Morgunblaðið - 04.11.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1944, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. nóv. 1944 — Ræða Ólaís Thors Pramh. af bls. 2. hins opinbera, og nú um skeið nær öll útflutningsvaran verið seld af umboðsmönnum ríkis- valdsins. Komi til verulegra útgjalda ríkisins af þessum efnum, er ( ætlað að gera það með lántök- um. Kemur þá til mála að skylda menn að taka þátt í þeim lánum, eða jafnvel til þátttöku í þeim fyrirtækjum, er ríkið stofnar til. Er fullkom- lega rjettmælt, að ríkisvaldið beiti sjer fyrir því, að skjót- fenginn auður sje þannig lát- inn þjóna því hlutverki, að auka velsæld almennings í landinu. * AÐ ÞESSARI STJÓRN standa menn, sem hafa í grund vallaratriðum sundurleitar skoðanir á, hvaða þjóðskipu- lag henti íslendingum best. Þeir hafa nú komið sjer sam- an um að láta ekki þann á- greining aftra sjer frá að taka höndum saman um þá nýsköp un atvinnulífs þjóðarinnar, sem jeg hefi lýst, og sem er kjarni málefnasamningsins, og byggð er á því þjóðskipulagi, sem íslendingar nú búa við. Það er svo ráð fyrir gert, að á- fram haldist sú skipan, sem nú er á starfrækslu atvinnutækja í landinu. Rekstur einstak- linga, fjelaga, bæjar- og sveita sjóða og ríkisins haldist. í hve ríkum mæli hverju úrræði fyr ir sig verður beitt, veltur að sjálfsögðu nú sem fyrr, ýmist á framtaki hvers aðilans um sig, eða þingviljanum, eins og hann hverju sinni er. Það er öllum þessum flokkum til lofs, að hafa sýnt þann stjórn málaþroska, að láta eigi deil- ur um stefnur standa í vegi fyrir því mikilvæga höfuðhlut verki: nýsköpun atvinnulífs þjóðarinnar. Jeg hefi þá lýst meginstefnu stjórnarinnar. Hún hnígur að því, að leilast við að forðast, að hinn skjótfengni auður renni út í sandinn. Hún hníg- ur að því, að leitast við að út- hýsa því böli — atvinnuleys- inu — er oft og í vaxandi mæli hefir þjáð fjölda íslenskra heimila og spilll líðan, heilsu og lífi-sorglega margra. Það hlutverk er stórbrotið og göfugt. Enginn mun dirfast að mæla því í gegn. Hitt er ann að mál, hversu bjartsýnir menn eru á sigurhorfurnar. ★ VÍK JEG ÞÁ að öðrum við fangsefnum stjórnar og þings, og fyrirheitum, er ríkisstjórnin gefur. Varðandi setningu nýrra launalaga, vill stjórnin segja það, að henni eru að vísu ljós- ir annmarkar á því, að slík löggjöf sje sett einmitt á þess- um tímum. Hins vegar verður líka að viðurkenna, að tæplega verður lengur við unað það á- stand, er nú ríkir í þessum efn- um. Ár frá ári eru gerðar handa hófs breytingar á kjörum ein- stakra starfsmanna ríkisins, án þess að nokkurs samræmis sje gætt um hjör þeirra, er sömu eða svipuð störf inna af hendi. Afleiðing þessa er, að skapast hefir áberandi misræmi, sem veldur rjettmætri og stöðugt vaxandi óánægju. Verður eigi til lengdar staðið gegn því, að færa þessí mál í heildarkerfi, og hefir stjórnin nú ákveðið að setja ný launalög, enda þótt því fylgi nokkur útgjaldaauki fyrir ríkissjóð. Um breytingu á dýrtíðarlög unum er óþarft að ræða. Það mál hefir verið skýrt í blöðurn og útvarpi, og liggur því alveg ljóst fyrir. Varðandi álagningu nýrra skatta er það eitt að segja, að óumflýjanleg nauðsyn knýr til þess. Mun innan skamms upp- lýst fyrir Alþingi öllu og al- menningi í landinu hversu þeir reikningar standa, og verður það enginn fagnaðarboðskapur. Skattarnir verða lagðir á þá, sem mest hafa gjaldþolið- Jafnframt verður reynt að auka tekjur ríkissjóðs með því að skerpa eftirlit með skatta- framtölum. Þá hefir ríkisstjórnin ákveð ið og tryggt því þingfylgi, að lögfest verði fullkomið kerfi almanna trygginga. Má vera að sá ásetningur sæti gagnrýni einhverra og skal ekki að þessu sinni langt út í það farið. Vafa laust neitar því enginn, að æskilegt sje, að íslendingar fylgist með nágranna þjóðun- um í þessum efnum. Um hitt verður spurt, hvort við sjeum bærir að standa undir kostnaði, af slíkri löggjöf. Úr því verð- ur að sjálfsögðu reynslan að skera, og skal um það eitt sagt, að ef nýsköpun atvinnu- lífsins nær settu marki, verð- ur hjer á landi um lítið eða ekkert atvinnuleysi að ræða. Sá, sem því þorir að treysta, þarf ekki að óttast hina vænt- anlegu tryggingalöggjöf, því þá mun hvorttveggja, að hún kalli aðeins á hóflegan útgjalda- auka og að jafnframt verði þá fyrir hendi mikið gjaldþol skaltþegnanna. Varðandi aðrar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar skal látið nægja að vísa til málefnasamn ingsins. ★ MENN ERU misjafnlega trú aðir á að þetta samstarf bless ist. Jeg skil það vel. Ríkis- stjórnin hefir sjálf sínar efa- semdir. Einnig og ekki síst vegna þess, að margt mun verða á okkar vegi, sem við nú eigum á enga von, og myndi »þó ærinn vandi við það að | ráða, sem við þykjumst sjá, að í vændum er. En hverjum augum, sem á þetta er litið, verða þeir vafa- laust fáir sem ekki viðurkenna, að nú var ekki margra góðra kosta völ. í nær tvö ár hafði landið mátt heita stjórnlítið, vegna þess að samstarf var ekki milli stjórnar og þings. Hafði þegar af hlotist mikið tjón og verður þó eigi með töl um talið. Framundan eru örlagaríkir tímar, sem kalla á snöggar á- kvarðanir og samstillt átök. Friðarsamningarnir geta haft mikla þýðingu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Efnahagsafkoman mun að mjög miklu leyti fara eflir þeim alþjóðasamningum sem gerðir verða um verslun iimiiiiiiiiiiiumiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiMM 1 * E ( Amerískir | = Herra Vetrarfrakkar = Herra Rykfrakkar 1 Dömu Frakkar § Dömu Kápur tvöfaldar fyrirliggjandi. GEYSIR h.f. Fatadeildin. ~ 55 iiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiii imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniin | Hvítir sloppar I Ullarkjólar Matrósakjólar Lokastíg 8. | = H niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii og viðskipti þjóða á milli, og hverjum samningum ísland kemst að við önnur ríki. Það ríður því á miklu að svo verði um búið, að þessir samningar fari sem best úr hendi. Jafnframt er höfuðnauðsyn að stöðva hinn áleitna vöxt dýrtíðarinnar í landinu. Sljórn, sem ekki naut stuðn ings Alþingis, en sat aðeins í skjóli flokkadeilna, var að sjálfsögðu hvorki fær um að sjá þessum nauðsynjum þjóð- arinnar borgið, nje heldur að hefja þá nýsköpun, sem stjórn, er nýtur öruggs stuðnings þing meirihlutans ætti að reynast bær um að framkvæma. Það er því alveg víst, að aldrei hefir íslendingum verið meiri nauðsyn en einmitt nú að eyða a. m. k. í bili, flokka- rígnum og stjettabaráttunni, og sameina kraftana til lausnar stærstu viðfangsefna. ★ AÐ LOKUM vil jeg aðeins segja örfá orð, er ekki snerta stjórnina sem heild. í marga mánuði hefir Sjálf stæðisflokkurinn haft forystu um tilraunir til myndunar 4 flokka stjórnar. Held jeg, að enginn neiti, að flokkurinn hef ir innt það verk af hendi með þolinmæði og þrautseigju. Jeg harma, að það bar ekki ávöxt. Eftir að forseti íslands hafði falið mjer að mynda stjórn, og jeg, með samþykki flokks míns, tekist á hendur að gera tilraun til þess, sneri jeg mjer fyrst til Framsóknarflokksins, enda höfðu nokkrum sinnum, að frumkvæði Sjálfstæðisflokks ins, farið fram samtöl milli samninganefnda þessara flokka um myndun stjórnar þessara tveggja flokka, ef ómögulegt reyndist að ná víðtækara sam- starfi. Framsóknarflokkurinn neitaði að ganga í stjórn, er Sjálfstæðisflokkurinn myndaði, en bar í þess stað fram tillögu, sem Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki fallist á. Jeg sneri mjer því til Al- þýðuflokksins og Sameiningar- flokks alþýðu — SóSialista- flokksins, og hafa þær samn- ingaumleitanir nú leitt til stjórnarmyndunar. Það var jeg, sem strax í önd verðu bauð fram, að hver þeirra þriggja flokka, er saman starfa nú, hefði tvo ráðherra, alveg án hliðsjónar af þing- mannafjölda hvers flokks fyrir sig. Það, sem fyrir mjer vakir, jiiiiiiiiiiiiMiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiR ~ 2 j Barnafatnaður 1 f§ Útiföt á telpur og drengi. H Drengjabuxur og peysur. = Smekkbuxur — Sokkar. S Einnig höfum við fengið = sjerlega falleg seðlaveski 5 fyrir dömur. VERSL. GUNNAR A. MAGNÚSSON, S Grettisgötu 7. Ef Loftur getur bað ekki — þá hver? er að slá því föstu að formi og efni, að hjer starfi saman þrír aðilar, jafnir að rjetti, skyldum og ábyrgð. Það hafa gengið miklar sög ur af þessum samningum, og ekki allar trúlegar. Er ekki laust við, að þess hafi verið freistað að ófrægja alla, sem að þeim hafa staðið. Sjálfstæð isflokkurinn átti ýmist að hafa gleypt hina flokkana, -eða þeir hann. Reynt hefir og verið að dreifa út, að Alþýðu- flokkurinn hafi látið hlut sinn fyrir Sameiningarflokki al- þýðu — Sósíalistaflokknum, eða öfugt, alveg sitt á hvað, eftir því, sem best hefir verið talið henta. Nú hefir blæjunni verið svift frá. Nú sjá menn framan í staðreyndir. í okkar augum, sem að þessu stöndum, er hjer á ferð alvarlegur ásetningur. Við sliðrum flokkssverðin. Við semjum vopnahlje um hríð. Við höfum ákveðið að sameina kraftana, í því skyni að freista þess, að tryggja, að hinn ó- vænti gróði reynist eigi aðeins stundar víma, heldur grundvöll ur nýrra athafna, nýrra af- komuskilyrða, nýs menningar- lífs, breyttrar og bættrar af- komu fyrir þá þjóð, sem lengst af hefir búið ófrjáls og efna- lega snauð í landi sínu, en nú hefir öðlast frelsi og sæmileg skilyrði til góðrar efnahagsaf- komu. ★ Herra forseti — háttvirlu alþingismenn. Á ÞESSU ÁRI höfum við ís lendingar endurreist lýðveldi á íslandi. Þar með hefst nýtt tímabil í stjórnmálasögu þjóð- arinnar. Þeir, sem að ríkisstjórninni stand.a, vona einlæglega, að sú nýsköpun atvinnulífsins, sem nú á að hefjast, megi verðaN upphaf nýs velmegunar-tíma- bils í atvinnusögu þjóðarinnar. Megi þær vonir rætast, svo að fjárhagsleg velgengni og öryggi festi og treysti hið end- urheimta þjóðfrelsi. Ríkisstjórnin væntir góðs samstarfs við alla háttvirta al- þingismenn og biður um skiln- ing þjóðarinnar og velvilja. Japanar taka Kweilin. London í gærkveldi: — Japan- ar sækja nú fram í Suðaustur- Kína með miklu skriðdrekaliði og hafa náð á sitt vald borg- inni Kweiling, en þar eru Ame ríkumenn sagðir hafa miklar flugstöðvai iMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminiiiiiiiiiiiiiiiminui (Fyrirliggjandi: ( = Trjeskóstígvjel Gúmmístígvjel Skinnjakkar Ullarpeysur Háleistar Kuldahúfur Vetlingar 55 S GEYSIR h.f. Fatadéildin. 5 * 1 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini'iitiiiiiiiiuuiimi Keflavík Umdæmisstúkan boðar til samkomu í Uiig- mennafjelagshúsinu á morgun (sunnudag) ki. 4 s.d. Ræðumenn: Pjetur Sigurðsson, er- indreki og Þorsteinn Sveinsson, lögfræðingur. Sýnd verður kvikmyndin: íslensku landnem- arnir vestan hafs o. fl. — Allir velkomnir. Geysisspilin eru komin á markaðinn aftur. — Mjög tak- markaðar birgðir. Heildv. Arna Jónssonar Hafnarstr. 5 Rvík, Sími 5805. | f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.