Morgunblaðið - 07.09.1944, Síða 2

Morgunblaðið - 07.09.1944, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 7. sept. 1944 ÖLFUSÁRBRÚIN FELLUR NIÐUR Reynt verður að lyfta brúnni og nota sem gangbrú ' AÐFARANÓTT MIÐVIKUDAGS s.L slitnaði annar (nyrðri) aðalburðarstrengur á Ölfusárbrúnni og hang- ir nú brúin uppi á hinum strengnum. Voru tveir vörubíl- ar á brúnni, er strengurinn slitnaði og fjellu þeir báðir niður í ána. Engir farþegar voru í bílunum, en báðir bíl- stjórarnir björguðust. Það var um klukkan tvö um nóttina, sem þessi atburður skeði. Báðir bílarnir voru eign Kaupfjelags Árnesinga, en notaðir til mjólkurflutninga fyrir Flóabúið. Annar var stór Dodge-bíll, og voru tómir mjólkurbrúsar á honum, en hitt var bíll af venju- legri stærð og var hann með trjetex-hleðslu. Hafði sá bíll bilað i Reykjavíkurferð og Dodge-bíllinn fenginn til að draga hann austur. Báðir bílarnir munu hafa farið veltu, er þeir fóru út af brúnni. Annar, sá sem var dreg int!, lenti á grynningum nær vestprbakka árinnar og var vaðið út til hans og tókst þann- ig að bjarga bílstjóranum. En hirtn lenti í aðal-álnum og er þar strengur mikill og hyldýpi. Bx tstjórinn fór í kaf með bíln- um. en bjargaðist á undraverð- an hátt og er nánar skýrt frá þv: á öðrum stað í blaðinu (bls. 4) ' I frásögn þeirri, sem hjer fer á eftir varðandi Ölfusárbrúna og úrræði til samgöngubóta nú eftfr að brúin er fallin, er stu.fjst við upplýsingar, er blaðið fekk hjá vegamála- stjóra.___________________ Aðvaranir. Svo sem kunnugt ,er, hefir notkun Ölfusárbrúar verið ó- venj-umikil undanfarin ár. Hef ir það mjög aukið á slit brúar- innar og dregið úr burðarþoli hennar. Á s.l. vori var gerð verk- fræðileg athugun á brúnni svq sem oftar hafði verið gert áður. Enda þótt 10 tonna bílar haf-t oft farið yfir brúna, þótti engan veginn fært að leyfa fneiri þunga á brúnni en 6 tonn, vegna þess, hve brúin var orð- in gömul og þ. a. 1. hættu við ofþreytu járnsins og möguleik um fyrir ryðmyndun í þeim hlutum burðarliða, sem ekki sjást. En engir útreikningar eru til frá firmanu, sem bygði brúna, um styrkleika hennar. Hinn 11. maí í vor voru gefn ar út aðvaranir um notkun brúarinnar og jafnframt bann- að að fara með meiri þunga yfir brúna en 6 tonn. Þessar aðvaranir voru end- urteknar 29. júlí og næstu daga (í útvarpinu). Þá var og lagt fyrir bílstjóra á stórum fólksbílum, að láta farþega ganga yfir brúna. Aðvarapir voru festar upp beggja megin brúarinnar. Fyrri bilanir á brúnni. Einu bilanirnar, sem vart hefir orðið á brúnni áður, er. að komið hefir fyrir, að hengistengur, sem festar eru við burðarstrengina og halda brúnni uppi, hafa slitnað. Þær hgfa jafnharðan verið endur- bættar og nýjar settar í stað- inn. Síðast nú í sumar voru settar nýjar og gildari hengi- stengur á alla miðbrúna, til öryggis. Það hefir aldrei orðið vart bilana á sjálfum burðarstrengj unum, þar til nú aðfaranótt miðvikudags, að skyndilega bil ar festing þriggja strengja öðru megin, þannig, að þeir renna út úr festunum og önn- ur hlið brúarinnar fellur niður Reynt verður að lyfta brúnni. Hvað er nú til úrræða? munu menn spyrja og þá spurn ingu lagði blaðið fyrir vega- málastjóra. Vegamálastjóri og einn af verkfræðingum hans (Árni Pálsson) fóru strax austur til að athuga brúna. SJEf) UNDIR Ölfusárbrú. Svarta leiðslan, sein sjest á rayndinni er vatnsveita Selfoss, sem laskaðist er brúin fjell. . .... Annar burðarstrengurinn slitnar Tveir bílar velta í ána i Ölfusárbrúin eftir fallið, sjeð frá vestri árbakkanum. Bíll inn í ánni er sá, sem kom niður á grynningarnar. Hinn bíllinn, sem sökk, fjell rjett fyrir framan þenna bíl, en þar er hyldýpi. Ljósmynd Mbl. (Jón Sen). Þeir ákváðu að hefjast nú þegar handa og reyna að lyfta brúnni og styrkja hana svo, að hún verði a. m. k. gangfær. Vona þeir, að þetta takist, ef engin sjerstök óhöpp koma fyr ir. En ekkert má út af bera, t. d. ef hvessir, þá er hætt við að fleiri strengir bili á þeim burðarstreng, sem nú heldur brúnni uppi og hún falli nið- ur í ána. Aðrar samgönguleiðir. En hvað er unt að gera nú í skyndi, til þess að halda uppi samgöngum á þessari leið? Þessu svaraði vegamálastjóri á þessa leið: — Eina bílfæra leiðin nú er um brúna á Brúarhlöðum í Hreppum. En sá vegur er víða mjög slæmur á kaflanum frá Gröf í Hreppum að Brúarhlöð- um og er 17 km. leið. Verður nú þegar hafist handa um við- gerð á þessum végarkafla. En þessi leið, yfir brúna á Brúarhlöðum, er um 130 km. lengri, svo að hún er neyðar- úrræði. Strax í gær voru útvegaðir bátar á ferjustað, rjett fyrir neðan Ölfusárbrúna. Var fólk og flutningur ferjað þar yfir. Er nú fyrirhugað að bæta lend ingar beggja megin árinnar og fá betri farkosli. Nýja brúin. Strax í ársbyrjun 1942, var g^ð bráoabirgðaáætlun um nýja brú á Ölfusá og þá þegar rætt um aðkallandi nauðsyn hennar. En vegna vankvæða á útvegun efnis til brúarinnar, þótti ekki unt að hefjast handa um framkvæmdir. En nú getur þetta mál ekki dregist lengur. Nú verður að hefjast handa um byggingu nýrrar brúar. En það verður vitanlega ekki gert í einu hasti, jafnvel þótt efnið fáist, tekur það altaf alllangan tíma að byggja brúna. Rjettarhöld- Sýslumaðurinn í Árnessýslu hóf í gær rjettarrannsókn út af falli Ölfusárbrúar. — Þeim rannsóknum er enn ekki lokið- Vafnsveita Selfoss-þorps. íbúar Selfoss-þorps hafa lagt vatnsleiðslu frá Ingólfsfjalli og ’ auslur í þorpið. Vatnsleiðslan liggur undir Ölfusárbrú. -— Við fall brúarinnar bilaði vatns- leiðslan og varð því vatnslausí í þorpinu fram á miðjan dag í gær. Af þeim sökum stöðvaðist einnig rafmagnsmótorinn, sem þorpið fekk rafmagn frá, svo og öll starfræksla í mjólkurbúinu. En um klukkan 3 í gær koms# vatnsleiðslan í lag og þá fengia þorpsbúar einnig rafmagnið aftur. ÞESSI MYND er af festuimm, sem aðalburðarstreng- imir þrír voru festir við og þar sem þeir slitnuðu. ÚRSLITALEIKUH annars flokks niótsins fer frani á Iþróttavellinum í kvöld kl. 7,30. fmm og K.R. keppa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.