Morgunblaðið - 04.11.1944, Blaðsíða 8
9
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 4. nóv. 1944
Jllttgtittfrlröifr
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Óla
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsl*.
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuöi innanlanda,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók.
Sigur þingræðisins —
tákn framtíðarinnar
ÞEGAR FRÁFARANDI ríkisstjórn tók við völdum, fyr-
ir um það bil tveim árum, var henni nokkuð misjafn-
lega tekið. Það voru ýmsir, sem fögnuðu þeirri stjórn og
töldu, að hún myndi reynast þess umkomin að ráða fram
úr vandanum. Aðrir töldu mjög til vandræða stefnt að
setja á laggirnar óþingræðislega stjórn, er væri í engum
tengslum við þingið. Slíkt stjórnarfyrirkomulag væri í
eðli sínu öndvert hinni þingræðislegu stjórnskipun okk-
ar og myndi hver stjórn, sem ekki nyti stuðnings þings-
ins, reynast til allra stærri verka óhæf. Reynslan staðfesti
ótvírætt, að hinir síðari höfðu rjett fyrir sjer. Stjórnin
reyndist ekki fær um að fylgja fram höfuðstefnumáli
sínu, að ráða við dýrtíðina, og á öðrum sviðum skorti hana
úrræði, er á reyndi.
Fór svo fram ,að lítt rættist úr vandamálum þjóðar-
innar. Traustið þvarr á ríkisstjórninni og virðing þjóðar-
innar á þinginu var að þrotum komin.
Verður þó ekki sagt, að ekki hafi verið leitað ráða til
þess að koma á traustara stjórnarfyrirkomulagi í land-
inu. Sjerstaklega beitti Sjálfstæðisflokkurinn sjer fyrir
endurteknum tilraunum til þess að koma á þingræðis-
stjórn. Árangurinn varð þó síðbúinn. Fyrir skemstu stóðu
sakir þannig, að aðeins þrír ráðherrar eru eftir í stjórn
Björns Þórðarsonar. Framsóknarflokkurinn slítur þá upp
úr langvarandi tilraunum til myndunar fjögra flokka
stjórnar, er flestir töldu að myndi reynast eina færa leið-
in út úr ógöngunum.
Á þessu örlagaríka augnabliki í pólitískri sögu þjóðar-
innar tókst formanni Sjálfstæðisflokksins að bjarga við
þingræðinu í landinu og leggja með myndun sterkrar
þingræðisstjórnar grundvöllinn að nýrri viðreisn á sviði
þjóðmálanna. Myndun hinnar nýju ríkisstjórnar boðar
sigur þingræðisins í landinu. Æfintýri utanþingsstjórn-
arinnar verður þá eftirleiðis til viðvörunar komandi kyn-
slóðum, og sannast þá enn, að fátt er svo illt, að einugi
dugi.
Myndun hinnar nýju ríkisstjórnar er að vissu leyti
þrautalending. Ált annað hafði verið reynt. En er hún þá
nokkuð neyðarúrræði?
Stjórnarflokkarnir þrír hafa samanlagt nær allt kjör-
fylgi í kaupstöðum og stærri kauptúnum landsins. Sjálf-
stæðisflokkurinn einn framt að helming kjörfylgis í
sveitum. Þegar á það er litið, hvort nokkurn einn hinna
fjögra þingflokka mætti öðrum fremur missa til þess að
geta skapað einingu og innanlandsfrið, þá er það bersýni-
lega Framsóknarflokkinn.
Þegar hjer við bætist að málefnasamningur eða stefnu
yfirlýsing hinnar nýju stjórnar er með þeim hætti, að
vandfundnir munu þeir, sem ekki myndu óska að sjá
hana rætast í einu og öllu, þá sýnist í enga neyð
stefnt.
★ *
Meginþorri þjóðarinnar mun áreiðanlega sjá í stefnu
ríkisstjórnarinnar tákn framtíðarinnar. Forboða þess, að
okkur Islendingum megi lánast að varðveita í framtíð-
inni þann ávinning, sem þjóðinni hefir áskotnast á síð-
ustu árum. ,
Menn geta sagt: Það þýðir ekki að treysta kommún-
istum. Það þýðir eþki að treysta þessu eða hinu. En
hversu langt kæmumst við með því að treysta engu og
engum?
, Við skulum leggja spilin á borðið — og reyna!
Framtíð okkar er nú fólgin í því að reyna. Ef einlægni
felst að baki því að reyna — já, — bíðum þá og sjáum.
— Ríkissljérnin
Framli. af 1. síðu.
Undirritaðir þingmenn
Siálfstæðisflakksins lýsa
hjer með yfir því, að þeir
er uekki stuðningsmenn rík
isstjórnar þeirrar, sem nú
hefir verið mynduð, og eru
óbundnir af þeim samning
um, sem um það hafa verið
gerðir.
Alþingi, 21. okt. 1944.
Gísli Sveinsson, Ingólfur
Jónsson, Jón Sigurðsson,
Pjetur Ottesen, Þorsteinn
Þorsteinsscn.
Loks kvaddi Jakob Möll
er sjer hljóðs. Hann kvaðst
vera elstur þeirra þing-
manna, er styddu ríkisstjórn
ina. Hann kvað ríkisstjórn
ina hafa mikið og göfugt
verk að vinna og árnaði
henni allra heilla i starfi
sínu.
Vantrauststillaga fær
eitt atkvæði.
Á öðrum degi eftir mynd
un stjórnarinnar, eða mánu
daginn 23. okt., kom fram
á Álþingi svohljóðandi van
trauststillaga, flutt af
Jónasi Jónssyni:
„Alþingi ályktar að lýsa
vanrtausti á núverandi rík
isstjórn“.
Tillaga þessi var rædd í
sameinuðu Alþingi mið-
vikudaginn 25. okt. J. J.
flutti tveggja stunda fram-
söguræðu og kom víða við.
Þvínæst talaði forsætisráð-
herra, Ólafur Thors aðeins
nokkur orð og sýndi fram
á. að tillagan væri flutt í
þeim eina tilgangi að reyna
að koma af stað illindum og
deilum með þjóðinni og á
Alþingi. Ríkisstjórninni
væri hinsvegar ljóst, að
þjóðin hefði fengið nóg af
deilum, og jafnljóst væri
hitt, að Alþingi myndi ekki
leysa vandamálin með þeim
hætti.
Því næst lýsti Eysteinn
Jónsson yfir því, f. h. Fram
sóknarflokksins og Jón á
Reynistað f. h. 5-menning
anna, að þeir mvndu sitja
hjá við atkvæðagreiðsluna.
Var vantrauststillaga J.
J. þvínæst feld með 31:1
atkv. (J. J. einn með); 17
greiddu ekki atkvæði, en 3
voru fjarverandi. Einn af
stuðningsmönnurn stjórnar-
innar (Jóh. Jósefsson) var
veikur þenna dag og gat
ekki sótt þingfund.
Þingfundum
frestað.
í byrjun fundar á Sþ.,
hinn 25. okt. s. 1., lýsti for-
|seti þingsins (G. Sv.), yfir
því, að þingfundir yrðu
ekki haldnir næsta hálfan
mánuð, nema þingmenn
yrðu sjerstaklega boðaðir.
Hinsvegar væri ætlast til að
þingnefndir störfuðu þenna
tíma.
Ríkisstjórnin hafði mælst
til þess við forseta þingsins,
að fundir yrðu ekki haldn-
ir um hálfsmánaðar skeið,
svo að stjórnin fengi næði
til að undirbúa mál, sem
leggja þyrfti fyrir þingið.
Forsetar urðu við þessum
tilmælum ríkisstjórnarinn-
ar, og hafa engir þingfundir
verið haldnir síðan 25. okt.
VtL
'werjL ólrija
ar:
Uá
cic^lecja
Íí^iixu
Bíindur er blaðlaus
maður.
„BLINDUR er bókarlaus mað-
ur“, segir gamalt máltæki. —
Reynsla síðasta mánaðar sannar,
að breyta mætti þessu máltæki
og segja: Blindur er blaðlaus
maður. Það eru nærri fimm vik-
ur liðnar síðan dagblöðin í Rvík
hættu að koma út vegna prent-
araverkfallsins «g við blaða-
mennirnir vitum að almenning-
ur hefir saknað blaðanna. Blaða
leysið hefir valdið margskonar
erfiðleikum. Menn hafa, ekki
fylgst með því, sem er að gerast,
og slúðursögurnar hafa þotið
manna á milli í hinum furðuieg-
ustu útgáfum. Þeir, sem höfðu
blöðin fyrir dagatal hafa verið
utan við sig og ekki vitað hvað
mánuðinum leið. Þeir, sem hafa
þurft að selja eitthvað, eða
kaupa, hafa verið í hinum mestu
vandræðum. Það hefir komið
greinilegar í ljós en áður, að það
er ekkert til, sem getur komið í
stað dagblaðanna. Dagblöðin
eru orðin nauðsyn í daglegu iífi
samtíðarinnar, sem illt er að
vera án.
Maðurinn, sem bar
sig borginmannlega.
SÍÐUSTU DAGANA hefir
fólkið ekki lint látum við okkur
blaðamennina. „Hvenær koma
blöðin út aftur?“ Ungir og gaml-
ir hafa spurt þessarar sömu
spurningar. Jafnvel maðurinn, er
bar sig borginmannlega til að
byrja með, var farinn að sakna
blaðanna.
Þessi maður er kunningi minn,
sem ávalt hefir haft alt á horn-
um sjer hvað blöðin snertir. —
Hann ljet mig aldrei í friði, ef
hann sá prentvillu í blaðinu, eða
eitthvað, sem hann gat hengt
hatt sinn á og gaf honum tilefni
til að nöldra.
Daginn eftir að verkfallið hófst
í prentsmiðjunum kom hann til
mín heldur en ekki kampakát-
ur: „Æ, hvað það er gott að losna
við blöðin“, sagði hann. „Það
verður verulegur Ijettir fyrir
mann“. Og svo glotti hann háðs-
lega næstu daga, þegar jeg mætti
honum.
En það var heldur farið að
lækka á honum risið, er leið á
mánuðinn. Fyrst í stað, þegar
jeg hitti hann á götunni, fór
hann í kringum það, sem lá hon
um á hjarta og spurði ekki beint
hvað verkfallinu liði. En núna
síðustu dagana hefir hann dag-
lega spurt: „Hvenær kemur
Morgunblaðið. Jeg er farinn að
sakna þess verulega".
Olía á eld slúður-
sagna.
ÞEGAR engin dagblöð koma
út, þá er markaður fyrir slúð-
ursögurnar. Og það hefir líka
óspart verið notað á meðan verk
fallið stóð yfir. Furðulegustu æf
intýri hafa gengið _ manna á
milli. Þegar blöðin koma ekki út
er saklaust fólk algerlega varn-
arlaust fyrir slúðursögum og ber
þær á milli og útbreiðir þær ó-
viljandi.
Dagana, sem samningar stóðu
yfir milli stjórnmálaflokkanna
um myndun ríkisstjórnar, gengu
furðusögur hinar mestu í bæn-
um. Er ekki alveg grunlaust, að
óvandaðir menn, sem voru á móti
því að samkomulag næðist milli
flokkanna, hefðu spunníð ösþart
og helt olíu á eld Iygasagnanna.
Það var m. a. fullyrt, að flokk-
arnir hefðu gert með sjer hrossa
•><»»♦♦
kaup um hitt og þetta. Nafn-
grendir menn áttu að hafa feng-
ið hinar eða þessar stöður og aðr
ir embættismenn sagt af sjer í
mótmælaskyni. Þeir, sem fylgd-
ust með og hlustuðu á ræðu for-
sætisráðherra, fengu vitaskuld
að vita hið sanna. En svo virðist,
sem enn eimi eftir af öllu því
slúðri, sem þá komst á kreik.
Undanfarnar vikur hafa verið
sagðar sögur um ægileg slys hjer
í nágrenni bæjarins og stúlkur
nefndar, sem áttu að hafa farist
eða væru í dauðanum eftir slys-
farir.
Sögur, sem ekki minsti fótur
er fyrir, hafa blómstrað og bor-
ist manna á milli sem heilagur
sannleikur.
Gæti hvergi annars
staðar skeð.
ÓSENNILEGT finst mjer, að
það gæti komið fyrir í nokkru
öðru landi, að dagblöð hættu að
koma út í heilan mánuð, eða
lengur. Vitanlega kemur það fyr
ir, að verföll verða í prentsmiðj
um erlendis, eins og hjer, en það
er gert út um deilumálin á nokkr
um dögum. En við höfum tíma til
þess að taka það rólega á þessu
sviði, eins og svo mörgum öðr-
um, að okkur finst.
Hjer þykir ekkert að j)VÍ, að
bíða í nokkra daga, án þess, að
aðilar í vinnudeilu tali saman.
Suður í Ástraliu hefir staðið
yfir prentaraverkfall einmitt
núna í októbermánuði. Hvort
mikið bar þar á milli, veit jeg
ekki, en jeg sje í enskum blöð-
um, að það þótti óvenjulega
langt verkfall — það stóð í eina
fimm daga.
Sniðugur náungi.
EN ÚR ÞVÍ jeg mintist á ensk
blöð, er best jeg segi ykkur sög-
una af sniðugum náunga, sem
hefir haft dagblað til að lesa á
nærri hverjum degi, sem engin
blöð koma út hjer í bænum. —
Þessi maður er áskrifandi að
ensku dagblaði og fær þau með
pósti, oftast allmörg í einu. —
Hann hefir haft þá aðferð á með
an engin íslensk blöð komu út,
að hann hefir aðeihs lesið eitt
blað á dag og þannig hefir hann
getað haldið vana sínum, að
lesa dagblað með morgunkaff-
inu.
Þetta minnir á söguna um
dönsku íshafsfaranna. — Þeir
dvöldu í eitt át einhversstaðar
norður við Grænland. Þeir tóku
með sjer einn árgang af Kaup-
mannahafnardagblaði í ferðina.
Á hverjum degi tóku þeir fram
eitt blað og fengu þannig sitt
„dagblað", sem að vísu var eins
árs gamalt, en sem þó gerði sitt
gagn að nokkru leyti. Þessi saga
sannar vissulega ekki máltækið,
sem segir, að ekkert sje eins gam
alt og úrelt og dagblaðið, sem
gefið var út í gær.
„Ertu með eitthvað
prentað?“
HJERNA á dögunum stóð lít-
ill drengur fyrir framan af-
greiðslu Morgunblaðsins og hjelt
á blaðabunka og útbýtti meðal
þeirra, er um götuna gengu. —
Fólkið þyrptist að drengnum og
kallaði: „Ertu með eitthvað prent
að?“ — eða, ,,sko, hann er með
eitthvað prentað!“ Og á fáeinum
augnablikum var pilturinn bú-
inn með öll blöðin, sém Voru aug
lýsing um leiksýningu!