Morgunblaðið - 04.11.1944, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. nóv. 1944
MORGUNBLAÐIÐ
1S
Fimm mínúina
krossgáta
Lárjett: 1 snáðar — 6 ennþá
—- 8 burt — 10 svik — 11 fugla-
hljóð — 12 tveir eins — 13 kvað
—; 14 skilningsgóð — 16 tekur.
Lóðrjett: 2 tónn — 3 óvandvirk
— 4 flan — 5 útskýra — 7 spræna
-— 9 nam — 10 rekkjuvoð -—■ 14
á stundinni — 15 mentastofnun.
Fjelagslíf
ÆFINGAR
I KVÖLD
1 fimleikasal Menta-
skólans:
Kl. 8—10: Isl. glíma.
Fimleikaæf ingar f j ela gsins
byrja á þriðjudaginn í Austur
b æ j a rbar naskólanum.
. Skemtifundur f j ela gsins
verður n.k. miðvikudag í
r! jarnareafé.
Stjórn K.R.
ÁRMENNINGAR
þróttaæfingar fjelags
ns í kvöld verða þann
ig í íþróttabúsinu.
1 stóra salnum:
Kl. 7-8 Ilandknattleikur, karla
Kl. 8—9 Islensk glíma.
t minni salnum:
Kl. 7—8 Telpur, fimleikar. •
Kl. 8-9 ITandknattl. drengir.
Kl. 9—10 Hnefaleikar.
Mætið vel og rjettstundis.
Stjórn Ármanns.
ÁRMENNINGAR!
Stúlkur — Pilt.ar! Sjálfboða-
vinna í -Tósepsdal um helgina.
Farið í dag kl. 2 og kl. 8.
Vinna
HÚSEIGENDUR
Get bætt við mig málaravinnu.
Fritz Berntsen, málarameist-
ari, Grettisgötu 42, Sími 2048.
JÖLAHREIN GERNING AR
eru byrjaðar. Fljót afgreiðsla.
Vönduð vinna. Sími 5786.
NOKKRIR MENN
sem eru í millilandasiglingum
geta fengið vandaða mánaðar-
þjónustu. Sími 5731.
Húsnæði
STÚLKA
með barn á öðru ári, óskar
eftir herbergi og eldunarplássi
gegn hjálp við sauma eða hús-
hjálp. Tilboð scndist blaðinu
nierkt 808.
Tilkynning
HJÁLPRÆÐISHERINN
Samkoma í kvöld kl. 8,30. —
Kvikmyndir frá Kína verða
sýndar. Allir Aælkomnir.
Kaup-Sala
HATTAR
og aðrar fatnaðarvörur. —
Tvinni og ýmiskonar smávör-
nr.
Karlmannahattabúðin.
Ilandunnar hattaviðgerðir á
sama stað. Hafnarstræti 18.
NÝTT GÓLFTEPPI
3,65 x 2,75, til sölu Hafnar-
stræti 18. Rakarastofan.
ULLARPEYSUR
heilar og hnepptar, margir litir
Ullarkjólatau, Satin-Náttkjól-
ar og Undirfatasett. — Silki-
ísgarns- og bómullarsokkar
margar gerðir.
Guðrún Þórðardóttir,
Vesturgötu 28.
KAUPUM FLÖSKUR
og blómakörfur. ■—- Sækjum.
Verslunin Venus. Sími 4714.
NOKKRIR DÍVANAR
olíuofn og beddi, til sölu í
Ánanaustum.
NOTUÐ HÚSGÖGN
kevpt ávalt hæsta verði. —
Sót.t, heini. — Staðgreiðsla. —
4ími 5691. — Fornverslunin
TÍT-ottise'ötu 45
TVEIR ARMSTÓLAR
og DÍVAN til sölu. Sími 2437.
Tapað
STÁLARMBANDSÚR
karlmanns, hefir tapast. Finn
andi vinsamlega tilkynni í
síma 2001.
Húnn af regnhlíf
tapaðist s.l. þriðjudagskvöld.
Vinsamlegast skilist á af-
greiðslu Morgunblaðsins.
23. október
tapaðist ofinn borðrenningur
á Þórgötu eða Freyjugötu.
Finnandi geri vinsamlega að-
vart í síma 2832.
LINDARPENNI
Parker 51, merktur, hefir tap-
ast á leið frá Verslunarskól-
anum að Hringbraut 75. Finn-
andi vinsamlegast beðinn að
skila honum á Hringbraut 75.
SÁ SEM FANN
kvennúrið á dansleiknum á
Ilótel Borg laugardaginn 31.
september, er vinsamlega beð-
inn að skila því á ITringbraut
209, 1. hæð, gegn fundarlaun-
um.
6. október tapaðist
KVENNARMBANDSÚR
frá Ilringbraut 144 að Loka-
stíg. Vinsamlega skiiist á Loka
stíg 17 gegn fundarlaunum.
GRÆN HATTASKJA
tapaðist 14. f. m. á leiðinni
frá Norðurmýri niður í Miðbæ.
Finnandi vinsamlega geri að-
vart í síma 1930.
Fundið
KVENNVESKI
fúndið 22. október. Vitjist á
Nýfendngötu 19TL
— Tveggja ára þóf
Framh. af bls. 9
sept.). En þegar til kom, gálu
Framsóknarmenn þá ekki mælt,
og næsta dag (29. sept.) voru
þeir horfnir frá þessu, en lögðu
hinsvegar til að dr. Björn Þórð
arson yrði látinn mynda stjórn
og yrðu með honum tveir ráð-
herrar frá hvorum flokki.
Samningamenn Sjálfstæðis-
manna lögðu þessa uppástungu
fyrir þingflokkinn, en þar var
henni hafnað með hverju ein-
asta atkvæði. Var Framsókn
strax tilkynt þetta.
Framsókn neitar enn.
ÞEGAR svo Ólafur Thors
sneri sjer ti'l Framsóknarflokks
ins að kvöldi 3. okt. og fór fram
á að Framsókn yrði með í
myndun tveggja flokka stjórn-
ar, svaraði Framsókn með svo-
hljóðandi brjefi:
„Samningatilraunir um stjórn
fjögurra flokka hafa nú staðið
yfir samfleytt síðan í ágústmán-
uði, og hafa þær áður verið gerð
ar tvívegis.
Flokkarnir virðast ennþá engu
nær takmarkinu en í upphafi.
Framsóknarflokkurinn telur,
að við slíkt verði ekki lengur
unað, og sje því rjett að reyna
aðrar leiðir til stjórnarmyndun-
ar.
Framsóknarflokkurinn lítur
svo á, að eðlilegast og ákjósan-
legast væri, að mynduð yrði nú
þriggja flokka ríkisstjórn, en
telur, að athugu máli, að engar
líkur sjeu til að það megi verða.
Fyrir því gerir Framsóknar-
flokkurinn það að tillögu sinni,
að Framsóknarfl. og Sjálfstæð-
isfl. standi saman um ríkis-
stjórn, er þannig sje mynduð, að
núverandi forsætisráðherra, dr.
Birni Þórðarsyni, sje falið for-
sæti í henni, ef hann er fáan-
legur til þess, en flokkarnir til-
nefni sína tvo ráðherrana hvor
til viðbótar.
Samið sje jafnframt um öflun
tekna til að fjárlög fái staðist
og til að tryggja framkvæmd
dýrtíðarráðstafana skv. því
frumvarpi, sem fyrir liggur frá
meiri hl. fjárhagsnefndar Nd.
Enn fremur verði samið um
framgang nokkurra meiri hátt-
ar umbótamála, sem fyrir liggja
til úrlausnar, t. d. jarðræktar-
frumvarpanna, sem flutt eru nú
á þinginu af þingmönnum
beggja flokkanna, raforkumál-
gpna og eflingu Fiskimálasjóðs.
Uppástunga Framsóknarflokks
ins um forsætisráðherrann er á
því bygð, að hlutlaus maður í
]>eirri stöðu henti best því sam-
starfi, sem nú virðist geta verið
fyrir hendi milli þessara beggja
flokka".
Hjer var tekið af skarið.
Framsókn neitar að ganga til
samstarfs með Sjálfstæðis-
flokknum um stjórnarmyndun
og hefir ekki aðra tillögu að
gera en þá, að stjórn Björns
Þórðarsonar verði endurnýjuð,
sömu tillöguna sem Sjálfstæð-
isflokkurinn hafði tveim dög-
um áður hafnað einróma.
Af þessu er ljóst, að Sjálf-
stæðismenn gerðu alt sem í
þeirra valdi stóð til þess að ná
samstarfi við Framsóknar-
flokkinn, en slegið var jafn-
harðan á framrjetta hönd
þeirra.
Stóra homban. t
FRAMSÓKNARMENN" hafa
á fundum úti um land að und-
anförnu sagt rríargt úm hina
nýju stjórnarmyndun og ekki
hirt um að þræða sannleik-
ann, fremur en oft endranær.
Tvent er það, sem Fram-
sóknarmenn leggja höfuð-
áherslu á í áróðri sínum.
Annað er samstarfið við
sósíalista. Framsóknarmenn
hafa í tvö ár reynl að ná sam-
starfi við sósíalista og væru
reiðubúnir til slíks samstarfs
enn, ef þeir ættu þess nokkurn
kosl. Framsóknarmönnum
gremst það því mjög að Sjálf-
stæðismenn skyldu ná sam-
starfi við sósíalista, sem þeir
sjálfir þráðu svo mjög að ná,
en tókst ekki.
En aðalbomba Framsóknar-
manna í sveitunum er hin
gamla og útslitna plata, að nú
eigi að gera landið alt að einu
kjördæmi. Ekkert orð er um
þetta í málefnasamningnum,
enda aldrei á það minst. Og til
þess að fólkið í sveitunum viti,
hve fjarri þetta er sannleikan-
um, skal skýrt frá því, að í
Alþýðuflokknum kom eitt sinn
fram sú uppástunga, að setja
]ram þessa kröfu. En þá upp-
lýstu meðmælendur samstarfs-
ins, að ef Alþýðuflokkurinn
setti fram slíka kröfu, væri það
sama og að neita öllu samstarfi,
því að Olafur Thors myndi
aldrei ganga að henni. Fjell þá
Alþýðuflokkurinn frá kröf-
unni.
Þannig er með þessa bombu
Framsóknarmanna.
Daniel Á. Danrelsson var á rík
isráðsfundi 31. okt. skipaður
hjeraðslæknir í Svarfdælahjer-
aði frá 1. nóv. að telja.
308. dagur ársins.
6. vika vetrar.
Árdegisflæði kl. 7.55.
Síðdegisflæði kl. 20.17.
Ljósatími ökutækja frá kl.
16.50 til kl. 7.30.
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Laugavegs
Apóteki.
Næturakstur annast Bs. ís-
lands, sími 1540.
Börn og unglingar, eða eldra
fólk, óskast til að bera Morgun-
blaðið til kaupenda víðsvegar
um bæinn. Talið strax við af-
greiðsluna, sími 1600.
Messur á morgun:
Dómkirkjan. Kl. 11 ferming,
síra Friðrik Hallgrímsson. Kl. 17
messa, síra Bjarni Jónsson.
Hallgrimsprestakall. í Austur-
bæjarskólanum: kl. 11 barna-
guðsþjónusta, síra Jakob Jóns-
son, kl. 14 messa*. síra Jakob
Jónsson. kl. 20.30 ungmennafje-
lagsfundur í Verslunarmanna-
heimilinu, Vonarstræti.
Laugamesprestakall. I sam-
komusal Laugarneskirkju: kl. 10
barnaguðsþjónusta, síra Garðar
Svavarsson, kl. 14 messa, síra
Garðar Svavarsson.
Elliheimilið Grund: kl. 10.30
messa, síra Ragnar Benedikts-
son.
Fríkirkjan. Messað kl. 2, síra
Árni Sigurðsson. Unglingafje-
lagsfundur í kirkjunni á morg-
un kl. 11. Framhaldssagan o. fl.
Frjálslyndi söfnuðurinn. Mess
að kl. 5 í Fríkirkjunni (Allra
sálna messa), sr. Jón Auðuns.
Reikningar til forseta eða stíl-
aðir á skrifstofu forseta Islands
verða framvegis greiddir á '
mánudögum og laugardögum frá
klukkan 10—12, og ekki á öðr-
um tímum. Forsetaritari.
Jarðarför móður minnar og tengdamóður,
MAGÐALENU HALLDÓRSSON,
fer fram í Stykkishólmi, mánudaginn 6. nóv. n.k., og
hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu kl. 2 e. h.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eufemia Georgsdóttir, Ragnar Halldórsson.
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall
og jarðarför föður okkar,
EIRÍKS ÞORKELSSONAR.
Fyrir hönd okkar systkinanna.
Guðrún Eiríksdóttir.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá-
fall og jarðarför,
SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR.
Fyrir okkar hönd, bróður og systra hinnar látnu.
Vigdís Kristjánsdóttir, Árni Einarsson.
Innilegustu hjartans þakkir vottum við þeim,
nær og fjær, sem á allan hugsanlegan hátt sýndu
hluttekningu og hjálpuðu okkur við andlát og jarð-
arför elsku dóttur okkar og systur,
SIGRÍÐAR LOVÍSU,
er andaðist í Reykjavík 23. sept. Sjerstaklega þökk-
um við heiðurshjónunum, frú Söru Þorsteinsdóttur
og Sigurði Z. Guðmundssyni, Mímisveg 4, Reyl§javík,
er voru henni sem bestu foreldrar meðan hún lifði hjá
þeim og sýndu svo við andlát hennar og útför þá
höfðingslund, sem vart mun finnast.
Guð launi ykkur öllum fyrir okkur.
Jónína Jóelsdóttir, Pálmi Karvelsson
og systkini.
Bolungarvík.