Morgunblaðið - 06.07.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.1944, Blaðsíða 6
MOjt»G UNBLAÐIÐ Fimtudaginn 6. júlí 1944 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyTgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Jafnrjetti konunnar Á SÍÐASTA landsfundi kvenna var m. a. gerð sú krafa fyrir hönd íslenskra kvenna, „að jafnrjetti karla og kvenna sje trygt í stjórnarskránni“. Ókunnugir kunna að draga þá ályktun frá þessari kröfu, að við íslendingar sjeum svo langt á eftir flestum öðrum þjóðum, að hjer sje ekki enn komið á jafnrjetti milli karla og kvenna. En það er að sjálfsögðu ekki þetta, sem konurnar meina, heldur hitt, að þeim þyki hlutur kvenna fyrir borð borinn í framkvæmdinni. Svo sem kunnugt er, fengu konur fullkomið pólitískt jafnrjetti við karla með stjórnarskrárbreytingunni 19. júní 1915. Hún veitti konum kosningarjett og kjörgengi til Alþingis, sem var hinn sami og karlmanna. Fjórum árum áður (sbr. 1. 37, 11. júlí 1911) fengu konur sama rjett og karlar til þess að njóta kenslu og ljúka fullnaðar- prófi í öllum mentastofnunum landsins. Þá fengu konur og sama rjett og karlar til embætta á íslandi. Af þessu er ljóst, að íslendingar hafa verið í tölu þeirra fyrstu þjóða, sem veittu konum jafnrjetti við karla. Að sjálfsögðu gerir ríkisvaldið engan greinarmun á því, t. d. hvað launakjör snertir, hvort það er karl eða kona, sem gegnir stöðunni eða embættinu. Launin eru nákvæm- lega hin sömu hjá konunni og karlmanninum, ef um sama embættið er að ræða. Enda væri ekki hægt að tala um jafnrjetti kvenna og karla til embætta, ef laun konunnar, fyrir sömu störf, væru lægri. Það er því ekki með sanni hægt að segja, að ríkisvaldið gangi á rjett konunnar. Minsta kosti er ekkert ákvæði til í stjórnskipulögum landsins, sem setur konuna skör lægra en karla. Og ríkisvaldið á áreiðanlega ekki sök á því, að konur skipa ekki fleiri embætti hjer á landi en raun ber vitni. Orsökin er hin, að konur hafa ekki sótt um embættin. Engin kona hefir t. d. sótt um sýslumanns eða prestsembætti hjer á landi. Engin um prófessorsem- bætti, engin um skólastjórastöðu við æðri skóla. Ein kona gegndi um skeið hjeraðslæknisembætti, en hvarf frá því starfi. Fyrir nokkrum árum sótti kona um ríkisfjehirðis- embættið og hún fjekk það. , En þótt ekki verði með sanni sagt, að ríkisvaldið gangi á hlut konunnar, er viðhorfið annað, er út í atvinnulífið kemur. Þar er hlutur konunnar fyrir borð borinn. Þar er það mjög algengt að konur vinni sömu störf og karl- menn, en fyrir mun lægri laun. Hjer er mikið verkefni að vinna fyrir konuna, að fá leiðrjettingu á þessu mis- rjetti. Kjör barnakennara Á FULLTRÚAFUNDI Sambands íslenskra barnakenn- ara, sem nýlega var haldinn hjer í bænum, var m. a. rætt um launakjör kennarastjettarinnar. Var í því sambandi bent á þá staðreynd, að s. 1. vetur hafi verið 70 skóla- hjeruð án kennara með kennararjettinda og aðsókn að Kennaraskóla íslands færi þverrandi. Ekki er vafi á því, að barnakennarar eru verst laun- uðu starfsmennirnir, sem ríkið hefir í þjónustu sinni. Þó er það áreiðanlega svo, að óvíða ríður meir á því fyrir þjóðfjelagið, að góðir og gegnir menn sjeu að starfi, en einmitt við barnafræðsluna. Sjerstaklega er þetta áríð- andi nú, eftir að heimilin urðu fámenn, og því ekki hægt að sinna barnafræðslunni þar eins og áður var. Kröfurnar til barnakennara hafa verið auknar hin síð- ari ár. Skólavist þeirra hefir verið lengd og enn er markið sett hærra þar. Þetta er rjett stefna. En á móti verður aftur að koma það, að kennarar geti helgað sig starfinu að loknu námi. Alþingi verður að bæta kjör barnakennara, svo örugt sje, að góðir menn fáist í þær stöður. Vafalaust má víða í sveitum sameina prestsþjónustu og forstöðu heima- vistarskóla. En góðir heimavistarskólar eru áreiðanlega bestu uppeldisstofnanirnar, sem völ er á. Njósnarar ÞjóSverja fluttir frá Tangtsr LONDON í gærkveldi: — Anthony Eden utanríkismála- ráðherra skýrði neðri málstofu breska þingsins frá því í dag, til viðbótar skýrslu sinni, sem hann gaf 7. júní um þýska njósnara í Tangier og Spænsku Marokko, að enn hafi nokkrir þýskir njósnarar verið fluttir á brott. Enn eru þó nokkrir Þjóðverj ar eftir í löndum Spánverja í Afríku, sem reka njósnastarf- semi og á breski sendiherrann í Madrid í viðræðum við spænsk yfirvöld um að þeir verði og fluttir á brott. Hefir breski sendiherrann gert sþænsku stjórninni það ljóst, að breska stjórnin búist við, að lát ið verði til skarar skríða nú þegar í þessum málum, sam- kvæmt áðurgerðum samning- um milli Breta og Spánverja. — Reuter. Hátíðablað „Akraness" BLAÐIÐ er 24 síður að stærð, með smáu letri, og því mikið lesmál. Það er í bláum lit. — í því eru samtals 40 myndir, þar á meðal heilsíðumynd af Jóni forseta á fyrstu §íðu. Er mynd- in mjög góð. Af efni blaðsins má m a. nefna þetta: Sjálfstæði íslands. Eftir Pjetur Ottesen. Við skul- um líta yfir farinn veg. Eftir Ól. B. Björnsson. í þeirri grein eru þessar undir-fyrirsagnir: Tvöföld tímamót. Landnám Akraness. Fámehni, fátækt og basl. Frelsishetja. Það rofar til. Árið, sem minnast skal. — Það vorár. Þú skalt fram. Við lítum um öxl — en höldum áfram. í þessu hefti lýkur þættinum um verslunina á Akranesi. Er það löng grein og mikið efni. í blaðinu er 3 myndasíður með skýringum. Yfirskriftirnar á þeim síðum eru þessar: Áfram í áttina miðar. Á Akranesi er róið og ræktað. .,Nú blika við sólarlag sædjúpin köld“. Þá er í blaðinu kveðja frá Viðskiftamálaráðherra, Birni Ólafssyni, í tilefni af 80 ára verslunarafmælis Akraness. Til blaðsins er mjög vandað að frágangi öllum eins og áður. F j árhagsástæður Finna. Stokkhólmi: — Prófessor Su- viranta, sem nýlega var hjer í Stokkhólmi, gestur Sænsk- finska fjelagsins, sagði í ræðu, sem hann flutti, að fjárhags- ástæður Finna væru nú miklu sæmilegri en fyrir tveim árum síðan, og þeir þar af leiðandi færari um að mæta erfiðleikum þeim, sem þeir eiga við að stríða. Eistlendingar flýja hóp- um saman. Stokkhólmi: Sænsk blöð hafa birt viðtal við Wiseselgren prófessor, sem er manna fróð- astur í sögu Eistlendinga af sænskum ættum. Segir hann að fjöldaflótti sænskra Eistlend inga úr landi sínu sje einsdæmi í sögu þessa fólks. Ferðalag í jeep-bíl. I SAGAN, sem jeg sagði hjer í dálkunum í gær, var í rauninni ekki nema hálfsögð. Jeg var kom j inn að Selfossi, hafði sníkt mig . þangað í mjólkurbíl austan úr Grímsnesi og hitt skemtilega ferðafjelaga. í stað þess að missa af rútunni á Selfossi fór jeg á undan henni og tildrögin til þess voru þau, að amerískur hermaður, sem var þarna á ferðinni í jeep-bíl, bauð mjer far með sjer og var það með þökkum þegið, þar sem rút- an átti ekki að fara fyr. en eftir eina tvo klukkutíma. Snáðinn, sem talaði ensku. ATHYGLI MÍN á hermannin- um og jeep-bílnum var vakin með því, að smá snáði, 10 ára gamall eða svo, fór að tala við hermanninn á ensku. Það var ekki um að villast, að pilturinn var íslenskur, en talaði þó ensk- una vel. Hann var að biðja her- manninn að lofa sjer að aka bíln um, en hermaðurinn tók því fjarri. Jeep-bíllinn stöðvaðist rjett við hliðina á mjer og þá datt mjer í hug að spyrja, hvort her- maðurinn væri að fara til Reykja víkur. Kvað hann það vera og bauð mjer að sitja í. Snáðinn, sem talaði enskuna, sat í hjá okk ur yfir brúna og jeg spurði hann, hvar hann hefði lært ensku. „Hjá hermönnunum", svaraði piltur. Er hann þar með úr þess- ari sögu. Hermaðurinn, sem talaði íslensku. ÞAÐ KOM upp úr kafinu, að hermaðurinn í jeep-bílnum tal- aði þó nokkuð í íslensku og hann hafði mikinn áhuga fyrir landi og þjóð. Varð ferðalagið til bæj- arins hið skemtilegasta. Hermað urinn sagði mjer, að hann hefði dvalið hjer á landi í 18 mánuði og hafði í frístundum sínum lagt stund á íslensku og að kynnast landinu eftir föngum. Hefir hann ferðast allmikið um landið. Marg,t var rabbað á leiðinni. Hermaðurinn hafði verið við Geysi og sjeð hann gjósa. Tók hann litmyndir af gosinu. Nú vildi hann sjá Grýtu í Hvera- gerði gjósa og taka myndir af því. Við lögðum því leið okkar þangað uppeftir. Grýta gýs mjög reglulega, eins og kunnugt er, en við vorum svo óhepnir, að hún hafði gosið fyrir um 10 mín- útum, er við komum, og þurftum við því að bíða nokkra stund. Þarna var fleira fólk í sömu er- indum og höfðu nokkrir með sjer sápu. Flýtti það fyrir gosinu. • Heppileg farartæki. JEEP-BÍLAR hersins, sem sumir kalla kríli og aðrir „jeppa“, eru einstaklega heppileg farar- tæki hjer á landi. Þeir fara yfir holt og hæðir og það er blátt á- fram ótrúlegt, hvað hægt er að komast yfir á þeim. Á góðum vegi geta þeir farið jafnhratt og „lúxusbílar" og eru jafn þægi- legir. Heppilegri farartæki væri ekki hægt að fá fyrir íslenska bænd- ur. Það er hægt að nota þá til dráttar, í flutninga og á sunnu- dögum gæti ' heimilisfólkið far- ið í þeim til kirkju eða í önnur ferðalög. Spái jeg því, að verði bílar þessir framleiddir til sölu fyrir almenning að stríðslokum, þá verði mikil eftirspurn eftir þeim hjer á landi. Hermennirnir vita lít- ið um ísland. ÞAÐ VAR merkilegt, hvað þessi hermaður var orðinn kunn ugur öllu hjer á landi. Hann les Morgunblaðið reglulegn. „Maður verður að fylgjast með því, sem gerist“, sagði hann. „Mjer líkar vel við Morgunblaðið“. Ekki lái jeg honum það. - Er jeg spurði hermanninn, kunningja minn, hvort það væri algengt meðal hermanna, að þeir kyntu sjer land og þjóð, eins og hann hefði gert. „Nei, því mið- ur“, sagði hann. „Það versta er, að margir hermenn fá ekki neitt tækifæri til að kynnast þjóðinni og landinu. Þeir sjá fæstir annað en staðinn, þar sem þeir eru í herbúðum. Verst er það að mín- um dómi með þá hermenn, sem eru í og við Reykjavík. Þeir kynnast engu nema Reykjavík og það er eins fjarri því, að Reykjavík sje Island, eins og t. d. að maður, sem kemur til New York, geti sagt, að hann hafi sjeð Bandaríkin“. © Aukinn áhugi fyrir ís- landi í Ameríku. HERMAÐURINN, sem jeg hefi verið að segja ykkur frá, hefir tekið hjer mikið af ljósmyndum. Hann ætlar að koma sjer upp miklu ljósmyndasafni frá íslandi til að sýná löndum sínum, er hann kemur heim eftir stríð. Hann telur, að áhuginn fyrir Is- landi sje stöðugt vaxandi í Amer íku. Þúsundir hermanna, sem hingað hafa komið, segja frá dvöl sinni hjer. Það vekur áhuga fyrir að fá að vita meira um landið og þjóðina. Þessir menn verða okkur til góðs. EFTIR HINA stuttu viðkynn- ingu við þenna unga Ameríku- mann er jeg viss um, að hann á eftir að verða okkur Islending- um til góðs. Honum hefir tekist að fá staðgóða þekkingu á land- inu og þjóðinni og hefir lært að meta það, sem betur fer hjá okk- ur. \ Þegar hann kemur heim mun hann segja frá landinu eins og það kom honum fyrir sjónir. Hann mun ábyggilega bera okk- ur söguna vel og við þurfum að eiga slíka vini erlendis, sem geta og munu taka upp fyrir okk ur hanskann, þegar á þarf að halda, og það er harla oft, sem tækifæri gefst til þess. Vinir vorir. VIÐ ERUM svo vel settir, að við eigum allmarga góða vini erlendis, en því miður eru þeir fleiri, sem af vankunnáttu, kæru leysi og tómlæti breiða út skoð- anir um ísland, sem gera ekki annað en að spilla fyrir okkur á erlendum vettvangi. Jeg hygg, að það muni ekki vera margir — að Vestur-íslend- ingum undanskildum — sem eru hjer í hernum, sem gera sjer ó- mak til að kynnast landi og þjóð. Það ætti að gera eitthvað fyr- ir hermenn sem vilja kynnast landi og þjóð. — íslensku- kensla fyrir erlenda hermenn, sem haldið hefir verið uppi í Há- skólanum undanfarna vetur, er spor í þá átt. En það mætti gera meira. Við höfum ekki ráð á því íslendingar að kasta frá okkur tækifærum til landkynningar, sem kunna að berast upp í hend- urnar á okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.