Morgunblaðið - 06.12.1944, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.12.1944, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 6. des. 1944. MORGUNBLAÐIÐ D PENICILLIN getur aldrei orðið neitt allsherjarlyf. — Það hefir engin áhrif á sjúk dóma eins og berkla, inflú- ensu og krabbamein. Það er virkt gegn öllum sjúkdómum, sem stafa frá penicillin-næmum sýHum, þar með taldir ýmsir al- mennir og hættulegir bakt- eríusjúkdómar. — Meðal þeirra má telja ýmsar teg- undir af skæðri blóðeitrun, osteomyelit (bólga í bein- mergnum), bólur og kýli, heilahimnubólgu, lungna- bólgu og kynsjúkdómum. Fyrst og fremst mun peni cillin reynast ómetanlegt lyf við sárum, sem bólga hefir hlaupið í. Uppgötvun hinna græð- _andi eiginleika penicillins telst til glæsilegustu sigra í sögu læknisvísindanna. — Enn þá er ókleift að gera sjer fulla grein fyrir mögu- leikum þess og nytjagildi. — Allt bendir til þess, að mjög verði dregið úr hættum þeim, sem jafnan eru sam- fara hinum ýmsu tegundum sárabólgu. Asamt viðeigandi handlæknisaðgerðum mun það væntanlega hafa þann árangur í för með sjer á sviði læknisfræðinnar, að engan hefir áður dreymt um neitt slíkt. Engin uppgötvun á sviði læknavísindanna á vorum tímum, hefir vakið aðra eins hrifningu og eftirvænt- ingu. En ýmislegt, sem rit- að hefir verið um penicillin, er bygt á mjög svo gagn- rýnisnauðu mati á stað- reyndum. Hver er sannleikurinn um penicillin? Jeg hefi eftir bestu getu leitast við að komast að raun um hann og hefi leitað hjálpar og aðstoð ar vísindamanna, sem vinna að rannsóknum penicillins. Þeir hafa farið yiir og við- urkennt þær upplýsingar, sem jeg birti hjer með. Tilraunir. SUNNUDAGSMORGUN einn, þegar „orustan um Bretland” var í algleymingi voru nokkrir vísindamenn saman komnir í tilrauna- stofu einni í Oxford og veittu því athygli, fullir eft irvæntingar, sem var að ger ast í tveimur músabúrum. Smitefni, sem var ban- vænt bæði mönnum og mús um, hafði verið sprautað í skepnurnar. Mýsnar í öðru búrinu höfðu alla undan- farna nótt fengið inngjafir af efni, sem vísindamönn- um þessum hafði tekist að vinna úr vökva einum, þar sem vaxið hafði eins konar myglusveppur. Mýs þessar stukku um í búri sínu hinar ánægðustu og tóku til matar síns af bestu lyst. Hinar mýsnar, sem enga aðgerð höfðu feng ið eftir innspýtingu smitefn isins, lágu steindauðar í búri sínu. — Vísindamennirnir höfðu gildar ástæður til at- hygli og eftirvæntingar. I undalyfinu, sem bjargað hafði lífi helmings tilrauna dýranna, var penicillin. Það er ýmsum kunnugt hvernig Alexander Fleming prófessor fann þetta undra- efni af hreinni tilviljun fvr- ir nokkrum árum. Skömmu eftir að hann hafði birt rann sóknir sínar varðandi peni- cillin, reyndu vísindamenn að aðgreina efnið og ein- angra það frá vökva þeim, þar sem myglusveppurinn hafði .vaxið, en án árangurs. Það kom í ljós, að mjög erfitt er að „hemja” peni- cillin, það er labilt, eins og það er kallað á máli vísinda manna. Það er m. ö. o. hvik- ult og óstöðugt, og hverfur, ef það snertir flest þau efni, sem annars eru notuð til slíkrar aðgreiningar og ein- angrunar. Sakir þessara vandkvæða töldu vísindamennirnir, að penicillin myndi fá litla raunhæfa þýðingu fyrir læknavísindin. Fleming hjelt lífinu í hin- um upprunalega myglu- sveppi sínum með því, að rækta hann og hann hjelt áfram að nota hinn frum- stæða penicillin-vökva í dag legu sýklarannsókna-starfi sínu. Hann sendi jafn framt rannsóknarstofu rikislns sýnishorn af tegundar-rækt un sinni. Hlutverk rann- sóknarstofu þessarar er að viðhalda geysi-miklu safni af sýkla- og sveppa-sýnis- hornum, sem síðan eru fengin vísindamönnum til umráða til rannsóknar- starfa. Fvrir stríð var slík rann- sóknarstofnun til í Hollandi, og sýnishorn af myglu- sveppum Flemings voru send þangað, svo að senni- legt er, að Þjóðverjar hafi komist yfir þau, en ekki er enn vitað, að þeir hafi kom- ist að neinni niðurstöðu með þau. Nýjar rannsóknir. NU liðu næstum tíu ár, og ekkert frekara heyrðist um pencillin, svo að þess vegna hefði það getað fallið í glevmsku og dá, ef tveir vísindamenn í Oxford hefðu ekki á ný fengið áhuga á efninu, árið 1938. Þessir menn voru H. W. Florey, prófessor í sjúkdóma fræði í Oxford — hann var fæddur í Ástralíu, en kom til Englands órið 1922 — og dr. E. Chain, kennari í efna fræðilegri sjúkdómafræði, hann er af rússnesku bergi brotinn, ^n kom til Eng- lands árið 1933, pólitískur flóttamaður frá háskólanum í Berlin. Árið 1938 ákváðu þessir vísindamenn að takast á hendur nákvæmar rannsókn ir á sýklaejóðandi efnum, sem unnin verða úr hinum smæstu lífverum, þ. e. a. s. sýklum og myglusveppum. Það kom á daginn, að bæði Fleming og aðrir vísinda- menn höfðu komist að raun um, að frumstæðar ræktar- upplausnir, sem í var peni- ’ cillin, hjeldu verkunum sín- um í margar vikur, ef þær voru geymdar i ísskápum við vissar aðstæður. -— Þeir vonuðu, að þetta væri sönn- un þess, að efr^ð væri ekki of óstöðugt til þess að unt reyndist að einangra það og taka það í notkun á raun- hæfan hátt. ■ Það reyndist tiltölulega auðvelt að draga út úr myglusvepparæktinni peni- cillin í mjög svo frumstæðri mynd. En samsetning þessi, sem var allt annað en hrein, og hafði að geyma aðeins eitt til tvö (/ af penicillin, reyndist hafa hina dásamleg ustu eiginleika. Það virtist sæmilega stöð ugt við. skilyrði, sem það varð fyrir í líkömum manna og dýra. Það virkaði jafn- ki’öftuglega gegn sýklum eins og ýms hin sterkustu gerilsneyðingarlyf, en gagn stætt þeim hafði það engin skaðleg áhrif á lífræna vefi, jafnvel þó að um margend- urteknar innspýtingar væri að ræða og í tiltölulega stór- um skömmtum. Þegar menn höfðu komist að raun um þessar mikil- væu staðreyndir, yar tekið til óspilltra málanna um músarannsóknir þær, sem þegar hefir verið minnst á. Tilraunin var endurtekin með fleiri músum, sem skift var í fleiri hópa. Hver þess-‘ ara hópa fjekk innspýtingu ýmissa tegunda blóðeitrun- arsýkla og var síðan spraut- að penicillin i helming þess- ara dýra, en hinn helming- urinn látinn afskiftalaus. Eftir einn til tvo .sóiar- hringa voru allar óspraut- uðu mýsnar dauðar, en vfir gnæfandi meiri hluti hinna iifðu af — og var þó ein teg- und smitefna þeirra, sem spýtt hafði verið í þær, af hinni hættulegu stafylo- coccus-tegund, sem fram að þessu hafði aldrei 'tekist að finna áhrifaríkt Ivf gegn. Endurhætur. EFTIR þessar vel heppn- uðu tilraunir var allt undir kornið að framleiða meira pemcillin, en myglusvepp- urinn skilaði mjög litlu magrri. Meðan unnið var að þessu verkefni, komust menn að raun um að tvo nýja og mik ilvæga eigirúeik a penicill- ins. Það kom í ljós, að gagn- stætt sulfa-lyfjunum, komu verkanir þess fram, þó að um gröft væri að ræða, og að það vann á ýmsum teg- undum sýkla, þó að þeir væru allir að verki samtim- is. Með nýjum efnafræðiað- ferðum tókst að framleiða penicillin, sem var fimm sinnum kröftugra gegn sýkl um en hið upphaflega. Þrátt fvrir hin fimmföldu and- ! sýklaáhrif, var lyf þetta jafn óskaðlegt hinum lífrænu , vefjum manna og dýra eins og hið fvrsta frumstæða efni, sem notað var við músatilraunirnar. — Eftir margra mánaða erfiðh hafði mönnum tekist að framleiða nægilegt penicillin úr mvglusvepparæktunum, til (þess að hægt væri að hefja með þeim lækningaaðgerð- ir á mönnum. ! Meðal þeirra, sem lækn- ingaaðgerðir voru fram- kvæmdar á, voru sjúkling- ar, sem þjáðust af næmum sjúkdómum, en áður hafði árangurslaust verið að lækna þá með sulfa-lyfjum. ^ Fjöidi manna náði fullri |heilsu á hinn undursamleg- asta hátt. Þetta var meðan „orustan um Bretland” geisaði enn þá. Ásamt konu sinni, hóf prófesor Florey gagngerðar rannsóknir til þess að leiða í ljós á ótvíræðan hátt hvern- ig penicillin-aðgerðum yrði haganlegast beitt gegn hin- um ýmsu tegundum sjúk- dóma. Síðan fór hann ásamt heilasjúkdóma-sjerfræð- ingnum dr. H. Cairns til N,- Afríku til þess að rannsaka sáralækninga-áhrif pencill- ins rjett aftan við víglínuna. Þegar penicillin-framleiðsl- an jókst, var sett á laggirn- ar læknanefnd, sem átti að sjá um skiftingu þessa dýr- mæta en sjaldgæfa lys, og gera jafnframt nákvæmar rannsóknir á læknisfræðileg um möguleikum þess. Þegar er mönnum urðu ljósir hinir dásamlegu græð andi eiginleikar penicillins, var hafist handa um að sund urgreina hið efnafræðilega eðli þess, til þess, ef mögu- legt revndist, að koma á fót gerviframleiðslu þess. Fjöldi vísindamanna vinna nú að þessu, en það er a.m.k. leynd armál, sem vel er gætt, hvort nokkur árangur hefir náðst. Ef það tekst að korna á fót gerviframleiðslu penicillins, þá blasa nýjir möguleikar við. Framleiðsla gervi-efn- isins mun væntanlega verða auðveldari og ódýrari en framleiðsla hins eðlilega efnis, jafnvel þó að þegar hafi tekist að finna aðferðir til fjöldaframleiðslu, sem hefir leitt til þess, að verð pencillins hefir lækkað stór lega. Enn fremur eru líkur til þess, að með smávægilegum breytingum á byggingu sam eindanna (molekúl), megi ná fram efnum, sem eru stöðugri en pencillin og hafa enn meiri áhrif gegn sýklum, eins og raun ber vitni um sulfa-lyfin. — í stuttu máli má segja, að framtið penicillins kunni að verða jafn æfintýraleg og upprun þess og uppgötvun. [rilcklcmd Pramh. af 1. síf)u. ,,Munum halda uppi lögum“. Churchill sagði á fundi í neðri málstofunni í dag fra uppþotum þeim, sem nú hafa leitt til svo mikilla bardaga. — Kvað hann löregluna hafa mist fjóra menn í fyrstu viður- eignum, en skæruliðarnir ell- efu menn fallna, en um 60 særða. Churchill sagði, að herlið Breta í Grikklandi myndi gera alt sem það gæti, til þess að koma í veg fyrir blóðsút- hellingar og borgarastyrjöld, og myndi herinn styðja stiórn landsins í þvi að halda uppi ró og reglu, og ekki láta það líð- ast að hún yrði ofurliði borin af vopnuðum herliðum í land- inu. — Sagði ráðherrann, að Bretar vildu ekki, að vopn þau, sem bandamenn hefði sent Grikkjum, til þess að beita gegn Þjóðverjum, yrðu notuð til þess að koma á kommúnist- isku einræði i landinu, og kvað stjórnina ekkert geta aðhafst, meðan vopnaðir flokkar væru uppi. Yiðureígnirnar í Aþenu. Frjettaritari vor í Aþenu símar í kvöld, að mikla skot- hríð sje að heyra í borginni. •— Var hann sjónarvottur að því, er Elas-menn gerðu atlögur að húsi einu, þar sem sveit kon- ungssinna varðist. Var húsið að lokum lagt í rústir og allir drepnir, sem þar voru inni. •— Höfðu Elas-menn þarna skot- grafafallbyssur, handsprer.gjur og riffla. Allsherjarverkfalíið. Oll vinna liggur niðri í borg inni og er mjög bagalegt fyrir Grikki, að ekki er skipað upp matvælum, því skortur á þeim er mikill. Borgina skortir nú öll þægindi. Síðusfu fregnir. Óljóst er um hvað gerist inn- an stjórnarinnar. Óstaðfestar frjettir hermdu í kvöld, ao Papandrou forsætisráðh. hafi sagt af sjer, en aðrar, að Ge- org konungur hafi neitað að taka áfsögn hans til greina. Þá er og sagt, að frjálslyndu flokkarnir hafi neitað að síyðja stiórnina frekar. Seint í kvöld var barist um ýmsar byggingar í borginni og breskir skriðdrekar tóku þátt í bardögum þessum. Grísk-rómversk glíma bönnuð London: Bæjarstjórnin hjer í borg hefir ákveðið að br.nna grísk-rómverska glímu í Lon- don og úthverfum hennar frá næstu áramótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.