Morgunblaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 2
1 MOEGUNBLAÐIÐ Sunmidagtir 10. sept. 194^ DAGSBRÚN TAPAÐI MÁLI FYRIR FJELAGSDÓMI SÍÐASTLIÐINN föstudag kvað Fjelagsdórrmr upp dóm í er Alþýðusamband Is- lands f. h. Verkamannafjelags- ins Dagsbrún, höfðaði gegn Vinnuveitendafjelagi Islands. Urðu úrslitin þau, að Al- þýðusambandið tapaði a'lger- lega málinu, og var dæmt til að greiða 300 kr. í málskostn- að. Birtum vjer hjer dóm Fje- lagsdóms í heilu lagi: Mál þetta er höfðað hjer fyr ir dómi með stefnu, dags. 24. apríl þ. á., af Alþýðusambandi íslands f. h. Verkamannafjelags ins Dagsbrúnar gegn Vinnuveit endafjelagi Islands. Málavextir eru þessir: Hinn 22. febr. þ. á. var und- irritaður kjarasamningur milli Verkamannafjelagsins Dags- brúnar og stefnda. I fyrstu málsgr. 5. gr. samnings þessa segir svo: „Lágmarkskaup í almennri dagvinnu fyrir fullgilda verka- menn skal vera kr. 2.45..... Fyrir slippvinnu (svo sem hreinsun á skipum, málun, smurningu og setningu skipa) kolavinna, uppskipun og út- skipun á salti, sementsvinnu (uppskipun, hleðslu þess í pakk hús og samfellda vinnu við af- hendingu úr pakkhúsi og mæl- ing í hrærivjel), gæslu hræri- vjelar, handlöngun hjá múrur- um (hræra lögun til húðunar og færa múraranum), hjálpar- viíinu í vjelsmiðjum, lýsis- bræðslu og vjelgæslu á togur- um í höfn, greiðist kr. 2.90 á klukkustund“. Nú deila samningsaðilar um það, hve víðtæka merkingu berí að leggja í orðin, „hjálp- arvinna í vjelsmiðjum“. Held- ur stefnandi því fram aðallega að hjer sje átt við alla vinnu venjulegra verkamanna í vjel- smiðjunum, en til vara, að átt sje við alla vinnu, sem talin verði aðstoð við þá fagmenn eða aðra, er þar starfa sjálf- stætt, en stefndi heldur fram þrengri merkingu. Eru dómkröfur stefnanda þessar: Aðallega: 1. að viðurkennt verði að með orðunum „hjálparmenn í vjelsmiðjum“ í 5. gr. samnings frá 22. febr. 1944 milli Verka- mannafjel. Dagsbrúnar og Vinnuveitendafjelags Islands sje átt við alla verkamenn í vjeismiðjum, sem ekki eru fag jtnenn. Tií vara: 1. að viðurkent verði að með orðunum „hjálparmenn í vjel- smiðjum" í 5. -gr. samnings frá 22. febr. 1944 milli Verka- raannafjel. Dagsbrúnar og Vinnuveitendafjelags íslands sje átt við alla verkamenn í vjelsmiðjum, sem hjálpa járn- smiðum, nemum og öðrum, sem vinna sjálfstæð störf í smiðj- vnum. 2. Að stefndur verði dæmd- ur til að greiða stefnanda máls- k.ostnað eftir mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af kröf um stefnanda og málskostnað- Verður að greiða 300 kr. í málskostnað ar úr hendi hans eftir mati ■ dómsins. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að umdeilt samnings ákvæði, sem sje nýmæli í kjara samningum Dagsbrúnar og stefnda, sje þannig tilkomið, að eftir samningsgjörð sömu aðilja 22. ágúst 1942 hafi orð- ið munnlegt samkomulag milli vjelsmiðjanna og Dagsbrúnar um kaup verkamanna í vjel- smiðjum. Hafi kaupflokkar samkvæmt því orðið þrír: — 1. Venjulegir verkamenn, sem þangað til hafi unnið venjulega verkamannavinnu. 2. Hjálpar- menn og 3. Verkamenn, sem vinna sjálfstæða fagvinnu. — Kveður stefndi framkvæmd samkomulags þessa hafa orðið á þá lund að meginþorra þeirra verkamanna, sem unnu með járnsmíðaverkfæri í hönd, -svo og hnoðahiturum, iðhöldurum og ásláttarmönnum, í eld- smiðjum hafi verið greitt kaup sem hjálparmönnum, og kveðst hann geta fallist á að slík vinna verði talin hjálparvinna og greidd samkv. því. Onnur vinna, eins og t. d. flutningar, hreinsun á verkstæðum og vinnuplássum, kynding og ann að, verði hinsvegar að telja verkamannavinnu. Kveður stefndi sig hafa haft rjettmæta ástæðu til að ætla er Dagsbrún tók „hjálparvinnu í vjelsmiðj- um“ upp í samningsuppkast sitt á síðastl. vetri, að þar væri aðeins átt við þá vinnu, er í greidd hærra kaupi sem hjálp- arvinna. Telur hann að þurft hefði að geta þess sjerstaklega í samningnum, ef leggja hefði átt víðtækari merkingu í þessi orð, en um þetta hafi ekkert verið rætt sjerstaklega við samningsgerðina. Stefndandi hefir viðurkennt, að samið hafi verið munnlega á árinu 1943 um þrískíptingu þá, er stefndi skýrir frá, en héldur því hinsvegar fram að aldrei hafi komist á samkomu- lag um mörkin milli venjulegr ar verkamannavinnu og hjálp- arvinnu. Hafi um það verið stöð ugt ósamkomulag milli vjel- smiðjanna og Dagsbrúnar alla tíð síðan 1942. Telur hann verkamannavinnu og hjálpar- vinnu svo samanblandaðar að erfitt sje að greina þar á milli. Oll verkamannavinna í vjel- smiðjum sje í raun og veru hjálparvinna og falli því undir umdeild orð nefnds samnings. Vill hann ekki fallast á fram- angreinda skilgreiningu stefnda, og telur að fram- kvæmd hins munnlega sam- komulags hafi í raun og veru verið sú, að kaup fyrir hjálp- arvinnu hafi meira farið eftir því, hvaða verkamenn áttu hlut að máli, heldur en hinu, hvaða verk voru unnin. Telur hann handlögun og þessháttar vinnu engu síður heyra undir hjálparvinnu en þá vinnu, er vjelsmiðjurnar færa I þann flokk. Hefir stefndandi við munnlegan flutning málsins borið fram varakröfu sína, ef ekki yrði talið unnt að fallast á aðalkröfu hans. Stefndi hefir mótmælt því, að deilur hafi verið milli vjel- smiðjanna og Dagsbrúnar um mörk hjálparvinnu sviðsins meðan munnlega samkomulag ið gilti. Bendir hann á, að ef svo hefði verið, þá hefði Dags- brún einmitt haft ríka ástæðu til þess, að skilgreina hjálpar- vinnuna nánar í áðurgreindu samningsuppkasti. Svo sem að framan greinir, er það upplýst í málinu, að á árinu 1942 hafi komist á sam- komulag um þríflokkun kaups í verkamannavinnu í vjelsmiðj um, er hafi verið framkvæmd þannig alt til þessa dags, að nokkur hluti verkamanna hafi fengið venjulegt verkamanna- kaup, sem var nokkru lægra en kaup fyrir svo nefnda hjálpar- vinnu. Var þannig fyrir hendi, er kj arasamningurinn var gerð ur 22. febr. s. 1., flokkun verka mannavinnu í hjálparvinnu og venjulega verkamannavinnu. Verður ekki talið að stefndi hafi þurft að gera ráð fyrir því, að orðin „hjálparvinna í vjel- smiðjumý fælu í sjer breytingu frá þeirri flokkaskipun er áð- ur hafði tíðkast, án þess að það væri tekið sjerstaklega fram, þannig, að öll verkamanna- vinna í vjelsmiðjum skyldi frá gildistöku samningsins teljast til hjálparvinnu. Er því ekki hægt að taka aðalkröfu stefn- ánda til greina. Varakrafa stefnanda er svo óákveðin, að hún sker eigi úr um það, hvaða vinna ætlast er til að teljist hjálparvinna í vjel smiðjum samkvæmt framan- greindum samningi, þykir því eigi fært að leggja dóm á hana og ber að vísa henni'frá dómi. Samkvæmt þessum úrslitum þykir rjett, að stefnandi greiði stefnda kr. 300,00 í málskostn- að. Því dæmist rjett vera: Varakröfu stefnanda í máli þessu vísast frá dómi. Stefndi, Vinnuveitendafjelag íslands, á að vera sýkn af aðal- kröfu stefnanda, Alþýðusam- bands Islands f. h. Verkamanna fjelagsins Dagsbrúnar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda kr. 300.00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Árás á Shanghai London: Japanska írjetta- stofan herniir, að flugvjelar bandamanna hafi fyrir skömmu vnrpað sprengjum á Shnjighaisvæðið og borgina sjálfa. ,T rúnaðarmannaráð4 Dagsbrúnar ijekk verkf allsvaldið! Dómur Fjeiagsdóms í gær FJELAGSDÓMUR kvað í gær upp dóm í máli Vinnuveit- endafjelags íslands f h. Shell á íslandi h.f. gegn Alþýðusam- bandi Islands f.h. Verkamannafjelagsins Dagsbrúnar. j. Mál þetta er höfðað vegna olíuverkfallsins svonefnda, sem nú stendur yfir. Svo sem kunn- ugt er, var verkfall þetta fyr- irskipað af ,trúnaðarmannaráði‘ Dagsbrúnar, sem skipað er níu mönnum og af þeim eru fimm stjórnendur fjelagsins. Verka- menn sjálfir voru ekki spurðir, engin atkvæðagreiðsla fór fram meðal þeirra áður en verkfall- ið hófst. Shell h.f. leit svo á, að slíkt verkfall gæti ekki verið í sam ræmi við hin ströngu ákvæði vinnulöggjafarinnar og var mál því höfðað fyrir Fjelags- dómi til þess að fá úr þessu skorið. Fjelagsdómur leit hinsvegar svo á, að verkfallið yrði að teljast löglegt samkvæmt c- lið 15. gr. vinnulöggjafarinnar, er heimilar trúnaðarmannaráði að fyrirskipa verkfall, ef lög viðkomandi fjelags fela því slíkt vald. Segir í forsendum dóms Fje- lagsdóms, að með nefdri laga- grein sjeu engin bein fyrirmæli sett um það, hversu fjölmenn trúnaðarmannaráðin skuli vera. „Nú verður því að vísu ekki neitað“, segir í forsendum dóms ins, „að það leiðir til verulegs ósamræmis milli a- og b-liðs 15. gr. annarsvegar og c-liðs hinsvegar, ef 9 manna túnaðar- mannaráð í nálega 3 þúsund manna fjelagi getur tekið á- kvörðun um að gera verkfall. En eigi að síður verður að telja, að með því að löggjafinn hefir algerlega látið hjá líða að selja í lögin fyrirmæli um hve fjöl- skipuð ráðin skuli vera, enda þótt umræður um þau á Al- þingi hafi gefið fullkomið til- efni til þess, þá sje það ekki á valdi dómsins að meta það“. Á þessum forsendum var Al- þýðusambandið f. h. Dagsbrún ar sýknað, en málskostnaður var látinn falla niður. ★ Sjeratkvæði Jóns Asbjörnssonar. Einn dómendanna, Jón Ás- björnsson hrm. hafði sjerstöðu. Hann taldi óheimilt að fela stjórnum fjelaga almenna heimild til þess að taka ákvörð un um verkfall. Slík almenn heimild verði aðeins falin trún aðarmannaráði. Bert væri af meðferð málsins á Alþingi, að ætlast var til að verkfallsvald- ið væri tekið úr höndum fje- lagsstjórnanna. Þvínæst segir Jón Ásbjörnsson: „Þegar lögin gengu í gildi mun aðeins hafa verið trúnaðarmannaráð í einu verklýðsfjelagi hjer á landi, Vérkamannafjelaginu Dags- brún í Reykjavík. Var trúnað- armannaráð þetta skipað 100 mönnum. En skömmu eftir að lögin öðluðust gildi breytti Dagsbrún nafninu á ráði þessu í ,,trúnaðarráð“, en jafnframt skyldi starfa í fjelaginu svo- kallað trúnaðarmannaráð, er hefði heimild til að taka ákvörð un um verkfall. I „trúnaðar- mannaráði“ þessu skyldu stjórnendur fjelagsins 5 að tölu eiga sæti og auk þeirra 4 fje- lagsmenn, kosnir sjerstaklega til að taka sæti í því ásamfc stjórninni“. J. Á. taldi slíkt „trúnaðar- mannaráð“ engan veginn svo sjálfstætt gagnvart stjórn fje- lagsins, að það fullnægði á- kvæðum vinnulaganna. Hann vildi því dæma verkfallið ó- lögmætt og fjelagið skaðabóta- skylt. Reykjavíkurmót í golfi: Herdís Guðmunds- dóttir vann meist- arabikar kvenna IJRSLITAKEPPNI Reykja-i víkurmótsins í golfi um meisti arabikar kvenna fór fram íl gær milli Ölafíu Sigurbjörnsn dóttur og Herdísar Guðmundg! dóttur. Leikar fóru þannig, að Herdís átti 6 holur unnar, þegar eftir var að leika urn, 4 holur. Leiknar voru 36 hoL ur. Leikurinn var skemtileguq og góður. Ilandhafi meistarabikargj kvenna var Ölafía Sigurbjörngi dóttir. Úrslitakeppni í hinum flokkunum. j Verði sæmilegt veður í dag^ mun keppt til úrslitaj í meistaraflokki og fyrstaj flokki. Leikirnir munu hefjastj kl. 14. Má búast við, að á* horfendur verði margir, þvj að öllum er heimilt að horfai á. ■— Eins og blaðið hefir áðuq skýrt frá, keppa Gísli Ólafs-i son og Þorvaldur Ásgeirssoni til úrslita í meistarafiokki, en Daníel Fjeldsted og Árni Egi son í fyrsta flokki. I hvorrl keppninni um sig verða leikui ar 36 holur. (4 hringir). Konur skutu að de Gaulle. London: — Það hefir nú komið í ljós, að meðal þeirra, sem skutu á de Gaulle í París og hjeldu þar uppi skæruhern- aði um langan tíma, var all- mikið af ofstækisfullum frönsk um konum. Þá voru og nokkr- ir Japanar með í þessum bar- dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.