Morgunblaðið - 04.11.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.1944, Blaðsíða 14
11 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. nóv. 1944 .j í síðasta blaði var frá því skýrt, er Miranda ákvað að komast að því, hvað Nikulás •hefðist að í hinu dularfulla turnherbergi. Varð hún þess áskynja, að hann reykti þar ópíum, og var hann und- ir áhrifum eiturlyfsins, þeg- ar hún kom þangað upp. — Hann kom ruddalega fram við hana og vísaði henn loks á dyr. ★ Hann tók lykilinn upp úr vasa sínum og henti honum á gólfið. Hún beygði sig niður til þess að taka hann upp, en rak um leið upp sársaukavein, því að hana verkjaði í úlnliðinn, sem var blár og bólginn. Nikulás lá hreyfingarlaus, með lokuð augun. JVfiranda opnaði dyrnar og gekk hægt niður stigann, til svefnherbergis síns. ,,Hvað er að, frú?“ hrópaði Peggy óttaslegin, þegar hún kom auga á húmóður sína. Hár hennar var alt í óreiðu, kjóll hennar rifinn og augun star- andi. „Og þjer hafið meitt yð- ur —hrópaði hún og starði á úlnlið hennar. „Gerði hann þetta —? Það er þá til þess að drekka, sem hann lokar sig þarna uppi“. Miranda hristi höfuðið. Hún gekk út að glugganum og stóð þar andartak. „Peggy, jeg þarf að finna Turner lækni. Veistu hvort hann er ennþá í Hud- son?“ „Já, frú. Hann er það. Ætlið þjer að láta hann líta á úlnlið- inn?“ Miranda leit á handlegg sinn. „Já, auðvitað. Það þarf að binda um hann. Jeg þori ekki að fara til Hudson. Jeg verð einhvern veginn að koma boð- um til hans. Jeg veit ekki —“. „Látið mig um það, frú“, sagði Peggy. „Skrifið honum brjef, og jeg skal sjá um, að hann fái það fyrir miðnætti“. „En hvernig geturðu það -?“ spurði Miranda og horfði van- trúuð á Peggy. „Hvernig get- urðu það, án þess að eiga á hættu að —?“ í þessu húsi fór ekkert fram hjá Nikulási, og engar skipanir'voru gefnar án samþykkis hans. Peggu brosti og leit niður. — „Það er piltur í þorpinu, Hans Klapberg.sem ekki mundi telja eftir sjer, að gera mjer greiða. Og það er óhætt að treysta hon- um“. „Peggy — þú ert þó ekki ást- fangin —?“, hrópaði Miranda og gleymdi andartak öllum áhyggjum sínum. En svo datt henni í hug, að Peggy kynni að vilja giftast og fara frá henni, og sú hugsun fylti hana skelf- ingu. Peggy sá, hvað húsmóðir hennar hugsaði. „Jeg mun aldrei fara frá yður, fyr en þjer óskið þess“, sagði hún alvarleg á svip. „Aldrei". En jeg get ekki haldið henni hjer, ef hún hefir tækifæri til þess að komast hjeðan og verða hamingjusöm, hugsaði Mir- anda. En jeg veit ekki, hvernig jeg fer að komast af án hennar. Það voru aðeins tvær mann- eskjur í öllum heiminum, sem hún var viss um, að elskuðu hana — Abigail og Peggy. „Nú skulið þjer skrifa brjef- ið“, sagði Peggy glaðlega. „En læknirinn má ekki koma hing- að. Þjer verðið að hitta hann einhvers staðar annars staðar“. Hún sá, að Miranda var ekki fær um að hugsa neitt sjálf. —< „Hjá gömlu mylnunni við vík- ina, í dögun. Segið honum það í brjefinu“. Og guð gefi, að hann koomi ekki niður áður. Hún var bænheyrð. Það heyrðist hvorki stuna nje hósti frá turnherberginu alla nótt- ina. Miranda lá ein og bylti sjer, svefnlaus, í stóra Van Ryn rúminu. Hún hafði stöðugan verk í úlnliðnum. Klukkan fimm klæddi hún sig. Morgun- loftið var svalt og þær skulfu báðar af kulda, hún og Peggy. Peggy sagði, að alt væri klappað og klárt, Jeff myndi bíða hennar í mylnunni. Þær læddust saman gegnum húsið, en Peggy varð eftir til þess að gæta dyranna. ★ Jeff kom á undan Miröndu til mylnunnar. Hann tjóðraði hest sinn og gekk inn í myln- una. Þar settist hann á tóman kassa og beið. Jeff hafði átt skemtilega ævi undanfarið. Hann hafði brenn- andi áhuga á hinum nýju til- raunum með ether, sem deyfi- lyf. Hinn frægi uppskurður við Massachusetts General, sem hafði kynt almenningi lyfið, var gerður meðan Jeff var í Mexikó. Það var ekki fyr en árið eftir, að hann fór til Bos- ton til þess að kynna sjer þetta nýja undralyf nánar. Hann hafði hugsað lítið um Miröndu þennan tíma, en þó hafði hann ekki giftst Faith Volger. Hún hafði orðið leið á biðinni og gifst ungum lögfræð- ing, og virtist una sjer vel í hjónabandinu. Jeff var fastráðinn í því, að enda ævi sína sem piparsveinn. En þó var ekki svo að skilja, að hann lifði neinu munkálífi. — Hann hafði g’aman af að lyfta sjer upp einstaka sinnum og fá sjer einn lítinn, og hann hafði lent í smá ástaræfintýrum bæði í Boston og New York. Þegar Jeff fjekk brjef Mir- öndu í gærkvöldi, hafði hann fyrst ætlað að neita að koma. Honum fanst þessi beiðni henn- ar, um leynilegt stefnumót, I hlægileg. En hann gat aldrei neitað neinum um hjáip, sem þarfnaðist hans, og þess vegna sat hann hjer, svangur og kaid- ur, í alt annað en rómantískum hugleiðingum. Nú kom hann auga á Mir- öndu. Hann stóð upp til þess að heilsa henni. Hún rjetti hon- um vinstri hönd sína. „Jeff — þakka þjer fyrir að þú komst. Jeg varð að hitta þig — tala við þig. Það er'um Nikulás". Já auðvitað, hugsaði Jeff. — En hann heilsaði henni bros- andi og leiddi hana að kass- anum. Hann hafði nærri því gleymt því, hve yndisleg hún var. „Hvað er að, Miranda? — Segðu mjer það“, sagði hann rólega, þegar hann sá, að hún var í vandræðum með, hvað hún ætti að segja. Hann leit snögt á hana. Síð- an gpkk hann að steinpalli, sem var þar rjett hjá, og kveikti dálítinn eld. Að því búnu sett- ist hann aftur hjá henni. „Þetta var gott“, sagði hún þakklátlega og rjetti hendurnar að eldinum. „Heyrðu!“, hrópaði Jeff. — „Hvað er að úlnliðnum á þjer?“ Hann tók eftir því, að hún roðn aði og reyndi að draga að sjer hendina. „Jeg efast um, að nokkuð sje brotið“, sagði hann, eftir að hafa athugað hann vandlega. „Þú verður að leggja við hann kalda bakstra og arn- iku, þegar þú kemur heim. — Hvernig skeði þetta, Miranda?“ Hún leit undan. Hún var svo þreytt, að hún gat vart hugs- að skýrt. Hún þráði það eitt, að halla höfðinu upp að breiðri öxl Jeffs, loka augunum og hvíla sig. En Jeff hjelt áfram að spyrja hana. Hann vissi mæta vel, að hún hafði ekki beðið hann að finna sig, til þess að láta hann líta á úlnliðinn, og hann hafði sterkan grun um, að Nikulás ætti einhvern þátt í því, hvernig hann leit út. „Hefirðu orðið eitthvað ósátt við mann þinn?“, spurði hann blíðlega. „Segðu mjer það, væna mín. Þú baðst mig að hjálpa þjer, og nú verðurðu að treysta mjer. Hugsaðu aðeins um mig, sem lægni, sem van- ur er að heyra sitt af hverju“. Hún kinkaði kolli. „Hann hefir verið svo undarlegur í seinni tíð — síðan uppþotið var. Þú hefir sennilega ekki heyrt það — hann særðist. En það er ekki það — „Heyrðu, væna mín“, sagði Jeff þolinmóðlega, og brosti lítið eitt. „Þú verður að byrja á byrjuninni, Er maðurinn þinn veikur? Eða er hann, ef til vill, farinn að drekka helst til mik- ið?“ „Nei“, svaraði hún. „Hann reykir ópíum“. „Reykir ópíum!“, endurtók Jeff. Hann var svo hissa, að hann langaði mest til þess að skellihlæja. Hann hefði mátt vita, að Nikulás ljeti sjer ekki nægja venjulegt áfengi! „Er það mjög alvarlegt?“, spurði hún og horfði með kvíða svip á andlit hans. „Jeg er heldur fáfróður um ópíum, Miranda. Sveitalæknar hafa yfirleitt litla reynslu af eiturlyfjum. — En leystu frá skjóðunni, og segðu mjer alt. Þá getur vel verið, að jeg geti hjálpað þjer“. _/^ Angnn je* hvíll með gleraugum frá TÝL*. Undrablómið egyptska Æfintýr eftir H. De Vere Síackpoole. Ágrip sögunnar: H. De Vere Stackpoole segir dóttur sinni sögu, en hún er gjörn á að grípa fram í. Sagan.gr um hollenskan túlípanaræktunarmann, van Dunk, sem kemst í kynni við aldraðan vísindamann, van Houten, er segir honum að í pýramida einum í Egyptalandi sje afar merkilegur tulipani, með gyltum blómum og mynd- um á hverju blaði af dóttur Ramesesar Egyptalands- konungs. — Van Dunk hyggst nú selja allar eignir sínar og leita að túlipana þessum og vill van Houten fara með honum. Sáðu þeir mörg þúsund ára gamalli baun, og ælluðu að hafa það til merkis, hvort þeir ættu að fara til Egyptalands, ef baunin kæmi upp. Og það gefði hún. 7. Þegar jurtin blómstraði, hjelt van Dunk öllum hinum túlípanaræktunarmönnunum veitslu og sagði þeim frá ferðalagi því, sem hann væri nú að leggja upp í og einnig um hinn dásamlega túlípana, og þeir gerðu allir gys að honum á eftir, eins og allir heimskir menn gera oft að nýjum hugmyndum. Og þeir hlógu enn hærra daginn eftir, þegar hann seldi húsið sitt og túlípanagarðinn og kúna eftir hann van Gogh og lagði af stað til Egypta- lands með honum van Houteen gamla. Þeir voru nú lengi á leiðinni þangað, því þá voru nú ekki til gufuskipin nje járnbrautirnar, — ja, þeir voru þrjá mánuði á leiðinni, en að lokum komust þeir til Cairo. Þar keyptu þeir úlfalda, sem hjet Fatima og rjeðu stóran og mikinn Araba, sem hjet Ondurman, til þess-að stjórna úlfaldanum og einn góðan veðurdag fóru þeir yfir Níl á ferju og lögðu svo af stað yfir eyðimörkina áleiðis til pýramidanna. Það var enginn af þeim pýramidunum sem eru nærri Sfinxinum mikla, steinljóninu með manns- höfuðið, þú veist, heldur einn af þrem öðrum pyramidum lengra úti á eyðimörkinni, svo þeir vöru tvo daga á leið- inni þangað og það var ekki fyrr en að kvöldi annars dagsins, sem pýramidarnir sáust í fjarska yfir sólheita sandana, stóðu þar eins og þrír Arabar í brúnum kuflum og voru eitthvað svo ógnar einmana og vandræðalegir. Nú slógu þeir í Fatima, og þegar tunglið var að koma upp yfir sandauðnirnar, þá komust þeir á áfangastað. Garðyrkjumaðurinn var í þeim pýramidanum, sem stóð í miðjunni, að því er van Houten sagði, og fóru þeir nú að leita eftir, hvort ekki væru dyr nokkrar eða gat á pyramidanum, og bráðlega fundu þeir dyr, hálffaldar af sandi. Þær voru ekki stórar, en hægt að skríða inn um þær. Þá kveikti Ondurmann á blysi og fór fyrstur inn, en hinir á eftir. 2)a Hafliði Jónsson, yfirvjelstjóri á e.s. Goðafoss, er sextugur í dag. Hafliði er fæddur að Skóg- um í Þorskafirði 4. nóv. 1884. Hann nam járnsmíði á Patreks- firði hjá Guðm. Jónssyni og tók sveinsbrjef í þeirri iðn 1912. Hið minna vjelstjórapróf tók hann 1913, en hið meira 1920. Hafliði hefir siglt á skipum Ríkissjóðs og Eimskipafjelags íslands svo að segja óslitið í 27 ár. — Hinir mörgu vinir hans og kunningjar senda honum sínar bestu árnað- aróskir. 85 ára er í dag Árni Magnús- son, frá Bjarnastöðum á Álfta- nesi. Árni hefir verið blindur yfir tuttugu ár, en heldur óskert um sálarkröftum og fylgist vel með öllu. -— Árni dvelur nú á Elliheimilinu Grund. Hjúskapur. S.l. fimtudag voru gefin saman í hjónaband 1 Vest- mannaeyjum ungfrú Elín Sig- urðardóttir og Sigtryggur Jóns- son, starfsm. hjá Vinnufatagerð Islands. — Þann sama dag áttu foreldrar brúðarinnar, Sigurður Sigurðsson múrarameistari, Eyj- um og Kristín Benediktsdóttir, silfurbrúðkaup. — Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn á Rauðarárstíg 32. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband af sr. Árna Sigurðssyni imgfrú Elísabet Pjetursdóttir og Jóhannes H. Jónsson. Heimili ungu hjónanna verður að Sólbirgi við Laugarás- veg. Walterskepnin. Valur vann K. R. í endurteknum úrslitaleik ]). 15. október. Sigraði með 3 mörk um gegn tveim. Var leikurinn að mörgu vel leikinn, þótt völl- urinn væri erfiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.