Morgunblaðið - 07.09.1944, Page 1

Morgunblaðið - 07.09.1944, Page 1
81. árgungTir, 200. tbl. — Fimtudagur 7. september 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. FBAIHSVEITIIt. IIMIVi í ÞÝSKALAIVID KANADAMENN IJMKRIMGJA CALAIS ■ ■ Þannig lítur Otfusárbrúin úl Snörp vörn Þjóðverjn í Hnvre, irest og Boulogne London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FRAMSVEITIR þriðja ameríska hersins hafa farið í könnunarferð inn yfir þýsku landamærin og eru allmikl- ar hersveitir komnar þarna yfir ána Moselle. Könnunar- sveitirnar fóru aftur til meginhersins eftir könnunar- ferðina. Þ.ær munu hafa farið yfir landamærin rjett við Luxembourg. Kanadiski herinn er nú að berjast við Þjóðverja um borgirnar við Ermarsundið og hafa umkringt Calais og eru í úthverfum Boulogne. Pólskar hersveitir nálgast Dunkerque, og eru bardagar allsstaðar harðir þarna. —■ Bandamenn beita nú sprengjuflugvjelum sínum gegn vörnum Þjóðverja í hinum einangruðu hafnarborgum. a_____ ÞANNIG leit Olfusárbrúin út, eftir að annar burðarstren gurinn hafði sutnao. Mynum er tekin af vestri bakka Ölfusár. — Grein um brúna og fleiri myndir á bls. 2. Ljósm. Mbl. (J. Sen). Rússar við landa- mæri Jugoslaviu Hafa tekið Turno-Severin London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun blaðsins frá Reuter. RÚSSAR tilkynntu í herstjórnartilkyningu sinni í kvöld: herir þeirra væru komnir að landamærum Júgóslafíu á einum stað og ennfremur að borgin Turno-Severin hefði verið tekin. að Nokkru áður en herstjórnar- tilkynningin barst, hafði í Moskva verið gefin út dagskip- an frá Stalin, þess efnis, að tekin hefði verið borgin Ostro- lenkais um 100 km norðaustur af V'arsjá og 35 km suðaustur af landamærum Austur-Prúss lands. Stendur borg þessi við fljótið Nareth og þar segja Þjóð verjar í dag að miklir bardag- ar geisi. Rússar segjast hafa hreinsað algerlega austurbakka Nareth fyrir sunnan Ostrolenkais og tekið þar nokkur þorp. Einnig segjast Rússar hafa í gagn- áhlaupum bætt aðstöðu sína við bæinn Wolovin, sem um nokkra daga hefir ýmist verið á valdi Rússa eða Þjóoverja. í Rúmeníu ræða Rússar um framhaidssókn og tilkynna töku ýmissa borga og bæja, en annarsstaðar kveða þeir könn- unarsveitaskærur hafa átt sjer stað. „Óheppileg" dag- skipan PÓLSKA útlagastjórnin hef- ir gefið út yfirlýsingu, þar sem dagskipan Sosnokowskys ‘um það, að verið sje að brytja Varsjábúa niður eins og fje, vegna þess að enginn af banda mönnum Pólverja vilji hjálpa þeim, sje mjög óheppileg eins og á standi, þar sem verið sje að reyna að komast að sam- kcmulagi við Rússa. — Talið er, að Pólverjar þeir, er í Var- sjá berjast, sjeu nú mjög að þrotum komnir. — Reuter. Finnsk friðarnefnd fil Moskva Stokkhólmi í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TALIÐ er, að sendinefnd Finna, sem fara á til Moskva til friðarumræðna, hafi lagt af stað í kvöld. Var Haesell for- sætisráðherra í fararbroddi, en með honum fara yfirmaður herforingjaráðsins finska og einnig landvarnaráðherra Finn lands. — Reuter. Skærur Ungverja og Rúmena UNGVERSKA frjettastofan nefnir í kvöld 18 staði, þar sem Rúmenar hafi gert árásir á Ungverja á landamærunum og segjast nú hafa mist þolinmæð na, eftir að hafa þolað hótan- ir Rúmena og ofbeldistal, og hafi nú ungverska hernum ver ið fyrirskipað að verja landa- mærin gegn þessum tilefnis- lausu árásum. — Þá segja Þjóð verjar, að bardagar sjeu byrj- aðir, en Ungverjar kveðast hafa gripið til vopna nauðugir gegn þessum nágranna sínum, sem þeir hafi allra helst vilj- að búa í sátt við. — Reuter. Búlgarar biðja um vopnahlje London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BÚLGARAR hafa beðið Rússa um vopnahlje, um 5 klst. eftir að Sovjetstjórnin hafði sagt þeim stríð á hendur. Ekki hefir neitt verið barist í Búlgaríu enn og þykir líklegt að það verði ekki. Er þetta talin styttsta styrjöld, sem sögur fara af. Eins og kunnugt er, áttu Búlgarar í vopnahjelssamning- um við Breta, Bandaríkjamenn — bandamenn Rússa, er Rúss- ar sögðu Búlgörum stríð á hendur. Frá styrjaldarbyrjun milli Þjóðverja og Rússa, höfðu Búlgarar verið hlutlausir í þeim hildarleik, en Rússar kváðu Búlgara sjer ótrygga. Fregnir frá Cairo herma í kvöld, að búist sje við, að breyta þurfi um samningsað- ferðir, er Rússar sjeu einnig komnir í spilið um friðarsamn- inga við Búlgara. Á Nancysvæðinu Þar sækir þriðja herinn enn fram, en fremur hægt og fer mótspyrna Þjóðverja þar harðn andi. Einnig verjast þeir af hörku umhverfis Compigene. Á suðurlandamærum Belgíu er ástandið nokkuð óljóst, en talið er, að þar dragi banda- menn- nú að sjer lið. Ramke verst í Brest Þjóðverjar verjast enn af hinni mestu hörku í Brest, þrátt fyrir það, að 300 amerísk ar flugvjelar gerðu árás á borgina í dag. Foringi Þjóð- verjanna í Brest er Ramke hers höfðingi sem ræður fyrir fyrsta fallhlífaherfylkinu, sem tók Krít og varðist lengst í Cassino. Skorað á Þjóðverja í Havre Tvisvar hefir verið skorað á þýska setuliðið í Le Havre að gefast upp, en það er talið um 2000 manns. Var áskoruninni neitað og loftárás gerð á borg- ina. Orustur eru sagðar allharðar umhverfis Antwerpen og kveð ast Þjóðverjar hafa hörfað únd an í áttina til Albertskurðar- ins. í nótt sem leið, gerðu Þjóð verjar loftárás á stöðvar Banda ríkjamanna, þá fyrstu um lang an tíma. Grikkir dæmdir enn. London: —* Enn hafa átta grískir sjóliðar verið dæmdir til dauða í Alexandríu fyrir að hafa gert tilraun til uppreisn- ar á herskipinu. sem þeir voru á. Hefir þegar fjöldi sjóliða ver ið tekinn af lífi fyrir þessar sakir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.