Morgunblaðið - 07.09.1944, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 7. sept. 1944
eHir
ANYA NETO.N
4 2. dagur
„Zélia er dauð. Hún neitaði
að fara með hinu þjónustufólk-
inu og dvaldi ein eftir á Drag-
onwyck. Ráðsmaðurinn skrif-
aði mjer fyrir nokkru og sagði,
að hún hefði dáið í vetur“. —
inu og hún færði sig nær rúm-
stokknum. Hún reis upp við
olnbogann, og á hvítri húðinni
á handleggjum hennar og
' !«rjóstum, sáust greinilega blá-
ir marblettir. Hún hreyfði höf
Hann gekk til hennar og tók
utan um hana. „Þetta er brúð-
kaupsdagurinn okkar, ástin
mín. Þegar við eruro nú loks
komin heim, eigum við þá ekki
að gleyma öllu öðru? Hjerna
er vínglas handa þjer. Drekktu
úr því.“
Þótt kvöldverðurinn væri
mjög svo girnilegur, freistaði
hann Miröndu ekki. Nikulás
borðaði heldur ekki neitt, og
þegar hann sá, að Miranda
snerti ekki matinn, reis hann
á fætur.
„Komdu“, sagði hann.
Miranda náfölnaði og háls
hennar varð skærþur.
Þau gengu nú upp á loft og
þegar þangað kom opnaði hann
dyrnar að herbergi því, sem
hann hafði ætlað henni.
Var það mjög stór stofa, sem
búin var afar skrautlegum hús
gögnum og voru gluggatjöld-
in úr þungu silki með gylltum
útsaumi. En hún tók ekkert eft
ir því. Það var blómailmur
sem dró að sjer athygli henn-
ar, þegar hún steig inn fyrir
þrepskjöldinn. Það voru hvítar
rósir og liljur, sem stóðu í
stórum postulínsvösum á borð
ununi, og hin löngu vaxkerti
vörpuðu undarlegri birtu á
blómin. Tvö kerti stóðu í gull-
kertastjökum, sitt hvoru megin
við rúmið. Miranda starði á
stjakana.
„Nikulás — nei“, hvíslaði
hún, og rjetti hendurnar biðj-
andi til hans. „Sjerðu ekki —
blómin og þessir kertastjakar
við rúmið — manstu ekki —?“
Hún rak upp dálítið óp, þeg
ar hann sneri sjer við, og hún
sá framan í hann. Augu hans
skutu neistum og hún hjelt að
hann ætlaði að slá sig og hörf-
aði upp að veggnum.
En hann sló hana ekki. Hann
gekk að rúminu og slökkti á
báðum kertunum. Síðan kom
hann aftur til hennar.
„Nei —hrópaði hún. „Nei,
nei“.
Hann tók hana í fang sjer og
bar hana yfir að rúminu.
★
Klukkan á Sankti Marks-
kirkjunni sló fimm högg. Örlít
il skíma seitlaði í gegnum
gluggatjöldin. Hún hafði verið
að bíða eftir þessu, — táraiaus,
ógnþrungin augu hennar höfðu
starað á gluggann, klukkustund
um saman.
Hún hreyfði sig varlega,
einn þumlung í einur frá mann
inum, sem svaf við hlið henn-
ar. Síðan lyfti hún höfðinu
gætilega, og reyndr að koma
auga á það, sem hún þurfti að
nota. Ef hún næði í föíin sín,
hlyti hún að geta klætt sig ein-
hvérsstaðar og komist út. Hún
hafði enga peninga, en treysti
því, að einhver góðgjarn mað-
ur keyrði sig áleiðis heim.
Nú birti qfurlítið í ’ rberg-
uðið örlitið, en hár hennar
hindraði hana. Hún reyndi að
losa það, en tókst ekki. Hún
hjelt niðri í sjer andanum, því
að hún hjelt að hún hefði vak-
ið manninn við hlið sjer.
Nú sló klukkan á Sankti
Mark kirkjunni eitt högg og
hún heyrði einhversstaðar hróp
að: „Mjólk! Komið og kaupið
nýja mjólk!“ Borgin var að
vakna. Hún varð að flýta sjer.
Hún krepti litlu hnefana.
Hún sneri höfðinu hægt —'eins
og ósjálfrátt — og horfði á
manninn við hlið sjer.
Eftir dálitla stund hvarf
skelfing hennar og eftir varð
aðeins undrun. Þetta var ekki
maðurinn, sem hafði svívirt
svo ægilega sál hennar og lík-
ama fyrir nokkrum klukku-
stundum. Þetta var ekki hinn
tigni og drambláti ljensgreifi
á Dragonwyck, nje heldur hinn
hrífandi og glæsilegi fjelagi,
sem hún hafði verið með, einu
sinni eða tvisvar. Þetta var sof
andi andlit á ungum, varnar-
lausum manni. Dökkt hár hans
var úfið og hinir grimmdarlegu
drættir í kringum munn hans
voru nú horfnir, svo að hann
var nærri því drengjalegur.
Hann andvarpaði ofurlítið
og hún hreyfði aðra hönd
hans. Sá hún þá, að kinn hans
og hægri hönd lágu ofan á hári
hennar, og háls hennar herptist
saman, því að það var eins og
hann væri að leita huggunar í
þessu mjúka, gullna hárflóði
á koddanum.
Hann opnaði augun og leit á
hana. Hún bjóst við að sjá and
lit hans verða kuldalegt og til-
finningalaust. En í þess stað
horfði hann rólega á hana. —
Hann sá hínn skyndilega ótta-
svip, sem kom á andlit henn-
ar.
„Miranda —“, hvíslaði hann
biðjandi.
Hún hikaði — reiðubúin til
þess að flýja.
Hann bosti raunalega. „Þú
getur ekki yfirgefið mig“,
sagði hann. „Veistu það ekki?
Ekkert nema dauðinn mun
skilja okkur“.
„Nei“, hvíslaði hún. „Jeg
veit það ekki. Jeg er hrædd“.
Tárin tóku að hrynja niður
kinnar hennar.
Hann rjetti út handlegginn
og dró hana blíðlega að sjer.
Þannig er hann í rauninni, hugs
aði hún. Jeg má aldrei gleyma
því, að hvað sem hann gerir
og segir, er hann í rauninni
góður og elskar mig. Þetta var
upphafið að langvarandi sjálfs
blekkingu, því að ást þá, sem
hjarta hennar þráði, hafði Niku
lás ekki átt til, síðan hann var
tólf ára gamall og missti móð-
ur sína,
XIII. Kapítulí.
Fyrstu vikurnar í hjónabandi
sínu .var, Mjranda mjög. hqpi-
ingjusöm. Nikulás var eins og
eiginmaður sá, sem hana hafði
dreymt um — blíður og eftir-
látur. Ógn brúðkaupsnæturinn
ar gleymdist brátt, því að Niku
lás sýndi henni ekki framar of-
beldi. Hún gleymdi öllum áhyggj
um og varð stöðugt fegurri og
yndislegri. Fegurð hennar, sem
orðin var þroskaðri og meira
tælandi, jókst enn meir við öll
glæsilegu fötin, sem Nikulás sá
henni fyrir. Hann hvatti hana
stöðugt til þess að kaupa meira
af fötum, og sagði: „Jeg vil, að
þú sjert vel klædd, Miranda,
eins og sæmir þjer sem konu
minni. Brátt förum við að taka
á móti gestum, og þá verður
þú að hafa lært að hegða þjer
í samræmi við stöðu þína“.
Miranda varð áhyggjufull
þegar hún hugsaði til þessa,
því að Nikulás gerði miklar
kröfur. Hún varð að vera fal-
leg og skemtileg og vel upp al-
in, og hún varð að vera glæsi-
leg húsfreyja, svo að hún gæti
viðhaldið hinni rómuðu Van
Ryn gestrisni.
Á meðan Jóhanna lifði, hafði
það því nær eingöngu verið
Nikulás, sem hjelt uppi þeirri
gestrisni. Húsmóðirin hafði
ekki haft neinn áhuga á fólki
því, sem ekki tilheyrði fjöl-
skyldunum niður við fljótið, og
hafði því ekkert skipt sjer af
því.
En hann krafðist samstarfs
við Miröndu. Hún varð að geta
tekið þátt í samræðum um öll
mál, er þá vöru efst á baugi,
og, um fram alt, varð hún að
hafa áhuga á hinum nýju bók-
um, sem komu frá Englandi:
„Zanoni“, eftir Edward Bul-
ward - Lytton. „Athugasemd-
ir frá Cornhill til Cairo“, eftir
Thackeray og á hinni svívirði-
legu meðferð Dickens á Amer-
íku í „Marteinn Chuzzlewit“.
I Miranda las samviskusam-
lega bækur þær, sem Nikulás
fjekk henni, og veitti sjerstaka
athygli setningum þeim, sem
hann hafði merkt við. Á hverj-
um morgni fóru þau, eftir morg
unverð, inn í litla herbergið inn
af borðstofunni, til lestrar.
Nikulás var ágætur kennari,
strangur, en gæddur þeim hæfi
leika að blása lífi í það,
sem hann var að kenna. Mir-
anda hafði litla andlega for-
vitni og samþykti því orðalaust
alt, sem Nikulás sagði. Hann
sagði að hinar sögulegu skáld-
sögur Sir Walter Scott væru
öfgafullar og sögur Dickens
væru grófgerðar, svo að hún
þyrfti ekki að eyða miklum
tíma í að lesa þær. Hann var
mjög hrifinn af ritgerðum Em-
erson. Hin stríðandi einstakl-
i ingshyggja þeirra var mjög í
! samræmi við sannfæringu
| Nikulásar sjálfs. Hann krafðist
j þess, að hún lærði utan að
| nokkrar setningar úr „Sjálfs-
| traust“.
Ef Loftur getur það ekki
— ká hver?
Galdrafuglinn Koko
Æfintýr eftir Anthony Armstrong.
3.
„Hvað skyldi hann Granadakeisari nú vera að hugsa um?“
tautaði konungurinn og leit aftur á ungann.
„Æ, mikið skelfing er hann fallegur”, hrópaði hirðmey
ein upp yfir sig, þegar hún sá ungann. „Koko, Koko
litli“, kallaði hún svo og gerði sig mjúka í máli.
„Þegiðu, bjáni“, sagði konungur reiðulega. „Jeg er að
hugsa“.
Unga stúlkan var ekki lengi að loka munninum. En
með sjálfri sjer fanst henni konungurinn vera ókurteis,
— jafnvel þótt hann væri konungur.
„Mjer geðjast ekki að tveim síðustu setningunum í
brjefinu“, sagði aðalráðgjafinn við aðstoðarmann sinn.
„Nú, hvers vegna ekki. Koko er ágætt nafn“.
„Nei, jeg meina síðustu setninguna. Heyrðu, þú, „sagði
hann svo við sendiboðann, sem enn reyndi að láta hvern
mann sjá, hve þyrstur hann væri. „Voru nokkur munn-
leg skilaboð?“
„Aðeins þetta herra: — Að hans keisaralega hátign
hefir gefið yðar hátign gjöf og álítur það alvarlegt mál-
efni og atriði, sem hann persónulega þurfi að rannsaka,
ef þjer tapið unganum eða hann drepst hjá yður“.
„Já, einmitt það“, stundi konungur. „Ætli þetta sje
ekki nægilegt, þakka yður fyrir“.
„Sendiboðinn hneigði sig. „Er ekkert fleira .... ?:!
spurði hann kurteislega og vonaði að svartð yrði staup
af víni.
„Ekki fyrir yður“, sagði konungur stuttaralega. Hann
var nú ekki að eyða mörgum orðum á smámenni, þegar
hann var í þessu skapi, sem hann var I núna.
Sendiboðinn fór út. „Jeg vona að þessi skepna drep-
ist“, tautaði hann reiðulega, en ekki fyrr en hann var
kominn út. Það var ekki vogandi, að segja það fyrr, kon-
ungurinn í Sparmaniu þótti harður í horn að taka, er
hann hafði verið móðgaður.
Um kvöldið fóru þeir til konungur, aðalráðgjafinn og
hirðstjórinn og skoðuðu Koko í krók og kring. Aldreí
höfðu þeir sje ðannað eins kvikindi. Hann horfði svo illi-
lega á þá, að þeim leið hreint ekki veL
„Eitthvað er bogið við þetta“, sagði konungur að lok-
um, „en í augnablikinu held jeg að hann sje nú ekki
meinmikill, — ja samanborið við það sem bann hefði
getað sent, keisa,raþrjóturinn”, bætti ihann snögglega
við, þegar fuglinn'byrjaði að baða vængjunum og reyndi
að höggva nefinu í stallarann.
Skipsstrand. Kaupskip frá
Flatey í Breiðafirði, eign versl
unar Jóns sál. Guðmundssonar,
„Marine“, er hafði beðið hjer
byrjar til Norvegs langa-lengi,
með al-íslenskri skipshöfn,
skipstjóri Bjarni Vigfússon
Thorarensen, sleit upp í roki
•sunnudag 8. þ. m. hjer af höfn
inni, rak vestur fyrir Efferseyj
argranda, og var síðan hleypt
á land við Eiðsgranda, og varð
að strandi. Manntjón varð ekk-
ert. — (ísafold 11. des. 1889).
★
Maður rjeð sjer bana í Vatns
firði við Isafjörð fyrir páskana,
með skoti, fanst með byssu-
hlaupið upp að sjer. Annar
maður rjeð sjer bana á Sand-
eyri á Snæfjallaströnd, Jónatan
að nafni, gamall maður. — (Isa
fold 10. maí 1890).
ÍK
írar hafa orð á sjer fyrir
drykkjuskap. Því er þetta haft
eftir einum Ira, er hann frjetti
ao brennivín væri fallið í
verði:
„Æ, það er í fyrsta sinn, sem
jeg gleðst yfir falli vinar
míns“.
★
Ágæti manns skyldi aldrei
meta eftir gáfnayfirburðum
hans, heldur eftir því, hvernig
hann notar gáfurnar.
★
Jón: — Þú ert altaf að tala
um einhvém asna; þú átt þó
líklega ekki við mig?
Guðmundur: — Vertu ekki
að gera þjer áhyggjur út af
því, Það eru fleiri asnar til en
þú.
★
Gamall prestur komst í orða
kást við mann, sem hafði á
hornum sjer út af þvi, að verið
væri að eyða fje og kröftum til
kristniboðsferða meðal heið-
inna þjóða.
„Hversvegna skiptir kirkjan
sjer ekki að samlendum heið-
ingjum?“ spurði, maðurinn.
„Það gerir hún líka“, svar-
aði prestur og rjettir mannin-
um kristileg smárit.