Morgunblaðið - 07.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 7. sept. 1944. IBínrgwMaliII* Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívsir Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrseti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlandi, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Ölfusárbrúin FYRSTA STÓRBRÚIN, sem bygð var á íslandi, Ölfus- árbrúin, er farin. Hún var bygð árið 1891 og vígð 8. sept. það ár, eða fyrir nálega 53 árum. Það var Tryggvi Gunn- arsson, hinn mikli athafnamaður sem bygði brúna og batt þar með enda á langar þrætur og leiðinlegar um þetta þýðingarmikla mannvirki. Þegar Magnús Stephensen landshöfðingi vígði brúna var þar viðstatt um 1800 manns og var það talinn óvenju- legur mannfjöldi á samkomu á þeim tíma. . Er tilviljun ein, að eigi varð mikið manntjón að, er brúarstrengurinn slitnaði , því dagana á undan munu bifreiðar hlaðnar fólki hafa farið um brúna. Að vísu var margsinnis búið að aþvara menn, að fara varlega á brúni, og beggja megin brúarinnar voru fest upp aðvörunar- merki og þar gefinn upp sá þungi, sem mátti vera á brúnni. En við þekkjum vel, hve skeytingarlausir íslend- ingar eru yfirleitt og lítt gefnir fyrir að fylgja settum reglum, en þær vantaði ekki hjer. — Nú kemur það í ljós, sem allir hefðu mátt hugleiða fyr, hve stór- vægilega þýðingu þetta mannvirki hefir. Meiri hluti allra mjólkurflutninga til Reykjavíkur verður nú mikl- um erfiðleikum bundinn. Bændur á meginhluta Suður- lands verða í stórvandræðum með að koma fje sínu til slátrunar og flytja til sín nauðsynjar, auk allra þeirra vandræða, sem verða með ferðalög fólksins á Suðurlandi. Eina brúin, sem nú er um að ræða, er hjá Brúarhlöðum um 65 km fyrir ofan Ölfusárbrúna. Nú reynir mjög á stjórnarvöld landsins með að bæta svo fljótt sem unt er úr þeim vandræðum, sem af brúar- biluninnj hlýst. Hjer er í einni svipan skorið á eina helstu samgöngulífæð landsins. Góð ráð og skjótar framkvæmd- ir er nú dýrmætt, en margra kosta er sennilega ekki völ. Þetta atvik er nú það aðvörunarmerki, sem ætti að koma í veg fyrir, að svipað endurtaki sig. Fjell í Ölfusá Framh. af bls. 4. Ýmist undir eða ofan á dekk- inu. Jón bar nú óðfluga með straumnum niður ána og allt í einu tók hjólið að snúast og Jón með, því hann ríghjelt sjer í felguna, sem áður. „Var jeg ýmist undir. eða ofan á dekk- inu og þá fyrst saup jeg dá- lítið af vatni. Mun jeg þá hafa verið í hávaðanum sem er fyr- ir vestan Selfossbæinn. „En brátt tók vatnið að lygna og íerðin að hægjast. Sá jeg þá í tunglsljósinu, að jeg var úti í miðri á og virtist mjer vera jafn langt til beggja ár- bakkanna. Tók jeg þá að synda með fótunum, en sleppti samt ekki taki á dekkinu. Synti jeg í áttina til eystri bakkans og komst brátt til lands. Gekk jeg þaðan upp að Sel- fossbænum, en mjer er sagt, að jeg muni hafa komið á land um 300 metra fyrir neðan tún- ið á Selfossi. Á hlaðinu hitti jeg mann. Háttaði jeg ofan í rúm á Selfossi. Fekk kaffi og brennivín og hressist brátt. — Þangað kom- læknirinn og gerði að sárinu á höfðinu á mjer“. Hefir áður vakið á sjer athygli fyrir hreysti Þetta er hin látlausa saga Jóns Guðmundssonar um bar- áttuna við dauðann í Ölfusá í fyrrinótt. Jón virðist ekki gera sjer ljóst, að hann hefir unnið fádæma þrekvirki, af tvítug- um manni að vera. En honum er ekki fisjað saman piltinum þeim. Hann hefir áður vakið á sjer athygli fyrir dugnað og hreysti. Sagði Bjarni Bjarna- son skólastjóri á Laugarvatni sögu í blaði í fyrravetur af því hve hressilega Jón gekk fram í að brjótast með bíl í ófærð vegna snjóa einu sinni í fyrra- vetur. Flugmálin fá nýján byr HAUSTIÐ 1943 fluttu þrír Sjálfstæðismenn í Nd. Al- þingis, þeir Sigurður frá Vigur, Gunnar Thoroddsen og Ingólfur Jónsson, frumvarp til laga um byggingu flug- valla, flugskýla og dráttarbrauta fyrir sjóflugvjelar. Að- alatriði frumvarps þessa var það, að umrædd flugmann- virki skyldu bygð á allmörgum stöðum í öllum lands- fjórðungum og þannig stefnt að föstum og öruggum flugsamgöngum við alla landshluta. Jafnframt var lagt til að komið yrði upp þráðlausum talstöðvum á nægilega mörgum stöðum. Ríkissjóður skyldi bera allan kostnað við þessar framkvæmdir, eftir því, sem fje yrði veitt til þeirra í fjárlögum. Samgöngumálaráðherra lagðist á móti afgreiðslu frv. þessa s.l. haust, en á fundi í Samgöngumálanefnd Nd., þar sem málið var rætt, gaf hann þá yfirlýsingu, að ef flutningsmenn frumvarpsins fjellust á að fresta af- greiðslu þess, gæti hann heitið því, að ríkisstjórnin bæri málið fram á næsta reglulega Alþingi og mundi í aðal- atriðum byggja á þeirri stefnu sem í frumvarpinu fælist. Fjellust þá flutningsmenn á að láta málið daga uppi á þessu þingi. Ríkisstjórnin hefir nú efnt þetta loforð sitt og borið fram frumvarp um þessi efni í Nd. Alþingis. Fylgir það í aðalatriðum sömu stefnu og frumvarp Sjálfstæðis- manna síðastliðið haust. Ríkissjóður tekur að sjer bygg- ingu nauðsynlegra flugmannvirkja og ákveðið kerfi lendingarstaða og miðunarstöðva, er skapað. Ber mjög að fagna því, að hafist er handa um fram- kvæmdir í þessum efnum. Hefði það gjarnan mátt vera allmiklu fyrr. Flugið er að verða einn þýðingarmesti þátturinn í samgöngumálum landsmanna. En í þeim efn- um verður að: leggja mikla áherslu á sem fullkomnast öryggi. Bjarni Grímsson Framhald af hls. 4 áveitunefnd, Sparisjóðsstjórn á Stokkseyri, íshússtofnun þai' o. s. frv. Um aldamótin kvongaðist Bjarni eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Hróbjartsdóttur Ilannessonar, óðalsbánda á Grafarbakka í Hrunamanna- hreppi. Yar Hróbjartur orð- lagður þar um sveitir fyrir diígnað og ráðdeild, enda var hann með auðngustu bændum! í Árnessýslu á sinni tíð. Er' Jóhanna og hin mesta sæmd- arkona og var manni sínum hinn besti og traustasti föru- nautur. Yar heimili þeirra orðlagt fyrir gestrisni og myndarbrag í hvívetna. Varð þeim 7 barna auðið, og eru 6 þeirra upp komin á lífi: Grím- ur pípulagningameistari, Dag- bjartur stýrimaður á Esju, Ilaraldur múrarameistari, Hró: bjartur stórkaupmaður, Big- ríður kaupkona og Elín, öll vel gefin og vel mönnuð. E. A. London: — Áfengum drykkj um, að' verðmæti 39.000 krón- um, var nýlega stolið, er brot- ist var inn í vörugeymslur vín- heildsala nokkurs í London. »♦♦♦♦♦♦♦*»»♦{.♦♦♦ \Jí(uerji óLripar: | ^ | bjr Aa^le^a, Íí^i •*»:♦*&♦♦»»♦♦♦♦»♦♦»♦ Stórfrjettir. ÞAÐ BERAST stórfrjettir þessa dagana, en fáar fregnir hafa að jeg held vakið eins mikla i athygli og fregnin um að Ölfus- árbrú hefði bilað og hjengi nú „á einum þræði“. Fregnin flaug eins og eldur í sinu um bæinn í gærmorgun og varla var talað um annað manna á milli. Sókn bandamanna var gleymd í bili. Stríðsyfirlýsing Rússa gegn Búlgörum varð aukaatriði. Það var ekki rætt um annað en Ölf- usárbrú. Og þó var þetta viðburður, sem ekki hefði átt að koma nein um á óvart. Síðan í fyrrasumar var vitað, að brúin var að láta undan hinni gríðarlegu umferð, sem verið hefir um hana und- anfarin ár. Það var búið að vara menn við, að brúin væri ekki full traust. En samt var eins og menn undruðust, er að því kom, að brúin þoldi ekki lengur umferð- ina. Allir nema þeir mehn, sem altaf vita alt og „eiga von á öllu“, sem skeður. Ölfusárbrúin er okk ur íslendingum — að minsta kosti Sunnlendingum — einkar kær. Þetta er fyrsta stórbrúin á landinu og langmesta samgöngu bót aldarinnar sem leið hjer á landi. Það var því ekki nema eðlilegt, að fregnin um að brú- in væri hrunin, vekti athygli. ur. Ekki hægt að koma viti fyrir fólkið. EN ÞAÐ má margt læra af þessu atviki. Það er eitt dæmi þess enn, hve erfitt er að koma vitinu fyrir menn. Þeir vilja ekki sjá hætturnar og sama sag an 'endurtekur sig aftur og aft- ur. Það hafði t. d. verið harðbann að, að tveir bílar færu yfir Ölf- usárbrú í einu. Stór skilti með þeirri aðvörun voru sett upp beggja vegna við brúna. En samt segja mjer kunnugir menn, að þessari viðvörun hafi ekki ver- ið sint. í alt sumar hafa farið tveir og stundum þrír bílar yfir brúna í einu. Um tíma var það svo, að bíl- stjórar á stórum farþegabílum Ijetu fólk fara út úr og ganga brúna, en óku bílunum tómum yfir. En í ágústmánuði voru sett nokkur styrktarbönd til viðbót- ar í brúna og eftir það fjekst fólk ekki til að fara út úr bíl- um, þó bílstjórar biðu það, eða bæðu farþega sína um það. Fólk ið hefir hugsað sem svo: Hún hefir lafað hingað til, hví skyldi hún ekki hanga rjett á meðan við förum yfir. Eða — og það er sennilegra — fólkið hefir alls ekki hugsað neitt. En svona er það á mörgum sviðum, að látið er danka. Flýt- ur meðan ekki sekkur. Þetta er að verða leiður þjóðarlöstur hjá okkur rslendingum. Mildi, að ekki skyldi fara ver. EFTIR AÐ brúarstrengurinn brast í gærmorgun, sáu menn, er að brúnni komu, að það hafði aðeins verið tímaspursmál, hve- nær brúarstrengurinn myndi hrökkva í sundur. Það hefði eins vel getað orð- ið nokkrum klukkustundum áð- ur, er fullir langferðabílar hlaðn ir farþegum fóru austur og vest- ur yfir brúna. Það hefði eins getað skeð á því augnabliki, er 30 börn fóru yfir brúna. En bíl- stjórinn, sem ók börnunum, UIU hafði vit á að láta þau ganga yfir brúna. Börnin hlýddu. En farþegar í öðrum bíl frá sömu bílstöð — alt fullorðið fólk — neitaði að ganga brúna. Nei, það var sannarlega lán, hvernig fór, úr því ekki varð manntjón, en það munaði þó mjóu. Einstök mildi og hepni hjá öðrum bílstjóranum, sem lenti með sinn bíl á sandeyrun- um, og hepni, samfara snarræði og afburða dugnaði hjá hinum bílstjóranum, sem lenti á kaf með bíl sinn í beljandi hyldýpi jökulvatnsins. © Fátt er svo ilt EN FÁTT er svo ilt, að ekki . boði nokkuð gott, segir máltæk- ið, og bað á við hjer. Því hver veit, nema einmitt það, að Ölf- usárbrúin er nú farin, verði til þess að bæta mjög langaferða- farartæki hjer á Suðurlandi. Hinn kunni og vinsæli sjer- leyfishafi áætlunarbíla austur yfir Fjall, Páll Guðjónsson á Stokkseyri, sagði mjer þetta í gærmorgun: — Það getur verið, að það verði okkur sjerleyfishöfunum og langleiðafarþegum bót, að Ölfusárbrúin er ónýt. Það gæti orðið til þess, að við fengjum leyfi til að hafa áætlunarbilana breiðari en þeir eru nú og leyfi- legt er. Verði leyft að hafa lang ferðabílana breiðari, væri hægt að hafa þá mun rúmbetri og þægilegri fyrir farþegana. Það mætti t. d. hafa gang á milli sætanna í slíkum farþegabílum og yki það á þægindi, einkum á leiðum, þar sem víða er numið staðar og hleypa þarf fólki úr og í bílana með stuttu millibili. • Blómlegt hjerað. ÞAÐ ER orðið blómlegt og skemtilegt í Árnessýslunni um- hverfis Ölfusá og gaman er að aka þar um í góðu veðri, eins og var í gærdag. Fjögur þorpin, hvert öðru blómlegra, eru þarna með stuttu millibili: Hveragerði, Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri. En um sveitina dreifast vel bygð bændabýli og grasið og gróður- inn er nógur. • Framfarahugur. ÞAÐ ER líka framfarahugur í fólkinu, sem á þessu svæði býr. Það er glaðlynt og bjartsýnt og unir glatt við sitt, að því er virð- ist, er ókunnugir tala við það. Á Selfossi er að rísa blómleg bygð. Þar er kvikmyndahús hið myndarlegasta. Nokkrir þorps- búar rjeðust í að koma því upp. Á Selfossi er og að ske nokk- uð, sem gæti verið öðrum hjeruð um og þjóðinni allri til fyrir- myndar. — Stjórnmálaherfor- ingjarnir hafa grafið stríðsöxina og hjálpast til að koma þeim framkvæmdum í kring, sem til heilla horfa fyrir hreppinn. © i»ar var gott að koma. ÁÐUR HEFI jeg minst á, hve misjafnt það er að koma í veit- ingahús úti á landi. í gær kom jeg í Hótel Stokkseyri. Það er myndarlegt hús, ekki nein risa- bygging, en smekkleg mjög. Maturinn og þjónustan fyrsta flokks. Spái jeg, að það veitinga hús verðj vinsælt með tímanum. í Hótel Stokkseyri ræður hús- um gamall kunningi margra Reykvíkinga, Henry Hánsen, sem lengi starfaði á Hótel Borg hjer í bænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.