmiðjurekstrin- um. Við kaup alls þessa, svo og viðhald, tapast aftur gjald- eyrir, og mun þá lítill eftir vinningurinn. En augljóst verð- ur, hve gagnv.erkandi þessi haftastefna er í því efni að spara gjaldeyrir, þegar á hitt er litið, að nefndur iðnaður bindur mikinn vinnukraft, sem ella hefði mátt nota við sköp- un arðbærrar útflutningsvöru, t. d. sjávarafurða, er veroa myndi gjaldeyrislind. Langar og kostnaðarsamar að flutningsleiðir hráefnanna á annan veginn, dýrar vjelar og tæki framleiðslunnar samfara þröngum markaði á hinn veg- inn valda því, að varan verðúr dýr og missir, samkepnismátt sinn. Fyrir þá sök skapar hafta stefnan aukna og varanlega dýrtíð, sem síðan vefður baggi á útflutningsframleiðslunni og gerir okkur á öllum tímum erfiðara að kepþa vjð erlendar þjóðir á heimsmarkaðinum. Það er regla, nær úndantekn- ingarlaus, að innfluttar vcrur eru mun ódýrari en sömu vor- ur unnar úr erlendum hráefn- um hjer, þrátt fyrir það, að hinar síðarnefndu njóti meiri eða minni tollverndar. Því er ljóst, að auk þess sem hafta- stefnan táknar gjaldevristöp og aukna dýrtíð, sviftir hin ríkissjóð miklum tolltekjum. Er hjer nokkur skýring á skatta farganinu, sem nú hvílir eins og mara yfir þjóðinni, lamar framtak og sligar atvinnurekst ur. Mjer er minnisstætt frá þeim tíma, er jeg dvaldi meoal Frakka laust fyrir byrjun þessa stríðs, að hagfræðiprófessorar þeirra túlkuðu eindregið frjálsa verslun, þannig að hver bjóð beindi megin orku sinni í fram leiðslu þeirrar vöru, er hún hefði sjerstöðu til. Sama skoð- un virðist ríkja nú meðal Breta og Bandarikjamanna, og hafa leiðtogar þeirra skorinort lýst yfir því, að frjáls verslun sje eitt af styrjaldarmarkmiðum þeirrá. Því mun vera kominn tími til að við íslendingar tökum að rumska og hyggja á breytta háttu. Það liggur í augum uppif að fiskveiðar og fiskiðnaður héfir öll hin bestu skilyrði hjer og að þangað ber okkur að beina kröftunum. Jafnvel síld- ariðjan ein, sem enn er á byrj- unarskeiði, myndi geta sjeð farborða tugþúsundum lands- manna. í fyrri hluta þessarar greinar er og rætt um tegund iðnaðar, sein ávalt mun eiga rjett á sjer: ódýr og hagkvæm framleiðsla úr innlendum hrá- efnum. I iðrum fósturjarðarinn ar eru hulin ógrynni verðmæta, sem reynast mun ágæt hjálp- arhella fyrir hagkerfi landsins. Þess skal getið. að vinsla kalks og kolsýru, sem þeir fjelagar þrír hafa byrjað, er aðeins upp haf og undirstaða margþættrar, stórfeldrar iðju, er þeir ætla að takast á hendur. Þykir mjer trúlegt, að í þessum steinskúr á Oddeyrartanga, sem jeg hefi drepið á, sje vísir að umfangs- miklum breytingum í sögu ís- lensks iðnaðar. Magni Guðmundsson. Enn á geðveikrahæli HIN fyiTverandi kvikmvnda- dís, Frances Farmer er nú í annað sinn á tveim árum kom in í geðveikrahæli. S;:gði móðir hennar að hún væri gjörsamlega óviðráðanleg heima. Myndin hjer að ofan var tekin af leikkomumi íyri ári síðan, er hún var fang- elsuð fyrir brot á áfengis- Iögimmn ög bifreiðalögunum. MAUGANG TEKIN. London í gærkvéldi: — Kín- verskar og breskar hersveitir í Norður-Burma hafa nú tekið borgina Maugang, serri er mik- ilvæg samgöngumiðstöð. Voru bardagarnir um hana mjög harðir. — Þá hafa nú banda- menn gjörsamlega umkringt Myitkyina, en bardagar eru þar stöðugt jafnmiklir. — Reuter. Dánarfregn EKKJAN Guðlaug Egilsdotí- ir Zoega andaðist að heimili sínu í Silver Bay, Man., 2. mais Guðlaug var fædd að bænura Minnivogum í Gullbrigusýslu árið 1849 og hefði því orðið 95 ára í maí n. k. ef henni hefði enst aldur til vorsins. Hún var dóttir hjónanna Egils Hallgrims, sonar prests og Þuríðar Klem- ensdóttur frá Stapakoti í Njaið víkum. Hún ólst upp með for- eldrum sínum í Minnivogum, uns hún giftist árið 1897, Þór'ði Jóhannessyni Zoega, af hinnx aljcunnu Zoega ætt. Þau áttu. fyrst heima í Reykja vík en fluttu til Kanada árið 1900. Heimili þeirra var fyrst í Brandon, ’Man., en árið 1905 gerðust þau ein af fyrstu land- nemunum í Silver Bay nýlend- unni og bjuggu þar ávalt síðan. Þórður ljest fyrir tveimur ár- um síðan og hafði þá veiið blindur í nokkur ár. 'ÍHún sjálf var rúmliggjandi hin síðusiu árin en tók því böli með þemx rólynda hetjudug, sem oítást einkennir hinn norræna ætt- stofn. Nágrannarnir höfðu enda orð á því, að það hefði verið hress- andi að sitja við rúmið hennar og hlusta á orðræður him ar glaðlyndu skírleikskonu. — Enskumælandi nábiiakona hafði orð á því við mig eítir jarðarförina, en enginn gæti fremur verðskuldað himnavist en þessi ágæta sómakona. Við Islendingar erum að rjeitu rómaðir fyrir gestrisnina en sú gestrisni er þýðingarmest og affærasælust, er viðmótið gerir menn hu.grakkari í lífsstríðinu og bjartsýnni á lífsgæðin. Þau áhrif verða hvergi sterkari eix þegar gamalmennið brosir s.inu sigurbrosi frá> banasænginni. Tvö börn hennar, Egill .Zo- ega og Mrs. Johnson, önnuð- ust hana með hinni mestu urn- hyggju til hins síðasta. — Auk þeirra átti hún fimm barnaböm og fjögur barnabarnabörn á lifi. Þótt hún væri lasburða ' og ellihrum, verður hennar samt sárt saknað af ættingjum og nágrönnum. Sá söknuður tuik- ar best manngildi hennar og móðurást. Hún hvarf samt af starfsviði jarðlífsins, til að hreppa t.rúrra þegna sigur- laun, þegar hvíldin var he: ni hentust. Blessuð sje minning hennar. Hún var jarðsungin frá 5s- lensku kirkjunni í Silver Bay þ. 9. mars af undirrituðum. H. E. Johnson. Takið þessa bók með í sumarfríið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.