Morgunblaðið - 07.09.1944, Side 4

Morgunblaðið - 07.09.1944, Side 4
4 MOEGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 7. sept. 1944 Saga bilstfórans, sem fjell í Ölfusá: Barst 1200 metra með straum þunganum é hjólborða Snarræði og dugnaður tvítugs pilts Eftir ívar Guðniundsson BÍLSTJÓRINN, sem bjarg- aðist á hinn undraverða hátt úr jökulvatnsstraum- inum í Ölfusá í fyrrinótt, eftir að bíll hans hafði olt- ið ofan af brúnni, er tví- tugur að aldri og hefir feng- tst við bifreiðaakstur í 3 s.l. ár. Hann heitir Jón Ingi- bergur Guðmundsson, yngsta barn hjónanna í Keldnakoti í Stokkseyrar- hreppi, Guðmundar Eiríks- sonar og Þórunnar Jóns- dóttur. Talið er, að Jón hafi borist með straumnum um 1200 metra niður með ánni og er hluti af þeirri leið hvað straumharðastur í ánni. Jón bjargaði lífi sínu með frábæru snarræði og hugrekki. Ekki eitt augnablik datt hon- um í hug að gefast upp, og tiann man furðanlega atburða- röðina skýrt, eins og þeir gerð- ust, bæði áður en bíll hans fjell í ána, meðan hann var í ánni og eftir að hann hafði af eigin rammleik bjargað sjer á landi, eftir að hafa hangið, fyrst á tnjólkurbrúsa og síðan á vara- dekki, í hinum mikla straum- |)unga Olfusár. Afrek Jóns mun verða tal- íð þrekvirki hið mesta og get- ur enginn gert sjer ljóst, hve cnikið það er, nema sá, er sjeð hefir' aðstæður allar og belj- andi jökulvatnið, þar sem Jón flaut í ánni; alla leið frá brúnni, niður fyrir tangann, er gengur fram í ána skamt fyrir neðan hana, síðan eftir hávað- anum vestan tangans niður, í lygnuna og alt að 300 metra niður fyrir túnið á Selfossi. — Úr þessari heljarför slapp Jón ómeiddur að kalla. Hafði að- eins skurð á höfði, sem hann hefir sennilega fengið. er bíll- inn fjell, eða þegar hann fór út um gluggan á stýrishúsi bílsins. Ferðasagan Jón Guðmundsson sagði mjer ferðasögu þeirra fjelag- anna tveggja í fyrrinótt, greini lega í gærmorgun, er jeg hitti hann á heimili hans, Keldna- koti. Hann lá uppi í rúmi sínu með reifað höfuðið, en hress og er jeg kom inn í baðstof- una, sagði hann: „Jeg get vel farið á fætur. í»að er ekkert að mjer, nema að jeg er dálítið þreyttur og svefnlítill. Jeg ætlaði eiginlega "bara að leggja mig dálitla stund“. Ferðasöguna sagði hann mjer á þessa leið: Jón Ingibergur Guðmundsson, bílstjóri. Ljósm. Mbl. (Jón Sen). — Það mun hafa verið um 9 leytið í fyrrakvöld, að kaup- fjelagsstjórinn bað mig að fara til Reykjavíkur og sækja vöru bíl frá Kaupfjelaginu, sem hafði bilað skammt frá Reykja vík. Jeg lagði af stað suður og var með mjólkurfarm til Mjólkurstöðvarinnar í Reykja- vík. Til baka tók jeg tóma mjólkurbrúsa, en bilaði bíll- inn var skamt frá Arbæ. — A honum var farmur af trjetexi. Bílstjórinn á bilaða bílnum var Guðlaugur Magnússon. Við settum streng á milli bilanna og jeg ók af stað aftur með þann bilaða í eftirdragi. Bar ekkert til tíðinda á austurleið- „Eigum við að fara með hann aftan í yfir brúna?‘‘ — Þegar komið var austur á hæðina, sem er skammt fyr- ir vestan Ölfusárbrú nam jeg staðar og segi á þessa leið við Guðlaug: — Eigum við að fara með hann aftan í yfir brúna? — O, ætli það ekki. Við er- um búnir að draga hann alla þessa leið, var svarið og jeg var sammála því. Við hjeldum svo af stað á ný. En er jeg var kominn að brúnni, riam jeg enn staðar til þess að athuga hvort allt væri í lagi. Sá, að bílinn hafði runn ið niður brekkuna. Tók „slak- ann“ af dráttartauginni og hjelt út á brúna. Það, sem næst skeði, skifti engum togum. Jeg fann að bíll inn kastaöist til og tók loft- köst, en nokkur gnýr hevrð- ist um leið. Augnabliki síðar var jeg í ánni. Þetta mun hafa verið rjett fyrir ktukkan 2 um nóttina, því úrið mitt hefir stöðvast kl. 1.58 en það var ékki vatnshelt og mun því hafa stöðvast um leið og það kom í vatnið. Lokaður inni í stýrishúsinu á árbotninum Jón telur, að bíll hans muni hafa komið niður á stýrishús- þakið í árbotninum, þvi Jón fann að hann fjell á bakið. En í straumnum í ánni mun bíll- inn hafa snúist við og staðið á hjólunum, er hann stöðvað- ist. Það fyrsta, sem Jón reyndi að gera, var að brjóta fram- rúðuna í stýrishúsinu, en hafði ekki til þess nema bera hnef- ana og tókst það ekki. Af því dregur hann, að bíllinn hafi snúið með framendan móti straumi og þessvegna hafi sjer ekki tekist að brjóta rúðuna. Er þetta mistókst reyndi Jón að brjótast út um dyraglugg- ann vinstra megin á bílnum. Er honum ekki ljóst, hvort hann hefir brotið rúðuna, eða hvort hún hefir verið hálf- opin og sjer hafi tekist að draga rúðuna niður, en allt um það, Jón komst þar út úr bílnum og barst fljót upp á yfirborðið. Nær í tóman mjólkurbrúsa Þegar Jóni skaut upp á yfir- borðið sá hann tóman mjólk- u.rbrúsa á floti skq/mmt ,frá sjer. Náði Jón taki á brúsan- um og hjelt sjer í hann. En takið á brúsanum var slæmt; I brúsinn valt í straumiðunni og I vildi snúast úr höndunum á Jóni. Var hann ekki með brús ann nema örlitla stund, en þá sá hann varadekk bílsins á floti skammt frá sjer. HafSi dekk þett legið aflast á vörupalli j bifreiðarinnar og var það upp ■blásið á ,,felgu“. Sleppti Jón nú brúsanum og synti að dekk inu. Hafði hann þá flotholt, sem var öruggara og hægara að halda sjer í felguna, en brús ann. Kallaði á fjelaga sinn, en árangurslaust. Er hjer var komið, fór Jón að hugsa um hvað orðið hefði af fjelaga hans í hinum bíln- um. En sá bíll hafði farið veltu ! í loftinu er honum hvolfdi á ! brúnni og komið niður á sand- [ eyri á hjólin, en bílstjórinn gat vaðið til lands. Jón kallaði á fjelaga sinn, en fekk ekkert svar. „Datt mjer ekki annað í hug, en oroið hefði úti um hann“, sagði Jón „og olli það mjer meslu hugarangri í bili. En það var nú ekki, sem betur fór“. Eramhald á 8. síðu S&ántBPSsaissmsssgp: Bjarni Grímsson fiskimatsmaður 1 DAG verða til moldar bornar í Fossvogskirkjugarði jarðneskar leifar Bjarna Grímssonar, fiskimatsmanns á Barónsstíg 59 hjer í bæ. — Hann var fæddur 4. des 1870 að Öseyrarnesi í Árnessýslu. Faðir hans var Grímur Gísla- son, óðalsbóndi og borgari í Óseyrarnesi, Þorgilssonar á! Kalastöðum á Stokkseyri Jóns sonar, en móðir Gríms í Os- evrarnesi vaT1 Sesselja Gríms- dóttir Jónssonar Bergssonar Sturlaugssonar í Brattsholti, Var Bjarni í þenna ættlegg 5. maður frá Bergi í Bratts- holti. Móðir Bjarna var Elín Bjarnadóttir, óðalsbónda í ös- eyrarnesi. Hannessonar Árna- sonar Ormssonar, prests á Reyðarvatni, en móðir Bjarna í Ósey rarnesi var Eiín Jóns- dóttir Ingimundarsonar Bergs- sonar Sturlaugssonar í Bratts- holti, og vár Bjarni 6. maður í þenna ættlegg frá Bergi í Brattsholti. Kona Jóns lngi- mundarsonar var Guðrún Ein- arsdóttir Jónssonar ]irests á Ölafsvöllum og Þórdísar Jóns- dóttur Sveinssonar og Guð- rúnar dóttur Þórdísar Markús dóttur á Stokkseyri (Stokks- eyrar-Dísu). Var Bjarni því 9. maður frá Stokkseyrar-Dísu. Var hún nafnk. kona sem þjóð< trúin hefir m. a. kennt við fjölkyngi, Voru þau að öðr- um og þriðja hún og Eiríkur prestur Magnússon í Vogsós- um, hinn alkunni galdramað-* ur, en dótturdóttir var hún Torfa sýslumanns Erlendsson- ar og að langfeðgatali komin af Torfa ríka, sýslumanni í Klofa, Jóni Magnússyni á Svalbarði og Jóni biskupi Ara syni. Ilefur Torfi sýsjumaður Erlendsson og ættmenn hans verið heldur stórbrotnir og harðdrægir, enda margir í þeirri ætt mikilhæfir menn. Grínutr í Óseyrarnesi, sem venjulega var að eins nefnd- ur „Grímur í Nesi-', ])ví að ekki varð um vills, við hvern var átt, var mestur bóndi ein- hver í Árnessýslu á síðasta fjórðungi 19. aldar og nafn- kenndur maður í sinni tíð fyr- ir dugnað og ráðdeild. Hafði hann stórbii, enda tstundaði hann bæði land og sjávarbú- ska]) o.g hafði stórt heimilif Bjarni ólst Upp á heimili for- eldra sinna og gerðist brátt. mikill mannhafnarmáður. Á uppvaxtarárum hans var ferja í Nesi yfir övesá, er þá var ó- brúuð og ekki allt af dæl við- ureignar er hún var með ís- skriði og jakaburði, og komst Bjarni þá stundum í hann krappan og þeir Páll bróðir hans, er síðast bjó í Nesi í i Selvogi, og líka var mikill á- | gætismaður um flesta hluti. Nálægt tvítugsaldri gerðist Bjarni formaður í Þorláks- höfn, sem þá var mikil ver- stöð á vetrarvertíð. Hafði' hann þar bæði mannheild og í aflasæld framar flestum öðr- um, og voru þar þó margir afburða formenn í þann tíð, Yar hann veður glöggur í besta lagi og athugull að öðril leyti, enda hlekktist honumj aldrei á alla formenskutíð; sína, milli 30 og 40 vertíðir. Yandaði hann sem verða mátti allan skipsbúnað að þeirrai tíðar hætti, enda mátti hann, úr mönnum velja fyrir sakiri aflasældar og formenskusnillí sinnar. Voru þeir Nesbræður, Bjarni og Páll, orðlagðir for- menn um Árness- og Rangár-, vallasýslur á sinni tíð. Um aldamótin fluttist Bjarni til Stokkseyrar. Bjó hann, miklu og gagnsömu búi þar á heimajörðinni, en hjelt jafn- framt áfram formensku í Þor- lákshöfn og rak sjávarútveg á Stokkseyri. Vann hann einn- ig við kaupfjelagið Ingólf að utanbúðarstörfum og hafði þar verkstjórn með höndum. Stóð þá hagur hans með mikl- um blóma uin allmörg ár. En nokki-u eftir 1920 misti hann eignir sínar vegna ábyrgðar- skuldbindinga, ei- hann hafði á sig tekið, og fluttist þá til Reykjavíkur. En ekki brast hann dugnað, bjartsýni eða þrek fyrir því. Rjeðst hann er hann hafði dvalist skamma hríð í Reykjavík, í að reisa hús með sonum sínum, er þá voru upp komnii', við Baróns- stíg' 59 hjer í bæ, og tókst það giftusamlega, eins og aðr- ar framkvæmdir hans, og bjó hann síðan í því húsi til dauða dags. Jafnframt gerðist hann lög'giltur fiskimatsmaður og stundaði þann starfa til sjö- tugsaldurs eða því nær. Fyrir nokkrum árum tók hann sjúk dóm, fjekk snert af heilablóð- falli, og náði sjer aldrei aftur, enda þá orðinn roskinn maður og lúinn eftir langt og erfitt starf. Andaðist hann eftir stutta legu 29. ágúst þ. á. Bjarni var vel meðalmaður á hæð, vel vaxinn og þrekleg- ur, fríður maður sýnum og að öllu vel á. sig kominn, vin- sæll mnður og vinfastur, svo að af bar, gjaður og gaman- saniui' og vildi hverjum manni vel, fróðleiksfús og söngelsk- ur, fylgdist vel með um lands- mál og fastur í skoðunum, enda rækti hann ýmiskonar trúnaðarstörf, s. s. í hrepps- nefnd, sóknarnefnd og Flóa- Framh. a 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.