Morgunblaðið - 04.11.1944, Blaðsíða 16
i 11 jj•^rpnn
PreniaraverkfalIiS
SAMNINGAR milli Hins ís-
lenska prentarafjelags og Fje-
Iags íslenskra prentsmiðjueig-
enda voru undirskrifaðir fyrir
hádegi í gær, og hófst vinna í
prentsmiðjunum kl. 1 e. h. A
sama tíma tókust samningar
milli bókbindara og bókbands-
\innustofanna. Því bókbindar-
ar og prentarar hafa verið sam
ferða í undanfarinni samninga
gerð.
Hefir verkfall prentara og
bókbindara staðið yfir frá því
I. okt. s.l., eða rúml. mánuð.
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg
gerði samning við prentara um
fyrri helgi, með því að prent-
arar gengu að tilboði, er for-
stjóri Ríkisprentsmiðjunnar
gerði í deilunni. En Ríkisprent
smiðjan hefir ávalt verið sjer-
stakur samningsaðili í samn-
ingagerð við prentara, og er
•ekki í fjelagi prentsmiðjueig-
enda. En Fjílag ísl. prent-
smiðjueigendá vildi ekki fall-
ast á þá sætt í málinu, sem
Rikisprentsmiðjan hafði borið
f-am og prentarar gengið að.
Samkomulag náðist á fimtu-
dagskvöld milli samninganefnd
ö' prentsmiðjustjóranna og
stjórnar Prentarafjelagsins, er
síðan var samþykt á fundi
prentara á föstudag fyrir há-
degi.
Kauphækkanir frá því sem
áður var og nú var samið um,
eru þessar: Handsetjarar og
prentarar fá 5 kr. kauphækkun
á grunnkaup á viku, og full-
numa stúlkur sömuleiðis. Nema
þær, sem unnið hafa fullnuma
f 5 ár fá 10 kr. hækkun í grunn
kaup á viku.
Sumarfrí fá prentarar lengd
frá því sem áður var um 3 daga
þeir sem hafa unnið i iðninni
í 10 ár. En 18 ára prentarar fá
sex daga framlengd sumarfrí,
og laugardagsfrí á sumrin hálf-
an daginn verða nú í 4 mánuði,
eins og hjá verslunarmönnum,
en var áður 3 mánuði, júní—
ágúst.
Ungllngspiilar biur
bana ai slysiörum
ÞAÐ SLYS vildi til miðviku-
daginn 1. þ. m. að Strjúg í
Langadal í Húnavatnssýslu, að
mæniás fjell ofan á 16 ára pilt
og beið hann við það bana.
Tildrög slyssins voru þau, að
pilturinn, Ásgeir Þorvaldsson,
sonur Þop/alds Pjeturssonar,
Isónda að Strjúg, var uppi í fjár
húsgarða að sækja hey. Mun
har.n þá hafa komið við stoð,
sem stóð undir mæniásnum og
Iiún fallið undan, en ásinn
brotnað um leið og fallið ofan
á piltinn.
Komið var þarna að eftir
skamma stund og lá drengur-
inn þá meðvitundarlaus undir
ásnum. Var þegar sent eftir
lækni. Kom þá í ljós, að brjóst-
kassinn var brotinn og hefir
pilturinn sennilega andast þeg-
a: í stað.
íslendingar eignast
tvo ílugi
Samkomulag í
vinnudeilu jám-
Catalina flugbátur Flugfjelags íslands. fMyndin tekin
Akureyrarhöfn)
Áhöfnin sem flaug Catalina-bátnum frá Ameríku til íslands.
Talið frá vinstri: Mr. Brownstein, vjelamaSur. Smári Karls-
son, 2. flugmaður, Örn Johnson, flugstjóri. Mr. Sage, að-
stoðarflugmaður og Sigurður Ingólfsson, vjelamaður.
SAMKOMULAG hefir náðst
í vinnudeilunni í járniðnaðin-
um, sem staðið hefir yfir í
rúmlega tvo mánuði. Fór fram
atkvæðagreiðsla í fjelögum að-
ila í fyrrakvöld og í gærmorg-
un um miðlunartillögur frá
sáttasemjara ríkisins, Jónatan
Hallvarðssyni,' og voru tillögur
þessar samþyktar og samning-
ar undirritaðir í gær. Hefst því
vinna í járniðnaðinum á ný í
dag.
Samningar hafa einnig náðst
í vinnudeilu blikksmiða og
hefja þeir vinnu í dag.
Vinnustöðvun hefir einnig
staðið yfir hjá skipasmiðum, en
búist er við að samkomulag í
þeirri deilu náist í dag.
Eru þá allar vinnudeilur,
sem staðið hafa yfir undanfar-
ið, leystar, nema verkfall klæð
skerameistara, en samkomulag
hafði áður náðst um kaup og
kjör fólks, sem vinnur á hrað-
saumastofum.
Fisksölusamningar-
inn
Viðskifti hafin aftur.
London: — Viðskifti eru nú
aftur hafin milli Breta og íra
og hafa Bretar gert kaup á ^
miklu af eggjum í írlandi. Hafa |
samningar um viðskifti þessi j
et:.5:ð að undanförnu í Dublin. i
GRUNMAN-flugwjel Loftleiða h.f.
NYLEGA eru komnir til lan'dsins tveir flugbátar, sem
flugfjelögin hafa keyjit í Ameríku. Annar flugbáturinn er
Catalina-flugbátui', sem Flugfjelag Islands keypti. Ilitt er
Grunman-flugbátur, sem Loftleiðir á. Báðum þessum flug-
bátum var flogið austur um haf, frá Ameríku til íslands af
íslenskum flugmönnum og eru þeta fyrstu Atlantshafsflug
íslenskra flugmanna. Gengu ferðirnar að óskum. Elugstjóri
á Catalina-bátninn var Örn Johnson, en Sigurður Ólafsson
á Grunman-bátnum.
0
| ___________________________
Áður hefir nokkuð verið.
skýrt frá flugvjelakaupum
þessum hjer í blaðinu. Flug-
bátur Flugfjelags íslands gct-
ur tekið 20 farþega og er ætl-
tmin að nota hann til milli-
landaflugs þegar stundir líða,
Er verið að konia fyrir í hon-
uin sætum og innr.jetta á ýms-
an hátt og er ekki búist við
að brevtingum 'verði fulllokið
fyr en í marsmánuði næsta
ár.
Grumann flugvjelin getur
sest og hafið sig til flugs bæði
á s.jó og landi. Ilún tekur átta,
farþega. Loftleiðir mun ætla
að nota flugvjelina aðallega
til flugs til Vestfjarða, en einn
ig til annara staða á landinu.
Loftleiðif hefir nýlega eign-
ast aðra Stinson-flugvjel, af
sömu gerð og fjelagið átti fyr-
ir og á því nú þrjár flugvjélar.
endumýjaður
SVO SEM kunnugt er, renn-
ur Bresk-íslenski fisksölusamn
ingurinn út frá næstu áramót-
um, nema annarhvor aðili hafi
fyrir 1. nóv. óskað endurnýj-
unar samningsins og hinn sam
þykt.
Samninganefnd utanríkisvið-
skipta fór þess á leit fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar, að fisksölu-
samningurinn yrði framlengd-
ur um 6 mánaða skeið. Sam-
kvæmt nýkomnu skeyti frá
sendiherra íslands í London,
hefir breska matvælaráðuneyt-
ið ekki viljað endut*nýja samn
inginn og fellur hann því úr
gildi frá næstu áramótum.
Verður nú reynt að ná nýj-
-um samningum um þessi mál.
Happdrættisvinning-ar á Hluta
veltu Heimdallar. 1. 7365. 2.
11117. 3. 23448. 4. 4476. 5. 15525.
6. 13159. 7. 27909. 8. 1617, 9. 2901.
10. 5464.
Laugardagur 4. nóv. 1944
Dauðasiys
í FYRRADAG (2. nóv.) varð
dauðaslys á Reykjavegi. Níu
ára gömul telpa, Sunneva
Árnadóttir, til heimilis að Urð-*
um við Lángholtsveg, varð fyr-
ir vörubifreið og beið bana af.
Þessi sorglegi atburður varð
kl. 8.45, er telpan ásamt fjór-
um öðrum bömum, var á leið í
Laugarnesskóla. Voru börnin
komin á móts við afleggjara, er
liggur upp að skólanum, er
vörubifreið ók fram á börnin
og varð Sunneva fyrir bifreið-
inni. — Telpan var þegar flutt
í skólann og skoðuð þar af
lækni, en þaðan var hún flutt
í spítala og ljest hún þar kl. 6
e. h. sama dag.
Kaupir UHRRA 300
þús. funnur salfsíld
ar af í slendingum!
FYRIR NOKKRU símaði Thor
Thors sendiherra íslands í
Washington og skýrði frá því,
að Hjálpar- og endurreisnar-
stofnun hinna sameinuðu þjóða
(UNRRA) vildi kaupa alla þá
saltsíld, sem íslendingar ættu
til og fyrir það verð, sem ís-
lendingar höfðu ákveðið. Var
þetla kauptilboð samþykl og
fær UNRRA alla saltsíldina,
um 30 þús- tunnur.
Nokkru síðar símaði Thor
Thors og gat þess, að UNRRA
myndi sennilega vilja kaupa af
íslendingum á næsla ári 200
— eða jafnvel 300 þúsund
tunnur af saltsíld.
Standa nú yfir samningar
um þessa stórfeldu síldarsölu.
Frú Magðalena
Halldórsson látin
ÞANN 30. f. m. ljest að heim
ili sínu í Stykkishólmi frú
Magðalena Halldórsson, ekkja
Sæmundar Halldórssonar kaup
manns í Stykkishólmi. Hún var
nærri 74 ára, fædd 27. desem-
ber 1870.
Frú Magðalena var ástúðleg
kona og heimili hennar annál-
að fyrir gestrisni og heimilis-
prýði. — Þessarar merku konu
verður síðar getið nánar hjer í
blaðinu.
Jarðarför frú Magðalenu fer
fram í Stykkishólmi n.k. mánu-
dag.
Rússar nálgast
Budapest
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá Reuter.
HERSTJÓRNARTILKYNNING Rússa í kvöld skýrir frá því,
að hersveitir þeirra milH fljótanna Tiza og Dónár í Ungverja-
landi hafi sótt fram og nálgist mjög höfuðborg landsins, Buda-
pest- Ekki er frá því skýrt, hve nærri þeir sjeu komnir borg-
inni, en framsveitir eru vart lengra frá henni en um 35 km. —«
Þýskar fregnir herma, að fólk sje flutt frá borginni, en aðraþ
fregnir segja, að það flýi hfópum saman.
Ennfremur segja Rússar í hlaupum þýskra hersveita, einK
herstjórnarlilkynningu sinni í um í nánd við bæinn Goldap.
kvöld, að herir þeirra í Aust- Segja Rússar, að áhlaupin hafi
ur-Prússlandi hafi í dag varist verið hörð og bardagarnir Þjóð
og lirundið afarhörðum á- verjum mannskæðir mjög.