Morgunblaðið - 08.07.1944, Side 1

Morgunblaðið - 08.07.1944, Side 1
31. árg-angnr. 150. tbl. — Laugardaginn 8. júlí 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. Flugvjelar ráðasf á rak- effusföðvar London í gærkveldi: Breskar Lancaster-flugvjel- ar rjeðust í gær á mikið mann- virki í Calaishjeraði og er álit ið að það hafi verið reyst sem skotstöð fyrir risastór rakettu- skeyti, sem Þjóðverjar sjeu að búa sig til að skjóta á Bretland. Var þetta tilkynt af flugmála- ráðuneytinu breska í dag. ■ Mannvirki þessi eru afskap- lega sterk, þannig að nota varð gegn þeim 12.000 punda sprengjur, þær stærstu, sem til eru. Álitið er, að ein slík hafi komið beint niður á vi'rkið, far ið gegnum steinsteypuþak þess og sprungið inni í því. Aðrar fjellu mjög nærri. — Árásun- um mun verða haldið áfram eftir þörfum. — Reuter. — Kensluplötur í sænsku til íslands! Stokkhólmi: „Degens Ny- heder“ flytur þá fregn, að fræðslumálastjórnin sænska hafi látið gera allmikið af tal- plötum, kensluplötum í sænsku til þess að nota í dönskum, norskum, finskum og íslenskum skólum. Var upphaflega svo til ætlast, að plötur þessar færu til Danmerkur. Talið er, að danska fræðslumálastjórnin sje að láta gera kensluplötur í dönsku til þess að senda til Sví þjóðar. 15.000 börn frá London London í gærkveldi: I dag voru 15.000 börn á aldr inum 6—16 ára, flutt á brott frá London til öruggari staða. Fóru kennarar með börnunum. — Ráðgert er að halda flutn- ingum þessum áfram. — Svif- sprengjur hafa fallið á London og aðra staði í Suður-Englandi, bæði í nótt sem leið og eins í dag. Var sumum þeirra grand- að, áður en þær fengju valdið tjóni. — Reuter. Kínverjum óskað heilla London í gærkveldi: Bæði Churchill og Roosevelt hafa sent Chang Kai Shek skeyti i tilefni af því, að sjö ár eru nú liðin, síðan styrjöld Kín verja gegn Japönum hófst. Er tekið fram í skeytum þessum, að Kínverjar muni verða studd ir öfluglega í hinni erfiðu bar- áttu við óvini sína. •!— Reuter. Bandaríkjamenit brjótast yfir Vire-ána Aðstaðan annarsstaðar óbreytt Gautaborg í gærkveldi: Gunder Hágg setti í kvöld nýtt heimsmet í 1500 metra hlaupi. Hljóp hann á 3 mín. 43.0 sek. og bætti þar með fyrra heimsmetið, sem landi hans Arna Andersson átti, um 2 sekúndur. Var það 3 mín. 45.0 sek. — Arne Andersson varð að láta sjer nægja annað sætið, en samt hljóp hann innan við sitt fyrra met. Tími hans var 3 mín 44.0 sek. — Reuter. Dauðaslys í Ljósa fossstöðinni Bjarni Ingjaldsson frá Stokkseyri beið bana af rafstraumi. í GÆRMORGUN bilaði spóla í annari rafmagnsvjelinni í Ljósafossstöðinni. Var strax far ið að vinna að aðgerð á vjel þessari. En nokru seinna, eða laust fyrir kl. 10 f. h. kom það slys fyrir, að unglingspiltur, sem vann við aðgerð þessa, og var í vjelinni,, fjekk rafmagns- straum í sig, svo sterkan, að hann mun hafa andast sam- stundis. Framh. á 2. síðu. London í gærkveldi. Einkaskeyli lil Morgup- blaðsins frá Reuter. SNEMMA í MORGUN byrjuðu Bandaríkjamenn fyrir suð- austan Carentan sókn yfir ána Vire. Var hún hafin með stór- skotahríð, en síðan komst fótgönguliðið yfir. Tókst sæmilega að komast yfir ána, en eftir það harðnaði mótspyrna Þjóðverja mjög. Eru nú framsveitir samt komnar nokkuð eftir þjóðveg- inum frá Carentan til St. Lo. — Hafa verkfræðingasveitir Bandaríkjamanna nú slegið brú yfir Vire ána, sem þarna er um 100 fet á breidd. La Haye brennur. Ástandið umhverfis La Haye er nokkuð óljóst, en borgin mun nú standa í ljósum loga. Sögðu Þjóðverjar í dag. að þeim hefði tekist að innikróa og uppræta hersveit Bandaríkjamanna, sem sótti niður úr hæðunum að þorp inu. — I mýrarflákunum fyrir suðaustan Haye er ástandið að mestu óbreytt og orustur minni en áður. Alt kyrt við Carpiquet. Hvorugur aðili hefir í dag get ið um aðra bardaga við Carpi- quet flugvöllinn, en nokkrar stórskotaliðsviðureignir. Éinn- ig hófu Bretar stórskotahríð á stöðvar Þjóðverja handan ár- innar Orne, en hún lakmarkar yfirráðasvæði bandamanna að austan. Flugveður versnar aftur. í herstjórnartilkynningu banda manna í kvöld segir, að flug- veður hafi aftur brugðið til hins verra í dag, og hafi aðeins orustuflugvjelar getað farið könnunarflugferðir yfir strönd unum og orustusvæðunum, en ekki aðstoðáð herina neitt að heitið geti. — Þjóðverjar kveð ast í nótt sem leið hafa gert atlögur að skipum bandamanna við ströndina með tundur- skeyta- og steypiflugvjelum og sökt þrem flutningaskipum, en laskað tvö beitiskip. Sjóbardagi við Hollandsstrendur — Reuter. London í gærkveldi: I gær kom til allmikilla við- ureigna á sjó undan Hollands- ströndum og voru þar að verki breskir tundurskeytabátar og hraðbátar, en hinumegin voru þýskir vopnaðir togarar og varðskip. Var barist lengi dags og var sökt þarna einum vopn uðum togara þýskum, en kveikt í nokkrum varðbátum. Bretar mistu einn tundurskeytabát og auk þess urðu nokkur önnur aF skipum þeirra fyrir skemd- um og mistu nokkra menn. Fölsuð boðskort. Stokkhólmi: Nýlega hjeldu Þjóðverjar í Stokkhólmi leik- sýningu, þar sem hinir kunnu þýsku leikarar Lillian Harvey og Georg Alexander Ijeku. — Voru þá af einhverjum ókunn- um aðilum fölsuð boðskort að sýningu þessari og send fjölda manns, sem svo varð frá að hverfa, því þeir, er stóðu fyrir sýningunni höfðu fylt húsið af boðsgestum. Olli þetta allmikl- um óþægindum og hefir' málið nú verið afhent lögreglunni til rannsóknar. Lofloruslurnar yfir Þýskalandi í dag London í gærkveldi: Bandaríkjamenn sendu mik- inn fjölda flugvjela yfir Þýskaland í dag og var ráðist á olíuvinslustöðvar og flug- vjelasmiðjur nærri Leipzig. Er sagt að 1000 sprengjuflugvjelar hafi farið í leiðangur þenna og 500 orustuflugvjelar fylgt þeim. Urðu miklar loftorustur, að því er Bandaríkjamenn til- kynna og segjast þeir als hafa grandað 104 þýskum flugvjel- um. Sjálfir kveðast þeir als hafa mist 36 sprengjuflugvjel- ar og 6 orustuflugvjelar. Ægilegur eldsvoði í Harlford London í gærkveldi: í gær kviknaði í fjölleikhús- tjöldum í Hartford, Conn, Bandaríkjunum og breiddist eldurinn út með ofsahraða. Eft ir því, sem þegar er vitað, hafa 146 manns farist í eldinum, flest börn. Eru þó enn ekki öll kurl komin til grafar um mann tjónið. — Reuter. • • Qnnur loflárás á Japan London í gærkveldi: Tilkynt hefir verið í Washing ton, að hin nýju stóru flugvirki Bandaríkjamanna hafi aftur í nótt sem leið ráðist á megin- land Japans. Var árásinni eink um beint gegn flotabækistöð- inni Sasebo og stálframleiðslu- borg einni mikilli, Yawata, sem ráðist var einnig á þann 15. júní. Báðar eru borgir þessar syðst á meginlandi Japan. Ekki hafa borist nánari fregnir af á- rás þessari enn sem komið er. Þjóðverjar herða gagnáhlaup á Ítalíu London í gærkveldi: Síðan síðustu dagan fyrir fall Rómaborgar, hafa ekki verið háðir eins harðir bardagar á Italíu og nú. Gera Þjóðverjar víða gagnáhlaup og hafa mikið af stórskotaliði og er það ætlun manna, að þeir muni reyna að halda þeim stöðvum, sem þeir hafa nú, þar til hinar miklu varnarstöðvar þeirra norður í fjöllunum sjeu fullgerðar. Að- alvarnasvæði þeirra er nú um- hverfis Aresso, en annars er viðnámið hvarvetna mikið. Þá hefir orðið vart við það, að Þjóðverjar sjeu að styrkja varnir hinnar þýðingarmiklu hafnarborgar Livorno, og virð- ist svo, sem þeir telji sig eiga á hættu, að á borgina verði ráð ist af sjó. Hafa þeir aukið mjög við stórskotalið við höfnina. Áttundi herinn á örðugt um sókn nærri Aressa, því Þjóð- verjar hafa þar mjög mikið stórskotalið, sem þeir beita ó- spart. Á Adriahafströndinni eiga pólskar hersveitir í mikl- um bardögum, en æ vestur- ströndinni sækir fimti herinn fram gegn öflugri mótspyrnu. — Reuter. Vanþakklálur Pólverji Frá norska blaðaf ulltr úanum: Um hvítasunnuna síðustu voru mjög margir menn hand- teknir á Fosenskaga við Þránd- heimsfjörðinn. Kom þangað þýsk lögregla og hafði með sjer þólskan stríðsfanga, sem vísaði als á 44 Norðmcnn, sem teknir voru fastir. Pólverjinn hafði áð ur ferðast þarna um, dulbúinn sem rúscneskur herfangi og hafði fóikið hjálpað honum á ýmsa vegu, gefið honum að borða, lofað honum að hlusta á ólöglegar útvarpcsendingar o. fl. Nú þakkaði hann fyrir sig, með því að ljósta upp um hjálp- endur sína alla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.