Morgunblaðið - 19.07.1944, Side 10

Morgunblaðið - 19.07.1944, Side 10
10 tóORQUNBLAÖIÐ Miðvikudagur 19. júlí 1944 LARRY DERFORD 1ÁJ. S)omeróet Waul I tam: í leit að lífshamingju — 47. dagur — „Það getum við ekki, sjálfir heiðursgestirnir". „Jæja, fáum okkur þá einn lítinn, áður en við förum“, sagði Gray. Við gerðum það, og svo kvaddi jeg. Þau fylgdu mjer til dyra, og meðan jeg var að fara í frakkann, tók Isabel utan um Gray og þrýsti sjer upp að hon- um og horfði í augun á honum með mjög góðri eftirlíkingu af þeirri blíðu, sem jeg hafði ásak að hana um að hafa ekki til að bera. „Segðu mjer Gray — hrein- skilnislega — finnst þjer jeg vera hörð í skapi?“ „Nei, elskan, langt því frá. Hefir einhver verið að segja það?“ „Nei“. Hún snjeri sjer frá honum og rak út úr sjer tunguna framan í mig, þannig, að Elliott hefði ábyggilega ekki þótt það sæma tiginni konu. „Mjer er nú sama, hvað hann segir“, tautaði jeg, um leið og jeg gékk út og lokaði á ftir mjer. Þegar jeg korri næst til París, var Maturinfjölskyldan farin, og önnur fjölskylda bjó í íbúð Elliotts. Jeg saknaði Isabel. — Hún hafði skemtilega fram- komu, og það var auðvelt að halda uppi samræðm við hana. Hún var örlynd, en ekki lang- rækin. Jeg hefi ekki sjeð hana síðan. Jeg er skelfing ónýtur við að skrifa brjef, og sama máli gegndi um hana. Ef hún gat ekki náð í mann eða sent skeyti, þá hugsaði hún ekkert um að hafa samband við mann. Jeg fjekk kort frá henni um jólin. Á því var mynd af húsi með fallegum eikartrjám um- hverfis. Jeg hugsaði með sjálf- um mjer, að þetta væri húsið á búgarðinum, sem þau hefðu ekki getað selt, þegar þau þurftu á peningunum að halda, en vildu nú líklega gjarnan eiga áfram. Stimpillinn á frí- merkinu sýndi að kortið hafði verið látið á póst í borginni, sem hún hafði nafngreint. Jeg ályktaði því, að' samningar hefðu tekist og þau setst að í borginni. Jeg hefi aldrei komið til þess arar borgar, en jeg býst við, að þar sjeu, eins og í öðrum ame- rískum borgum, sem jeg þekki til, hverfi í hæfilegri fjarlægð frá viðskiftahverfinu og helsta klúbbnum í borginni, með fal- egum húsum og stórum görðum þeirra efnuðu. í slíku hverfi og í slíku húsi, með nýtísku hús- gögnum frá New York í öllum herbergjum frá kjallara til háalofts býr Isabel ábyggilega núna. Jeg vona bara, að mál- verkin, sem hún á eftir Renoir, Manet, Monet og Gauguin sjeu ekki of gamaldags til þess að fá stað í húsi hennar. Borðstofan er vafalaust vel til þess fallin að halda í henni hádegisboð, sem Isabel heldur oft fyrir vin- konur sínar. Þar verður gott vín og afbragðsmatur. Hún lærði margt í París. Isabel hefði ábyggilga neitað að búa í hús- inu, ef henni hefði ekki litist á dagstofuna. Jg býst við því, að Joan og Priscilla sjeu orðnar stórar. Jeg er viss um, að þær hafa verifT aðdáanlega vel aldar upp. Þær hafa verið sendar í bestu skól- ana, og Isabel hefir sjeð um, að þær yrðu öllum þeim kostum búnar,sem gera þær eftirsóknar verðar í augum ungra manna. Þó að jeg búist við, að Gray sje nú orðinn dálítið rauðleitari í andliti, bústnari í kinnum, þunnhærðari og töluvert þyngri, þá trúi jeg því ekki, að Isabel hafi breyst. Fertug er hún fegurri en dætur hennar. Jeg er viss um það, að Maturin fjölskyldan er eins vinsæl og hún á skilið. Isabel er skemti- leg, full yndisþokka og kurteis. Gray er auðvitað fyrirmyndar náungi. ★ Nú er sagan öll. Jeg hefi ekk ert heyrt frá Larry, enda bjóst jeg ekki við því. Þar sem hann gerði yfirleitt það, sem hann ætlaði sjer, finnst mjer líklegt, að hann hafi fengið vinnu á bílastöð, þegar hann var kom- inn til Ameríku og ekið vöru- bíl, þangað til hann var búinn að afla sjer þeirrar þekkingar, sem hann vildi, á landinu, sem hann hafði dvalist langdvölum frá. Þegar hann var búinn að því, gat vel verið, að hann hafi framkvæmt þá skrítnu hug- mynd að verða leigubílstjóri. Þetta var aðeins hugmynd, sem hann hafði fengið við borð í kaffihúsi, en það kæmi mjer ekki á óvart, að hann hefði framkvæmt hana. Og aldrei síð an hefi jeg leigt mjer bíl í New York án j^ess að líta á bílstjór- ann í þeirri von, að jeg mætti augum Larrys, alvarlegum, en þó brosmildum. Það hefir aldrei orðið. ★ Og nú geisar styrjöld. Það getur verið,að hann hafi gengið í flugherinn, það getur verið, að hann aki vörubíl heima eða erlendis og það getur líka ver- ið, að hann vinni í verksmiðju. Jeg gæti hugsað, að hann sje í tómstundum sínum að skrifa bók, þar sem hann reynir að setja fram það, sem lífið hefir kent honum og boðskap þann, sem hann hefir að færa með- bræðrum sínum. En ef hann er að því, þá getur liðið langur tími, þar til hann hefir lokið verkinu. Hann hefir‘ nógan tíma, og engin eru á honum ellimörkin. Hann hefir sömu markmið og ungur maður. Hann er laus við metorða- girnd, og hann kærir sig ekki um neina frægð. Það er honum víðsfjarri að vilja vera við op- inbert líf riðinn. Og því getur það vel verið,, að hann lifi á- nægður því lífi, sem hann hefir kosið sjer, vera aðeins hann sjálfur. Hann er of hæverskur til að gera sig að einhverri fyr- irmynd, en það getur verið, að hann haldi, að hann geti í tæka tíð kent nokkrum mönnum, er dragast að honum eins og járn- duft að segli, að fullnægingar lífsins sje að leita í lífi andans, og því einu, og hann geti með því að ganga braut þá, sem hann hefir kosið sjer, með grandvarleik og sjálfsafneitun, gert eins mikið gagn og með því að skrifa bækur og ávarpa fjöldann. En þetta eru allt tilgátur. Jeg lifi á jörðinni, jeg er bundinn jörðinni. Jeg get aðeins dáðst að svona sjaldgæfri persónu. Jeg get ekki fetað í fótspor hans og komist að hugrenning- um hans eins og mjer finst jeg stundum geta, þegar um er að ræða menn, sem eru líkari mönnum eins og þeir gerast. — Larry hefir sogast inn í það mikla mannhaf, sem býr yfir svo mismunandi áhugamálum, svo sokkið í æði veraldarinnar, þráir hið góða, svo fullvjst á ytra borðinu, en vantrúað hið innra, svo vingjarnlegt, svo harðgeðja, svo vongott, svo ilskufult, svo veglynt, Banda- ríkjaþjóð Norður-Ameríku. Þettaer allt og sumt, sem jeg get sagt um hann. Jeg veit, að það er ekki fullnægjandi. Ekki get jeg að því gert.En þegar jeg var að skrifa þessar síðustu blaðsíður, var jeg mjer þess ó- þægilega meðvitandi, að jeg yrði að skilja við lesandann dá- lítið í lausu lofti. Jg leit því yfir hina löngu frásögn, til þess að athuga, hvort jeg gæti ekki fundið einhvern fyllri endi. Mjer til mikillar undrunar, varð mjer það Ijóst, að jeg hafði skrifað sögu, þar sem alt fór vel, án þess þó að hafa á nokk- urn hátt ætlað mjer það. Því að allar aðalpersónurnar fengu það sem þær vildu: Elliott kyntist heldra fólkinu. Isabel öðlaðist góð efni og trausta að- stöðu í lífinu meðal starfsamra og mentaðra manna. Gray góða stöðu og skrifstofu, þar sem hann gat setið frá níu til sex á hverjum degi. Sophie dauðann. Og Larry lífshamingju. Hvað sem aðfinnslum uppskafning- anna líður, þá finnst okkur „al- múganum" gaman að sögum, þar sem alt gengur að óskum. Svo að endirinn er ef til vill ekki svo ófullnægjandi hjá mjer, þegar allt kemur til alls. ENDIR. í sumarfríið: Strandföt Sport Peysur Vesti Blússur Sokkar Versk Gunnar A. Magnússon Grettisgötu 7. Cullhöllin, sem sveif í loftinu Æfintýr eftir P. Chr. Asbj‘rnsen. 2. lögðu þeir aftur af stað og eftir langa ferð komu þeir til konungshallar einnar og fengu þar vinnu báðir tveir. Þegar þeir höfðu borðað sig vel sadda og hvílt sig, í gogginn örlítið lengur, þeir hefðu lítið nesti og mættu ekkert missa af því. Nokkru eftir að þeir voru farnir að heiman, safnaði yngsti bróðirinn saman þeim litlu leifum, sem þeir h‘fðu skilið eftir, setti þær í lítinn mal, sem hann átt, tók með sjer gömlu byssuna, sem ekki var hægt að skjóta úr, því hann hugsaði að altaf væri gaman að hafa hana með sjer, svo lagði hann af stað. Þegar hann hafði gengið nokkra daga, kom hann líka inn í skóginn mikla, sem bræður hans höfðu farið gegnum, og er hann varð þreytt- ur og svangur, settist hann undir trje einu og ætlaði að hvíla sig og fá sjer bita, en hann hafði augun hjá sjer, og þegar hann ætlaði að fara að opna malinn, sá hann, að mikið málverk hjekk þar á trje einu og var það mynd af fagurri mey eða konungsdóttur jafnvel, sem honum fanst svo fögur, að hann gat ekki haft augun af mynd- inni. Hann gleymdi bæði mat og mal og tók myndina niður og lá þarna og starði á hana. En alt í einu kom afgamla kerlingin upp um þúfu, sleikti út um og skreidd- ist riðandi til hans og bað hann um svolítinn bita, því ekki sagðist hún hafa bragðað mat í hundrað ár. „Þá er líklega tími til kominn, að þú fáir einhverja lífsnæringu“, sagði piltur og gaf henni af þessum brauð- molum, sem hann hafði. Kerling sagði, að þetta skyldi hún launa honum vel. Hún gaf honum gráan bandhnykil, sem hann átti að láta velta á undan sjer, hvert sem hnyk- illinn vildi fara, en myndina sagði hún að hann skyldi ekki hirða um, það væri aðeins til ógæfu fyrir hann að gera það. Pilti fanst þetta alt ágætt, en myndina vildi hann með engu móti missa, tók hana undir hendina, en hnykillinn valt á undan honum, og ekki leið á löngu uns hann kom til konungshallar þeirrar, þar sem bræður hans voru. Þar bað hann líka um vinnu, en honum var sagt, að hans væri ekki þörf, þar sem nýlega væru komnir þangað tveir nýir vinnumenn. En piltur bað svo fallega, að honum var að lokum leyft að hjálpa hestahirði kon- ungs við hrossin. Þar kom piltur sjer svo vel, að öllum fór að þykja vænt um hann, enda var hann mikill hesta- vinur, en hverja stund, sem hann var ekkert að gera, var Hún (í ástandinu): — Vitið þjer hvaða munur er á dansi og hergöngu? Hann: — Nei. Hún: — Já, jeg þóttist finna það. ★ „Maturinn er sjerstaklega góður. Þú hlýtur að hafa haft þessa matreiðslukonu lengi. „Já, sannarlega. Hún hefir verið hjá okkur 10 eða 12 mál- tíðir“. ★ — Hvernig þótti þjer ræðan mín? Var ekki niðurlagið gott? — Jú, en það kom altof seint. ★ Gestur: — Þessi kjúklingur er ekkert annað en hamur og bein. Þjónninn: — Viljið þjer ef til vill fá fiðrið lika? ÁRIÐ 1874 var leikkonunni Sarah Bernhardt ráðlagt að hætta að leika, það er að segja, ef hún vildi halda lífinu. JEn hún fór ekki að þessum ráðum. Jafnskjótt og hún stóð upp úr veiki þeirri, sem hrjáði hana, fór hún beint til leikhússins. Þegar einn a"ðdáandi hennar spurði hana nokkru seinna, hvaða gjöf hún vildi helst að hann færði henni, svaraði hún: „Þeir segja, að jeg fari að deyja, svo það er sennilega best að þjer sendið mjer líkkistu". Viku seinna var hún ónáðúð af líkkistusmið, sem sagðist vera kominn til þess að taka mál af henni og leita umsagnar hennar um, hvernig hún vildi helst hafa líkkistu sína. Sarah mótmælti í fyrstu, en skifti síð- an um skoðun og samþykti að kistan yrði smíðuð úr rauðvið, með handföngum úr skíru silfri —- síðar breytt í gull. Það sem hún átti eftir ólif— að, hafði hún kistuna altaf hjá sjer, jafnvel þegar hún var á ferðalögum. Hún ljet gera sjer- staka undirstöðu undir hana og stóð kistan við enda rúmstæð^ is Ieikkonunnar, svo að auðvelt var að sjá hana úr rúminu. „Til þess að minna mig á, að líkami mínn verður brátt að dufti og að frægð mín mun lifa að ei- lifu“, sagði hún.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.