Morgunblaðið - 04.11.1944, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.11.1944, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. nóv. 1944 MORGUNBLAÐIÐ 9 ÞingræHisstJérri eftir tveggja ára þóf ÞAU STÓRMERKU tíð- indi hafa gerst síðan blöðin komu út síðast, að mynduð hefir verið sterk þingræðis- stjórn í landinu. Það er Sjálf stæðisflokkurinn sem hefir unnið þetta þrekvirki, og þá fyrst og fremst formaður flokksins, Ólafur Thors, nú- verandi forsætisráðherra. Tilraunir til þesá að koma á þingræðisstjórn í landinu hafa staðið í nærri tvö ár. Þykir rjett að segja hjer í stórum dráttum sögu þess máls og verður í því efni stuðst við ræðu þá, er for- maður Sjálfstæðisfl. flutti á Varðarfundi kvöldið áður en stjórnin var mynduð. Sjálfstæðisflokkurinn síóð einn. ÞEGAR Sjálfstæðisflokkur- inn vorið 1942 var neyddur lil þess að taka við stjórnartaum- um hjer á landi vegna þess að allir aðrir skoruðust undan því, þá sat flokkurinn við völd eingöngu meðan hann var að binda endi á þau xnál, sem fyr- ir lágu og nauður rak lil að koma áleiðis — kjördæmamál- ið, — sem flokkurinn leiddi til farsælla lykta, og sjálfstæðis- málið, sem flokkurinn kom á- leiðis um mjög merkan áfanga, raunar miklu merkari áfanga en flestir íslendingar enn gera sjer ljósan. En að þessu loknu tók Sjálfstæðisflokkurinn eðli- legri afleiðingu af því að hann rjeð ekki við vaxandi dýrtíð í landinu, sem þá heldur ekki var að vænta, þegar andstæð- ingar hans tóku höndum sam- an um að berjast gegn föstu verðlagi. En Sjálfstæðisflokk- urinn rjeð þá aðeins yfir 16 þing mönnum (sá 17. var farinn af landi burt) — af 49. Tilraunirnar 1942 og 1943. EFTIR að stjórn Sjálfstæðis- fl. baðst lausnar, gerði flokk- urinn þá tillögu við þáverandi ríkisstjóra íslands, að reynd yrði myndun fjögurra flokka stjórnar í landinu, í því skyni að koma á allsherjar samstarfi með allri þjóðinni. Þessi tilraun stóð lengi, sem kunnugt er. •— Sjálfstæðisflokkurinn fór þá á fremsta hlunn um tilboð í átt- ina til óska hinna, vegna þess hversu honum var ljóst mikil- vægi samstarfs einmitt til úr- lausnar þeim verkefnum, sern þá lágu framundan, og þá fyrst og fremst lokasporið í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Þess ar tilraunir mistókust sem sagt, þvi miður. Þá tóku við tilraunir undir forustu Framsóknarflokksins við hina tvo þingflokkana, Al- þýðufl. og Sósíalistafl., til sam- starfs milli þessara þriggja flokka. Þær tilraunir stóðu yf- ir í fimm mánuði, lauk hvat- skeytislega með kveðjusend- ingum, sem stóðu yfir í aðra fimm mánuði og hnigu að því að reita æruna hver af öðrum, — þeir, sem áður ætluðu að ganga lil samstarfs! Sjálfstæðisflokkurinn fer á stúfana á ný. FRÁ ÞVÍ að þessu lauk var Sjálfstæðisflokkurinn ekki þess megnugur að taka upp barátt- una með von um aðstöðu fyrir Ólafur Thors skýrir frá stjómarmynduninni á Varðarfundi 20. október. — Ljósm.: Vigfús Sigurgeirsson. samstarfi allra flokka á þingi, þar til svo langt var dregið að stofnun lýðveldisins, að öllu Alþingi var orðið ljóst, að það var höfuðsmán, að láta þjóð, sem í nafni þingræðis og lýð- ræðis var að endurheimta frelsi sitt og endurreisa lýðveldi sitt, reynast óbæra um það að inna af hendi helgustu skyldu slíkr- ar smáþjóðar — að mynda þing ræðisstjórn í landinu. Á grund velli þessa skilnings, sem þann ig var vakinn í hugum allra — eða allflestra — þingmanna, vogaði Sjálfstæðisfl. sjer að reyna að tengja saman þessi sundurleitu öfl til stjórnar- myndunar, sem átti að verða með þeim hætti, að stjórn yrði komið á í landinu annað hvort fyrsta júnímánaðar eða þá ekki fyrr en eftir 20. júní, en þó þannig, að hægt væri að gefa þjóðinni það í morgungjöf lýð- veldisins, að Alþingi hefði haft sig undan ámælinu og komið sjer saman um stofnun alls- herjar stjórnar. Þessi tilraun mistókst, því miður, eins og menn vita. Sjálfstæðisflokkurinn ljet þá kyrt liggja, þar til seint í júlí- mánuði. En þá var hafist handa á ný til þess að reyna að bræða saman fjögurra flokka stjórn. Voru kjörnir þrír menn frá hverjum flokki til viðræðna um þessi mál, alls 12 menn. Gekk nefnd þessi jafnan undir nafn- inu Tólfmanna nefndin. Af hálfu Sjálfstæðisfl. störfuðu í nefnd þessari Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jakob Möller. Frá byrjun ágústmánaðar og fram í byrjun októbermánaðar voru fundir haldnir stundum daglega, stundum annan hvern dag, milli fulltrúa allra fjög- urra flokka þingsins. Þar voru málin þrautrædd fram og aft- ur — og aftur og fram líka. Sjálfstæðisflokknrinn tekur af skarið. ÞANNIG stóð þar til Sjálf- slæðij flokkurinn þ. 14. sept. tók af skarið og skrifaði hin- um ílokkunum brjef, þar sem hann dró upp mynd af ásland- inu og þjóðfjelagshorfunum fram undan og lagði til, að flokkarnir gengju til stjórnar- myndunar á grundvelþ mál- efnasamnings, sem flokkurinn dró upp í þessu sama brjefi. Var málefnasamningur sá í meginatriðum hinn sami og lagður var síðar til grundvall- ar stjórnarmyndun þriggja flokkanna. Framsókn skerst úr leik. ÞESSU brjefi Sjátfstæðis- flokksins var vel tekið af öll- um ftokkum, og fljótlega fjekk hann svör, en ekki niðurstöð- ur. Því að eftir að þessi svör höfðu borist, hjelt þófið áfram þar til 2. okt., að formaður þing flokks Framsóknarmanna, Ey- steinn Jónsson, lýsti yfir á fundi í 12 manna nefndinni, að hann liti svo á, að þessum um- ræðum bæri að ljúka þarmeð, og kvað Framsóknarfl- ekki reiðubúinn til að taka frekari þátt í þessum umræðum að ó- breyttum kringumstæðum. Eftir að fyrverandi ríkis- stjórn fekk lausn (16. sept.) hafði forseti íslands kvatt íor- menn flokkanna á sinn fund og tekið af þeim skýrslu um horf- ur til sljórnarmyndunar. For- seta var eins og öðrum kunn- ugl, ao samningatilraunir stóðu yfir milli allra þingflokka. Á þeim fundi tók ólafur Thors að sjer, samkvæmt oeiðni for- setans, að láta hann vita hversu stæði um horfur í þessum samn ingaumleitunum. Þegar nú formaður Fram- sóknarfl. gaf fyrgreinda vfir- lýsingu, tilkynli Ólafur Thors forseta þetía og óskaði þess, að forsetinn kallaði formenn flokk anna á sinn fund, til þess þar að fá staðfesting á þessu. For- setinn gerði þetta, og formenn flokkanna komu á fund hans 3. okt. kl. 11 f. h. Á þessum fundi endurtók Ólafur skýrslu- gjöf sína til forseta pg var hún svo staðfest, fyrst af formanni Framsfl. og síðan af formönn- um hinna flokkanna. Þar með var formlega lokið tilraunum til myndunar fjögurra flokka stjórnar, því eins og allir skilja, er ekki hægt að mynda fjög- urra ílokka stjórn með þremur flokkum. Einn hafði skýrt tekið fram, að hann teldi þessum um ræðum lokið. Formanni Sjálfstæðisflokksins falið að reyna stjórnar- myndun. FORSETI ÍSLANDS bað nú formann Sjáifstæðisflokksins, Ólaf Thors, að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Ólafur svar aði því til, að hann myndi bera þessa ósk forsetans undir þing- flokk Sjálfstæðismanna og gera annað tveggja, að gera til raunina sjálfur eða benda for- setanum á mann til þess. Á fundi Sjálfstfl. þennan sama dag kl. 5 s. d. var svo samþ. að fela Ólafi Thors að gera þessa tilraun. Flokksfundi Sjálfstæðis- manna var lokið kl. 6 síðdegis þenfna þriðjudag. (3. okt.). Strax að loknum þeim fundi óskaði samninganefnd Sjálfstfl. (Ólaf ur Thors, Bjarni Benediktsson og Jakob Möller), eftir samtali við Framsóknarflokkinn. Samn inganefnd Framsóknar varð þegar við þeim tilmælum og komu til viðræðna þeir Her- mann Jónasson, Eysteinn Jóns son og Sveinbjörn Högnason. En við þá Hermann, Eystein og Steingrím búnaðarmálastjóra sem sæti átti í samninga- nefndinni til þessa, höfðu Sjálfstæðismenn áður átt við- ræður og stungið upp á, að Sjálfstfl. og Framsfl. tækju sig saman og mynduðu stjórn ein- ir, ef alt annað reyndist ómögu legt, fremur en að una við það ástánd, sem verið hafði und- anfarin tvö ár. Á þessum fundi voru fulltrúar Framsóknarfl. spurðir hvort þeir Vildu ganga til stjórnarmyndunar undir for ustu Sjálfstæðisfl., sem nú heíði verið falið að mynda stjórn. Samninganefnd Framsóknar- fl. svaraði þessu skýrt og ákveð ið neitandi. Gerði hinsvegar enn á ný þá tillögu, að endur- reist yrði stjórn Björns Þórð- arsonar með því að gera hann að forsætisráðherra. Skvldu svo Framsóknarmenn og Sjálf- stæöismenn leggja hvor tvo menn í þá sljórn. En þessari sömu tillögu hafði þingflokkur Sjálfstæðisfl. áður hafnað ein- róma. Framsóknarfl. ljet skína í það, þó að hann gerði það aldrei að skriflegu eða opin- beru skilyrði, að annað ráð- herraembæfti þess flokks yrði | skipað þáverandi utanríkisráð- herra, Vilhjálmi Þór, Þannig að tveir ráðherrar úr stjórn Björns Þórðarsonar yrðu áfram. , Sjálfstæðisfl. var enn sömu skoðunar og hafnaði tillög- unni. Leitað til Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins. ÞAR SEM tilraunirnar til stjórnarmyndunár með Fram- sóknarfl. einum báru ekki ár- angur, sneri Ólafur Thors sjer næsta dag (4. okt.) til Alþýðu- flokksins og Sósíalistaflokksins og lagði fyrir báða flokkana drög að máíefnasamningi, ■ sem var í meginatriðum hinn sami og lagður var til grundvallar í tilraununum við myndun fjögurra flokka stjórnar. Þessar samningatilraunir við verkalýðsflokkana stóðu um all langt skeið. En loks tókst að koma á málefnasamningi við baða flokkana laugardaginn 14. okt. Síðan var farið að ræða um verkaskiftingu innan ráðuneyt isins og laugardaginn 21. okt. var ríkisstjórnin mynduð. Þáttur Framsóknar- flokksins VEGNA ÞESS. að Framsókn- armenn hafa að undanförnu verið að dreifa því út um lands- bygðina, að þeir hafi verið reiðubúnir að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum ein- um, en Sjálfstæðismenn hafi þar skorist úr leik, þykir rjett að rekja þátt Framsóknarflokks ins nokkuð nánar en gert er hjer að framan. Frumkvæðið hjá Sjálf- stæðisflokknum. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN kaus fyrst og fremst sam- starf allra flokka. Hann átti þess vegna frumkvæðið að og hafði alla forystu í tilraun- um þeim, sem gerðar voru til þess að koma á fjögurra flokka stjórn. Sýndi flokkurinn þar mikla þrautsegju og þolinmæði, og þá fyrst og fremst formaður flokksins, Ólafur Thors. Hann gafst aldrei upp. Altaf taldi hann einhverja von. Það var ekki fyr en formaður Fram- sóknarflokksins tilkynti á fundi 12 manna nefndarinnar (2. okt.), að Framsókn væri hætt þessum viðræðum, að Ólafur Thors gaf upp alla von. Eftir að Framsókn hafði þannig skorist úr leik og for- seti íslands hafði falið Ólafi Thors að gera tilraun til stjórn- armyndunar, sýndist eðlilegast j að Ólafur hefði þá strax snúið | sjer til hinna flokkanna I tveggja, sem ekki höfðu skorist úr leik. En þetta gerði Ólafur ekki, heldyir sneri hann sjer fyrst til Framsóknarflokksins. Þetta gerðist strax að kvöldi 3. okt., -sama daginn og Ólafi var falið að reyna að mynda stjórn. Áður hafði samninganefnd Sjálfstæðisfl. reynt að fá Fram sókn til einhliða samstarfs, ef ékki tækist að koma á allsherj- ar samstarfi, en því var strax tekið mjög þunglega af samn- inganefnd Framsóknar. Það var fyrst miðvikudaginn 27. sept., að Sjálfstæðismenn urðu varir samstarfsvilja hjá Fram- sóknarmönnum. Þá ljetu þeir Eysteinn og Hermann á sjer skiljast að eðlilegast væri, eftir afstöðu þá sem Búnaðarþingið tók tij dýrtíðarmálannáj að víð tækara samstarf tækist milli þessara tveggja flokka. Þessu tóku samningamenn Sjálfstæð- isfl. strax yel og' vat ákveðið að hiltast aftur næsta dag (28. Framh. á hls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.