Morgunblaðið - 07.09.1944, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 7. sopt. 1944
Hafn arfjörð ur:
Ný bók:
Rafmagnshiti í Hafnarfjarðar-
kirkju — Ráðhúsið langt komið
Krisuvíkurvegur — Minkasaga
Frá frjettaritara vorum
ÞÆR BREYTINGAR hafa
verið gerðar innan Hafnarfjarð
arkirkju í sumar, að rafmagns-
hitunartæki hafa verið lögð í
hana. Er því þannig fyrir kom-
ið, að margir og stórir „panel-
ofnar“ eru meðfram öllum
veggjum bæði í kór, kirkju og
á sönglofti, en undir hverjum
bekk liggja rör er leiða hita út
frá sjer. Hyggja margir gott til
þessarar nýbreytni, en aðrir
bera kvíðboga fyrir, samanber
reynslu síðasta vetur, að raf-
magn verði ófullnægjandi, og
þá verði ver en áður var. Áður
var kirkjan hituð upp með
heitu lofti, er blásið var fram
í kirkjuna, varð af því talsverð--
ur þytur er truflaði messugjörð,
og varð því að hætta því er
kirkjuathöfn hófst, en þá vildi
oft verða fljótt að kólna inni,
sjerstaklega ef fátt var í
kirkju.
Raflagnir í kirkjuna annað-
ist h.f. „Ekko“.
Ráðhúsið.
RÁÐHÚSIÐ nýja hjer í Hafn
arfirði má nú heita fullgert að
utan og sumir hlutar þess að
innan nærri fullgerðir, t. d. það
sem bæjarstjórn á að hafa til
umráða, vantar eigi annað en
hurðir. Mestan hluta bygging-
arinnar er búið að mála að inn-
án, en talsvert er eftir óurinið
í þeim hluta hússins, er ætlaður
'er til leik- og kvikmyndasýn-
inga.
Sparisjóður Hafnarfjarðar,
sem hingað til, végna húsnæð-
isörðugleika, hefir oft orðið að
gjöra sjer að góðu óhentugt
húsnæði, er nú í þann veginn
að fá úr þessu bætt. Nú nokkur
ár hefir sparisjóðurinn haft inni
í húsi Jóns Mathiesen, en sá
galli var á, að fara þurfti gegn-
um port og upp stiga til að kom
ast inn í sparisjóðinn. En nú á
að bæta úr þessu, þvi næstu
daga stendur til að hann flytji
í hið nýbygða Ráðhús. Á gólf-
hæð þess í suðurenda hefir
sparisjóðnum verið ætlað vist-
legt húsnæði með inngangi frá
Strandgötu. Eru það 2 herbergi,
annað 8X6 □ m. er skiftast
þannig að 3X6 □ m. verða fyrir
framan afgreiðsluborðið. Þar
eru bólstruð sæti og tvö borð
föst við vegg til að skrifa við.
Hurðir og húsgögn hefir h.f.
Dvergur smíðað, og virðist það
vera vandað, sem og allur ann-
ar frágangur, á þessum full-
gjörða hluta byggingarinnar.
Inn af afgreiðslusfofunni er
annað minna herbergi 4X6 m.
að stærð og innaf norðurhlið
þess hreinlætis- og snyrtiher-
bergi, ásamt innmúruðum,
eldtraustum skjala- og pen-
ingaskáp.
Krýsuvíkurvegur.
UNNIÐ hefir verið að stað-
aldri að Krýsuvíkurvegi í sum-
* ar af mönnum hjeðan úr bæn-
um, undir stjórn Jóns Einars-
sonar og Gísla Sigurgeirsson-
ar. Er nú vegurinn kominn það
langt, að bílfært er orðið upp
að Krýsuvíkurengjum. Þó er
lítill kafli enn óofaníborinn og
ekki fyllilega búið að ganga
frá.
Vart trúi jeg öðru en fjöl-
farið verði þangað framvegis,
því þar er sá orkumesti hver
hjer nærlendis, ef ekki sá
mesti á landinu. Jeg, er þetta
rita, sá og heyrði Geysi oft
gjósa, er jeg var á þrettánda
árinu og varð snortinn krafti
þeim er þar bjó í iðrum jarðar,
varð gripinn óttablandinni lotn
ingu er jeg nú fyrir nokkrum
árum kom að Krýsuvíkurhver-
unum og kom í nálægð stóra
hversins. Þar voru þær drunur
og óhemju umbrot undirniðri,
að mjer finst að enginn, sem
ekki hefir heyrt, geti gjört sjer
hugmynd um, hvílík ógnarorka
er þar falin, ef hægt væri
að beisla hana. En gallinn á
þeim leðjuhver er, að hánn hef-
ir sýnt, og það í tíð núlifandi
manna, að hann getur fært sig
til í jarðskjálftakippum, og
þeirra mun oft verða vart í
Krýsuvík, þó þeir eigi finnist
annarsstaðar.
Minkasaga.
VÍÐAR EN í Gvendarbrunn.
um hjá ykkur Reykvíkingum
er það sem minkurinn gerir
vart við sig. Hjer í Firðinum
má segja að hann gangi ljósum
logum; að vísu heldur hann sig
enn að mestu leyti við hænsa-
hús og í sorpræsum. Út af þess-
um vana sínum brá hann þó nú
nýverið.
Fólk, sem var á gangi eftir
Hellisgötu, tók eftir að köttur,
auðsjáanlega í miklum veiði-
hug, var skamt frá bílhlassi af
timburbraki,er látið hafði verið
þar á götuna. Er betur var að
gáð, sást hvar minkur, æði
ygldur og í vígahug var skamt
frá timburbrakinu. Höfðu þau
nánar gætur hvort á öðru, kisa
og minkurinn, reiðubúin til
varnar, ef atlaga yrði gjörð, en
voru þó sýnilega hálf hrædd
hvort við annað. Fólk safnaðist
þarna að og horfði á og bjóst
á hverri stundu við miklum
bardaga. En til þess kom þó
ekki. Minkurinn sá sjer færi og
gat skotist inn í timburbrakið.
Nú var lögreglunni tilkynt hvaí
minkurinn væri, og óskað eftir
aðstoð hennar til að útrýma
vágestinum. Lögreglan, að
vanda viðbragðsfljót, kom á
staðinn vopnuð byssu, reiðu-
búin í stað kattarins að hefja
einvígið, ef minkurinn sæist.
En til þess kom ekki, timbrið
var alt fært til undir vakandi
auga lögregluþjónsins, en
hvergi sást minkurinn.
Lögregluþjónninn, er sjálf-
sagt hefir verið í vígahug og
gjarnan viljað sýna skotfimi
sína, hefir að líkindum ályktað
að fyrst minkurinn var ekki
undir timbrinu, að þá væri
hann í einhverri hraunholunni
þar nálægt og eyðir hann því
skotunum úr byssu sinni inn í
þær holur, er honum fanst lík-
legastar að minkurinn hefði
sloppið inn í. Einhver, er þarna
var viðstaddur, spurði nú lög-
regluþjóninn, hvort hann hjeldi
að hann hefði nú drepið mink-
inn. Lögregluþjónninn svaraði,
að það vissi hann ekki, en víst
væri að hann hefði fengið
kveðjuskot! Að öllu þessu loknu
labbar lögregluþjónninn burt.
Flestra álit, er viðstaddir voru,
mun vera, að minkurinn hafi
sloppið ómeiddur úr þessum
sjerkennilega bardaga, því
mörg er holan í Hafnarfjarðar-
hrauni og engu síður gott
fylgsni fyrir lifandi minka en
skemt kjöt. En mörg mundi
skotin þurfa, ef eyða ætti öll-
um minkum, sem lausir ganga
í hrauninu og umhverfis bæinn,
með þessari aðferð.
Sg.
niHiiiiiiiiiiiiniinnnnnnnannuniiiuitmiiiiiiiiiiiirp
I Emelerað (
| Skaftpottar
Diskar
djúpir og grunnir §
1 Drykkjarmál
Pottar
= B
| Vaskaföt
| i
| Ausur |
| Verslunin NOVA |
= Barónsstíg 27. Sími 1519. 1
= E
ÍTiiiuniiiiibiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiitiiiiiuiiim
?. - *
* Okkur vantar góðan £
Bifreiðastjóra
til sjerleyfisaksturs.
Bifreiðastöð Steindórs
X
jffifWiffjSiHjiWi fl 0 D10 Ö 0 0:0: c c:; j : — x ♦
Ur bygðum Borgarf jarðar
Kristleifur Þorsteinsson:
Úr bygðum Borgarfjarð-
ar. ísafoldarprentsmiðja
h.f. Rvk. 1944.
HVERT mannsbarn á ís-
landi, sem nokkra nasasjón
hefir af bókmentum þjóðar
sinnar, kahn deili á fróðleiks-
manninum Kristleifi Þorsteins
syni á Stóra-Kroppi. Mun það
mála sannast, að hina síðari
áratagi hefir Kristleifur hald-
ið manna best uppi merki al-
þýðlegrar fræðimensku í göml
um og góðum stíl. Mikill var
skerfur sá, sem hann lagði af
mörkum til Hjeraðssögu Borg-
arfjarðar. Varð mönnum þá
ljósl, ef þeir vissu það ekki áð-
ur, að þar fór fræðaþulur, sem
frá mörgu kunni að segja, og
hafði tök á að lýsa hlutunum
skýrt og skilmerkilega. Siðan
hafa öðru hvoru komið rit-
gerðir frá hendi Kristleifs, og
verið birtar hjer og þar í blöð-
um og tímaritum. Nú í sumar
gaf ísafoldarprenlsmiðja út
stóra og myndarlega bók, sem
hefir að geyma yfir 40 ritgerð-
ir Kristleifs, stærri og smærri.
Er þar safnað á einn stað öll-
um þeim þáttum, er Kristl.
hefir skrifað, og ekki eru birt-
ir í Hjeraðssögu Bórgarfjarð-
ar. Undanskilin eru þó frjetta-
brjef þau, hin mörgu og merki
legu, sem Kristleifur hefir
sent Vesturheimsblöðunum ís-
lensku áratugum saman. Sum-
ir þæltirnir í hinni nýju bók,
eru gamlir kunningjar, sem áð
ur hafa verið prentaðir á víð
og dreif i blöðum, en auk þess
er þar mikið af nýju efni.
Kristleifur Þorsteinsson seg
ir svo frá sjálfur, að hann hafi
ekki tekið að fást við ritstörf
fyr en á efri árum. Hefir hann
einkum tekið sjer penna í
hönd á sjöunda og áttunda
tug æfi sinnar, en er nú kom-
inn yfir áttrætt. Hjer er um
það aldursskeið að ræða, þeg-
ar flestum rithöfundum tekur
að fara aflur, þótt áður hafi
þótt góðir og gildir. Það er þó
mála sannast, að
verða ekki sjeð á ritsmíðum
Kristleifs. Kippir honum í
kynið til langafa síns, Snorra
klerks hins sterka á Húsafelli,
um þrek og langlífi, en Snorra
entust firnalengi kraftar mikl
ir til líkama og sálar. — Háfa
þeir engir aukvisar verið, af-
komendur Snorra, og mun
Kristleifi síst í ætt skotið.
Það er um bók Kristleifs á
Stóra-Kroppi að segja, að
margur hefir fengið rithöfund-
arnafn fyrir minna. Maðurinn
virðist vera stálminnugur og
sjór að fróðleik. Kemur það
sjer vel þegar lýsa skal hátt-
um og siðum genginna kyn-
slóða, sem lifðu við skilyrði
gerólík nútímanum, að því er
atvinnuhætti snerti, yfir sið-
venjur og alla menningu. —
Þau hafa orðið örlög Kristleifs,
að lifa hina mestu umbrota-
og byltingatíma, sem um getur
í sögu þjóðarinnar. Á einni
mannsæfi hafa orðið stórfeld-
ari breytingar á þjóðháttum
öllum, en fyr um þúsund ára
skeið. Að sjálfsögðu verður
margt til frásagnar, þegar slík
umskifti gerast. KriStleifur er
glöggur á frásagnarefni. Sjald
an teygir hann lopann um skör
fram, en á það oft til að bregða
upp skýrum og eftirminnileg-
um þjóðlífsmyndum. Stíllinn
er víða þróttmikill og þægileg-
ur, aldrei þungur nje tyrfinn,
en varla laus við dálitla mærð
á stöku stað. Bestu þætlirnir
bera ótvírætt með sjer, að Krist
leifur hefir lesið fornsögurnar,
og gert það vel. Fyrir kemur,
að hann bregður upp svo meitl
uðum lýsingum, að hvaða rit-
höfundur sem væri mætli vera
fullsæmdur af.
Fjölbreytni er mikil í bók
Kristleifs, og víða komið við.
Dálítilla endurtekningá gætir
á fáeinum stöðum, en þó má
segja, að flestar eða allar hafi
ritgerðirnar eitthvað til brunns
að bera. Efnisríku^tu og bestu
þættirnir eru hvorttveggjá í
senn, ágætur skemtilestur og
stórmerk menningarsögUleg
heimild. Eftirfarandi upptaln-
ing fyrirsagna gefur nokkra
hugmynd um fjölbreytni rits-
íns: Frá bernskuárunum. Borg
firsk æska fyrir 70 árum.
Bernskuminningar. Sjávarút-
vegur í gömlum stíl. Sagna-
þættir af 'Vatnsleysuströnd.
Ferð í verið veturinn 1881.
Hreindýr og hreindýraskyttur.
Þáttur af Jóni Borgfjörð og
Grími syni hans. Veiðiför á
Arnarvatnsheiði 1887. Dapur-
legt ferðalag á Mývatnsöræf-
um. Olnbogabörn. Vinnuþörf
og vinnukapp. Dulrænar sagn-
ir. Kirkjurækni og helgihald-
Borgfirskir jólasiðir fyrir 70—
80 árum. Sætaskipun fyr á tím
um.
Ekki spillir það bókinni, að
í henni er mikill fjöldi ágætra
mynda. Sýna myndirnar eink-
um borgfirskt landslag í fjöl-
breytni sinni og fegurð og hef-
ir Þorsteinn Jósepsson tekið
flestar þeirra.
Sonur höfundarins, Þórður
Kristleifsson kennari á Laugar
prentun og lesið prófarkir. Er
það starf vel af hendi leyst,
sem önnur útgerð ritsins.
Gils Guðmundsson.
GIBS
Marmaracement
Dextrin
CASCOKalt lím
Kimrök
Blýmenja
Kieselguhr
Blásteinn
Carbid
VEFr’'" ¥TN
0. F/ ’ T TGSEN h.f.
m.
ellimörk _vatui, hefir búið bókina undir