Morgunblaðið - 06.12.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudag’ur 6. des. 1944. Herra forseti, háttvirtu hlust endur! ÞÁ HAFA xnenn hlýtt á sann fljarnan, rólegan og velviljaðan dóm stjórnarandstöðunnar. Háttvirtur þingmaður Stranda rnanna kvartar yfir því, að stjórnin hafi verið ófáanleg til þess að fresta þessum umræð- um og taldi, að það væri vegna þess, að stjórnin vildi komast Þ já því að ræða gjörðir sínar þegar þær væru kunnar orðnar. Við þessu er það að segja, að auðvitað getur Framsóknar- fíokkurinn hvenær sem hann óskar þess, látið fara fram út- varpsumræður, en auk þess taldi stjórnin, að Framsóknar- ftokknum myndi ekki verða skotaskuld úr því að ráðast á .stjórnina nú, eftir að hún þó tiefir setið í 6 vikur. úr því að flokkurinn taldi sig þess megn ugan að rjúka af þingi og út um bygg'ðir landsins til þess að ófrægja stjórnina viku áður en ttún var mynduð. Háttv. þingmaður spáði mikl um hrakspám fyrir stjórninni. Enginn, sem hann þekkir, undr ast þessi ummæli. í hans aug- um eru allar stjórnin feigar, sem hann sjálfiu’ hefir ekki for sæti fyrir. Það er eins og fyr- verandi formaður Framsóknar- flokksins sagði í ,,Ófeigi“ ný- lega, að „fyrir atbeina og úr- ræði samflokksmanna sinna tiefir Hermann Jónasson setið samfelt 8 ár í stjórn landsins. Þessi óvanalega langa stjórn- arseta hefir haft áhrif á dóm- /*reind þessa tiltölulega lítt reynda manns. Hann hefir kom ist á þá skoðun, að honum væri svo að segia áskapað að vera ráðherra á íslandi '. ★ I ÞESSU Ijósi verða menn að dæma þá ræðu, er hv. þingmað- ur Strandamanna flutti áðan. Við á Alþingi þekkjum þetta vel. Við skiljum hugarfar raannsins, sem gengið hefir milli okkar síðustu misserin og sagt okkur, að við gætum valið á milli þess, að taka við honum sem forsætisráðherra eða full- komins hruns í atvinnu- og fjár. málalífi þjóðarinnar. Það væri sjálfsagt óviðfeldið fvrir mann með hans sjálfs- trausti, ef hvorugt skyldi verða. Enda heyrðu menn óskir hans. spár og vonir um nýsköpunina. t>. e. a. s. velferð og heill ís- lendinga. Hv. þingmaður sagði ,að jeg Þefði 1942 kevpt vö'din því fvr irheiti. að stjórnir^ vektí ekki á- greining og allra síst um dýr- tiðarmálin. Þessvegna hefðu Gerðardómslögin orðið undir. Þetta svnir vel baráttuaðferð Framsóknarflokksins, því hv. þirgmaður sleppti þ\-í meginat- riði, að stjórnin lýsti því yfir, að hún myndi halda uppi Gerð ardómslögunum, meðan að þess væri nokkur kostur. Þetta fyrir heit efndi hún, og það var ekki fyr en sjálfur höfundur Gerð- ardófnslaganna, nefnilega þessi sami hv. þingmaður, rjeðist-aft Ræða Ólafs Thors forsætisráð- herra við eldhúsumræður á Alþingi 4. desember oiaiur Thors lorsætisráðherra. i an að sínu eigin afkvæmi í út- j varpsræðu fyrir júlí-kosning- arnar, að Gerðardómslögin voru dauðadæmd. Hv. þingmaður sagði, að fjár mál ríkisins væru í öngþveiti vegna þess, að Sjálfstæðisflokk urinn hefði farið með þau frá 1939—’42. Það er nú öllum kunnugt, að fjárhagpr ríkisins stóð með blóma í árslok 1942, en annars væri þessi dómur, ef sannur væri, þungur áfellis- dómur um þann mann sem stjórnarforystuna hafði lengst af þetta tímabil, en það var einmitt þessi hv. þingmaður sjálfur. Annars lýstu þessi um- mæli, að ekki er af miklu að taka varðandi árásarefni á stjórnina, og sama má segja þegar hann var að leitast við að kenna núverandi stjórn um, hversu rfú er komið um fjárfiag inn. Allir hljóta þó að sjá, að stjórn, sem aðeins hefir setið í 6 vikur, getur ekki borið á því neina ábyrgð. en að öðru leyti er það sannmæli, að þeir örðugleikar, sem nú verður við að etja. eru ef til vill meira að kenna þessum hv. þingmanni en nokkrum einstökum stjórn- málamanni þjóðarinnar. JEG GERI ráð fvrir, að hæst virtur fjármálaráðherra muni vikja nánar að fjármálunum áður en þessum umræðum lýk ur. Jeg læt því nægja að spyrja nú: Ef að þgð er skoðun hv. þingmanns Strandamanna, að komið sje í annað eins ógur- legt öngþveiti, eins og hann lýsti, hvernig í ósköpunum stendur þá á því að hann hef- ir þagað gersamlega við þessu undanfarin tvö ár, meðan sú stjórn fór með völd. sem hann raunverulega studdi? Hv. þingmaður fjargviðraðist mikið yfir því sundurlyndi, er hann taldi ríkja í Sjálfstæðis- flokknum og kvað hann þann ágreining mjög alvarlegan vegna þess, að hann væri um ,,málefni’\ eins og hann komst að orði. Já, ágreiningur, — og það um málefni, fannst þessum háttv. þingmanni nokkuð óvenjulegt fyrirbrigði. En um hvað skyldi þá ágreiningurinn vera á Fram sóknarflokknum, úr því hann er ekki um ,,málefni“? Er hann eingöngu um þkð, hyer á að kallast formaður í Jilokkn- um og annaö því um líkt ytra form? Jeg get svo sem vel svar að þeirri spurningu, því sá á~ greiningur er sannarlega mál- efnalegur. Hann er rneira að segja svo málefnalegur, að skapari þessa flokks og raunar valdaferils hv. þingmanns Strandamanna einnig, er nú farinn að gefa út tímarit, til þess að deila á stefnu hv. þing- manns Strandamanna og sam- herja hans í Framsóknarflokkn um, sem hann telur vera hreina glæfra, sem stefna mun öllu atvinnulífi þjóðarinnar til gjaldþrots. Þegar þvi þessi bv. þingmaður talar um sundur- lyndi og ágreining, held jeg honum væri nær að líta sjer rær. Það er þá líka vitað, að Framsóknarflokkurinn um land allt er gersamlega klofinn, og mun þesgi þingmaður hafa sannpr’ófað það nú nýverið, er hann var að hendast um land- ið til að ófræg.ja st.jórnina. Að öðru leyti vil jeg í beinu lilefni af ræðu hv. þingmanns Strandamanna og sem svar við henni not,a þetta fyrsta tæki- fævi, sem mjer hefir gefist, til þess að tala í áheyrn þjóðarinn- j ar, eftir myndun hinnar nýju' stjórnar, til að rekja þau tvö ( höfuðatriði, sem stjórnarand- j staðan mest hefir haldið á lofti. j Mun jeg gera grein fyrir hvern ig á því stendur, að-Framsókn- arflokkurinn varð utan við stjórnina og einnig svara þeirri gagnrýni, er stefnt hefir verið . aö nýsköpunar fyrirætlunum stjórnarflokkanna. Mdranpndi sijérnarmyndun- arinnar ÞEGAR Sjálfstæðisflokkur- inn vorið 1942 neyddist til að | taka við stjórnartaumunum vegna þess, að allir aðrir skor- I uðust undan því, sat flokkur- ■ inn við völd eingöngu meðan hann var. að binda endi á þau mál, sem fyrir lágu, og nauður rak til að koma áleiðis: — kjör- dæmamálið, sem leitt var til farsælla lykta, og sjálfstæðis- málið, sem komið var áleiðis um mjög merkan áfanga, raun- ! ar miklu merkari áfanga en ílestir Islendingar enn gera sjer Ijóst. En að þessu, loknu tók Sjálfstæðisflokkurinn eðlilegri afleiðingu af því, að hann rjeði ekki við vaxandi dýrtíð í land- inu, sem þá heldur ekki var að vænta, þegar andstæðingar hans lóku höndum saman um að berjast gegn föstu verðlagi. , En Sjálfstæðisflokkurinn rjeði j þá aðeins yfir 16 þingmönnum j (sá 17. var farinn af landi burt) —• af 49 þingmönnum. - Eflir að Sjálfstæðisflokkur- inn baðst lausnar, gerði hann þá tillögu við. þáverandi ríkis- stjóra Islands, að reynd yrði myndun fjögra flokka stjórnar í landinu í því skyni að koma á allsherjar samstarfi með allri þjóðinni. Þessi tilraun stóð lengi yfir, sem kunnugt er. , Sjálfstæðisflokkurinn fór þá á fremsta hlunn um tilboð í átt- ina til óska hinna, vegna þess , hversu honum var ljóst mikil- vægi samstarfs til úrlausnar þeim verkefnum, sem þá lágu framundan, — og þá fyrst og fremst lokasporið í sjálfslæð- isbaráttu þjóðarinnar. Þessar tilraunir mistókust, serh kunn- ugl er. i Þá tóku við tilraunir undir forystu Framsóknarflokksins í við hina tvo þingflokkana, Al- þýðuflokkinn og Sósíalistaflokk inn, til samstarfs milli þessara þriggja flokka. Þær tilraunir stóðu yfir í 5 mánuði, lauk hvat skeytislega með kveðjusending- um, sem stóðu yfir i aðra 5 mánuði og löngu eru alþjóð kunnar. ■>v Á LANDSFUNDI Sjálfslæð- isflokksins, sem haldinn var í júní 1943 á Þingvöllum, var samþykl eftirfarandi ályklun: „Landsfundur Sjálfstæðis- manna haldinn á Þingvöllum 18. og 19. júní 1943 lítur svo á, að þingflokkur Sjálfstæðis- manna hafi gert alt, sem í hans valdi stóð til þess að mynduð yrði þingræðisstjórn á síðast- liðnu þingi. Telur landsfundurinn æski- legt, að Sjálfstæðisflokkurinn vinni að því að koma á sem víð- tækastri stjórnmálsamvinnu í landinu og að mvnduð verði þingræðisstjórn, er njóti stuðn- ings meiri hlula Alþingis". Þingflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafa síðan sleitulaust unnið í samræmi við þessa ályktun. En þó taldi flokk urinn vonlaust að hreifa mál- inu fyr en svo langt var dregið að stofnun lýðveldisins, að öllu Alþingi var orðið ljóst, að það var höfuðsmán, að þjóð, sem í nafni þingræðis og lýðræðis var að endurreisa fullt frelsi og end urreisa lýðveldi sitt, revndist óbær um að inna af hendi frum skyldu slíkrar smáþjóðar, það er að segja að mynda þingræð- isstjórn í landinu. Á grundvelli þessa skilnings, sem þannig var vakinn í huga allra — eða all- flestra — þingmanna, vogaði Sjálfstæoisflokkurinn sjer að reyna að tengja saman 'hin sundurleitu öfl til stjórnarmynd unar, sem átti að verða með þeim hætti, að stjórn yrði kom- ið á í landinu, um 20. júní, en þó þannig, að hægt væri að gefa þjóðinni það í morgungjöf lýð- veldisins, að' Alþingi hefoi haft sig undan ámælinu og komið sjer saman um stofnun alls- herjar stjórnar. Þessi tilraun mistókst, því miður, eins og all- ir menn vita. Sjálfstæðisflokkurinn Ijet þá kyrt liggja, þar til seint í júlí- mánuði. Þá hófumst við handa, Jakob Möller, Bjarni Benedikts son og jeg, eftir fyrirmælum flokksfundar í þingflokki Sjálf tsæðismanna, um að halda á- fram slíkum tilraunum. Frá byrjun ágústmánaðar og fram í byrjun októbermána’ðar voru fundir haldnir stundum daglega, stundum annan hvern dag, milli allra fjögurra flokka þingsins. Þar voru málin þraut rædd fram og aftur. Þannig stóð þar til Sjálfstæðisflokkurinn þann 14. september ,s. 1. tók af skarið og skrifaði hinum flokkunum brjef, þar sem hann dró upp mynd af ástandinu og horfunum framundan og lagði til, að flokkarnir gengju lil stjórnarmyndunar á grundvelli málefnasamnings, sem flokkur- inn varnaði fram i þessu ,sama brjefi. Málefnasamningur þessi Franlh. á 5 síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.