Morgunblaðið - 07.09.1944, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.09.1944, Blaðsíða 9
Fimtudagur 7. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 9 MÐ TJJSLDMBÆKI ÞÝSKALAND Á AÐ HVERFA EF TIL VILL hefir merki legasta ákvörðunin, sem tek in var á Teheranráðstefn- unni, verið sú samþykt stór veldanna, að í framtíðinni skyldi nafn Þýskalands þurkast út úr öllum sögu- kenslubókum. Ef Teheran- ráðstefnan hefði tekið sjer einhver einkunnarorð, hefðu þau líklegast orðið eitthvað á þessa leið: „Germania delenda est“, eða m. ö. o. Þýskalandi ber að eyða. Uppástungan um afnám nafns Þýskalands er sögð hafa komið frá Rússum, sem hefir löngum verið það ljóst, að saga Þýskalands er saga rána og sigra Prússa í Þýskalandi. Þótt auðvitað sje ekki hægt að segja nákvæmlega frá öllum fyrirhuguðum breytingum, má þó með nokkurri vissu sjá fyrir viss ar lagfæringar og landa- mærabreytingar, sem gerð- ar munu á þýska ríkinu. Einnig nú er hægt að segja fyrir um tilhögun banda- manna á stjórnarfarslegri, hagfræðilegri og hernaðar- legri stjórn Þýskalands eftir stríðið. En menn mega ekki halda, að þetta fyrirkomu- lag verði árangur friðarráð- stefnu, eða byggist á ein- hvern hátt á friðarsamn- ingi. Það má gera ráð fyrir því, að þegar amerísku, bresku og rússnesku herirn ir hafa tekið Berlín, verði lýst yfir friði og nýskipan Þýskalands byrji þar með. Það er áreiðanlegt, að mönnum sem eitthvað hafa fengisf við málefni Þýska lands síðustu tuttugu og fimm árin, verður ekki gef- inn kostur á öðru tækifæri. Þetta ákvæði mun einnig ná til þeirra andstæðinga nas- ista, sem stjómuðu Weim- ar lýðveldimp á þá er vart treystandi. Óhæfi þeirra hjálpaði Hitler upp í valda- stólinn. Fjórþætt lausn vandainálanna. í STÓRUM dráttum má skifta lausn þýsku vanda- málanna eftir styrjöldina í fjóra flokka: landfræðiiega, hernaðarlega ,stjórnarfars- lega og hagfræðilega. Að því er landamæra- breytingunum viðvíkur, hljóta veigamiklar lagfær- ingar að fara fram í austri. Ef Pólverjar fallast á Cur- zon-línuna, verða þeir að fá alt Austur-Prússland í sára bætur. Með þessu móti fengju Rússar aftur land- svæði það, sem Pólverjar undir stjórn Pilsudskis, tóku af þeim eftir lok fyrri heims styrjaldarinnar. Þá var mál ið til lykta leitt samkvæmt samningum í Riga 1921. Þessi lausn myndi eigi ein- ungis hafa í för með sjer endalok hins heimskulega pólska hliðs, heldur og myndi ráðin bót á gömlu sögulegu órjettlæti. Menn ættu að hafa það Eftir Johannes Steel ,,Eftir styrjöldina á að búta Þýskaland sundur, sum- part í sjerstök ríki, sumpart í sneiðar, sem falla öðrum ríkjum í skaut“, segir Johannes Steel rithöfundur, út- varpsfyrirlesari og stríðsfrjettaritari blaðsins New York Post. POST-WAR StRMANY Skifting Þýskalands eftir stríð. hugfast í þessu sambandi, að á elleftu öld voru þýsk- pólsku landamærin skamt frá Berlín. Magra alda til- raunir í þá átt að gera land- ið þýskt mistókust, og næst- um því helmingur íbúanna í Austur Prússlandi er pólsk ur. Hálft fjórða þúsund þýskra junkara áttu nær því helming allra landeigna, og þeir höfðu tögl og hagld- ir um alla stjórn bæði Aust- ur- og Vestur-Prússlands. Mestur hluti bændanna, sem lítið eða ekkert land áttu, voru ánauðugir þrælar junk aranna. Með því að innlima Austur-Prússland í pólska ríkið, verður fjárhagsgrund vellinum kipt undan þýsku junkarastjettinni, en þaðan hafa löngum komið meðlim ir þýska herforingjaráðsins. í Sljesíu mun landamær- unum milli Póllands og Þýskalands einnig verða breytt. Af tveimur miljón- um íbúa Efri-Sljesíu talar hálf önnur miljón pólsku. Þess vegna munu banda- menn að öllum líkindum hallast aftur að upphaflegri ákvörðun Versala ráðstefn- unnar en í friðarsamningn- um sem afhentur var þýsku sendinefndinni 8. maí 1919 er kveðið svo á, að öll Efri- Sljesía eigi að hver.fa til Póllands. Þessari ákvörðun var seinna breytt vegna ó- bilgirni þýsku samninga- mannanna. í þetta skifti mun ekki verða um neina samninga að ræða. Það er hreinn pólskur þjóðernis meiri hluti í Efri-Sljesíu, sem nemur 64%. Að því er snertir vestur landamæri Þýskalands, voru ákvarðanir Teheran- fundarins, að því er best verður sjeð, í þessa átt: Saar hjeraðið ásamt Elsass-Lotr- ingen verður aftur skilað Frökkum. Aðrar landamæra breytingar fjalla um endur- reisn Austurríkis og Tjekko slovakíu. Sljesvík-Holstein verður látið af hendi við Dani en Kielarskurðurinn verður annað hvort frjálst alþjóðasvæði eða afhentur Danmörku. Hamborg, Lubeck og Bremen fá sömu stöðu og borgir þessar höfðu fyrir 1914. Þær verða aftur sjálf- stæðar Hansaborgir og hafn ir þeirra munu tryggja hæfi lega þróun Þýskalands í al- þjóðaviðskiftum og þar að auki stuðla að sköpun nýs þýsks ríkjasambands. Þýskaland verður aftur ríkjasamband. ÞAÐ MERKILEGASTA í þessari nýju skipan er ef til vill sú breyting, sem á að gera á sjálfu þýska ríkinu og miðar að því að skifta því í nokkur smærri ríki eftir amerískri fyrirmynd. Með því á að koma í veg fyr ir það, að ríki eins og Prúss- land geti orðið alls ráðandi í ríkjasambandinu. Prúss- land yrði þá, það sem það á að vera: aðeins hjeruðin Pommern. Brandenburg og Sljesía, eða það. sem eftir verður af þeim, er Pólverjar hafa fengið sitt. Ríkjasambandið mun hafa sameiginlegan gjaldmiðil, póstþjónustu og vegabrjefa útgáfu. Landsvæðið fyrir vestan Weser og norðan ána Main verður skilið frá Prúss landi og sameinast Rínar- Westfalen ríkinu. Það verð ur hluti þýska ríkjasam- bandsins en verður í nánari fjárhags- og menningar tengslum við sjálfstætt Baj ern, sem þó einnig verður meðlimur sambandsins. Saxland verður endur- reist sem sjálfstætt ríki, en ræningjabælið Prússland takmarkast milli ánna Elbe og Oder. Turingeri verður sameinað Saxlandi. Búið mun verða þannig um hnútana, að þýska iðn- aðinum verði ekki aftur hægt að breyta í vopnafram leiðslu. Bandamenn munu hafa eftirlit með því inn á hvaða brautir þýskri iðnað- arframleiðslu verður beint eftir styrjöldina. Mikill hluti verkfæra- og vjelaiðn- aðarins verður fluttur til Rússlands, þar sem þörf er fyrir hann — ásamt tveim- ur miljónum þýskra verka- manna, sem annað hvort verða fluttir þangað frá Þýskalandi eða valdir úr þeim stóra hóp þýskra fanga, sem Rússar hafa tek- ið í stríðinu. Alþjóðanefnd á að hafa eftirlit með innflutningi hrá efna til Þýskalands og sjá svo ujn að engar brellur verði hafðar í frammi. Land búnaðarframleiðsla Þýska- lands verður aukin, en iðn- aðargetan minkuð að mikl- um mun. Þýsku hringarnir verða afnumdir eða stjórn- að af alþjóðlegum peninga- stofnunum. og munu Bandaríkjamenn, Bretar og Rússar hertaka hvert svæði fyrir sig. Á vettvangi stjórnmál- anna má sjá það fyrir, að sjerhver Þjóðverji, sem ver ið hefir meðlimur nasista- flokksins verður sviftur kosningarjetti og kjörgengi, borgaraleg rjettindi önnur mun hann og missa og eng- an þátt fær hann að taka í endurreisn þýska ríkisins, sem bandamenn munu hafa umsjón með. Það verður að brjóta þýsku auðhringana á bak aftur. ÞAÐ ER ástæða til þess að ætla, að í Teheran hafi menn orðið sammála um það, að ein veigamesta or- sökin fyrir sigrum Þjóðverja í Evrópu hafi verið straum- ur þýsks fjármagns út í hvern krók og kima megin- landsins. Það er alveg ótrú- legt, hvernig Þjóðverjum hefir tekist að ná tangar- haldi á bönkunum, iðnaði, tryggingastofnunum og við- skiftalífinu yfirleitt í Ev- rópulöndunum. Eitt af erf- iðari viðfangsefnum banda- manna eftir stríðið verður glíma þeirra við hinn gevsi- mikla auðhring, sem Þjóð- verjar hafa skapað með sam einingu alls iðnaðar og við- skifta* á meginlandinu. — Þenna hring verður að leggja að velli og eyða hin- um óhollu þýsku áhrifum í viðskiftalífinu. Alþjóða- nefnd mun hafa eftirlit með fvrirtækjum þeim, hljóta að rísa á þessa hrings. Eftirlit með uppfræðslu þýskrar æsku. Menn urðu einnig sam- mála um það að ef þýsku þjóðinni yrði veitt sjálfsá- kvörðunarvald þegar að stríðinu loknu, myndi hún vafalaust hallast aftur að fasismanum í einhverri mvnd. Það var þess vegna samþykt að eftirlit yrði haft með uppfræðslu þýskrar æsku, og hún alin upp við lýðræðishugsjónir í að minsta kosti tuttugu og fimm ár eftir stríðið. Vænta. má, að eftir þann tíma verði þýsk æska búin að tileinka sjer eitthvað af þeim lýð- ræðisreglum og hugmynd- um, sem þátt eiga í því að gera sambúð þjóða og ein- staklinga þolanlega. Það hefir þegar verið hafist handa um undirbúning slíkrar fræðslu. Einnig var samþykt í Te- heran, það sem kalla mætti kenninguna um sameigin- lega ábyrgð. Upplýsinga- nefnd bandamanna í Lond- on hefir giskað á að þar til í lok marsmánaðar þessa árs hafi hjer um bil fimm milj- ónir borgara verið teknir af lífi eða látist í fangabúðum nasista eða fangelsum í þeim níu löndum, sem Þjóð verjar hafa hernumið. Nú er svto komið að ekki einu sinni óttinn við endurgjald fær þýsku þjóðina til þess að koma í veg fyrir áfram- haldandi blóðsúthellingar. Menn urðu sammála um það, að því sem' næst ein miljón. Þjóðverja hljóti að vera viðriðnir morðin á þess um fimm miljónum borg- ara, þ. e. a. s. þeir, sem fram kvæmdu aftökurnar, þeir sem gáfu fyrirskipanirnar og þeir sem lögðu á ráðin um morðin. Rjettarhöld munu haldin yfir þessum mönnum og verður hver að bera ábyrgð á sínum gjörð- um. Hegningin verður miss- ir borgararjettinda, erfiðis- vinna í hinum eyddu hjer- uðum Frakklands, Póllands og Rússlands eða líflát. Þetta er bara nokkur hluti þess, sem rætt var um í Te- rústum | heran. Hugsast getur, að ein hverjar breytingar verði á sem Til þess að varna yfir- þessum ákvörðunum eða aðr gangi og tryggja öryggi eft j ar teknar — en yfirleitt ir stvrjöldina, verður alt j virðist þetta heilbrigður þýskt land hernumið um að, grundvöllur að byggja á og minsta kosti tuttugu og fimm ára skeið. Hernumda landinu verður skift í þrent, vænlegur til þess að koma í veg fyrir aðra styrjöld í náinni framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.