Morgunblaðið - 21.11.1944, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.11.1944, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ H „Jæja, þá er því lokið“, muldraði hann. „Mjer þykir þetta leitt, yðar vegna læknir. En jeg finn hvorki til saknaðar nje trega. — Jeg hefi teygað unaðsemdir lífsins í ríkum mæli — þama suður frá. Þar er lítið um lög og reglur — og við höfum haft fyrir sið að ganga alveg framhjá þeim“. ,,Því er öðruvísi farið hjer“. „Já, það veit hamingjan!“ „Þjer eruð Bandaríkjaþegn?“ „Já, herra læknir“. „Það er skylda mín, að flytja yður hjeðan til Angel-eynnar. Þar verðið þjer rannsakaður, og þegar það hefir verið opin- berlega staðfest, að þjer hafið holdsveiki, verðið þjer fluttur til Holdsveikrasjúkrahússins í San Fransiskó. En það væri ef til„ vill hægt að koma því þann ig við, að þjer yrðuð sendir til Molokai. „Ef þjer væruð eklci Banda- ríkjaþegn, mynduð þjer verða fluttur aftur suður á bóginn“. „Við höfum þegar kvatt Riva og Suðrið, og förum þangað aldrei framar. Blóð mitt er ríkj andi í dóttur minni. Jeg vil að hún lifi lífi sínu meðal hvítra manna. — Auk þess hefir hún ráð á því. Ef til vill giftist hún einhverjum góðum manni hjer. Hver veit? — Jeg ætlaði að eyða ellinni í Normandi svo að jeg get aldrei farið til Molokai. Góður guð — jeg myndi aldrei lifa það af, ef jeg yrði sendur þangað“. „Lög eru lög, skipstjóri", á- minti læknirinn hann, fulfur samúðar. Gaston Larrieau hristi höf- uðið. „Gaston gamli gráskegg- ur ætti nú ekki annað eftir en að láta loka sig inni eins og apa í dýragarði! Nei, j-eg held nú síður!“ Hann settist niður og klóraði sjer hugsandi í skegg- inu. „Jæja — en eitt er þó víst“, hjelt hann áfram eftir stundarþögn. „Það eru meira en seytján ár síðan Tamea fædd ist. Og jeg var heilbrigður þá“. „Holdsveikir foreldrar fæða af sjer heilbrigð börn. Tamea er heilbrigð“. „Hún má ekki vita, að jeg sje veikur“. ,,Hún veit það“. Larrieau spratt á fætur og staðnæmdist teinrjettur og ógn andi frammi fyrir lækninum. „Þjef dirfðust að segja henni -----“, öskraði hann og reiddi upp hnefann. „Hægan, hægan! Setjist þjer niður. Stúlkan hefir augu í höfðinu, og hefir án efa sjeð líkþráa á Riva. Jeg hefi ekkert sagt henni.-----Þei, þei, hlust- ið þjer, skipstjóri". Innan úr herberginu við hlið ina á þeim barst hálfkæft grát hljóð. Larrieau settist niður, þög- ull og sorgmæddur á svip. „Já“, sagði hann eftir stundarþögn. „Það eru fleiri en einn og fleiri en tveir líkþráir á Riva. Og þar er einnig tæring og aðrar hörmungar. Plágur okkar hvítu siðmenningarr hafa náð að læð- ast þangað, og þar sem þær slá, Ný sagfii „JJamea er mj pramLaídóáacja rv/orcjun- bLaLsini. j-^etta er fjriLji clacjurinn, iem Lúh - SnennanJti iaaa um Lc jpennandi iacja um bar- ueCfCjja óiíLra Luenna um áitir Larí- manni. — LJijicjist meL frá Lyrjun — j)aL er c blaöcnu. áttu L L orcjar iicp er engin von. Þess vegna flutti jeg Tameu á brott — aðeins til þess að verða svo sjálfur fyr ir högginu. En það var eitt af því, sem jeg varð að eiga á •j hættu, og áhættplaust líf er eins ' og saltlaust egg. Jeg hefi lent í mörgum og hættulegum æfin- j týrum um, dagana, og þótt það sje skolli hart að láta örlögin leika sig svona grátt, þá —“, hann ypti öxlum, „þá hefi jeg lifað lífi mínu og unnað ástum mínum, — og fjandinn hafi það, að lífið skuldar mjer ekki neitt! Jeg er reiðubúinn! Voila!“ Og Frakkinn smelti með fingrunum. „Jeg er alveg laus við að líkast mjúkmálum skrifstofuþræl, sem ber sjer á brjóst og kveinar, þegar hann sjer dauðann nálgast, og játar að lokum, að hjarta sitt sje að bresta af sorg vegna allra þeirra synda, sem hann hafi drýgt!“ Og hann hló hinum mjúka, smitandi hlátri sínum. „Nei, ónei. Gaston gamli grá- skeggur hefir notið synda sinna ríkulega. Þær voru ekki marg- ar, því að jeg hefi altaf verið 1 mesta heiðurssál — en þær j voru dásamlegar. Jeg á börn á hundrað eyjum. En Tamea er barnið, sem jeg elska, og hún er dýrðlegur heiðingi, eins og móðir hennar var“. „Þjer segið, að móðir henn- ar sje dáin?“ Gaston kinkaði kolli. „Hún var drotning, og trúði því sjálf, að hún væri komin af guðum ■ Suðurhafseyjabúa. Þvílík enda leysa! En hún hafði raunar full an rjett á því, því að hún var líkust gyðju. Hún var hávax- in, herra læknir — sex fet á hæð, því að hún var af kon- ungum komin, og áður en hvít- ir menn komu til Suðurhafs- eyjanna — með eyðingu sína og úrkynjun, var konungur ekki konungur þar, í þess orðs sönnustu merkingu, nema hann bæri höfuð og herðar yfir þegna sína. Langa-langafi Ta- meu var hrakinn frá völdum og útlægur gerr til eyjar, sem liggur um fimm hundruð míl- ur fyrir vestan Riva. Þar var hann hneptur í þrældóm af ó- vinum sínum. En þegpum hans tókst að frelsa hann þaðan, eft- 'ir mörg ár, þegar hann var orð inn gamall og lúinn, og buðu honum aftur veldissprota þann, sem hann hafði verið sviptur í æsku. En hann vildi ekki taka við honum, því að ellin og sorg irnar höfðu beygt bak hans, og hann gat ekki lengur borið höfuð og herðar yfir þegna sína“. „Það hlýtur að hafa verið stórkostlegur maður, skip- stjóri“, sagði læknirinn. Larrieau kinkaði kolli. „Moo- rea, móðir Tameu — sú gat nú gei*gið! Þjer hafið aldrei sjeð konu ganga, ungi maður. Það er list, sem nú er gleymd. Moo- rea- var fögur kona. Hár henn- ar var dásamlegt — kastaníu- brúnt, og yfirlitur hennar — hann var —“. „Eins og Tameu“, tók lækn- irinn fram í fyrir honum. Gaston Larrieau kinkaði kolli og brosti. „Hún var konungleg bæði á sál og líkama — og svo sögðu trúboðarnir, að hún væri heið- ingi! Jeg hjelt þeim frá Riva um margra ára skeið, með alt þeirra siðfræðis- og trúarrpgl. Það var engin synd til á Riva, fyr en jeg kom þangað — og það var ekki kallað synd, fyr en trúboðaskríllinn gaf því það nafnf Herra læknir — hjer sjá- ið þjer mann, sem dvaldi í ald- ingarðinum Eden, þar til högg- ormarnir komu og hröktu hann þaðan“. Læknirinn fór að hlæja. „Andlitsdrættir Mooreu“, hjelt sjómaðurinn áfram, „voru reglulegri og fegurri en á nokk urri hvítri konu, sem jeg hefi sjeð. Nú — en það er aðeins .eðlilegt. Blóð hennar var hreint vegna þess, að það var höfð- ingjablóð. Hin dökka húð, flata nef og hrokkna hár eru leifar frá því að Suðurhafseyja kynþátturinn dvaldi um skeið á Fiji-eyjunum, áður en hann hjelt áfram hinum aldagamla flótta sínum, er hófst í Litlu- Asíu. Nokkuð af almúgafólkT inu hefir Papua-blóð í æðum sjer, og það er negrablóð, herra læknir. En hreinræktað- ur Suðurhafseyjabúi er ekki negri, eins og fáfróðir og •heimskir menn gætu reynt að telja yður trú um. Þeir eru brot af hinum aríska þjóð- flokki, og það hlýtur hver þjóð fræðingur,'sem hefir kynt sjer málið, að vita. Þeir eru ekki komnir af Malajum, heldur Cushitum, en þeir voru arískur þjóðflokkur, eins og þjer vitið án efa“. Þriðjudagur 21. nóv. 1944. Djákninn og drekinn Æfintýr eftir Frank R. Stockton. 8. „Jeg fara burtu!” hrópaði djákninn mjög sorgmæddur yfir því, að þannig var til hans talað. „Hvert á jeg að fara? Ef jeg flyt til einhverrar annarar borgar, verður sama sagan þar. Ekki hefi jeg rjett til þess að gera slíkt”. ,,Nei“, sagði fólkið. „Þjer megið ekki fara í aðra borg. Það er engin borg nógu langt í burtu. Þjer verðið að fara up á öræfin miklu, þar sem drekinn á heima og þá mun hann fara, á eftir yður og verða þar kyrr”. Ekki var neitt tekið fram um það, hvort fólkið ætlaði djáknanum að hafast þar við líka í framtíðinni. og hann spurði heldur ekkert um það. Harln hneigði höfuð sitt og gekk inn í hús sitt, til þess áð hugsa málið. Því lengur, sem hann hugsaði um þetta, þeim mun ljós- ara fanst honum það vera, að það væri skyida hans að fara burt úr borginni. Um kvöldið tók hann mal einn, fylti hann af mat,- og morguninn eftir lagði hann af stað í ferða- lagið til hinna hrikalegu öræfa. Þetta var erfitt og þreyt- andi ferðalag, einkum eftir að í óbygðir kom, en djákn- inn hjelt stöðugt áfram og leit ekki einu sinni aftur. •— Leiðin var lengri en hann bjóst við, nestið tók áð ganga til þurðar, svo hann gat ekki fengið sjer nema smábita daglega, en stöðugt hjelt hann áfram og eftir marga daga erfitt og þreytandi ferðalag, komst hann inn á hin hrika- legu öræfi. Þegar drekinn komst að raun um það, að djákninn var farinn úr borginni, virtist hann hryggur, en sýndi þess engin merki, að hann ætlaði að fara að leita hins horfna klerks. Eftir nokkra daga tók hann að gerast illur í skapi og spurði fólk hvað orðið væri af djáknanum. En þótt fólkið hefði endilega viljað láta djáknann fara inn á ör- æfin og hefði haldið að drekinn myndi þegar fara á eftir honum, þá þorði það nú ekki að nefna hvert för hans hefði verið heitið, því ófreskjan virtist mjög reið og myndi það varla batna, ef henni væri sagður allur sannleikur. Þegs vegna kvaðst enginn vita neitt um það, og drekinn labb- aði um göturnar mjög leiður yfir hvarfi vinar síns. Einn morgun leit hann inn í skólastofuna, þar sem djákninn hafði kent vandræðabörnunum, en hún stóð nú tóm, og drekinn hugsaði með sjálfum sjer, að þetta væri mesta skömm, og börnin liðu vegna fjarveru kennarans. „Það gerir ekki svo mikið méð kirkjuna, en það er verra með skólann, jeg held það sje best að jeg fari að kenna krökkunum”, sagði drekinn við sjálfan sig. ÞAÐ ER SAGT, að Margot Asquith hafi eitt sinn haldið veislu í London — stóra veislu. Hún tók mjög glaðlega á móti öllum gestunum og kom þeim í hátíðarskap. Síðan Ijet hún þá um að skemta sjer sjálfa og gekk það prýðilega, en fór sjálf inn í annað herbergi og spilaði- þar bridge. Daginn eftir kom vel þenkj- andi en taktlaus kvenmaður til frú Asquith, þar sem hún sat í veitingahúsi og sagði: „Ó, frú Asquith, jeg var í sam kvæmi yðar í gærkvöldi". „Guði sje lof að jeg var þar ekki“, svaraði Margot og stóð upp. ★ EITT SINN sem oftar kom Bobhouse í heimsókn til Bjuons - þeir voru gamlir skólabræð ur og vinir. Þeir gengu sjer til skemtunar 1 garðinum, þegar Hobhouse stansaði skyndilega og fór að stara mjög á Byron. „Nú ertu að skoða á mjer fæt- urna, þykist jeg vita“, sagði Byron. „Kæri Byron“, sagði Hob- house, „engum det.tur í hug annað én horfa á höfuðið þjer“. ÞREKINN þriggja álna mað ur stoppaði eitt sinn smávax- inn náunga á götu og ávarpaði hann þessum orðum: „G-etið þ-þjer g-g-gert s-svo vel og s-sagt m-m-mjer, h-hvar r-ráðhúsið er?“ Litli maðurinn góndi á hinn ókunna mann og lagði síðan á flótta niður götuna. Sá stóri vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, en tók það ráð að fylgja honum eftir. Varð það til þess, að hinn herti enn á ferðinni. Svo fór þó að lokúm, að sá litli gafst upp, og stóri náunginn greip í annan handlegg hans og hrópaði: ,,H-hvað á þ-þ-þetta að þýða — Þ-þjer h-hlaupið b-b-burt, þ-þegar þ-þjer eruð s-spurður al-alm-ennra s-spurninga?“ ‘ Smávaxni maðurinn stamaði af mæði: • „H-haldið þ-þjer, að j-jeg k-kæri m-m-mig n-nokkuð um að v-v-verða h-höfðinu styttri".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.