Morgunblaðið - 07.09.1944, Side 16

Morgunblaðið - 07.09.1944, Side 16
16 íslandsmet í 400 metra hlaupi í GÆRKVÖLDI setti Kjart- an Jóhannsson, I. R., nýtt Is- landsmet í 400 metra hlaupi, en kepni fór fram í því hlaupi í sambandi við kappleikinn milli Vals og FrSm, — Brynj- ólfur Ingólfsson, K. R., hljóp einnig innan við gamla metið. Urslit urðu annars sem hjer segir: 1. Kjartan Jóhannsson, I. R., 51.2 sek. 2. Brynjólfur Ingólfsson, K. R., 52.0 sek. 3. Arni Kjartansson, A, 53.8 sek. 4. Jóhann Bernhard, K. R., 53.9 sek. Fyrra metið, 52.3 sek., setti Kjartan fyrr á sumrinu og hef- ir því nú bætt það um 1.1 sek. — Kjartan hljóp á 1. braut, Arni á annari, Jóhann á þriðju og Brynjólfur á fjórðu. Þá keptu og tveir ,,drengir“, Oskar Jónsson, I. R., sem vann á 55.1 sek., og Páll Halldórs- son, K. R. Tími hans var 55.2 sek. Valur vann Fram ANNAR leikur Vals og Fram í Walterskepninni fór fram í gærkveldi og endaði með sigri Vals 1:0. I fyrri hálfleiknum lá yfir- leitt á Fram og næsta óskilj- anlegt, að ekki skyldi vera skorað hjá þeim. Þó gerðu Fi-amarar nokkur upphlaup. sem hefðu getað orðið hættu- leg Valsmönnum. Síðari hálfleikurinn var mun hraðarí og „spenningurinn“ jókst að sama skapi. Þar var eins og í fyrri hálfleik, að yf- irleitt lá á Fram, en sóknin var ekki eins staðbundin. — Svo loksins um miðjan hálfleik * inn skoraði Ellert úr þvögu með föstu, óverjandi skoti. Þ. F. H. og Haukar keppa í kvöld í KVÖLD kl. 7 fer fram kappleikur í Hafnarfirði milli fyrstu flokka knattspyrnu- manna úr Hafnarfjarðarfjelög unum tveim. Fimleikafjelagi Hafnarfjarðar og Haukum. — Má enginn annars flokks mað- ur taka þátt í leiknum. — í fyrra vann F. H. þenna leik, en Haukar munu nú hafa full- an hug á því að hefna sín. Samkomulag á Akranesi SAMNINGAR tókust í gær milli Verkalýðsfjelags Akra- ness og vinnuveitenda á Akra- nesi um kaup og kjör verka- fólks í bænum. Hafði verklýðs- fjelagíð farið fram á launa- hækkanir, en samningar voru útrunnir þann 1. þ. m. Samkomulag varð um, að kaup karlmanna hækkaði úr kr. 2.10 á klst. í kr. 2.45 og kaup kvenna úr kr. 1.50 í 1.75. ■ ■ * Mjólkurflutningar yfir Olfusá í gær STR.4X um hádegi í gær var farið að fiytja mjóik úr Flóabúinu vestur yfir Ölfusá á bát um. Voru fluttir 15 mjólkurbrúsar í hverri ferð. Myndin hjer að ofan var tekin af þessum nýstár legu mjólkurflutningum, er verið var að setja mjóikurbrúsana í ferjubátinn í viki á eystri bakka árinnar. Frumvarp um efiingu fiugsanigangna í iandinu RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fyrir Nd. Alþingis frumvarp til laga um gerð flugvalla og og lendingarstaða fyrir flug- vjelar. í fyrstu grein frumvarpsins segir svo: Flugvellir skulu flokkaðir í 4 flokka eftir stærð þeirra, gerð og búnaði til notkunar og rekstrar. Fullnægja skulu þeir eftir- töldum skilyrðum: 1. flokkur. — Rennibrautir skulu vera ekki færri en 3, gerðar úr steinsteypu, malbiki eða með öðru varanlegu slit- lagi. Skulu þær fullnægja að- alvindáttum. Lengd braut og breidd skal nægileg fyrir stórar millilanda flugvjelar. Skulu þar vera bygg ingar þær, tæki og búnaður, sem nauðsynlegt telst til þess að fullnægja millilandaflugi. 2. flokkur. Rennibrautir skulu vera 3, nema þar sem reynsla sýnir, að 1 eða 2 braut- ir muni íullnægja í aðalvind- áttum. Þær skulu þaktar gras- sverði eða malbornar. Lengd og breidd brauta svo og gerð þeirra skal nægja til innan- landsflugs. Skulu þar vera byggingar. tæki og búnaður, sem nauðsynlegt þykir til þess að fullnægja innanlandsflugi með flugvjelum allt að 15000 kg þyngd. 3. flokkur. — Rennibrautir skulu vera 3, nema þar sem reynsla sýnir, að 1 eða 2 braut- ir muni fullnægja í aðalvind- áttum. Þær skulu þaktar gras- sverði eða malbornar. Lengd og breidd brauta svo og gerð þeirra skal nægileg fyrir með- alþungar flugvjelar, allt að 5000 kg þyngd. Við völlinn skulú vera nauðsynlegustu læki og búnaður fyrir snögga viðkomu slíkra flugvjela. 4. flokkur. — Rennibrautir skulu vera 2, nema þar sem reynslan'sýnir, að 1 braut muni nægja eða verða of koslnaðar- samt að gera 2 brautir. Renni- brautir skulu þaktar grassverði eða malbornar. Lengd brauta og breidd skal ætluð aðeins fyr ir ljettar flugvjelar, allt að 3000 kg þyngd, eftir því, sem fært þykir kostnaðar vegna. — Rennibrautir skulu merklar og þar skal vera aðgangur að síma, svo og smáskáli fyrir far- þega, en yfirleitt ekki annar búnaður. í 2. grein frumvarpsins ræð- ir um það, hvar flugvellir skuli bygðir. Segir þar á þessa leið: Flugvellir skulu vera á eft- irlöldum stöðum: a. í 1. flokki: 1. í Reykjavík. 2. A Reykjanesi. b. í 2. flokki: 1. í Eyjafirði. 2. Hjá Egilsstöðum á Völl- um. 3. Á Melatanga í Horna- firði. c. í 3. flokki: 1. í Borgarfirði. 2. Hjá Söndum í Miðfirði. 3. Hjá Blönduósi. 4. Hjá Sauðárkróki. 5. I Vestmannaeyjum. 6. Nálægt Siglufirði. 7. Hjá Húsavík. 8. Hjá Kópaskeri. d. í 4. flokki: 1. Á Akranesi. 2. Á Kambsnesi hjá Búðar- dal i Dalasýslu. 3. Á Melgraseyri við ísa- fjarðardjúp. 4. Hjá Hólmavík. 5. í Vopnafirði. . Hjá Búðum í Fáskrúðs- firði. 7. Hjá Fagurhólsmýri. 8. í Mýrdal í Veslur-Skafta fellssýslu. 9. Á Geilasandi í Rangár- vallasýslu. Flugskýli og dráttarbrautir fyrir sjóflugvjelar skulu vera á þessum stöðum: a. I Reykjavík. b. í ísafjarðarkaupstað. c. Á Akureyri. d. Á Austfjörðum. e. Á Vestfjörðum. Þá er gert ráð fyrir að bygð- ar verði þráðlausar talstöðvar til öryggis flugsamgöngum í landinu. Samkvæmt 7. grein frum- varpsins skal stjórn flugmála í landinu vera háttað á þessa leið: Atvinnu- og saúigöngumála ráðherra skal setja á stofn sjer staka stjórn flugmála, þegar tímabært þykir, og fellur þá niður starf flugmálaráðunaut- ar ríkisins. Forstöðumaður þessarar stofnunar nefnist flug málastjóri. Þar til þessi skip- an verður gerð, hefir atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið stjórn þeirra mála, sem grein- ir í lögum þessum, og er vega- málastjóri og flugmálaráðu- nautur ráðuneytinu til aðstoð- ar við framkvæmd þeirra. Kostnaður við stjórn flug- mála og rannsóknir og undir- búning þeirra framkvæmda, er í lögum þessum getur, greiðist úr ríkissjóði. Kostnaður við framkvæmd þeirra flugmannvirkja, er um getur í frumvarpinu skal greiddur úr ríkissjóði eftir því sem fje er veitt til þeirra á fjárlögum. Að lokum eru i frumvarp- inu ákvæði um eignarnám, bætur vegna jarðrasks og land náms o. fl. Eru þau ákvæði hliðstæð ákvæðum vegalaga. London: — Kvikmyndaleik- konan Myrna Loy hefir kraf- ist skilnaðar við mann sinn, John Hertz. Fimtudagur 7. sept. 1944 Furðuleg skrif ÞJÓÐVILJINN er í gær, með skæting til stjórnarvaldai bæjarins fyrir það, að stræti isvagnarnir, sem brenna lirá* olíu, skulj vera stöðvaðir. Kemur þessi skætingufl vissulega úr hörðustu átt. Eins og Þjóðviijamönnum er kunn- ugt, fór framkvæmdastjórij strætisvagnanna á sínum tíma, fram á það, að vagnarnir* 1 2 3 4, fengju að taka hráolíu í Sliell* portir svo að þeir þyrftrr ekkí að stöðvast. En stjórn Dags* brúnar neitaði þessu afdrátt* arlaust. Auðvitað kom engum til bugar, að auðsóttara yrði að fá olíu á vagnana hjá Shell suður í Keflavík. Þessvegnaj var stjórn Dagsbrúnar ekkl um þetta spurð sjerstaklega, En að gefnu tilefni í greiií Þjóðviljans í gær, spurði borg arstjóri formann Dagsbrúnafl (Sigurð Guðnason alþm.)', hvort stjór n fjelagsins mynd^ levfa að olía sú, sein Þjóð- viljinn taíar um yrði sótt suð- ur í Keflavík. En formaður, Dagsbrúnar þvertók þetta með öllu. ITvað er þá Þjóðviljinn að blaðra um? Tlonum ætti ]>ói að skil.ja.rt, að á meðan ekkí liggur fyrir slíkt leyfi frá stjórn Dagsbrúnar, verðuii liærinn ekki ásakaður fyrir, aðgerðarleysi í þessu málí« Því varla ætlast Þjóðviljinu, til, að bærinn geri tilraun til að brjóta verkfall Dagsbrún- armanna? Þórarinn á Hjaltabakka látinn ÞÓRARINN JÓNSSON bóndí og fyrrum alþm. á Hjalta- bakka, andaðist að heimili sínu síðastliðinn þriðjudag, 74 ára að aldri. Hann hefir1, átt við iangvarandi vanheilsu að stríða. Þessa mæta manns og gamla þingskÖrungs, verð- ur minst síðar hjer í blaðinu, Aður en þingfundur hófsti í Nd. í gær mintist forsetí (Jör, Brynjólfsson) Þórarins, einkar hlýlega, en þingmennj risu úr sætum og vottuðu hin- um látna yirðingu sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.